Þjóðviljinn - 05.12.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.12.1989, Blaðsíða 12
Auður Hansen verslunarskólanemi Að kaupa jólagjafir, en ég bý einnig til gjafir sjálf. Ég sem Ijóð og gengur alveg ágætlega en helst ætti maður aö gefa út Ijóða- bók. Arnbjörg Stefánsdóttir kennaraháskólanemi Ég baka piparkökur. Annars baka ég ekki mikið en hef þegar lokið við piparkökubaksturinn. Guðmundur Haraldsson sjómaður Það er nú eiginlega deild kon-; unnar en ég reyni að hjálpa til t.d. við jólainnkaupin og laufa- brauðsbakstur. Við erum nú lítið byrjuð ennþá, enda nægur tími til stefnu. Brynja Sigurmundsdóttir húsmóðir Ég byrja náttúrlega á því að þrífa. Það gengur vel að þrífa og ég er líka búin að hnoða í tvær tertuteg- undir. Þórður Jóhannsson vörubílstjóri Það er nú eiginlega ekkert ákveðið. Ég hef að vísu keypt gjafir sem þarf að senda erlendis, en þær verður að kaupa í tíma. SPURNINGIN, Hvert er fyrsta verk þitt í jólaundirbúningi? þJÓBVUIINN Þriðjudagur 5. desember 1989 208. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Tæki og tól ásamt Ijósmyndum, fundargerða- bókum ogfleiru sem varpar Ijósi á söguþessa merkilega félags hreint launþegafélag og gekk ári síðar í Alþýðusamband íslands. Litlar breytingar hafa orðið á skipulagi félagsins frá þessum tíma. Þegar atvinnuleysi iðnaðar- manna var sem mest, á árunum 1968 til 1971 skipulagði Trésmið- afélagið flutninga smiða til Sví- þjóðar og hafði milligöngu við samningsgerð og aðra pappírs- vinnu í sambandi við flutingana. Flestir fóru smiðirnir í vinnu fyrir skipasmíðastöð í Malmö og um mitt sumar 1969 höfðu um 160 smiðir flutt til Svíþjóðar. Flestir sneru aftur til íslands að nokkr- um tíma liðnum. Það mun vera einsdæmi að skipulagðir flutning- ar úr landi á vegum stéttarfélags hafi farið fram með þessum hætti. Sýning Trésmiðafélagsins stendur fram til 17. desember. Hún er opin á skrifstofutíma virka daga og á sunnudögum frá klukkan 14 til 18 og er öllum opin. iþ íhuguðu þeir framboð sérstaks lista trésmiða til bæjarstjórnak- osninganna. Af því varð þó ekki heldur tóku trésmiðir þátt í fram-, boði lista iðnaðarmanna. Af þeim lista voru 2 trésmiðir kosnir1 í bæjarstjórn, annar þeirra var Sveinn Jónsson í Völundi. Síðan hafa trésmiðir nær óslitið átt full- trúa í bæjarstjórn og nú er húsa- smiðurinn Sigurjón Pétursson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn. í upphafi var Trésmiðafélagið stofnað til að koma á samræmdri verðskrá trésmiða. Styrr stóð þó alltaf um verðskrána og fannst 'mörgum til dæmis ófært að sama verð gilti fyrir vinnu nýútskrifaðs sveins og meistara. Meistarar höfðu iðulega meirihluta í stjórn- inni þó félagsmenn væru flestir sveinar og þegar kom að því að gera kjarasamninga í fyrsta skipti, árið 1949, kom sú ein- kennilega staða upp að meistarar í stjórn Trésmiðafélagsins sömdu við Vinnuveitendasambandið fyrir hönd sveinanna, en meistar- ar áttu einnig aðild að vinnu- veitendasambandinu. Árið 1955 gengu meistarar út úr Trésmið- afélaginu og var þá félagið orðið Trésmiðir gengu ákaflega vel klæddir til vinnu sinnar á árunum áður enda heldri menn þess tíma og menntaðir erlendis. Það fara sögur af þvi að sumir þeirra hafi klæðst gömlu kjólfötunum sínum við vinnuna. Mynd-Jim Smart. Trésmiðafélag Reykjavíkur hefur komið upp safni gamalla verkfæra sem vikið hafa fyrir nýrri tölvu. Á þessari mynd má sjá verkfæraskáp Karls. Þ. Þorvaldssonar sem var um skeið varaformaður Trésmiðafé- lagsins, en skápinn smíðaði Karl árið 1920. Mynd-Jim Smart. Ihúsakynnum Trésmiðafélags Reykjavíkur, að Suðurlands- braut 30, stendur nú yfir sýning úr 90 ára sögu félagsins og úr starfi reykvískra trésmiða á liðn- um áratugum. A sýningunni eru ýmsir munir sem varpa ljósi á starf trésmiða og sögu félagsins, s.s. verkfæri, ljósmyndir, skjöl og teikningar. Komið hefur verið upp gömlu verkstæði með til- heyrandi verkfærum og á öðrum stað er sýnt sýnishorn af verkfær- um og öryggisbúnaði sem nú er notaður. Trésmiðafélag Reykjavíkur var stofnað 10. desember 1899 og hét þá Hið íslenska trjesmiðafje- lag. Það var lengi framan af eitt fjölmennasta iðnaðarmannafé- lagið á landinu, og frá upphafi lét félagið til sín taka í ýmsum fram- faramálum í bænum, beitti áhrif- um sínum m.a. þegar kom að skipulagsmálum. Pólitísk virkni var mikil í félaginu og árið 1908 Trésmiðafélag Reykjavíkur Sögusýning í tilefni 90 ára afmælis I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.