Þjóðviljinn - 05.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.12.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Seðlabankinn Ríkisvíxlar ekki leiðandi Vextir ríkisvíxla hafafylgt öðrum vöxtumfrekar en verið leiðandi, segir í svari Seðlabankans vegna fyrirspurnar Geirs H. Haarde Vextir ríkisvíxla hafa jafnan verið lægri en vextir banka- víxla og hefur þeim jafnan verið breytt í kjölfar almennra vaxta- breytinga. Ríkisvíxlar voru þó óbreyttir í meira en tvo mánuði frá miðjum apríl en bankavextir fóru hækkandi. Jókst því munur- inn þar á milli en minnkaði aftur er bankavextir lækkuðu á ný. Vextir ríkisvíxla hafa því fylgt öðrum vöxtum fremur en verið leiðandi. Þetta er inntakið í svari Seðla- bankans við fyrirspurn Geir H. Haarde um vexti á nkisvíxlum. Þá segir ennfremur að vissulega gætu vextir ríkisvíxla haft áhrif á almennt vaxtastig bæði vegna samanburðar og þess að ætla má að fjármagn leiti þangað sem arð- semi er mest og áhættan minnst. Með því að hafa vexti af ríkisvíxl- um mun hærri en aðra vexti gæti ríkissjóður trúlega haft áhrif á al- mennt vaxtastig, en svo hefur ekki verið í reynd á þessu ári. Það sem haldið hefur verið fram að vextir ár ríkisvíxlum hafi haldið uppi öðrum vöxtum í landinu er því rangt. Vextir af ríkisvíxlum hafa aldrei verið leiðandi í vaxtahækkunum eða fyrirstaða fyrir vaxtalækkun hjá bönkum. -Sáf Hjálparstofnun kirkjunnar Treystum á stuðning þjóðarinnar Árlegsöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar hafin. Jólasöfnunin aflar um 80% affé stofnunarinnar r Arleg landssöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar undir yfirskriftinni Brauð handa hungruðum heimi er nú hafin og stendur fram til jóla. Verið er að dreifa gíróseðlum og söfnunar- baukum inn á öll heimili í landinu. Friðarkerti Hjálpar- stofnunarinnar verða einnig til sölu fyrir jólin. Að sögn Sigríðar Guðmunds- dóttur er jólasöfnunin undirstað- an undir öllu starfi stofnunarinn- ar og því væru miklar vonir bundnar við stuðning þjóðarinn- ar. Um 80% af fé Hjálparstofn- unar kirkjunnar fæst með jólas- öfnuninni en fyrir síðustu jól brást fólk mjög vel við og söfnu- ðust um 20 miljónir. Meðal helstu verkefna sem stofnunin vinnur að um þessar mundir eru tvö verkefni á Ind- landi. Þar er verið að byggja heimili fyrir vangefin börn auk þess sem 130 fátæk börn eru styrkt til skólagöngu, en áform eru upp um að fjölga þeim börn- um sem njóta skólastyrks. Hjálparstofnun kirkjunnar tekur einnig þátt í samnorrænu verkefni til styrktar skólum í Stjóm Hjálparstofnunar kirkjunnar, talið frá vinstri: Árni Gunnarsson, Haraldur Ólafsson, Sigríður Guð- mundsdóttir, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason og sr. Úlfar Guðmundsson. Mynd-Jim Smart Namibíu. I suðurhlutaEþíópíu er bandið og í norðurhluta landsins gert er að koma á fót verk- verið að reisa heilsugæslustöð í er verið að byggja barnaheimili menntaskóla í tenglsum við barn- samvinnu við Kristniboðssam- fyrir munaðarlaus börn og ráð- aheimilið. iþ Goðsagnir um nauðganir „Flestar konur langar undir niðri til að láta nauðga sér,“ er ein af mörgum goðsögnum s'em fjallað verður um á fræðslufundi Sam- taka um kvennaathvarf í Gerðu- bergi í kvöld kl. 20.15. Athygl- inni verður einkum beint að svo- kölluðum kunningjanauðgunum en flestar nauðganir á Islandi virðast vera þannig að konan þekki árásarmanninn og beri til hans ákveðið traust. Ráðgjafar- hópur um nauðgunarmál hvetur fólk til að mæta. Tonleikar og námskeið Óbóleikarinn Robin Canter og semballeikarinn Robyn Koh halda tónieika og standa fyrir námskeiði í Reykjavík þessa dag- ana. Canter er í röð fremstu óbó- leikara í heiminum í dag og einn fárra óbóleikara sem eru jafnvígir á ný sem gömul óbó, allt til elstu fyrirrennara hljóðfæris- ins. Hann er prófessor við Royal Northern College í Manchester og leikur reglulega með hljóm- sveitinni Ancient Music. Robyn Koh er íslenskum tónlistarunn- endum að góðu kunn fyrir tónlist- arstörf sín hér, m.a. hlaut hún mikið lof fyrir frammistöðu sína á Robin Canter Skálholtstónleikum í sumar. Hún hefur komið fram víða í Evrópu og starfar nú í London. í kvöld verða þau með tónleika í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar og hefjast þeir kl. 20.30. Á morgun verður fyrirlestur með tóndæm- um í Tónlistarskóla Reykjavíkur, Stekk, Bolholti 6 kl. 17 og er öllum heimill aðgangur. Á fimmtudag er opin kennslustund á sama stað kl 14-18. Á föstudag eru svo tónleikar í Kristskirkju kl. 20.30 þar sem leikin verður gömul tónlist á sembal og barrokk-óbó. Ekki auglýsingar í dagskrárliði Neytendasamtökin könnuðu hug sjónvarpsáhorfenda til þess hvort rjúfa ætti kvikmyndir eða þætti í sjónvarpi með auglýsingum. í ljós kom að 93,3% aðspurðra voru andvígir því að dagskrárliðir væru rofnir með auglýsingum. Neytendasamtökin beina því þeim eindregnu tilmælum til yfir- valda að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til þess að stöðva þessa þróun. Raungreinar og raunveruleikinn Þorsteinn Vilhjálmsson dósent flytur fyrirlestur sem nefnist „Raungreinar og raunveruleik- inn“ á vegum Rannsóknarstofn- unar uppeldis- og menntamála í dag kl. 16.30 í Kennaraskóla- húsinu við Laufásveg. Á eftir eru umræður sem Jón Torfi Jónasson stjónar. Öllum heimill aðgangur. Ævintýri Hoff- manns á myndband Sýning Þjóðleikhússins og ís- lensku óperunnar hefur verið gefin út á myndbandi. Það var Styrktarfélag íslensku óperunnar sem lét taka sýninguna upp beint af fjölunum í febrúar sl. og ann- aðist Saga film upptökuna undir stjórn Egils Eðvarðssonar. Mvndbandið er með íslenskum texta og er hljóðupptakan í ster- eó. Almenningi gefst kostur á að skoða myndbandið í íslensku óperunni í kvöld kl. 20.30. Þar verður myndbandið til sölu og kostar það 3000 krónur. Öllum heimill aðgangur. Skipulag Gamla bæjarins Borgarskipulag Reykjavíkur mun efna til borgarafundar á Hótel Borg á morgun þar sem kynnt verða drög að hverfaskipu- lagi fyrir borgarhluta 1, Gamla Bæinn, svæðið vestan Snorra- brautar og norðan Hringbrautar. íbúar borgarhlutans eru hvattir til að mæta á fundinn, sem hefst kl. 20, og koma með athuga- semdir og ábendingar við hverfa- skipulagið. Fullveldisdagur SUOMI-felagsins Fullveldisdagur SUOMI-félags- ins verður haldinn í Norræna hús- Hlíf Steypt verði yfir atvinnu- leysið Til að bæta atvinnuástandið í Hafnarfirði á næstu misserum eiga stjórnvöld að gera átak í byggingu félagslegs húsnæðis þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 200 leigu- og eignaríbúðum, öðrum atvinnuskapandi aðgerðum sem koma strax eða innan skamms til framkvæmda og síðast en ekki síst móta raunhæfa atvinnustefnu til langs tíma. > Þetta kemur fram í ályktun Verkamannafélagsins Hlífar sem formaður þess Sigurður T. Sig- urðsson lagði fram á fundi at- vinnumálanefndar bæjarins fyrir skömmu og mælti nefndin ein- dregið með þeim. Þann 1. des- ember voru 160 manns án at- vinnu á félagssvæði þess og telur stjórn félagsins fulla ástæðu til að óttast að það fari versnandi á næstu mánuðum verði ekkert að gert. Nú þegar er atvinnuástand- ið orðið það slæmt að yfir 80 manns hafa enga vinnu allt árið og almennar launatekjur hafa dregist verulega saman vegna verkefnaskorts. Af þeim sem eru á atvinnu- leysiskrá hjá vinnumiðlun bæjar- ins er almennt verkafólk í meiri- hluta. -grh JÓl Lýst eftir jólasveinum Nú líður senn að jólum og á fjöllum upþi eru sveinarnir að undirbúa bæjarferð sína. Einsog áður mun Þjóðviljinn kynna komu jólasveinanna þegar þeir koma til byggða og því leitum við til ungra lesenda okkar um hjálp. Teiknið nú myndir af jóla- sveinunum og merkið þær: Jóla- sveinninn, Þjóðviljanum, Síðu- múla 6, 108 Reykjavík. inu á morgun og hefst kl. 20.30. Hákan Branders, nýr sendiherra Finna á íslandi, flytur ræðu kvöldsins og finnska sópransöng- konan Riikka Hakola syngur finnsk lög við undirleik Gustavs Djupsjöbacka. Að lokinni dag- skrá er sameiginlegt borðhald. Miðaverð 1500 krónur og er matur innifalinn. Heimamerki á skráningar- númerin Nú er hægt að kaupa heimanúm- er til að setja á skráningarnúmer bfla. Merkin eru til sölu hjá Bif- reiðaskoðun íslands og á bensín- stöðvum. Þau eru skjaldarmerki kaupstaðar eða sýslu og eru límd á þar til gerðan reit á númeras- pjaldinu. Alls eru til 50 gerðir merkja og kostar merkið 100 krónur. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.