Þjóðviljinn - 16.12.1989, Blaðsíða 5
Lífsstíll og verð
Hvað kostar unglingayndi?
Dœmigerður unglingapakki að mati Svía: Hamborgari, bíómiði og geisladiskur
Stærsta fjölskyldublað Svía,
LAND, birti í nóvember til
fróðleiks Útið yfirlit um kostnað
við að afla sér hamborgara, bíó-
miða og geisladisks í 8 löndum
Evrópu. Þjóðviljinn bætir hér ís-
Iandi í hópinn. Telja má að þessi
neysluvarningur sé eftirlæti ung-
linga, og niðurstaðan er sú, að
það sé dýrast að afla sér unglinga-
yndis á íslandi. Kostnaðurinn er
samtals 2.476 ísl. kr. ef þetta er
keypt í Reykjavík. Ódýrastur er
pakkinn í Hollandi, þar kostar.
þrískipta unglingayndið 1.180 kr.
Heilmargt er við svona saman-
burð að athuga. Verslunartími er
skemmstur í Hollandi, virðis-
aukaskattur lágur á matvælum,
þar er þéttbýli mest í Evrópu og
flutningskostnaður lægstur osfrv.
Ennfremur eru gæði vöru og
þjónustu auðvitað afar misjöfn.
Samanburðurinn er því miklu
fremur vísbending en staðreynd.
í ljós kemur að hamborgarar
eru dýrastir á íslandi, við erum í
4. sæti varðandi bíómiða og 5.
þegar að geisladiskum kemur.
Þeir eru að jafnaði dýrari á öðr-
um Norðurlöndum en hér. Dýr-
ara er að fara í bíó í Danmörku,
Svíþjóð og Bretlandi en hér-
lendis. Allt eru þetta meðaltöl,
birt með nokkrum fyrirvara.
Haft var samband við 4 ham-
borgarastaði, 4 kvikmyndahús og
eina hljómplötuverslun til að
finna verðlag hérlendis í desemb-
er. Tvöfaldir hamborgarar virtust
kosta á bilinu frá 300 kr. upp í 435
kr., en bíómiðar 390 eða 400 kr.
Meðalverð á geisladiskum hér-
lendis er um 1700 kr., þeir ódýr-
ustu eru rétt innan við 1400 kr. en
nýjustu geisladiskamir kosta
tæpar 1800 kr.
Hamborgaraunnendur eiga að
nota tækifærið í Bretlandi, þar
eru þeir ódýrastir. Bíóferðir eru
hagkvæmastar í V-Þýskalandi, en
geisladiskakaup gera menn best í
Hollandi.
Svíamir reikna líka út hvar
menn em lengst og styst að vinna
fyrir einum pakka af unglinga-
yndi. Þann útreikning er af mörg-
um ástæðum dálítið erfiðara að
gera hérlendis, þar eð Svíamir
reikna ekki með tímakaupi eins
og við, heldur „kostnaði við iðn-
verkamann á klukkustund“.
Það þýðir að miðað er við
' heildarlaun, áður en skattar og
launatengd gjöld em dregin frá.
Þessi útreikningur sýnir hins
vegar, ef ísland er undanskilið,
að lengst em menn að vinna fyrir
unglingayndinu í Bretlandi, eða 2
klst. og 16 mín., en skemmst í
Hollandi, 1 klst. og 14mín. Norð-
menn koma hagstæðast út á
Norðurlöndum, með 1 klst. og41
mín.
ÓHT
ISL. KR.
Geisladiskur = Hamborgari
Bíómiði
2500,00
2000,00
1500,00
1000,00
500,00
Holland Frakkland Þýskaland Bretland Noregur Danmörk Finnland Svíþjóö ísland
HEIMHD: LANO
ÞJÓÐVUNN / ÓHT
Þaðsem
geristá
síðum
Morgun-
blaðsins
„Hann vildi færa út lögsöguna,
hvað sem það kostaði, hafna
öllum samningum við aðra, berj-
ast á miðunum eins lengi og frek-
ast væri kostur, ögra varnarlið-
inu á Keflavíkurflugvelli, núa því
um nasir að það vildi ekki taka
upp hanskann fyrir okkur gegn
þeim sem reyndu að veiða innan
lögsögunnar í skjóli herskipa,
reka varnarliðið, ef það veitti
okkur ekki liðsinni, slíta
stjórnmálatengsl við deilurfld,
segja þjóðina úr Atlantshafs-
bandalaginu og neita að verja
málstað okkar fyrir Alþjóðadóm-
stólnum í Haag.“
Ofanritað er ekki úr lofrollu
um látinn mann, né heldur úr af-
mælisgrein um pólitískan sam-
herja Þjóðviljans. Þetta er orð-
rétt úr svokölluðum „ritdómi“
Morgunblaðsins um bók Lúðvíks
Jósepssonar - Landhelgismálið -
það sem gerðist bak við tjöldin. -
Morgunblaðsmenn sýnast hafa
þann hátt á að kveðja Bjöm
Bjamason aðstoðarritstjóra á
vettvang þegar fjalla þarf um
bækur sem blaðinu þykir nokkuð
við liggja að fái „rétta“ með-
höndlun. Þá dugar ekki að tefla
fram léttvægum bókmenntagagn-
rýnendum, og enn síður virtum
sagnfræðingum ef dæma þarf
sagnfræðileg verk.
Það væri mikil ofrausn að
flokka ritsmíð aðstoðarritstjór-
ans undir bókmenntagagnrýni og
enn síður með nothæfum sagnf-
ræðilegum athugasemdum. Það
fyrsta sem kemur í hugann við
lestur hennar, er að maður sé
kominn á Landsbókasafnið og
farinn að blaða í nokkurra ára-
tuga gömlum blöðum, þegar öll
bókmennta- eða sagnfræðiverk
voru vegin og mæld á pólitískan
mælikvarða, lesin með gler-
augum sem eyddu litrófinu, svo
eftir varð í besta falli svart og
hvítt. Sá er munurinn á
„gagnrýnandanum“ og höfundi
umræddrar bókar að hinn síðar-
nefndi segir: Þetta er mín frásögn
af þessum atburðum og mér dett-
ur ekki í hug að allir séu mér sam-
mála, aðrir munu líta sömu at-
burði öðrum augum. Hinn síðar-
nefndi kemst aftur á móti ekki út
úr argaþrasi atburðanna. Hann
fellur mjúklega í þá gryfju að
sleppa því að ræða um ritverkið
sem hann er að dæma en amast
því meir við þeim skoðunum sem
höfundurinn hefur fram að færa,
fyrir utan augljósan ímugust á
honum sjálfum og þeirri hreyf-
ingu sem hann var fulltrúi fyrir.
Enda kemst Bjöm þegar í byrjun
að þeirri niðurstöðu að Lúðvík
Jósepsson hafi ekki skrifað annað
en „áróðursrit um landhelgis-
deilur“, sem mest einkennist af
því að honum sé uppsigað við
andstæðinga sína og alveg sér-
staklega Morgunblaðið.
Sagnfræðileg skarpskyggni
greinarhöfundar er einstök í sinni
röð. Hann kemst til dæmis að
þeirri niðurstöðu að „Lúðvfk Jós-
epsson átti hvorki þátt í að ryðja
brautina í landhelgismálinu f
upphafi sjötta áratugarins né ná
lokatakmarkinu með útfærslunni
í 200 sjómflur 1975“. Hafi sá er
fór fyrir, við útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar í 12 mílur árið 1958
og í 50 mílur árið 1972, engan þátt
átt í að ryðja brautina fyrir þá
sem stóðu að verki árið 1975,
hvað má þá segja um þá sem vom
á sviðinu árið 1952? Varla þykir
aðsstoðarritstjóra Morgunblaðs-
ins þeirra verk verð mikillar at-
hygli.
Birni Bjamasyni virðist með
öllu fyrirmunað að meta verkið
að hætti nútíma blaðamanna og
velta til að mynda fyrir sér hvort
ekki kunni nú að vera eitthvað til
í því sem bókarhöfundur segir.
Enn síður að honum hugkvæmist
að leiða rök að hinu gagnstæða.
Ætli það geti verið vegna þess að
hann starfi, þegar allt kemur til
alls á blaði sem ekki vildi fœra út
lögsöguna, hvað semþað kostaði,
vildifyrir hvern mun ná samning-
um við aðra, vildi ekki berjast á
miðunum eins lengi og frekast
væri kostur, gat ekki hugsað sér
að ögra varnarliðinu á Keflavík-
urflugvelli, né heldur að núa því
um nasir að það vildi ekki taka
upp hanskann fyrir okkur gegn
þeim sem reyndu að veiða innan
lögsögunnar í skjóli herskipa,
vildi alls ekki reka varnarliðið, ef
það veitti okkur ekki liðsinni,
ekki heldur slíta stjórnmálatengsl
við deiluríki, eða segja þjóðina úr
Atlantshafsbandalaginu en vildi
verja máístað okkar fyrir Alþjóð-
adómstólnum í Haag?
„Smáríki eru auðvitað ekki í
neinni aðstöðu til að bjóða þjóða-
samfélaginu byrginn með þessum
hætti,“ segir Bjöm Bjamason
ennfremur. Við hin hugsum með
okkur: Það var nú meiri lukkan
að menn með slík viðhorf réðu
ekki ferðinni þegar mest á reið.
-Þrándur
,J
Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
Ebergs Elefsen
vatnamælingamanns
inga M. Magnúsdóttir Sigrún Elefsen
Sverrir Elefsen Þórður Elefsen
Sighvatur Elefsen Hanna Björnsdóttir
Sigríður Elefsen - Sigfús Jóhannesson
\ft Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgr, f.h. Hafn-
arstjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í
dýpkunarframkvæmdir á hafnarsvæði Reykja-
víkurhafnar í Kleppsvík framan við Holtabakka
og Vogabakka
Áætlað efnismagn er 200.000 m3 og flytja skal
uppgrafið efni á losunarsvæði suður af Klepps-
bakka.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn
16. janúar 1990, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 Simi 25800
Fav Wddon
SVEITASÆLA
DÚFAN - PATRICK SÚSKIND
Patrick Suskind er þekktur hér á landi fyrir skáldsöguna
ILMURINN:
(þessu nýja meistaraverki fjallar Suskind um hina sárþjáðu
mannafælu Jónathan Noel. Jónathan á þá ósk heitasta að fá að lifa
í friði fyrir óvæntum uppákomum, sem hann hefur fengið sig full-
saddan af og helga sig hinu fullkomna atburðaieysi.
Patrick Suskind fékk mikið lof fyrír Dúfunaog þótti þar staðfestaað
hann er rithöfundur í fremstu röð.
SVEIT ASÆLA - FAY WELDON
Natalía Harris syndgaði og eiginmaður hennar, Harry, fór til vinnu
sinnar einn fagran morgun og kom ekki til baka. Natalíastendur
eftir slypp og snauð og á ekkert eftir nema bömin s(n tvö, sísvang-
an hund, síþyrstan Volvo og fjallháar skuldir. Sveitasæla kom út
árið 1987 í Bretlandi og fékk frábærar viðtökur því Fay Weldon er í
senn fyndin, skemmtileg, grimm ogögrandi.
Bókaútgáfan BJARTUR
Laugardagur 16. desember 1989|pjÓÐVILJINN - SÍÐA 5