Þjóðviljinn - 16.12.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN_
Hvað finnst þér um þann
sið að drekka jólaglóð
fyrir jólin?
Sveinbjörg Sveinbjörnsd.
kennari:
Þetta er ágætur siður en menn
verða að gæta hófs í þessu sem
öðru. Ég er sjálf búin að halda eitt
jólaglóðarhóf og býst ekki við að
taka þátt í fleirum.
Ómar Baldursson
rafvirki:
Mér finnst þetta vondur drykkur
og smakka ekki á honum. Hins
vegar er það ágætur siður að
koma saman fyrir jólin ef fólk
drekkur ekki of mikið.
Sigurbjörg Sigfúsdóttir
verslunarmaður:
Ég er algerlega á móti jólaglóð-
inni og áfengisdrykkju yfirleitt. Ég
afþakka öll boð um að mæta í
svona hóf, en ég myndi ef til vill
þiggja það ef boðið væri upp á
óáfenga jólaglóð.
Örlygur Eyjólfsson
vinnur hjá Varnarliðinu:
Ég er ekkert fyrir þessa jólaglóð
og mæti yfirleitt ekki í samkvæmi
af þessu tagi. Það má nú frekar
bjóða mér gott viskí en þetta sull.
bJÓÐVILJINN
Laugardagur 16. desember 1989 217. tölublað 54. árgangur.
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
SÍMFAX
681935
Nýjar bœkur
Aldrei meiri viðbrögð lesenda
En Vasabók Péturs Gunnarssonar veldur heilabrotum íröðum gagnrýnenda
og bókasafnsfrœðinga
Pétur Gunnarsson rithöfundur
sendir nú frá sér bók sem á
engan sinn líka í íslensku bók-
menntasögunni, „Vasabók“.
Þarna hefur hann safnað saman
sýnishornum af því sem fléttast
hefur inn í skáldverk hingað til.
„Ég hef punktað niður mikið
efni samfellt í vasabækur frá
1974,“ segir Pétur, „og smalað
því síðan inn í verkin.“
Skrifarðu þá aldrei á pappírss-
nifsi, servíettur og bíómiða?
„Nei, ég er með margar minn-
isbækur í gangi í einu, reyni að
hafa eitt stykki í hverri yfirhöfn,
auk þeirrar sem liggur á skrif-
borðinu. Síðan vélrita ég efnið í
tímaröð þegar tóm gefst til. Sumt
fer í skáldverk, annað í greina-
skrif.“
Hvað kemur til að þú birtir
þetta úrval þriggja síðustu ára i
„Vasabókinni“ núna?
„Ég hef af mörgum ástæðum
alltaf haft mikla löngun til að gera
heila bók úr þessum efnivið.
Klausurnar eiga skilinn sjálfstæð-
an sess. í þeim felst viss lífsaf-
staða sem ég kalla „að gefa lífinu
tækifæri“. Af þessum sökum er
heldur ekki nauðsynlegt að lesa
Vasabókina frá upphafi til enda,
lesandinn getur kroppað í hana
hér og þar.“
Undir hvaða bókmenntagrein
fellur Vasabókin?
„Hún hefur þegar skapað mikil
vandamál. Bókasafnsfræðingar
sitja á erfiðum fundum og ræða
hvemig á að skilgreina hana. Mér
skilst að hún gæti þess vegna lent ”
með bókum um badminton, hjól-
reiðar eða kynlíf. Sjálfur held ég
hún sé nú nær heimspeki. Hins
vegar stendur bersýnilega í
gagnrýnendum líka að fjalla um
Vasabókina. Bókaútgáfan hér
hefur etv. verið full stöðluð,
bundin við fáar gerðir ritverka,
menn eru óvanir þessu formi,
þótt það sé alþekkt og vinsælt er-
lendis.“
Hefurðu valið klausur sem
tengjast einhverju heildarvið-
fangsefni?“
„Nei, en hins vegar sé ég núna,
að það er ákveðínn váboði í
mörgum textanna, hugleiðing um
dauðann, eins og það sé komið
hausthljóð í vindinn.“
Útgáfufyrirtæki þitt sem gefur
út Vasabókina heitir Punktar.
Samt hafa varla sést færri pun-
ktar í nokkurri bók, þá vantar
fyrir aftan hverja klausu...
„Já, þetta er til að undirstrika
að textinn er ferskur og opinn, ég
hef bannað mér að fullvinna
hann. Meira að segja eru 6 auðar
síður aftast handa lesandanum til
að skrifa athugasemdir á.“
Eru klausur eins og Vasabókin
geymir eitthvað í ætt við frumriss
eða skissur listmálaranna?“
„Nei, þetta em sjálfstæðir og
fullvaldasúputeningar. Sannleik-
urinn er sá, að skáldsagan er
staðlað og hefðbundið form, þar
eru vissir kækir, sem erfitt er að
sneiða hjá. Ef búið er að segja
eitt, verður annað að fylgja. Ég
tók svo eftir því, að minnispun-
ktar sem ég setti inn í samhengi
skáldsögunnar vildu stundum
dofna þar. í Vasabókinni reyni ég
að Iáta þann draum rætast að
halda upprunaleika athugasemd-
anna.“
Hver eru viðbrögð lesenda?“
„Þögn gagnrýnenda, en meiri
persónuleg viðbrögð frá al-
mennum lesendum en ég man
eftir áður. Fólk finnur greinilega
hvöt hjá sér til að láta mig vita að
klausurnar hafi haft áhrif á sig.“
Um daginn last þú ásamt öðr-
um rithöfundum úr nýjum skáld-
verkum í Listasafni Sigurjóns, en
það var allt önnur bók.
„Já, það var óbirt skáldsögu-
handrit sem ég hef haft í smíðum í
nokkur ár og hugsanlega kemst á
prent á næsta ári.“
Hvernig líst þér á hinar jóla-
bækurnar?
„Of snemmt er að spá um þær,
en ég tek sérstaklega eftir því
hvað núna hefur komið mikið af
frambærilegum ljóðabókum.“
„Mér finnst best að skrifa með fótunum, segir Pétur og á þá við
hugleiðingar á gönguför sem eiga drjúgan þátt í efni yfir 30 vasabóka,
uppistöðunnar í skáldsögunum fjórum. Nú gefur skáldið okkur tæki-
færi til að líta í smiðju sína með útgáfu á „Vasabók", lofsöng til
augnabliksins. Mynd: Kristinn
Hefurðu reynt að semja á frön-
sku?
„Það hefur aldrei hvarflað að
mér. Til að skapa lifandi texta
þarf maður að skrifa í eins á-
reynslulausu ástandi og hægt er.
Það er nægilegt öryggisleysi að
fást við skáldskap þótt maður
bæti ekki hinu ofan á, annarri
tungu en móðurmálinu."
Hvað er þér efst í huga núna?
„Ég legg til að nagladekk verði
lögð niður. Þau eru dæmi um
sjálfseyðingarhvöt íslendinga,
eins konar sjálfsköpuð móðu-
harðindi. Nauðsynlegur þáttur í
lífi mínu sem rithöfundar er úti-
vera, gönguferðir. Mér gengur
best að skrifa með fótunum, þarf
að vera með vinnuna í huganum
og ganga með hana. Nagla-
dekkjaófögnuðurinn spillir og
forklúðrar öllu umhverfinu, tætir
upp tjöruryk, veldur kvefi og
ógnar sálarheill vegfarenda."
-ÓHT
Ég og Iffið: Guðrún Ásmandsdóttir og Inga Hnld Hákonardóttir
Mest selda íslenska bókin
skv. raetsölnlista DV
i :