Þjóðviljinn - 16.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.12.1989, Blaðsíða 6
Andrej Sakharov Hann var siðferðislegt kraftaverk Andrej Sakharov, einn fremsti vísindamaður í sögu Sovét- ríkjanna og þekktastur þarlendra andófsmanna á Brezhnevstíman- um, lést á fimmtudagskvöldið í íbúð sinni í Moskvu, 68 ára að aldri. Banameinið mun hafa ver- ið hjartabiiun. Sakharov nam í Moskvuhá- skóla og lauk doktorsprófi 26 ára að aldri. Sem vísindamaður náði hann skjótum frama og varð fé- lagi með fullum réttindum í so- vésku vísindaakademíunni 32 ára. Enginn annar hefur fyrr eða síðar verið tekinn inn í akademí- una á svo ungum aldri. Hann var og sæmdur Lenínorðunni og fleiri heiðursmerkjum. 1948 var hann orðinn einn fremstu kjarneðlis- fræðinga Sovétríkjanna og var síðan um tveggja áratuga skeið einn aðalmanna í rannsóknum viðvíkjandi kjarnorkuvopnum, er miðuðu að því að Sovétríkin kæmust jafnfætis Bandaríkjun- um á þeim vettvangi. Hann átti drjúgan þátt í að Sovétmönnum tókst að koma sér upp vetnis- sprengju 1953 og hefur verið kall- aður faðir sovésku vetnissprengj- unnar. Eins og fleiri vísindamenn, sem unnu að gerð þeirra vopna, hafði Sakharov snemma áhyggj- ur af þeim afleiðingum, er þau gætu haft fyrir mannkynið. En ólíkt starfsbræðrum sínum flest- um lét hann ekki sitja við að hafa einkaáhyggjur af helsprengjun- um. Þegar á Khrústsjovstíman- um tók hann að mæla gegn til- raunum með kjamavopn. En áhugi hans náði víðar og hann fór snemma að taka svari þeirra, sem yfirvöld beittu rangindum. 1968 hvatti hann til þess í ritgerð, sem hann birti erlendis, að Bandarík- in og Sovétríkin tækju höndum saman um að fyrirbyggja ger- eyðingarstríð. Ritgerð þessi og eindregin barátta Sakharovs fyrir PRÓFÍLL tjáningarfrelsi og mannréttind- um, sem þá var þegar hafin, leiddu til þess að stjórnvöld sner- ust gegn honum af fjandskap. Næstu 18 árin sætti hann stöð- ugri áreitni af hálfu yfirvalda, var óslitið undir lögreglueftirliti, ó- frægður í fjölmiðlum og sviptur öllum heiðursmerkjum. En hann hvikaði aldrei og gagnrýndi stjórnvöld af óbilandi djörfung fyrir brot gegn mannréttindum. skoðanakúgun, misnotkun dómsmálakerfis o.fl. Þessi þreytulegi, hlédrægi maður varð í augum heimsins tákn baráttu fámennra hópa sovéskra mennta- manna gegn kúgun og rangind- um. Vegna heimsfrægðar sinnar gat hann þrátt fyrir allan yfirgang KGB komist upp með meira en baráttufélagar hans sem smám- saman voru sendir í útlegð, í fangelsi eða á geðveikrahæli. Þannig tók hann öðru hvoru á móti erlendum fréttamönnum í íbúð sinni í Moskvu og miðlaði gegnum þá fréttum af sovésku andófshópunum til umheimsins. Róttækur þingfulltrúi 1980 var hann gerður útlægur frá Moskvu og neyddur til að setj- ast að í Gorkíj, en þangað var útlendingum þá bannað að koma. Þar var hann undir enn strangara eftirliti KGB en áður, en hélt þó áfram sambandi við umheiminn með dyggri aðstoð eiginkonu sinnar, Jelenu Bonn- er, sem ferðaðist til Moskvu öðru hvoru og hitti þar erlenda frétta- menn. En í maí 1984 bannaði lög- regla Jeienu þær ferðir og sakaði hana um andsovéskan áróður. Þegar Jelenu skömmu síðar var einnig bannað að fara úr landi að leita sér lækninga, hófu þau hjón bæði mótmælaföstu og knúðu yfirvöld um síðir til eftirgjafar. Þremur árum áður, 1981, hafði Sakharov fastað í 17 daga í mót- mælaskyni er yfirvöld höfðu neit- að Lízu Andrejevu, konu stjúp- sonar hans, um vegabréfsántun til ferðar erlendis. Einnig þá gáfu yfirvöld sig. 1986 iauk þrengingatíma Sak- harovs með því að Míkhaíl Gor- batsjov hringdi í hann í eigin per- sónu og sagði honum að útlegð hans væri lokið. Flutti Sakharov þá aftur til Moskvu og hóf af full- um krafti þátttöku í stjórnmálum við nýjar og ánægjulegri aðstæð- ur. Hann studdi Gorbatsjov, þó ekki án gagnrýni, skipaði sér í raðir róttækari perestrojkusinna og taldi að umbætur gengju of hægt. í mars s.l. var hann kjörinn á sovéska þjóðfulltrúaþingið nýja sem þingmaður vísindaakademí- unnar. I umræðum þar síðustu dagana sem hann lifði lét hann mikið að sér kveða og var einn þeirra sem beittu sér fyrir því að þingið tæki stjórnarskrárbundið forustuhlutverk kommúnista- flokksins til umræðu. Gorbatsjov beitti sér gegn því og var það fellt. Á fimmtudaginn sat Sakharov langan fund nýrra samtaka rót- tækra þingmanna, sem hann hafði ásamt með öðrum gengist fyrir að stofna. Virtist mönnum hann þá venju fremur þreytu- legur. Fáeinum klukkustundum síðar var hann allur. Sakharov hlýtur að öllum lík- indum sess á sögunnar bekk sem einn merkustu manna þessarar aldar. Hann var í röð snjöllustu vísindamanna, en öllu fremur verður hans minnst fyrir óbilandi hugrekki, drengskap og ósín- gimi. Hann komst ungur að aldri í hóp mest metnu manna Sovét- ríkjanna og naut í samræmi við það allra hugsanlegra forrétt- inda. Ekki verður séð að neitt hafi knúið hann til að gerast kerf- isgagnrýnandi nema hans eigin samviska. Hann hafði alveg ákveðið ekkert að vinna með því persónulega, þvert á móti hlýtur honum að hafa verið ljóst frá upphafi hvaða refsingar vofðu yfir honum fyrir það af hálfu valdhafa. Og vonir um sigur að lokum eða jafnvel teljandi árang- ur vom hverfandi; engum datt þá í hug að tími Gorbatsjovs og glasnosts færi í hönd. Enda kall- aði Soltsénítsyn rithöfundur Sak- harov siðferðislegt kraftaverk. Sovéskir ríkisfjölmiðlar, sem áður fordæmdu Sakharov sem handbendi „heimsvaldasinna“ og annað þaðan af verra, hylla hann nú fyrir baráttu hans á Brezh- nevstíma fyrir mannréttindum, lýðræði og gegn hernaði Sovét- manna í Afganistan. dþ ✓ I dag, laugardaginn 16 desember, frá kl. 16 til 18 TVEIRGÓÐIR UÍDVÍKOfiJAKM árita bækur sínar, LANDHELGISMÁLIÐ það sem gerðist bak við tjöldin ogJAKINN í blíðu og stríðu sem Ómar Valdimarsson skráði, í bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. —i— Bókabúð LMALS 8.MENNINGAR J LAUGAVEGI 18 -SÍMI 24240

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.