Þjóðviljinn - 16.12.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR
Leó Jóhannesson og fjölskylda taka hér við lyklum að bifreiðinni sem var 1. vinningur í byggingarhapp-
drætti Þjóðviljans: Lada Samara, árgerð 1990. Hallur Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Þjóðviljans óskar
vinningshafa til hamingju. Til vinstri á myndinni er Hlynur Árnason, sölustjóri Bifreiða- og landbúnaðarvéla.
Byggingarhappdrœtti Þjóðviljans
Ladan fór til Akraness
Áskrifandi á Akranesi vann aðalvinninginn íbyggingarhappdrœtti
Þjóðviljans
Leó Jóhannesson, kennari á
Akranesi, reyndist vera sá
heppni þegar dregið var í bygg-
Lngarhappdrætti Þjóðviljans.
Hann hlaut fyrsta vinninginn,
bifreið af gerðinni Lada Samara
að verðmæti 454 þúsund krónur.
- Ég á nú eina Lödu fyrir svo ég
býst við að ég selji þessa fljótlega.
Vinningurinn kom mér auðvitað
þægilega á óvart og kemur sér
einkar vel núna þar sem ég er í
launalausu leyfi frá kennslunni,
sagði Leó.
Hann sagðist ekki vera vanur
að kaupa mikið af happdrættis-
miðum, en hefði þó ávallt tekið
þátt í happdrætti Þjóðviljans og
verið áskrifandi að blaðinu í
fjöldamörg ár.
- Þjóðviljinn hefur verið
keyptur á mínu heimili frá því að
ég man eftir mér. Ég tel Þjóðvilj-
ann ómissandi og hef yfirleitt ver-
ið ánægður með blaðið, sérstak-
iega nú á síðustu misserum, sagði
Leó.
Vinningsnúmerin birtust í
Þjóðviljanum 7. desembers.l. en
nánari upplýsingar er hægt að fá á
skrifstofu blaðsins, Síðumúla 6.
•Þ
Poemi, Fantasía og Elegía
Verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Vaughan-Williams og Linjama á
tónleikum íslensku hljómsveitarinnar í Langholtskirkju
Guðný Guðmundsdóttir og Guðmundur Emilsson, einleikari og stjóm-
andi á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar.
FÍM-salurinn
Upplestur og tónlist
Bókmennta- og tónlistardagskrá, jólaglögg
og piparkökur í FÍM-salnum í dag
Poemi, verðlaunaverk Hafliða
Hallgrímssonar, Fantasía
fyrir strengjasveit eftir Ralph
Vaughan-Williams og Elegía eftir
Jyrki Linjama, eru á efnisskrá ís-
lensku hljómsveitarinnar, sem
heldur tónleika í Langholtskirkju
í dag, laugardag. Tónleikarnir
hefjast kl. 17, og þar leikur 22
manna hljómsveit undir stjórn
Guðmundar Emilssonar auk
Guðnýjar Guðmundsdóttur
konsertmeistara Sinfóníunnar,
en hún leikur einleik í verki Haf-
liða.
Hafliði Hallgrímsson hlaut
Norðurlandaverðlaun tónskálda
árið 1986 fyrir Poemi, verk fyrir
einleiksfiðlu og strengjasveit.
Hann skrifaði verkið upphaflega
fyrir Skosku kammersveitina og
fiðluleikarann Jaime Laredo, en
Hafliði er fyrsti sellóleikari
kammersveitarinnar.
Breska tónskáldið Ralph
Vaughan-Williams er þekktur
fyrir að skírskota til enskrar
þjóðlagatónlistar og hefðar í
verkum sínum. Þykir Fantasía
vera ágætt dæmi um þetta ein-
kenni á tónlist Williams, en verk-
ið byggir hann á stefi eftir enska
endurreisnartónskáldið Thomas
Tallis.
Jyrki Linjama er finnskt tón-
skáíd, tæplega þrítugur og mun
nýverið hafa vakið athygli
finnskra tónlistarunnenda. Hann
stundaði tónsmíðanám við Síbel-
íusar akademíuna í Helsinki og
þykir sérlega næmur á blæbrigði
strengjahljóðfæra. Elegíaeróður
hans til fiðlunnar.
\ -LG
Jólasýning FÍM-félaga í sýning-
arsal félagsins að Garðastræti
6 stendur nú yfir, en á sýningunni
er Qölbreytt úrval listaverka,
meðal annars tréskúlptúr eftir
Sigurjón Ólafsson og myndir eftir
marga þekkta málara og grafík-
listamenn.
Boðið er upp á bókmennta- og
tónlistardagskrá á hverjum
laugardegi meðan á sýningu
stendur og hefst dagskrá dagsins í
dag kl. 15:30. Þá les Jóhanna
Kristjónsdóttir úr bók sinni
Dulmál dódófuglsins og Pétur
Gunnarsson úr nýjustu bók sinni
Vasabók - dagbókarglefsur.
Tveir Orðmanna lesa úr ljóða-
bókum sínum; Eyvindur Eiríks-
son úr Viltu og Þór Stefánsson úr
Haustregnið magnast. Loks les
Jónas Þorbjömsson úr sinni
fyrstu ljóðabók, sem heitir í jaðri
bæjarins.
Um tónhstina sjá þær Helga
Bryndís Magnúsdóttir píanó-
leikari og Bryndís Pálsdóttir
fiðluleikari. Jólaglögg og pipar-
kökur verða á boðstólum, salur-
inn er opinn frá kl. 14 til 20.-LG
■■ -■------------------------—-------- ■■ --------------------------------------------
Laugardagur 16. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Loðna
Hrnndi stofninn fundinn
Kom undan ísnum
Rannsóknaskipið Bjarni
Sæmundsson fann I fyrrinótt
loðnugöngu við Kolbeinsey og var
loðnan feit og af eðlilegri þyngd.
Með þessum fundi þykir nokkuð
Ijóst að sá stofn sem talinn var af
sé kominn í leitirnar.
Að sögn Ástráðar Ingvars-
sonar hjá Loðnunefnd var dræm
veiði á miðunum í fyrrinótt þótt
ekki væri tunglskini fyrir að fara.
Loðnan stendur enn djúpt á um
60 faðma dýpi og er það vegna
þess að hitaskil í sjónum eru þar
fyrir ofan. Bræla var á miðunum í
gær og 10 stiga frost og vænta
menn að það leiði til þess að efri
lög sjávarins kólni með þeim af-
leiðingum að loðnan leiti þangað
upp og þar með verði auðveldara
fyrir loðnuveiðiskipin að ná
henni í nætumar. Hingað til hafa
aðeins þau skip sem em með
djúpa nót eitthvað fengið ss.
Helga 2. en önnur hafa rétt getað
kroppað í efstu lög torfanna.
í fyrradag og í gær tilkynntu 10
skip samtals aðeins 2.950 tonn.
Þá reif hnúfubakur gat á nótina
hjá Víkurberginu og er það ekki í
fyrsta skipti sem það gerist á mið-
unum á þessari vertíð. í gær var
spáð 5- 7 vindstigum nyrðra og
því getur bmgðið til beggja vona
hvort einhver veiði verður um
helgina sökum veðurs. -grh
VSÍ
Hættuleg heimild
Framkvœmdastjórn VSÍ telur stórhættulegt
að sveitarstjórnir nýti sér heimild um hœkkun
fasteignaskatta
Vinnuveitendur eru uggandi hreint tilræði við búsetu fólks og
vegna möguleika sveitar- fyrirtækja á landsbyggðinni, ef
stjórna á að nýta sér nýfengna sveitarstjómir falla í þá freistni
lagaheimild til hækkunar fast- að hækka fasteignaskatta langt
eignaskatta, sem byggir á að allar umfram verðlagsþróun,“ einsog
fasteignir væru staðsettar í segir orðrétt í ályktuninni.
Reykjavík. Tefja þeir fyrirtæki á Framkvæmdastjómin varar
landsbyggðinni ekki þola frekari einnig sveitarstjórnir við að
skattahækkanir umfram al- hækka aðstöðugjöld á einstaka
menna verðlagsþróun. atvinnugreinar. „Áform um
Fundur framkvæmdastjómar aukna skattheimtu sveitarfélaga
VSÍ ályktaði í gær að þarsem án tillits til afkomu lýsa sorglegu
atvinnurekstur á landsbyggðinni skilningsleysi á stöðu fyrirtækja,
hefðu staðið höllum fæti að und- atvinnuástandi og kjömm fólks á
anfömu og fjöldi fólks flust til tímum samdráttar í þjóðarbú-
höfuðborgarsvæðisins „væri það skapnum,“ segir í ályktuninni.
HELGARRÚNTURINN
GJAFAKAPPHLAUPIÐ færist nú í algleyming því í kvöld era verslanir
opnar til kl. 22. Hætt við að kúltúrinn verði undan að láta í þeim
darraðardansi. Galleríin reyna að fylgjast með og lokka til sin fólk með
upplestri, jólaglöggi og piparkökum en á stöku stað em þó einkasýn-
ingar í gangi. Hringur sýnir í Myndlistaskóla Akureyrar, Gunnar
Bjamason sýnir málverk í Bókasafni Kópavogs, vestur í Slúnkaríki á
Isafirði eru fjórir listamenn með leir, myndvefnað og teikningar,
Gunnar Hjartarson sýnir myndir frá Ítalíu á Mokka, Grímur Marinó
Steindórsson sýnir klippimyndir og fleiri verk í SafnaðarheimiU Kópa-
vogskirkju og vestur á Seltjamamesi sýna Myndlista- og handíða-
skólinn og Þjóðkirkjan verk sem bámst í samkeppni um kirkjulista-
verk, að sjálfsögðu í kirkjunni...
KIRKJUR LANDSINS em óhemju virkar þessa dagana enda mikil
hátíð í nánd. I Laugarneskirkju stendur yfir tónlistarvika og í dag kl. 17
verður leikið á orgel kirkjunnar en við messur á morgun verður
bamakór og Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur. í kvöld verður svo
Lúsíuhátíð í Akureyrarkirkju og hefst kl. 20.30. Á morgun sunnudag
kl. 16 verður ensk jólamessa í Hallgrímskirkju en kl. 17hefjastjólatón-
leikar Kirkjukórs Akraness í Vinaminni. Annað kvöld kl. 20.30 minn-
ast Hafnfirðingar þess að 75 ár eru liðin frá vígslu Hafnarfjarðarkirkju
og verður fyrst jólavaka í kirkjunni en svo afmælishóf í Hafnarborg...
TÓNLISTIN verður með æ meiri helgiblæ eftir því sem jólin nálgast.
Þó er það ekki algilt, ekki er víst að jólalögin verði allsráðandi á
nemendatónleikum FÍH-skólans í Rauðagerði 27 en þar leika nemend-
ur í almennri deild kl. 14, slagverksnemar kl. 15.30 og rokkarar og
sveiflumeistarar framtíðarinnar kl. 17.00. Klukkan 17 hefjast einnig
tónleikar Islensku hljómsveitarinnar í Langholtskirkju en um kvöldið
er hægt að hrista úr sér jólastressið með Hallbirni kántríkóngi í Holly-
wood. Á morgun kl. 17 verða tónleikar hjá Kammersveit Revkjavíkur
í Áskirkju og svo er hægt að slaka enn betur á í Heita pottinum í
Duus-húsi um kvöldið því þar fer Guðmundur Ingólfsson fimum fingr-
um um slaghörpuna...
LEIKLISTIN komin í jólafrí en leikarar bregða á leik í Leikhúskjallar-
anum á morgun kl. 15. Og svo er ýmislegt jólastand í gangi. Kveikt á
jólatré í Kópavogi á morgun kl. 16, brúðuleikur og helgileikur undir
stjórn Maríu Eiríksdóttur í íþróttahúsi fatlaðra kl. 14.30 á morgun,
brúðuleikhús Jóns E. í Þjóðminjasafninu í dag og á morgun kl. 14,
jólagleði fvrir böm í Norræna kl. 15 á morgun, tónlist og upplestur úr
bókum í FIM-galleríinu í dag kl. 15 og nú í hádeginu les Stefán Hörður
Grímsson ljóð sín í Listasafni íslands...
SPiMlTAKUS er kannski engin jólamynd en þar er stiginn hinn feg-
ursti ballett og hann má sjá á kvikmyndasýningu í MÍR-salnum á
morgun kl. 16...
HANDBOLTINN er á fullu og í dag verða þrír leikir í fyrstu deildinni,
þeir síðustu fyrir jól því nú fer deildin í frí fram í miðjan janúar. Nú er
það landsliðiö sem gildir. Og það verða fjórir leikir í úrvalsdeild
körfúboltans, átta liða úrslit í blaki og jólamót Ármanns í frjálsum...