Þjóðviljinn - 16.12.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.12.1989, Blaðsíða 15
BÆKUR Sfldarsaga með skáldlegu innsæi Síldarstemmningin sjálf til sjós og lands í öllu sínu veldi. Stórskemmtileg og spaugileg atvik, rómantík og fegurð, þrældómurog vonbrigði vefjast saman í lifandi og spennandi frásögn Birgir Sigurösson er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur fyrir áhrifamikil leikrit og nægir í því sambandi að nefna síðasta leikrit hans „Dagur vonar“ sem tilnefnt var til bók- menntaverðlauna Norður- landaráðs og naut mikillar hylli þegar það var sýnt á fjöl- unum í Iðnó af Leikfélagi Reykjavíkur. En nýverið hafa komið úr smiðju hans tvær ó- líkar bækur sem eru annars vegar smásagnasafnið „Frá himni og jörðu“ og hins vegar þykk og efnismikl bók um síld- arárin sem heitur „Svartur sjór af síld“. Þar segir Birgir sfldarsögu þjóðarinnar með skáldlegu innsæi sem honum er einum lagið. Stórskemmtileg og spaugi- leg atvik, rómantfk og fegurð, þrældómur og vonbrigði vefjast saman í lifandi og spennandi frá- sögn. Þetta er ekki þurr sagn- fræði heldur sfldarstemmningin sjálf til sjós og lands í öllu sínu veldi. í bókinni eru endurvakin áhrif sfldarinnar á mannlíf og þjóðlíf í hundrað ár sem voru spennandi með umsvifamiklum framförum og afdrifaríkum koll- steypum í þjóðfélaginu. Sfldin gerði menn að milljónerum og beiningamönnum, reisti og rúst- aði bæi og byggðarlög, réð ör- lögum manna og efnahagslífi þjóðarinnar. í bókinni eru leiddir fram á sjónarsviðið sfldarspekúlantar, stórbrotnir athafnamenn, afla- kóngar, sfldarstúlkur, hásetar og verkamenn. Bókin geymir ó- grynni heimilda um þróun sfldar- útvegsins, frásagnir og samtöl um líf og störf karla og kvenna sem upplifðu sfldarævintýrin miklu. Ævintýri í 100 ár Til að forvitnast nánar um sfld- arævintýrið sem stóð í hundrað ár frá 1868 til 1968 þegar sfldar- stofninn hrundi með þeim afleið- ingum sem standa flestum íslend- ingum enn ljóslifandi fyrir sjón- um heimsóttu blaðamaður og ljósmyndari Þjóðviljans höfund- inn að heimili hans að Spítalastíg 3 hér í borg. En áður en við hurf- um á vit sfldarævintýranna var Birgir spurður hvað hafi valdið því að hann er með tvær ólíkar bækur á markaðnum fyrir þessi jóí - Eg skrifaði sögurnar mér til hugarhægðar jafnframt því sem ég var að viða að mér efni í sfldar- bókina. Þær voru orðnar nógu margar í bók núna fyrir haustið svo ég hugsaði: Ég nenni ekki að haf húsið sprengfullt af sögum svo ég tíndi jiær saman og fór með þær til útgefandans. Gott að losna við þær. Þá verður meira pláss fyrir annað. Kannski er óskynsamlegt að vera með tvær bækur í einu á markaðnum en ég hef aldrei verið skynsamur svo ég BirgirSigurðs- son rithöfundur: „Sumiraf mín- um bestu kunn- ingjumerusjó- rnenn." Mynd: Jim Smart. hugsaði ekkert út í þá sálma. - Sfldarárin voru stórkostlegt tímabil og á undanförnum árum hafði oft hvarflað að mér að skrifa um sfldina. En það vafðist fyrir mér hvernig ég ætti að fara að því. Sfldin kom hér við í 100 ár og greip inn í rás sögunnar og mótaði mannlífið með svo furðu- legum og margvíslegum hætti að það var erfitt að átta sig hvar maður átti að taka á skepnunni. Það hjálpaði mér að ég Tiafði sjálfur kynnst sfldinni lítillega því ég fór á sfld sumarið eftir að ég varð sextán ára. Ég var lélegur sfldarmaður því ég sjóaðist ekki. Ég kunni best við mig þegar skipið var bundið við bryggju. En andrúmsloft sfldarlífsins hafði mikil áhrif á mig. Þetta sumar greiptist í vitund mína. Seinna fór ég aftur á sjóinn og gekk þá betur þótt ég yrði aldrei svo frægur að geta kallað mig sjómann. Ég kynntist sjómönnum og enn í dag eru sjómenn meðal minna bestu kunningja. Þeir sögðu mér margt frá sfldarárunum og smátt og smátt fór að renna á mig sú til- finning að ég yrði að skrifa um sfldarlífið í sögu þjóðarinnar. Ég fór að sanka að mér heimildum og varð þá ljóst að þetta var enn meira heillandi og spennandi ævintýri en mig hafði órað fyrir. Þar með var þessi sfldarvertíð mín hafin fyrir alvöru og eftir það var ekkert annað að gera en að standa sína plikt eða detta niður dauður ella eins og menn gerðu þegar sfldin var og hét. - Þessi sfldarsaga mín er auðvitað sagnfræði. Hún byggir á heimildum en ég hef lagt mig fram um að reyna að endurvekja lífsævintýrið sjálft sem var í þess- um tíma, endurskapa andrúms- loft sfldarlífsins með samtölum og upplýsingum frá fólki sem var svo nákomið sfldinni að hún stjórnaði lífi þess, réð vonum þess og þrám, afkomu og ör- lögum. Sfldin varharðstjóri. Hún svínbeygði allt undir sig. Það þýddi enginhálfvelgja. Sfldarárin voru einstök í sinni röð í íslensku þjóðlífi og mannlífi og verða aldrei endurtekin. Þau voru sam- ofin einhverjum mestu um- breytingartímum í sögu þjóðar- innar, umvafin gullnum ljóma rómantíkur og ágóðavonar en um leið slor, skítur og taumlaus þrældómur. Ég reyndi að skrifa þessa sögu þannig að lesandinn kæmist helst ekki hjá að finnast hann vera í þessum heimi þar sem ekkert var nema sfld og aftur sfld, ég reyndi að „sjanghæja" hann inn í þennan heim, kippa honum um borð í sfldarbát, henda hon- um inn á sfldarplan. Mér finnst það nefnilega skipta verulega miklu máli að menn fái lifandi tilfinningu fyrir sögu þjóðarinnar og sjálfs sín og þá ekki síst svona tímabilum þar sem mannlífið verður svo geggjað, stórbrotið og óútreiknanlegt. Sagan er ekki að- eins safn staðreynda í tiltekinni atburðarrás, hún er safn upplif- unar, tilfinninga og andrúms- lofts. Ég veit ekki hvort mér hef- ur tekist að koma þessu til skila eða skila lesandanum inn í þenn- an heim. En þegar ég var að reyna að kynna mér sfldarárin fannst mér ég vera að kafa ofan í einhverskonar undirfurðulegan lífsreyfara sem tók mig fanginn. Við heimildasöfnun ræddi ég við mikinn fjölda fólks. Ég held ég hafi átt orðið 25 tveggja tíma spólur fullar af viðtölum við sfld- arfólk af öllu tagi. Sumt af þessu fólki var í svo ástríðufullum tengslum við sfldina og allt sem henni við kom að það var eins og það væri að tala um ástina sína. Og eftir því var skemmtilegt að tala við það. Nefndu sfld við Þor- stein Gíslason fiskimálastjóra, fyrrum aflakló á sfld, og hann væri vís til að tala við þig um sfld næstu tólf tímana og þér leiddist aldrei. Þetta fólk horfir með söknuði til þessara ára og þau hafa sveipast ljóma í vitund þess. Engu að síður man það vel þræl- dóminn, vökurnar, aðstöðu- leysið. Gömul kona, sem þrælaði sér út árum saman á sfldarplani, sagði við mig: „Það er merkilegt að maður skuli geta staðið í lapp- irnar eftir þetta allt saman.“ Hún svaf lítið sem ekkert sólarhring- um saman, hráblaut dag eftir dag, slorið rann niður í stígvélin, átusár á höndunum., Hún var meira að segja einu sinni svo úr- vinda að kærastinn gat ekki vakið hana þegar hann kom af sjónum eftir langa útivist. Samt hlakkaði hún alltaf til þegar von var á bátn- um drekkhlöðnum að landi. Hún var ekki ein um lífsgleðina í sfld- inni. Margir þeirra manna sem ég ræddi við töldu sfldarárin skemmtilegasta tímabil ævi sinn- ar. „Sfldin er eins og áfengissýki. Þú losnar ekki við hana úr blóð- inu,“ sagði Bjarki Elíasson yfir- lögregluþjónn. Sfldarlífið var svo gjörólíkt venjulegu hversdags- legu lífi að það varð töfrandi þrátt fyrri þrældóminn sem var oft gegndarlaus. Mörg dæmi um að fólk hafi ofgert sér. Sfldarstúlkur féllu stundum í yfirlið við sfldar- tunnurnar. Díxilmaður gekk hálfsofandi upp bryggju og inn í salthús, kom steinsofandi út úr húsinu og var að ganga fram af bryggjusporðinum þegar hann var gripinn. Tíðarandinn og vinn- uharkan á þessum árum var þannig að menn létu frekar hálf- drepa sig en gefast upp og metn- aðurinn og samkeppnin óskapleg, bæði til sjós og lands. Hamagangur sjómannanna í nót- abátunum var svo mikill á stund- um að það var blóðbragð í munn- inum á þeim eftir hvert kast. Fólk flykktist í síldarbæina Þegar Norðmenn byrjuðu fjarðaveiðar sínar í Eyjafirði og á Austfjörðum 1868 varð fyrsta framfaraskeið í sögu þjóðarinnar í margar aldir. Sfldin vefst inn í þjóðfélagsbreytingarnar og stór- kostlegan uppgang mannlífsins við sjávarsíðuna. Jafnframt hafði hún geysimikil áhrif á kaupgjald í landinu og efnahagslífíð al- mennt. Karlar og konur flykktust til sfldarbæjanna frá öllum lands- homum. Á kreppuárunum þegar svotil hvert einasta sveitarfélag var gjaldþrota varð sfldin bjarg- vættur þjóðarinnar. í mannlífí sfldarbæjanna verða til allskonar örlagatengsl, ástarblossar og til- heyrandi harmsögur, trúlofanir og hjónabönd og framhjáhöld. Sfldin kom róti á allt. Sfldarút- vegsmenn lifðu sælu auðsins eitt sumar og örvæntingu öreigans það næsta. Sfldarbraggamir fylltust vonglöðum sfldarstúlkum og verkamönnum á hverju vori. Stundum rættust vonirnar: Menn unnu sér inn árslaun á 2-3 mánuð- um. En stundum varð að flytja sfldarfólkið heim á kostnað ríkis- ins, hungrað ogfélaust. Kunningi minn frá Hrísey komst sautján ára í skipsrúm hjá Guðmundi Jömndssyni, annáluðum afla- skipstjóra. Hann kom heim eftir sfldarvertíðina með seðlabúnt í vasanum, fór kotroskinn inn í kaupfélagið og keypti eitthvað smávegis, dró einn seðilinn með viðeigandi tilburðum út úr búnt- inu og borgaði og kunnu víst fáir að meta þetta sýningaratriði. En þegar hann lagði sumarfenginn inn í sparisjóðinn varð þessi strákhvolpur mesti sparifjár- eigandi í eynni. Sumir fengu aidrei sfld en voru þó á sfld sumar eftir sumar. Það er eitt af furðum veraldar hvernig hægt var að gera ,út sömu hallæriskoppana sumar eftir sumar. En jafnvel þótt um væri að ræða skip sem héngu sam- an á fúanum, með ónýt veiðar- færi,ónýta báta, lélegan mann- skap var vonin alltaf með í farte- skinu, trúin á heppnina, stóra vinninginn sem öllu breytti. Geysileg áhrif á þjóðarsálina - Fram til 1944 brást sfldin aldrei tvö ár í röð. Það ár varð meiri sfldveiði en nokkru sinni fyrr. Sfldargróðinn á miklum sfld- arárum var óskaplegur. Vorið 1937 var útgerðarfélagið Kveld- úlfur svo til komið á hausinn. Fé- lagið hafði fengið gjaldfrest til að koma sér upp sfldarverksmiðju á Hjalteyri. Þetta sumar var mikil sfldveiði. Um haustið - tveimur og hálfum mánuði seinna - var Kveldúlfur skuldlaus. Svona ævintýri gátu hvergi gerst nema í sfldinni. Eftir stríð varð geysileg uppbygging í sfldariðnaðinum og allt lagt undir. Þá brást sfldin. Lét ekki sjá sig að gagni fyrr en í byrj- un sjöunda áratugarins. Þá upp- hófust tryllingslegustu sfldveiðar sem um getur. Öll þjóðin komst á samfellt sfldarfyllerí. Sfldin skilaði hæsta vinningi ár eftir ár. Þjóðin með þriðju hæstu tekjur á mann í veröldinni. Svo hrundi lottólífíð með braki og brestum 1968. Ég er ekki í vafa um að þessi ævintýralegi uppgangur sem fylgdi sfldinni hafði geysileg áhrif á þjóðarsálina. Sfldin gerði okkur að svo miklu lottófólki að undir niðri trúum við alltaf á stóra vinninginn sem öllu breytir og öllu kippir í liðinn. Við trúum á sfldarævintýri, ef ekki í sfldinni sjálfri, þá í loðnu, byggingariðn- aði, hermangi, fiskeldi, refarækt, minkarækt eða guð má vita hverju. Jafnvel bókaútgáfu. -grh Hver trúir tveimur tíu ára strákum sem segjast hafa komist á snoðir um afbrot. Gunnhildur Hrólfsdóttir kann að segja börnunum Spennandi og skemmtileg, myndskreytt barnabók. ISAFOLD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.