Þjóðviljinn - 16.12.1989, Blaðsíða 16
BÆKUR
Egypsk öriög
Blindgata í Kaíró
eftir Nagíb Mahfúz
Sigurður A. Magnússon þýddi
265 bls. Setberg 1989
í greinargóðum formála þýð-
anda kemur fram að Blindgata í
Kaíró er meðal fyrstu skáldsagna
egypska Nóbelskáldsins Nagib
Mahfúz og ein sú vinsælasta. Hún
kom út fyrst árið 1947 en hefúr
verið gefin út oft síðan, bæði í
heimalandi höfundar og annars
staðar, og það undrar jafnvel
ekki lesanda uppi á íslandi. Við-
fangsefni sögunnar er samfélag,
siðir og siðferði á tímum örra
breytinga, sívinsælt efni raunsæ-
isbókmennta síðan á öldinni sem
leið. ,
Hópsaga úr
fátækrahverfi
Höfundur takmarkar sögu sína
skilmerkilega við íbúa einnar
þröngrar götu í gömlu hverfi í Ka-
író. Mídakssund liggur upp frá
erilsamri verslunargötu í fá-
tækrahluta borgarinnar, það má
muna fífil sinn fegri, en þegar
sagan gerist undir lok seinni
heimsstyrjaldar býr þar fátækt
fólk sem við kynnumst og fylgj-
umst með um nokkurra mánaða
skeið.
Og hvers vegna valdi höfundur
einmitt þetta ömurlega öngstræti
sem sögusvið? Pví svarar hann á
þessa leið (bls 13).:
Endaþótt Mídakssund liggi í
nálega algerri einangrun frá
SIUA
AÐALSTEINSDÓTTIR
SKRIFAR
umstangi hverfisins, þá ymur
það af sérstakri og mjög per-
sónulegri lífshrynjandi. í
grundvallaratriðum eru rætur
þess tengdar lífinu einsog það
leggur sig, en samt varðveitir
það ýmsa leyndardóma sem
heyra liðinni tíð.
Þetta er sem sagt bæði eimiaki
og dæmigert eins og vera ber í
raunsæislegri frásögn.
íbúar götunnar eru flestir í ein-
hvers konar þjónustustörfum,
sumum býsna vafasömum. Kirsja
rekur kaffihús, Kamil býr til og
selur sælgæti, Abbas er rakari,
doktor Búsjí er próflaus
tannlæknir, og seint í sögunni
fáum við skýringu á því hvað
hann selur gervigómana ódýrt!
Radúan Hússeini og Santja Afifí
lifa á að leigja húseignir sínar.
Umm Hamída er hjúskaparmiðl-
ari. Húsníja bakar brauð og lem-
ur Jaada bónda sinn. Salím
Alúan rekrr verslun í sundin-: en
býr ríkmannlega annars staðar.
Zaíta bæklar menn fyrir borgun
til þess að þeim vegni betur við að
betla.
Þetta er fólk gamla tímans. Þau
sem skera sig úr hópnum eru
sonur kaffihússeigandans, Húss-
ein Kirsja, greindasti íbúi Mí-
dakssunds, og Hamída, ung og
skínandi fögur stúlka af óvissum
uppruna sem elst upp hjá hjú-
skaparmiðlaranum. Bæði þrá að
komast burt úr dimmu og skítugu
öngstrætinu þar sem vantar öll
þægindi nútímans. Hann fær
vinnu hjá breska hernum í borg-
inni og treystir því að str'ðið
standi til eilífðarnóns; hún veit að
eina leið hennar til fjár og frama
liggur um fegurðina, það eina
sem hún á. Eitt af því sem sagan
segir frá er hvernig Hamída kem-
ur henni i verð.
Strax í fyrsta kaflanum sjáum
við breytingarnar sem stríð og
nútími bera með sér jafnvel inn í
þennan alkima. Á kaffihúsi Kir-
sja, samkomustað íbúa sundsins,
er verið að setja upp útvarp í stað
sögumannsins gamla sem ára-
tugum sa:nan hefur komið á
Nagíb Mahfúz
kvöldin og skemmt gestum með
sögum. Þar hittum við líka sögu-
hetjur, eina af annarri, fáum upp-
lýsingar um fortíð þeirra og stöðu
í samtímanum til að geta betur
fylgst með þeim í framvindu sög-
unnar. Og þó að saga Hamídu
haldi lesanda við efnið meira en
annarra sögur er merkilegt hvað
höfundinum tekst að halda sér
við tækni hópsögunnar, rása frá
einni persónu til annarrar, láta
okkur aldrei gleyma neinum
lengi. Alla þekkir hann ofan í
grunn, alla skilur hann næmum
skilningi og setur sig hiklaust í
spor þeirra með aðferðum hins
alvitra sögumanns.
Framandi fólk
- og þó
En hvernig gengur íslendingi
að lifa sig inn í sögu frá jafnfram-
andi umhverfi og borginni Kaíró
fyrir nærri hálfri öld? Auðvitað
misjafnlega. Þegar Kirsja segir
viðkonu sína: „...við líf Hússeins
sonarsonar Spámannsins segi ég
að þú sért farin að rugla! Megi
Allah bæta honum grimmilegt
morðið!" þá er svardaginn ó-
kunnuglegur. Og ýmsar upp -
hrópanir eru nýstárlegar þóað þær
séu vel skiijanlegar - eins og þeg-
ar sami maður segir við son sinn:
„Hefurðu tapað glórunni, þú
sonur þessarar gömlu nornar?“
Og seinna: „Af hverju kvænistu
ekki hundsdóttur einsog faðir
þinn?“ Það væri verkefni fyrir
fræðimann í skömmum og blóts-
yrðurn að bera saman orðaforða
Islendinga og Egypta í þeim efn-
um.
Framandleikinn heldur manni
á vissan hátt frá persónum bókar-
innar, þær verða svolítið eins og
önnur dýrategund. Þangaðtil
kemur að atriðinu þegar unnust-
inn ungi finnur elskuna sína í hópi
breskra he:manna. Hann stendur
„hvumsa og var sem rótfastur í
gólfinu. Hann gleymdi að hann
ætti nokkurn annan óvin í
heiminum en hana. Einsog vit-
firringur réðst hann inn í krána og
öskraði..." Þá verður manni ljóst
að það er satt sem sagt er: að
hjörtum mannanna svipar saman
í Súdan og Grímsnesinu. Ungir
menn virðast hvarvetna bregðast
við á sama hátt þegar þeir sjá
stúlkuna sína umkringda er-
lendum hermönnum. Um leið
verður líka ljóst að Nagíb Mahfuz
er að segja sögu sem við þekkjum
og sem kemur okkur við, þó að
umhverfi sé okkur fjarlægt og at-
ferli manna stundum iíka.
Sigurður A. Magnússon þýðir
bókina úr ensku á læsilega og
stundum áhrifamikla íslensku
sem reynir þó ekki að breiða yfir
að þessi saga er sprottin upp úr
ólíkum jarðvegi og hlýtur oft að
verða einkennileg í augum okkar
hér á köldum klaka. Útgefandi
og þýðandi eiga þakkir skildar
fyrir að kynna ykkur fyrir fyrsta
höfundi arabíska málsvæðisins
sem hlýtur bókmenntaverðlaun
Nóbels.
Á skútu um
heknsmshöt
UnnurJökuLsdóttir
Hirbjöm Mngnússon
KJÖLFAR KRÍUNNAR er ævintýraleg ferðasaga. Þorbjörn og
Unnur smíða skútu, sigla á henni um hálfan hnöttinn og skrifa síðan
um þessa stórfenglegu reynslu. Útkoman er einkar vel skrifuð og
vönduð bók um framandi mannlíí. Fjörleg frásögn skreytt ótal lit-
myndum.
Þetta er bók um fólk sem þorði að lóta drauminn rsetast.
I og menmng
Í ÞJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTA
Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN