Þjóðviljinn - 20.12.1989, Page 2

Þjóðviljinn - 20.12.1989, Page 2
Hermangið Sambandið vill út Ríkið vill eignast meirihluta í Islenskum aðalverktökum. Stjórnir Sameinaðra verktaka og Regins hf. reiðubúnar til samninga um sölu af eignarhluta sínum. að er yfirlýst stefna hjá Sam- bandinu að selja eignir til að bæta lausafjárstöðu þess og liður í því er auðvitað að Reginn hf. sem er dótturfyrirtæki SIS selji ríkinu af sínum eignarhlut þannig að það eignist meirihluta í Is- lenskum aðalverktökum, sagði Guöjón B. Ólafsson forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. Stjórnir Sameinaðra verktaka sem eiga 50% í íslenskum aðal- verktökum og Regins hf. sem á 25% hafa lýst því yfir að þær séu reiðubúnar til þess að ganga til samninga um endurskipulagn- ingu íslenskra aðalverktaka sem meðal annars feli það í sér að þau selji ríkinu af sínum eignarhluta þannig að ríkið eignist meirihluta en það á nú 25% í félaginu. Að því er stefnt að samningum verði lokið fyrir aðalfund á næsta ári sem verður trúlega haldinn í sumar. Guðjón B. Ólafsson sagði að gengið yrði til samningaviðræðna við ríkið fljótlega upp úr ára- mótum en nákvæmlega hvenær vissi hann ekki. Hann sagði jafn- framt að viðskiptalegur hagnaður af eignaraðild Regins hf. í ís- lenskum aðalverktökum ekki hafa verið neitt óskaplega mikill og að Reginn Jiafi ekki greitt út arð í áratugi. Að vísu hafi safnast 3* Saltfiskur EB hækkar tolla Kvótinn á innfluttan saltfisk hœkkar um 4 þúsund tonn, úr 49 þúsund tonnum í 53 þús- und tonn á nœsta ári. Tollar hœkka um 1% á saltfisk og söltuð þorskflök Sjávarútvegsráðherrar ríkja Efnahagsbandalagsins sam- þykktu á fundi sínum í gær að leyfa innflutning á 53 þúsund tonnum af blautverkuðum saltfiski á næsta ári og er það aukning um 4 þúsund tonn frá því sem leyft var í ár. Á móti kemur að tollurinn hækkar um 1%, úr 6% í 7%. í ár nema þessar tolla- greiðslur af saltfisknum um 600 - 700 miljónir króna. Ráðherrarnir ákváðu einnig að leyfa innflutning á 1.200 tonnum af söltuðum flökum sem er hækk- un um 700 tonn. Þess ber þó að geta að árið 1987 þegar þessi inn- flutningur var tollfrjáls fluttu ís- lendingar um 4 þúsund tonn af þessari afurð til ríkja EB. Einnig hér hækkar tollurinn um 1%, úr 10% í 11%. Hins vegar er tollur- inn óbreyttur 10% á söltuðum ufsaflökum en þar minnkar kvót- inn um 500 tonn, úr 4 þúsund í 3.500 tonn. Hið sama gildir með skreiðina. Kvóti hennar lækkar um 200 tonn og verður aðeins leyft að flytja inn 800 tonn í stað 1000 og óbreyttur tollur eða 10%. Að sögn Magnúsar Gunnars- sonar framkvæmdastjóra Sölu- sambands íslenskra fiskfram- leiðenda er kvótaaukningin á saltfisknum vissulega jákvæð og eins að ráðherrarnir hafi tekið ákvörðun um innflutningsmagn- ið þetta snemma. En venjulega hefur ekki ákvörðun um það ekki legið fyrir fyrr en í mars. Hins vegar þýðir tollahækkunin að samkeppnisstaða íslendinga gagnvart helstu keppinautunum ss. Grænlendingum og Færeying- um versnar þar sem þeir borga enga tolla og þá hafa Norðmenn tollfrjálsan kvóta á saltfisk og söltuð flök samtals um 27 þúsund tonn. -grh Besta piparkökuhúsið Holiday Inn, Bylgjan og Flug- leiðir standa fyrir samkeppni um besta piparkökuhúsið í tilefni af litlu jólunum á hótelinu. í fyrstu verðlaun er þriggja vikna ferð fyrir fjóra til Kanaríeyja með Flugleiðum. Tekið er við pipar- kökuhúsum á Holiday Inn og verða húsin til sýnis alla daga. Síðasti skiladagur er 29. desemb- er. Daginn eftir, 30. desember, verða úrslitin kynnt. Að lokinni keppni geta þátttakendur sótt húsin. Ýmis önnur verðlaun eru í boði. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 20. desember 1989 upp eigið fé sem borið hefur vexti ' og sá þáttur sem einhverjar tekj- ur hafi verið af. Pá sagði Guðjón að ekki lægi fyrir hversu verð- mætur væri hlutur Regins hf. í íslenskum aðalverktökum. Eins og kunnugt er hafa ís- lenskir aðalverktakar einkarétt til framkvæmda fyrir bandaríska herinn á íslandi og sérstaða þess að öðru leyti gerir það að verkum að eðlilegt þykir að íslenska ríkið ráði meirihluta í félaginu. Sam- kvæmt því gerði utanríkisráð- herra samkomulag fyrr á árinu við stjórnir Sameinaðra verktaka og Regins hf. um að áhrif stjórnvalda á stjórn fyrirtækisins yrðu aukin, umfram það sem eignaraðild gefur tilefni til, og skipar utanríkisráðherra nú tvo af fimm stjórnarmönnum og er annar formaður. -grh Ný jaröstöð. Þessa dagana er verið leggja lokahönd á uppsetningu jarðstöðvar við hús Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Póstur & Sími keypti stöðina frá Sviþjóð en Ríkisútvarpið leigir hana og er reiknað með að stöðin geti tekið á móti beinum sjónvarpssendingum á næstu dögum. Mynd: Jim Smart. Leiðbeint um kirkjugarðinn Starfsmenn Kirkjugarðanna munu aðstoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ástvina sinna. Á Þorláksmessu og aðfangadag verða talstöðvabílar dreifðir um Fossvogsgarð og munu í sam- vinnu við skrifstofuna leiðbeina fólki eftir bestu getu. Srifstofan í Fossvogsgarði er opin til klukkan 16 á Þorláksmessu og til klukkan 15 á aðfangadag. í Gufunesgarði og Suðurgötugarði verða einnig starfsmenn til aðstoðar. Um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga Fundur haldinn af fjórðungs- stjórn með forsvarsmönnum þéttbýlissveitarfélaga á Norður- landi haldinn á Akureyri 15. des- ember 1989 mótmælir ábyrgðar- lausum málflutningi og tillögu- gerð um að ganga á samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélag- anna um tekjustofna sveitarfé- laga og um breytta verkaskipt- ingu þeirra í milli. Fundurinn krefst þess að lög um þetta efni taki gildi á áramótum eins og ákvæði þeirra segja til um. Minnt er á að lög þessi voru sett á grund- velli víðtækrar samstöðu sveitar- stjórna og með samkomulagi við ríkisvaldið. Það er því siðlaust að rifta þessu samkomulagi einhliða af ríkisvaldinu í krafti fjárveiting- arvaldsins á Alþingi. Fundurinn skorar á stjórn Sambands ís- Ienskra sveitarfélaga að ganga ekki til nokkurs samkomulags um að fresta gildistöku laga um tekjustofna og um breytta verka- skiptingu bæði að því er varðar lögin í heild sinni eða einstaka þætti framkvæmdarinnar. Fund- urinn skorar á alþingismenn að koma í veg fyrir að þetta gerræði fái náð fyrir augum Alþingis og að ríkisvaldið standi við gefin fyrirheit í þessum efnum. Um virkjun í Fljótsdal Stjórn Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi og ráð- gjafanefnd hennar í orkumálum ítreka fyrri ályktanir sínar um vir- kjun í Fljótsdal. Fagnað er því að Fljótsdalsvirkjun er á ný inni í þeirri virkjunarröð hjá Lands- virkjun sem lög mæla fyrir um. Með því hefur Landsvirkjun staðfest þær forsendur sem lög- gjafinn lagði áherslu á við lagas- etninguna. í tengslum við virkjun Jólapósturinn Hálfur miljaröur póstsendur íslendingar eyða yfir 300 milj- ónum króna í jólakort á þessu ári. Reiknað er með að jólapósturinn telji alls um 4 miljónir bréfa og lætur nærri að meðalkostnaður við hvert bréf sé ekki undir 80 krónum. Þá er ótalinn kostnaður við bögglasendingar, en þær ger- ast tíðari með hverjum degi fram að jólum. Að sögn Björns Björnssonar, póstmeistara ríkisins, lágu um 350 þúsund bréf óflokkuð í póstmiðstöðinni í Ármúla í gær- morgun. Þannig fór hálf miljón jólabréfa í gegnum miðstöðina í Reykjavík í gær en Björn sagði jólapóstinn vafalaust verða um 4 miljónir bréfa að þessu sinni. Eitt frímerki á bréf innanlands kostar 21 krónu og að sögn bóksala er meðalverð jólakorta um 50 krón- ur. Þá er orðið vinsælt að senda jólakort með ljósmynd og kosta þau algengustu ýmist 57 eða 70 krónur. Einnig er kostnaður vita- skuld nokkuð hærri við bréf til útlanda þannig að meðalkostnað- ur við hvert jólakort og frímerki er ekki undir 80 krónum. Samtals gera það 320 miljónir fyrir 4 milj- ónir bréfa. Björn sagði ennfremur af- greiðslu póstsins ganga mjög hratt fyrir sig. „Það rúlla um 95% póstsendinga í landinu í gegnum miðstöðina í Ármúla og við náum að afgreiða öll bréf jafnóðum. Verði fært á alla staði fram að jólum getum við afgreitt allan póst sem berst í vikunni þarsem við höfum opið til fjögur á laugar- dag.“ -þóm Leiðrétting Þau mistök urðu í myndatexta í Þjóðviljanum í gær að sagt var að Landgræðslan seldi jólatré í Sunnuhlíð. Hið rétta er að það er Landgræðslusjóður sem selur trén. í Fljótsdal leggja Austfirðingar áherslu á að orkuvinnslan verði notuð til að styrkja stoðir at- vinnulífsins og ráðist verði í ork- ufrekan iðnað í fjórðungnum. Verði hvikað frá þessum áform- um um virkjun í Fljótsdal krefjast Austfirðingar að tryggð verði orkuöflun í fjórðungnum með virkjun Fjarðarár. Þá verði kann- aðir möguleikar þess að Austfirð- ingar gerist aðildar að orkuöflun og orkudreifingu á Austurlandi. Verið varkár - varist slysin Umferðarráð hvetur alla lands- menn til að leggja sitt af mörkum til þess að jólahátíðin renni ekki upp í skugga alvarlegra umferð- arslysa. Miklu skiptir að allir veg- farendur sýni ítrustu varúð og til- litssemi til þess að koma í veg fyrir óhöpp og slys. Núna í svart- asta skammdeginu ættu allir veg- farendur að vera með endur- skinsmerki en notkun þeirra eykur öryggi allra til muna. Þetta á ekki síst við þegar jörð er auð eins og verið hefur lengst af í vet- ur. Á síðustu árum hafa víða ver- ið haldin svokölluð jólaglögg í mörgum fyrirtækjum og fé- lagasamtökum. Af því tilefni minnir Umferðarráð á að áfengi og akstur eiga alls ekki samleið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.