Þjóðviljinn - 20.12.1989, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.12.1989, Síða 7
BÆKUR Will Durant SIDASKIPTiN Siðaskipta- saga Willis Durants Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út nýtt bindi úr hinu mikla ritverki bandaríska sagn- fræðingsins og heimspekingsins Will Durant sem hann kallar sögu siðmenningar, og út kom í tíu bindum á árunum 1935-75. Þetta bindi, sem nú kemur út í íslenskri þýðingu Björns Jónssonar, skóla- stjóra, fjallar um tímabilið 1300- 1517, og er fyrri hluti. í bókarkynningu segir m.a.: Höfundur þessarar bókar er Bandaríkjamaðurinn Will Dur- arnt (1885-1985). Árið 1927 sneri Durant sér að því að semja risavaxið verk um sögu mannkynsins undir heitinu „The Story of Civilization”. Fyrsta bindið, um frumsögu aust- rænna þjóða, birtist árið 1935, en ellefta og síðasta bindi, um frönsku byltinguna og Napoleon, kom út 1975. Annað bindi, Grikkland, var gefið út hjá Menningarsjóði í ís- lenskri þýðingu Jónasar Krist- jánssonar í tveimur hlutum, 1967 og 1979. Áður hafði komið út þriðja bindi verksins, Rómavcldi, í tveimur hlutum 1963-64. Nú kemur út upphaf þess hluta verksins, sem fjallar um siða- skiptin. Sá hluti greinir frá tíma- bilinu 1300-1517, frá John Wyclif til Marteins Lúthers. Á þessu tímabili „urðu straumhvörf sem settu svip á vestræna siðmenn- ingu og áttu þátt í mótun þeirrar heimsmyndar sem blasir við okk- ur á líðandi stund,” segir þýðandi þessa bindis, Björn Jónsson, skólastjóri, í formálsorðum. Unglingasaga eftir Hrafnhildi Valgarðs- dóttur Út er komin bókin Unglingar í frumskógi, eftir Hrafnhildi Val- garðsdóttur. Sagan er sjálfstætt framhald verðlauna- og metsölu- sögunnar,' Leðurjakkar og spar- iskór, en fyrir hana hlaut höfund- ur 1. verðlaun í samkeppni IOGT um skáldsögu fyrir unglinga. Petta er þriðja unglingabók Hrafnhildar en einnig hafa verið gefnar út tvær barnabækur og eitt smásagnasafn eftir hana. E>að er síðsumar. Söguhetjurn- ar hafa lokið störfum í unglinga- vinnunni. Örn hefur ráðgert að fara í útilegu með Gerði en hún ræður sig sem ráðskonu í sveit... Tóti ætlar að taka til höndum í sumarbústað afa síns og ömmu... Örn kvíðir því að þurfa að hanga einsamall í borginni og sparka knetti í mannlaust mark. Þá fara hjólin að snúast... Þegar Bis- marck sökk Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Orrustuskipið Bismarck en fyrr á árinu fannst flak þessa mikla skips. Sigling orrustuskipsins Bis- marcks frá Póllandi norður fyrir ísland og síðan suður vestan við landið til síns endanlega loka- staðar er einn af áhrifamestu við- burðum síðari heimsstyrjaldar og raunar sjóhernaðarins fyrr og síð- ar. Vestur af Reykjavík skaut Bismarck í kaf orrustuskipið Hood, stærsta og best búna skip breska flotans og heyrðust drun- Fundarboð Hluthafafundur Hraöfrystihúss Stokkseyrar hf. verður haldinn í kaffistofu Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf., miðvikudaginn 27.12.1989 kl. 16.00. Dagskrá 1. Skýrt frá fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. 2. 9 mánaða uppgjör 1989 kynnt. 3. Breytingar á samþykktum félagsins. 4. Heimild til hlutafjáraukningar. 5. önnur mál. Tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stokkseyri 18. 12. 1989 Stjórnin. SJAUMST MED ENDURSKINI! yUMFERÐAR RÁÐ ENDURSKINS- MERKI fást i apótekum og viðar. urnar frá þeirri viðureign til Reykjavíkur. Síðan sendu Bretar 32 herskip á vettvang ásamt flug- vélum tii þess að ráða niður- lögum þessa stærsta herskips ver- aldar. Það tókst að lokum og munaði þá hársbreidd að Bism- arck slyppi til hafnar í Brest á Bretagneskaga, sem Þjóðverjar réðu. Af 2200 manna áhöfn komust 115 menn lífs af úr viðureigninni. Um 40 árum seinna tók einn þeirra, von Mullenheim-Rech- berg barón, foringi á skipinu sér fyrir hendur að rita sögu þessarar stórbrotnu siglingar. Þýðandi bókarinnar er Halldór Vilhjálmsson. Bókin er 327 bls. að stærð og prýdd fjölda Ijós- mynda. Bókaflokkur um æsi Bókaútgáfan Bjallan sendir nú frá sér bókina Þrumuguðinn Þór sem er fyrsta bókin í norskum bókaflokki um æsi. Færustu myndlistarmenn Norðmanna hafa myndskreytt bækurnar. Bókin lýsir því að nokkru hvernig Norðurlandabúar litu á umhverfi sitt fyrir þúsund árum. Þá ógnuðu jötnar og forynjur mönnunum en vinirnir góðu voru goðin. Bókin segir frá Þrumu- guðinum Þór sem var sterkastur Ása. Þegar hann ók með höfrum sínum um himinhvolfin heyrðust þrumur og eldingar á jörðu niðri. Þorsteinn frá Hamri íslenskaði bókina. msmm TOR Agb brinc.sværd INGUNN VAN ETT'EN ÞRUMUGUÐINN ÞÓR KíRSTRNN WtS HAMÞi ÞRUMUGUÐINN ÞÓR ARAMOTABOLLA u.þ.b. 3 I. 7 I appelsínusafi V2 I eplasafi 1/2 I blandaður safi 3 flöskur sítrónugosdrykkur 2 flöskur tonik skvettur af grenadin ís þunnar sítrónu og gúrkusneiðar TÁKN UM TILBREYTINGU Átak gegn áfengi Vímulaus æska Áfengisvarnaráð Sá sem vanist hefur hinu táknræna hlutverki áfengisins getur átt erfitt með að gera sér í hugarlund að hægt sé að vera án þess og nota önnur tákn með sama árangri I staðinn. Tákn sem uppfylla allar kröfur um hátíðleika, til- breytingu og fjölbreytni en hafa þann kost til viðbótar að hafa engar neikvæðar aukaverkanir. Jól og áramót eru tilvalin tækifæri til að brydda upp á óvæntum nýjungum til ánægjuauka. Hvernig væri að prófa uppskriftina sem hér fylgir. \ ið notum ýmis tákn til að vekja viðeigandi stemmingu og tilfinningar. Við skreytum jólatré um jólin, skjótum flug- eldum um áramót, kveikjum kertaljós til að undirstrika notalegheit og rómantík. Stundum er tilgangurinn með táknunum sá að undirstrika áfanga í lífinu eða einfaldlega að gera sér dagamun. Til þessa er algengt að nota áfengi með öðrum táknum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.