Þjóðviljinn - 21.12.1989, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Qupperneq 6
ERLENDAR FRETTIR Panamaárás Bandaríkjanna Liðsmenn Noriega verjast enn Bandaríkjamenn segja hann hafa sagtþeim stríð á hendur. Ný stjórn sem þeir komu með ífarteskinuþorir ekki að láta sjá sig. Panama- skurði lokað í fyrsta sinn Þúsundir bandarískra her- manna réðust um eittleytið í fyrrinótt (samkvæmt staðartíma) inn í Panamaborg og hófu skot- hríð á aðalstöðvar Manuels Ant- onios Noriega, einræðisherra og herstjóra þarlendis, og stöðvar Panamahers. Hófst árásin með atlögu úrvalssveita úr fallhlífaliði Bandaríkjahers. Síðdegis í gær var enn barist í Panamaborg og var haft eftir borgarbúum að vopnaðir liðsmenn Noriega verð- ust þar enn og settu upp vega- tálmanir. Er svo að heyra að verulegur hluti höfuðborgarinn- ar sé enn á þeirra valdi. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir við upphaf árásarinnar að hún væri gerð til þess að tryggja öryggi Bandaríkjamanna bú- settra í Panama, koma á lýðræði þarlendis, tryggja óhefta umferð um Panamaskurð og taka hönd- um Noriega herstjóra, svo að hægt væri að draga hann fyrir lög og dóm í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir hlutdeild í eiturlyfjasmygli. Lengi hefur verið illt í botn og grunn með Bandaríkjastjórn og Noriega, og í s.l. viku lét hann þing ríkis síns lýsa yfir stríðsá- standi í þeim tilgangi að fá laga- heimild fyrir auknum völdum. Bandaríkjastjórn segir þetta jafngilda stríðsyfirlýsingu Pa- nama á hendur Bandaríkjunum, en stjórn Noriega ber á móti því að svo sé. Fyrir tveimur dögum kom til átaka í Panamaborg milli bandarískra og panamskra her- manna, með þeim afleiðingum að einn þeirra fyrrnefndu var drep- inn oga.m.k. einn særðurafþeim síðarnefndu. Hvorir um sig kenna hinum um, og Bush Bandaríkjaforseti segir að með atviki þessu hafi mælirinn verið fylltur. Bandaríkjamenn hafa lengi reynt að koma Noriega frá völd- um, en hann hefur til þessa ónýtt öll þeirra brögð, þeim til mikils og sívaxandi ergelsis. Er ekki laust við að lúmskt hafi verið brosað að því víða í Rómönsku Ameríku, þótt fáir mæli Noriega bót. Setulið Bandaríkjanna á Pan- amaeiði er fjölmennara en allur panamski herinn og fékk þar að auki verlegan liðsauka fyrir innrásina. Árásarliðið er þar á ofan miklu betur vopnum búið en Panamamenn, sem hafa fátt þungavopna. Peir síðarnefndu vörðust samt öllu betur en við hafði verið búist. Bandaríkja- menn sögðust síðdegis í gær hafa misst níu menn fallna f bardögun- um og um 40 særðra og eftir lækn- um við sjúkrahús í Panamaborg var haft að um 50 landsmenn hefðu látið lífið. Hermt var að menn Noriega hefðu tekið allmarga bandaríska borgara til fanga, en sleppt a.m.k. sumum þeirra aftur. Aðalstöðvar Noriega eru rjúk- andi rústir, en sjálfum honum hafa Bandaríkjamenn ekki náð og fer ýmsum sögurrr um hvar hann haldi sig. Sumir segja hann úr landi stokkinn til Níkaragva eða Kúbu, aðrir að hann sé í sendiráði Níkaragva í Panama- borg og enn aðrir að hann sé með mönnum sínum og stýri vörn þeirra. Bandarísk yfirvöld Pa- namaskurðar lokuðu honum fyrir skipagöngum við upphaf árásar- innar, þar eð hugsanlegt þótti að skip á leið um hann yrðu fyrir skotum, og er þetta fyrsta sinn í 75 ára sögu skurðarins að umferð um hann stöðvast. Jafnframt því sem árásin var gerð settu Bandaríkin til valda í Panama nýja stjórn sér hlynnta og þar með nýjan forseta, Guill- ermo Endara. Sú stjórn er þó í felum eins og Noriega, þar eð enn er barist og því ekki talið áhættu- laust fyrir hana að sýna sig. Margra mál er að þrátt fyrir að Noriega sé að flestra mati slæmur skálkur geti vopnin snúist í hönd- um Bandaríkjastjórnar í þessu máli. Hér er um að ræða af þeirra Noriega - skýtur hann Bandaríkjamönnum enn ref fyrir rass? hálfu grímulausa hernaðarárás á sjálfstætt ríki, og verður það til þess að Bandaríkin koma illa út í samanburðinum við Sovétríkin, sem kallað hafa her sinn frá Af- ganistan, afneitað sinni Brez- hnevskenningu og lýst yfir iðran vegna innrásarinnar í Tékkósló- vakíu. í Rómönsku Ameríku, þar sem menn muna margar bandarískar innrásir, er og hætt við að árás þessi veki óhug hjá mörgum. dþ. Rúmenía 50,000 mótmæla í Timisoara íþetta sinn hafðist herinn ekki að. Samkvœmt sumumfréttum voru 1000-2000 manns drepnir þar íborg á sunnudag. Lögreglahefurumkringt stúdentagarða í Búkarest Júgóslavneska fréttastofan Tanjug skýrir svo frá að um 50,000 manns hafi í gær farið í kröfu- og mótmælagöngu um göt- ur Timisoara og hrópað vígorð gegn valdhöfum. Herflokkar, sumir með skriðdreka, sem eru víða í borginni, létu göngufólkið óáreitt. Miðað við það sem gerð- ist þar í borg á sunnudag þykir hvorttveggja jafn furðulegt, dirfska göngufólksins af afskipta- leysi hersins. Tanjug gaf enga skýringu á því síðarnefnda. Fyrr í gær höfðu borist fréttir af vopnaðri andspyrnu fólks í Tim- isoara gegn her- og lögregluliði, auk þess sem sagt var að komið hafi til mótmælaaðgerða og óeirðir brotist út víða um land. Sjónarvottar að atburðum í Tim- isoara á sunnudag segja að mann- fall þar hafi orðið mikið, jafnvel svo skipti þúsundum. Fréttir af ástandinu í Rúmeníu eru að vísu óljósar, þar eð yfir- völd þar eru sagnafá um það og erlendum frétta- og ferða- mönnum er ekki hleypt inn í landið. í ávarpi í gær til ung- verska þingsins um atburðina í Timisoara, þar sem margt fólk af ungverskum ættum býr, sagði Gyula Horn, utanríkisráðherra, að fleiri hundruð manns hefðu verið drepnir og særðir. Sjónar- vottur sagði austurríska sjón- varpinu að hann hefði séð vöru- bíla hlaðna líkum og kvaðst telja að yfir 1000 manns hefðu verið drepnir. Júgóslavneska frétta- stofan Tanjug telur að allt að tveimur þúsundum manna hafi látið lífið. Vitni að atburðum í Timisoara segja skriðdreka hafa ekið beint inn í hópa fólks og þyrlur á sveimi yfir hafi haldið uppi skothríð á það. Mihai Munteanu, þingmaður frá Sovét-Moldavíu, sagði að mótmælaaðgerðir gegn stjórn- völdum væru í gangi í Iasi, helstu borg rúmensku Moldavíu, Arad, borg skammt fyrir norðan Timis- oara og víðar. Herinn og annað vopnað lið hefur verið kvatt í við- bragðsstöðu um land allt og að sögn ungverska útvarpsins er sér- lega mikið um her- og lögreglulið í Búkarest, einkum kringum há- skólann þar og stúdentagarðana. Nicolae Ceausescu Rúmeníu- forseti er nú floginn heim úr heimsókninni til íran, en þar sagði hann að allt væri í besta gengi og með kyrrum kjörum í Rúmeníu. Ungverska útvarpið segist hafa heimildir fyrir því að Securitate, rúmenska öryggislög- reglan, hafi flutt séra Laszlo Tokes til þorps nokkurs í norð- austurhluta landsins. Pað voru aðfarirnar gegn klerki þessum, sem gerst hefur málsvarnarmað- ur ungverska þjóðernisminni- hlutans í Rúmeníu, er urðu kveikjan að átökunum í Timiso- ara. Aðfarir rúmenskra ráðamanna þar hafa verið fordæmdar af mörgum, þ. á m. af Austur- Evrópuríkjum ýmsum, páfanum og Nató. Sovéska stjórnin hefur gefið til kynna vanþóknun. Reuter/-dþ. Litháen Kommúnistaflokkur gerir sig óháðan Fyrsti klofningurinn af því tagi í sovéska kommúnistaflokknum Aukaþing kommúnistaflokks- ins í Litháen, sem nú stendur yfir í höfuðborginni Vilnu, sam- þykkti í gær með miklum meiri- hluta atkvæða að flokkurinn skyldi ekki lengur vera deild í so- Rómanska Ameríka Vér mótmælum 3110 Flest riki Rómönsku Ameríku hafa harðlega fordæmt árás Bandaríkjanna á Panama og gild- ir það jafnt um Kúbu og Níkara- gva, sem voru litir vinir Banda- ríkjanna fyrir, og ríki sem að jafnaði hafa verið þeim vinveitt. Er komist svo að orði að árásin bendi til þess að Bandaríkin hafi á ný tekið upp fyrri stefnu hernað- arihlutana þar í álfu. Stjóm Venesúelu krafðist þess í gær að Bandaríkin kölluðu árás- arlið sitt til baka. José Sarney, Brasilíuforseti, segir Bandaríkin hafa tekið skref aftur á bak í al- þjóðasamskiptum. Mexíkóstjórn fordæmdi árásina með óvenju hörðu orðalagi og krafðist þess að henni væri hætt. Perú kvaddi heim ambassador sinn í Banda- ríkjunum og kveðst ekki senda hann þangað aftur fyrr en árásar- liðið hafi verið kvatt til stöðva sinna. ■ Gúatemala, Ekvador, Kostaríka og Bólivía mótmæltu einnig og meira að segja Pinoc- hetstjórnin í Chile gagnrýndi Bandaríkjamenn fyrir þetta og ráðlagði þeim að hætta við árás- ina. Imótmælum margra er bent á að árásin feli í sér gróft virðing- arleysi fýrir sjálfsákvörðunarrétti fullvalda ríkja. Reuter/-dþ. véska kommúnistaflokknum, heldur óháður stjórnmálaflokk- ur. Af kommúnistaflokkum so- vétlýðveldanna er sá litháíski fyrstur til að taka þetta skref. Frumvarp um þetta var sam- þykkt með 855 atkvæðum gegn 160 en 12 sátu hjá. Að atkvæða- greiðslu lokinni risu þingfulltrúar fagnandi á fætur og sungu lithá- íska þjóðsönginn. Samþykkt þessi kemur ekki með öllu á óvart því að fjórir mánuðir eru síðan Algirdas Brazauskas, leiðtogi flokksins, tók að undirbúa þessa ráðstöfun. Telja margir flokks- menn hana óhjákvæmilega sökum þess að flokkurinn muni að öðrum kosti tapa mestum hluta fylgis síns til grasrótar- hreyfingarinnar Sajudis, sem dregur ekki af sér í baráttu fyrir hagsmunum landsmanna. Sovéska stjórnin leitaðist við að fá litháíska kommúnista ofan af því að skilja við sovéska flokk- inn og heldur því fram að í skiln- aðinum felist ógnun við pólitíska einingu Sovétríkjanna. Reuter/-dþ. 6 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 21. desember 1989 Bretland Hongkong- búar faiað flytjast inn Alls hafa 3,25 miljónir nýlendubúa bresk vegabréf Douglas Hurd, utanríkisráð- herra Bretlands, tilkynnti neðri málstofu þingsins þar í gær að breska stjórnin hefði ákveðið að veita um 225,000 Hongkongbúum rétt til þess að setjast að í Bret- landi, ef þeir svo vildu. Þetta fólk væri einkum kaupsýslumenn og atvinnurekendur, læknar, lög- fræðingar, kennarar o.s.frv. og fjölskyldur þeirra. Frá því að kínverski herinn barði niður lýðræðishreyfingu þarlendis með árás á Himinsfrið- artorg í Peking í júní s.l. kvíða Hongkongbúar því mjög að sam- einast föðurlandinu, en stjómir Bretlands og Kína hafa samið um að svo verði 1997. Talið er að miljónir Hongkongbúa vilji flytj- ast frá nýlendunni áður en Kína- stjórn tekur þar við yfirráðum og gera flestir þeirra sér helst vonir um að Bretland taki við þeim. Ad 5,7 miljónum íbúa nýlendunnar hafa 3,25 miljónir bresk vega- bréf, en breska stjórnin hefur eigi að síður lýst því yfir að þau gefi þessu fólki ekki rétt til að setjast að í Bretlandi. Talsmenn Verkamannaflokks- ins gagnrýndu frumvarpið harð- lega, sögðu það fela í sér misrétti gagnvart þeim mörgu Hongkong- búum, sem hafa bresk vegabréf og fá þó ekki frumvarpinu sam- kvæmt að flytjast til Bretlands. Hinsvegar eru margir þingmanna íhaldsflokksins fmmvarpinu andvígir vegna þess að þeir telja að þegar sé búsett í Bretlandi fullmargt fólk af framandi upp- Tuna. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.