Þjóðviljinn - 21.12.1989, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Qupperneq 15
Loksins áhrifamikið skáld- verk - og nú eftir konu Mörg undanfarin ár hefur undirritaður oft orðið fyrir von- brigðum með þriðju eða fjórðu bók ungra íslenskra skáldsagna- höfunda. Fyrstu bækur þeirra hafa oft lofað góðu. En svo er eins og þau staðni. Það sé búið að fleyta rjómann ofan af. Ef til vill er þetta of mikil kröfuharka hjá mér, því vísa má til eldri skálda eins og Halldórs Laxness sem var lengi að þróast áður en að því kom að hann sendi frá sér hvert snilldarverkið af öðru. Þess vegna er það mér mikið fagnaðarefni að Vigdís Gríms- dóttir, sem áður hafði sent frá sér tvö ágæt smásagnasöfn og skáld- söguna Kaldaljós, sem ég las mér til mikillar ánægju, skuli nú senda frá sér skáldsöguna „Ég heiti ís- björg - Ég er ljón“, sem er að mínum dómi eitt allra besta skáldverk sem íslensk kona hefur samið. Ég nefni hér samanburð við kvenrithöfunda, en það er raunar út í hött. Konan er hér sem annars staðar komin jafnfætis karlmanninum Ég mun ekki fara mörgum orð- um um efni sögunnar. Það er gert m.a. í ágætum ritdómi Gísla Sig- urðssonar í DV (7.des.) og get ég ekki stillt mig um að tilfæra hér lokaorð Gísla sem ég er hjartan- lega sammála: Sagan er „land- vinningur fyrir íslenska sagnalist. Ljóðrænn stíll og form sögunnar vinna með merkingu hennar og glímt er við vanda manneskjunn- ar af miklum heilindum. Hún er söngur „um lífið og lit lífsins“ og dregur fram skýra andstæðu þess í réttlæti fangaklefans. Lífíð get- ur verið litríkt og fullt af mögu- leikum en klefinn er kaldur og dimmur. í þessum andstæðum felst sannleikur sögunnar. Að vísu er tekið dæmi af stúlku sem er utangarðs, en hún snertir líf okkar miklu víðar en við gerum okkur grein fyrir“. í nýútkomnu bókablaði Þjóð- viljans birtist ritdómur um bók Vigdísar eftir Margréti Eggerts- dóttur undir fyrirsögninni „Svaml í fúlum pytti“. Nafn með rentu - því þar er dregið fram allt það ógeðfelldasta sem ritdómar- inn finnur í sögunni. Þetta er að hennar mati vond bók af því hún fjallar um ljóta og ógeðfellda hluti. Þetta minnir helst á það, þegar gamlir afturhaldsseggir voru að tjá sig um Sjálfstætt fólk. Bókin var að þeirra dómi vond vegna þess að hún afhjúpaði sveitarómantíkina á raunsæjan hátt. Sama verður uppi á ten- gingnum hjá Margréti, ekki síst þegar hún fjallar um kynferðis- málin í bókinni. Mér finnst rit- dómurinn tímaskekkja og rangt af Margréti að ráðast í að skrifa um bók sem hún var fyrirfram andvíg vegna einhverra siðferði- legra fordóma. Útkoman er sleg- gjudómur sem er Þjóðviljanum til lítils sóma. En nú líður að jól- um og við eigum að vera góð hvert við annað. Þess vegna legg ég til að við gleymum þessum rit- dómi sem hverjum öðrum mann- legum mistökum sem alltaf eru að eiga sér stað. „Ég heiti ísbjörg" er marg- slungin bók og erfitt fyrir leik- mann eins og mig að ráðast í að skilgreina söguna. Þó vil ég sér- staklega nefna kafla sem fjalla um draum ísbjargar um betra líf. Þessir kaflar eru tær ljóðræna eins og hún gerist best og vil ég sérstaklega benda lesendum á bls 126-127 og svo lokaorð sögunnar. Að lokum þetta: Við lifum í harðnandi samfélagi. Misskipt- ing eigna og lífsgæða fer vaxandi, nauðungaruppboðum fjölgar sem og fjölskyldum í upplausn. í kjölfarið fylgir aukin fíkniefna- neysla og hörmulegar afleiðingar hennar og mengun hugarfarsins vex. Við eigum ekki að loka augunum fyrir þessum stað- reyndum heldur horfast í augu við vandamálin og reyna að leysa þau. Við eigum að sjá óhreinu börnin hennar Evu og aðstoða þau. Bók Vigdísar Grímsdóttur fær okkur til að hugsa um þessa hluti. Meðal annars þess vegna er hún góð bók. Ef til vill skil ég ísbjörgu betur vegna þess að mér er sjálfum skammtaður takmark- aður tími sem ég vil reyna að nota til góðs. Páll Grétar Gunnlaugsson deild 5A, stofu 501 á Borgarspítalanum Leiðrétting í ritdómi Margrétar Eggerts- dóttur um bók Vigdísar Gríms- dóttur, Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón, urðu þau mistök að það féll niður lína. Hér á eftir fer textinn einsog hann kom frá ritrýninum: „Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón“ er metnaðarfull skáldsaga og á margan hátt vandlega hugsuð. Samt sem áður finnst mér hún ekki vel heppnuð. Vigdís hefur einu sinni skrifað smásögu að nokkru leyti um sama efni (Leikur í Eldi og regni) og það var mögnuð smásaga. Hér vantar alla þá dýpt og margræðni sem þarf til að skapa góða skáidsögu. Isbjörg er sú persóna sem ræður ríkjum og hún sýnir í raun ekki á sér margar hliðar. (Feitletruðu orðin duttu út í prentun) Setið á Svalþúfu - Handbók fyrir veiðiþjófa Haraldur Ingi ræðir við Þórð Halldórsson frá Dagverðará. Þórður Halldórsson er þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi og lætur í þessari bók gamminn geisa um veiðiskap, kynni sín af dýrum láðs og lagar, forspár, áhrini- kveðskap, mataræði og fleira. Frásögnin er hispurslaus og engin hjartveiki með í för. Ýms- um áleitnum spurningum er svar- að s.s. Hvað fást margar gæsir á eina brennivínsflösku? Hver er sá lífselexír sem gerir konur gljáandi fallegar eins og skagfirskar stóðmerar á vordegi og gerir þeim kleift að hella uppá kaffi á frumlegri hátt en tíðkast hjá öðrum? BÆKUR Hvernig á að gangsetja bíl með galdri þegar allt annað hefur brugðist? Hvernig á að veiða lax á sel og mink á tvær gamalhænur og einn sprækan hana? Hvernig veiðir maður Grálák- inn? Maður sest á drundinn, lætur launirnar hanga og hefur drísilinn í hendinni. Hvar og hvað eiga konur að skoða á væntanlegum eigin- mönnum sínum til þess að fullvissa sig um að þeir geti barist áfram eins og hrútar í lífinu? Og fl. o.fl. Álfrún gefur bókina út en ísa- fold sér um dreifingu hennar. Þórður og Haraldur Ingi eru boðnir og búnir að sækja félög, vinnustaði og stofnanir heim og lesa úr bókinni og ræða efni hennar. Þeim er áhuga hefðu á slíku er bent á að hafa samband í síma 693000 við Þorgeir Ólafs- son. Bók um íslensku stórmeistarana Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Meistarar skák- borðsins - frásagnir af sex ís- lenskum stórmeisturum eftir 111- uga Jökulsson. Flestum landsmönnum er kunnugt um árángur stórmeistar- anna okkar í skáklistinni. En hvemig bar þetta nú allt saman að? Sú saga er rakin í þessari bók. Skákin hefur af mörgum verið talin eins og lífið sjálft. Það er því forvitnilegt að bera saman lífsferil og skákferil stórmeistar- anna okkar eins og Illugi gerir að nokkm leyti í Meisturum skák- borðsins. Illugi Jökulsson er þekktur blaðamaður og skákáhugamaður enda tekst honum að gera efni sínu þau skil að almenningur jafnt sem harðsvíruðustu skák- áhugamenn geta haft gaman af. þJÓOVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Ríkisstjórn og bæjarráð bannar opinberum stofnunum að aug- lýsa í Þjóðviljanum. Hótanaher- ferð hafin gegn þeim einstak- lingum, sem auglýsa í blaðinu. - Tóbakseinkasalan selur 150 kr. auglýsingu í blöð afturhaldsins um vindla sem ekki eru til. Jósep Stalín, mikilhæfasti leiðtogi al- þýðunnar (Sovétríkjunum eftir Lenins daga er 60 ára í dag og er afmælisins minnst um öll Sovétr- íkin og af róttækri alþýðu um all- an heim. 21.desember fimmtudagur. 355. dagur ársins. Vetrarsólstöður. Tómasmessa. SólarupprásíReykjavíkkl. 11.22 -sólarlag kl. 15.30. Viðburðir Jósep Stalín fæddur 1879. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 15.-21. des. er í Laugarnesapóteki og Árbæjarapóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnefnda apótekið er t opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN 1 Reykjavík simi 1 11 66 kópavogur..............sími 4 12 00 Seltj.nes..............sími 1 84 55 Hafnarfj...............sími 5 11 66 Garðabær................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík..............sími 1 11 00 Kópavogur..............sími 1 11 00 Seltj.nes..............sími 1 11 00 Hafnarfj...............sími 5 11 00 Garðabær................simi 5 11 00 LÆKNAR Læknavaktfyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópa vog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alia virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspltalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Laeknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvaktlæknas. .,1_966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: ■ virka daga 18.30-19.30, helgar 15-t8, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 ogeftirsamkomulagi. Grensásdelld Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Ht ilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftalhalla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: . heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf I sálfræöilegum efnum.Simi 687075. MS-félagiðÁlaiidi 13. Opiðvirkadagafrá kl. 8-17. Síminner 688620. 7 Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestpr- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, ■ simi 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrirnauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260allavirkadaga kl. 1-5. Lögfræðfaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í sfma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á < fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtökáhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 18. des. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar............ 61.65000 Sterlingspund................ 99.01300 Kanadadollar................. 53.10800 Dönskkróna.................... 9.22210 Norsk króna................... 9.25680 Sænskkróna.................... 9.86080 Finnsktmark.................. 15.10660 Franskurfranki............... 10.48650 Belgískur franki............ 1.70390 Svissneskúrfranki............ 40.01430 Hollenskt gyllini........... 31.75460 Vesturþýsktmark.............. 35.84200 (tölsklíra.................... 0.04803 Austurrískur sch.............. 5.08980 Portúg. Escudo................ 0.40800 Spánskur peseti............... 0.55380 Japansktyen................... 0.42737 Irsktpund..................... 94.4450 KROSSGÁTA Lárótt: 1 sléttu 4 sfa 6 hag 7 störfuðu 9 mikil 12 mundaði 14 skagi 15spil16lokkuðu19 Ólgaði20ofnar21 staura Lóðrétt: 2 fugl 3 dæld 4 sterk 5 þreyta 7 elskast 8 nákvæmni 10 tuglinn 11 tæpri 13orka17 þjóta18leikföng Lausnásfðustu krossgátu Lárétt: 1 stag4gubb6 æru 7 kast 9 slæm 12 parta14aur15urt16 æsing19pakk20 óaði 21 týnir Lóðrétt: 2 tía 3 gæta 4 gust5blæ7krappi8 sprækt10laugar11 mettir12rói17ský18 nói Flmmtudagur 21. desember 1989 | ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.