Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 19
Dæturnarfimm: Angústías (Helga E. Jónsdóttir), Magda- lena (Ragnheiður Steindórsdótt- ir), Amelía(Tinna Gunnlaugsdóttir), Martírío (Guð- rún Gísladóttir) og Adela (Sigrún Waage). — Það sem hefur verið áleitnast frá fyrstu stundu er hvar og hvernig verkið tengist, - snertir okkar tíma. Lorca skrifar leikrit- ið 1936, og þessi saga,-innilokun kvenna á þessum forsendum er nokkuð sem við þekkjum ekki lengur, að minnsta kosti ekki svona grímulaus, í okkar heims - hluta í dag. En þó að það hafi verið okkur ofarlega í huga á meðan á vinnunni stóð er ekki þar með sagt að það séu sterkustu áhersl- upunktar sýningarinnar. - Þegar Lorca skrifar Heimili Vernhörðu Alba beinir hann spjótum sínum að valdhöfum þeirra tíma á Spáni; kirkju og landeigendum. Vernharða er tákn hvorutveggja, hún er efnað- ur landeigandi er notar trúna, kúgar í valdi kennisetninga og úr- eltra hefða og heldur þannig stöðu sinni og eignum. Þetta voru þau öfl sem árið 1936 komu í veg fyrir lýðræðislega þróun á Spáni. Þér finnst kannski að það hafi ekki beina skírskotun lengur? - Jú, valdið er ennþá í höndum þeirra sem ráða fjármagninu; sitja á auðnum. Og þeir drottna í krafti kennisetninga, úreltra hefða og siða sem eru sterk kúg- unartæki. Heimili Vernhörðu minnir líka á þá sem sitja í sama hjólfarinu, viðhalda óbreyttu á- standi, þegja og hlýða, í stað þess að vera á stöðugri hreyfingu, breytast, lifa. En er niðurstaða Lorca þá ekki vonleysi? Sú dœtranna, sem gerir uppreisnina er barin niður og að minnsta kosti í fljótu bragði virð- ist Vernharða og það sem hún stendur fyrir hrósa sigri... - Árið 1936 var þessi niður- staða ekki vonleysi, heldur skýr framtíðarsýn. Hvernig stendur annars á því að þið hafið breytt nafni verksins í Heimili Vernhörðu Alba í stað Húss Bernhörðu Alba eins og það hefur verið þýtt hingað til? - Við Guðbergur höfum bæði svolítið gaman af því að spauga, - Guðbergur kann þó þá kúnst bet- ur en ég. Annars er þetta alveg ' kórrétt. Casa er á Spáni notað jöfnum höndum yfir hús og heim- ili. Rithátturinn Vernharða er til kominn vegna spænsks fram- burðar; í þessu tilviki er b borið fram sem v. Svo er nafnið líka smáminni í karlmanninn, nafnið Vemharður er karlmannlegra á íslensku en Bernharður. Og ég segi einsog Adela í verkinu: „Mér finnst gaman að sjá eitthvað hrapa sem staðið hefur kyrrt um aldaraðir.“ Eitthvað sem þú vilt bœta við? - Kannski það að í þessari sýn- ingu standa á sviði Þjóðleikhúss- ins nær allar leikkonur hússins, og enginn karlmaður, það er ein- stæður atburður. Og þótt við höf- um leitast við að hindra það að sýning okkar yrði stofudrama í spænskum stíl þá höfum við verið okkur þess vel meðvitandi að kannski einkennist þetta verk fyrst og fremst af hinum mikla næmleika Lorca fyrir kvensál- inni. -LG NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.