Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 24
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Indælt stríð í áratug Nýtt Helgarblað kannar bestu kvik- myndir síðustu tíu ára. Svíar framar- lega í flokki með Fanny og Alexander á toppnum Þaöhefurfylgtkvikmyndunum fremur en flestum öörum list- greinum aö ákveöin verk væru sett á stall og sagt: þessi kvik- mynd er betri en hinar, eða þess- arkvikmyndireru bestu kvik- myndir ársins, áratugarins eöa jafnvel sögunnar. Slíkir sleggju- dómar eiga vafalaust takmarkað- an rétt á sér en einhvern veginn má hafa gaman af því aö velta vöngum yfir „bestu" kvikmynd- unum. Þannig hefur mátt sjá í ýmsum erlendum blöðum val á bestu kvikmyndum níunda áratugar- ins, enda þótt tímatalsfræðingar teiji vitaskuld heilt ár eftir af ára- tugnum. Nýtt Helgarblað ákvað að taka upp þennan ósið og þjóf- starta rétt einsog kollegar víða annars staðar. Tíu kunnir kvik- myndaspekúlantar voru fengnir til að nefna tíu uppáhalds kvik- myndir sínar síðustu 10 árin, þe. frá 1980-89. Mjög fáir einstak- lingar fjalla reglubundið um kvikmyndir hérlendis en auk of- anritaðs tóku þátt í leiknum fimm gagnrýnendur sem allir hafa rætt og ritað um kvikmyndir í mörg ár: Arnaldur Indriðason, Árni Þórarinsson, Hilmar Karlsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Sæbjörn Valdimarsson. Meiri breidd fæst í kviðdóminn með því að bæta við fimm annáluðum kvikmyndagerðarmönnum, þeim Friðrik Þór Friðrikssyni, Hilmari 10 bestu kvikmyndir áranna 1980-89 1. Fánny og Alexander, Ingmar Bergman, Svíþjóð, 1983 2. Komið og sjáið, Elem Klimov, Sovétríkin, 1985 3. Hannah and Her Sisters, Woody Allen, Bandaríkin, 1985 4. Pelle erobreren, Bille August, Danmörk-Svíþjóð, 1988 5. Himmel iiber Berlin, Wim Wenders, V-Þýskaland, 1987 6. Ran, Akira Kurosawa, Japan-Frakkland, 1985 7. Fórnin, Andrei Tarkovskíj, Svíþjóð-Frakkland, 1986 8. The Purple Rose of Cairo, Woody Allen, Bandaríkin, 1985 9. Diva, Jean-Jacques Beineix, Frakkland, 1982 10-11. Mitt liv som hund, Lasse Hallström, Svíþjóð, 1985 10-11. Stutt mynd um dráp, Krzysztof Kieslowski, Pólland, 1988 Ingmar Bergman leikstýrir Ewu Fröling og Allan Edwall í Fanny og Alexander, bestu kvikmynd áratugarins. Oddssyni, Hrafni Gunnlaugs- syni, Karli Óskarssyni og Kristínu Jóhannesdóttur. Tekið skal fram að þau voru valin frem- ur af handahófi en skipulagðri réttvísi, en flest þeirra hafa raun- ar verið viðloðandi Kvikmynda- hátíð Listahátíðar í mörg ár. Þátttakendum var í sjálfsvald sett hvort þeir gerðu upp á milli verka á eigin lista og kom á dag- inn að færri treystu sér til þess og er þeim kvikmyndum því raðað í stafrófsröð og teljast allar jafn háar. Reyndar voru allir sam- mála því að mjög erfitt hefði ver- ið að velja aðeins tíu verk og skal tekið undir það hér. Þegar list- arnir voru gerðir upp með klass- ískum aðferðum kom í ljós að kvikmynd Ingmars Bergmans, Fanny og Alexander, telst besta kvikmynd áratugarins og kemur það varla mörgum á óvart. Sjö þátttakendur völdu myndina á sinn úrvalslista en fast á hæla hennar kom hin magnaða stríðs- saga Komið og sjáið, eftir Sovét- manninn Elem Klimov. Hanna og systur hennar og Pelle sigur- sæli urðu nánast jafnar og sama má segja um Himin yfir Berlín og Ran í 5.-6. sætinu. Fórnin, Kairó- rósin og Diva lentu nokkru neðar en ekki var hægt að gera upp á milli Stuttrar myndar um dráp og Hundalífs í 10.-11. sæti. Aðrar myndir sem bönkuðu á dyr stóra listans voru Nostalgía, San Lór- ensó nóttin og Blátt flauel. Annars hljóta listarnir að skýra sig sjálfir og eru minni listarnir hver fyrir sig ekki síður athyglis- verðir. Ofanritaður, sem sjálfur setti reglurnar, beitti reyndar bellibrögðum við að koma 11 myndum á sinn lista, þarsem ómögulegt var að gera upp á milli tveggja mynda Allens. Arni Þór- arinsson hefur greinilega átt enn erfiðara um vik og tók enga eina mynd Allens fram yfir aðra og Friðrik Þór Friðriksson hafði bæði Stutta mynd um dráp og ást á sínum lista. Margar kvikmynd- anna hafa aldrei hlotið góða ís- lenska þýðingu og var því ákveð- ið að hafa nöfn myndanna nær alltaf á frummálinu. Nokkrar myndir, sem eru á fjarskyldum tungum, eru þó nær eingöngu þekktar undir íslensku heiti (kannast einhver við Ídí í smotrí?) og eru vitaskuld undir því heiti hér. Fórn Tarkovskíjs er t.d. lítt þekkt undir sænska nafn- inu Offret hér á landi. Á eftir nöfnum kvikmyndanna er getið um Ieikstjóra, framleiðsluland og árgerð. Þau verk sem settust á fleiri en einn lista fá reyndar að- eins einu sinni slíkar skýringar en alls eru 54 kvikmyndir á þessum 11 listum. Þorf innur Ómarsson 1. Komið og sjáið, E. Klimov, sovésk, 1985 2. Hannah and Her Sisters/The Purple Rose of Cairo, W. Allen, bandarískar, 1986/5 3-6. Diva, J-J. Beineix, frönsk, 1982 3-6. La notte di San Lorenzo, P. og V. Taviani, ítölsk, 1982 3-6. Pelle erobreren, B. August,' dönsk-sænsk, 1988 3-6. The Unbearable Lightness of Being, P. Kaufman, bandarísk, 1988 7-10. Au revoir les enfants, L. Malle, frönsk, 1988 7-10. Blóðakrar, Z. Yimou, kín- versk, 1988 7-10. Nostalghia, A. Tarkovskíj, ítölsk, 1983 7-10. Ran, A. Kurosawa, japönsk-frönsk, 1985 Arnaldur Indriðason (í stafrófsröð) Hannah and Her Sisters Komið og sjáið Last Temptation of Christ, M. Scorsese, bandarísk, 1988 Mitt liv som hund, L. Hallström, sænsk, 1985 Fórnin, A. Tarkovskíj, sænsk- frönsk, 1986 Pelle erobreren Raiders of the Lost Ark, S. Spiel- berg, bandarísk, 1981 A Room with a View, J. Ivory, bresk, 1985 Round Midnight, B. Tavernier, bandarísk-frönsk, 1986 The Untouchables, B. DePalma, bandarísk, 1987 Árni Þórarinsson (í stafrófsröð) Fanny og Alexander, I. Bergman, sænsk, 1983 Járnmaðurinn, A. Wajda, pólsk, 1980 The King of Comedy, M. Scors- ese, bandarísk, 1983 Komið og sjáið Mitt liv som hund Myndir Allens (alls 10 stykki!) Fórnin Paris, Tcxas, W. Wenders, bandarísk-þýsk, 1984 Pelle erobreren Zappa, B. August, dönsk, 1983 Friðrik Þór Friðriksson (f stafrófsröð) L‘Argent, R. Bresson, frönsk- svissnesk, 1983 Ashik Kerib, S. Paradsjanov, sovésk, 1988 Himmel úber Berlin, W. Wend- ers, v-þýsk, 1987 Komið og sjáið Nostalghia Radio Days, W. Allen, banda- rísk, 1987 Raging Bull, M. Scorsese, banda- rísk, 1980 RumbleFish, F. Coppola, banda- rísk, 1983 Stutt mynd um dráp/ást, K. Ki- eslowski, pólskar, 1987 Yol, Y. Gurney og S. Goren, tyrknesk, 1982 Hilmar Karlsson 1. Fanny og Alexander 2. Himmel úber Berlin 3. My Beautiful Laundrette, S. Frears, bresk, 1985 4. Hannah and Her Sisters 5. Diva 6. Kiss of the Spiderwoman, H. Babenco, bandarísk-brasilísk, 1985 7. Once Upon a Time in America, S. Leone, bandarísk, 1984 8. Local Hero, B. Forsyth, bresk, 1983 9. Raging Bull 10. The Untouchables Hilmar Oddsson 1-3. Komið og sjáið 1-3. Fórnin 1-3. Ran 4-6. Fanny og Alexander 4-6. Himmel úber Berlin 4-6. Stutt mynd um dráp 7-10. Blue Velvet, D. Lynch, bandarísk, 1986 7-10. Hannah and Her Sisters 7-10. Stranger Than Paradise, J. Jarmusch, bandarísk, 1984 7-10. Witness, P. Weir, banda- rísk, 1985 Hrafn Gunnlaugsson 1. The Purple Rose of Cairo 2. Hairspray, J. Waters, banda- rísk, 1987 3. La notte di San Lorenzo 4. Witches of Eastwick, G. Miller, bandarísk, 1987 5. Fanny og Alexander 6. Mad Max 1, G. Miller, ást- rölsk, 1980 7. Mitt liv som hund 8. People without Value, A. og M. Kaurismki, finnsk, 1984 9. Once Upon a Time in America I. 10. Witness Karl Óskarsson (í stafrófsröð) Blade Runner, R. Scott, banda- rísk, 1982 Blue Velvet Brazil, T. Gilliam, bresk- bandarísk, 1985 Carmen, C. Saura, spænsk, 1983 Diva Fanny og Alexander Last Emperor, B. Bertolucci, ítölsk-kínversk-bresk, 1987 One from the Heart, F. Coppola, bandarísk, 1981 Pelle erobreren Stranger Than Paradise Kristín Jóhannesdóttir (í stafrófsröð) L‘Argent Boy Meets Girl, L. Carax, frönsk, 1984 E.T., S. Spielberg, bandarísk, 1982 Fanny og Alexander Himmel úber Berlin L'Homme Atlantique, M. Duras, frönsk, 1981 Nostalghia Passion, J-L. Goddard, frönsk, 1982 Ran Stutt mynd um dráp Sigmundur Ernir Rúnarsson (í stafrófsröð) Betty Blue, J-J. Beineix, frönsk, 1986 Blue Velvet E.T. Fanny og Alexander Hannah and Her Sisters Hope and Glory, J. Boorman, bresk, 1987 Last Emperor Paris, Texas Pelle erobreren Witness Sæbjörn Valdimarsson (í stafrófsröð) Babette‘s gæstebud, G. Axel, dönsk, 1987 Komið og sjáið Hannah and Her Sisters Kagemusha, A. Kurosawa, jap- önsk, 1980 Kiss of the Spiderwoman Mona Lisa, N. Jordan, bresk, 1986 Pelle erobreren Platoon, O. Stone, bandarísk, 1986 Raging Bull Ran 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.