Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 12
Sjálf smynd, líklega frá 1506, þegar hann var 26 ára gamall. Listfræðinga greinir á um hvort Rafael sé höfundurinn, en enginn vafi er á að hannerfyrirmyndin. sem liggur þessari klassísku list- hefð til grundvallar er einkum tvennt: skynsemistrú og söguhyg- gja, þar sem sagan verður birting- armynd skynseminnar og mynd- listin sem slík verður þá tæki til þess að birta okkur hinn algilda sannleika um manninn og veröld hans og það fullkomna samræmi sem þessi veröld bjó yfir. Þessi klassiska listsýn, þar sem áhersla er lögð á einingu hins rök- ræna og sögulega sannleika, og þar sem rýmið sjálft verður tákn- mynd hans, kom kaþólsku kirkj- unni afar vel á tímum þar sem „upplausnaröflin" voru að grafa undan hinu sögulega sannleiks- umboði kirkjunnar sem stofnun- ar. Klassísk listhefð Piero della Francesca og fylgismanna hans treysti stöðu páfans sem yfirvalds og handhafa hins sögulega og alg- ilda sannleika. Klassíkin í ströng- ustu merkingu þess orðs þjónaði með þessum hætti sögulegum rétti kirkjunnar sem stofnunar gagnvart þeim „upplausnar- öflurn", sem drógu formið í efa og leituðu sannleikans handan hins sýnilega. Nýplatónisminn Á seinni hluta 15. aldar kom fram heimspekiskóli í Flórens, sem kenndi sig við Nýplatón- isma. Nýplatónistarnir leituðust við að samræma gríska heim- spekihefð og kristin lífsviðhorf, en beindu sér jafnframt gegn þeirri skólaspeki sem miðaldakir- kjan hafði byggt á. Nýplatónist- arnir lögðu áherslu á frelsi ein- staklingsins og að þekkingin á eigin sjálfi væri forsenda allrar þekkingar á Guði. Þeir höfnuðu í raun þeim skilningi aö sagan og náttúran væru í sjálfum sér opin- berun eða staðfesting einhvers endanlegs og guðdómlegs sann- leika. Trúarbrögðin voru fyrir þeim leit en ekki endanlegur sannleikur. Sama gilti um stjórnmálin, vísindin og listina: þau fólu ekki í sér endanlegan sannleika heldur rannsókn og leit. Lausn lífsgátunnar var ekki að finna í lífinu sjálfu, heldur handan þess, og lífsreynslan sjálf kom nú í stað hins sögulega og endanlega sannleika sem meðal annars kirkjan stóð fyrir sem stofnun. Þótt Michelangelo hafi lengst af verið dyggur þjónn páfastóls voru líf hans og list mótuð af þess- um skilningi. Hvort tveggja snýst um hina þjáningarfullu sköpun, þar sem sannleikurinn er jafnan handan hins sýnilega og efinn' fylgifiskur hans. Á sama hátt og Machiavelli sagði að hugmyndin væri hreyfiafl sögunnar, þá er það hugmyndin eða ímyndin handan hinnar efnislegu höggmyndar, sem er viðfangsefni Michelangel- os og hreyfiaflið í sköpunarstarfi hans. Hvort sem við skoðum höggmynd hans af Davíð, þar sem manngildishugsjón húman- ismans er hoggin í stein, og stað- fastur vilji og máttur mannsins birtist í íturvöxnum líkama kon- ungsins andspænis risanum, eða ófullgerðar myndir hans af föng- unum þar sem mannsandinn er i þann veginn að brjóta af sér fjötra efnisins: alls staðar er við- fangsefnið bundið við tímanlega þjáningu og reynslu sem á sér hliðstæðu í fæðingunni eða hinni upprunalegu sköpun alheimsins. Reynsla eða opinberun Hjá Rafael er þetta öðruvísi. Myndir hans eru sneyddar þeirri einmanalegu tilvistarangist sem við finnum hjá Michelangelo. { verkum hans finnum við þvert á móti að því er virðist áreynslu- Madonna dellaSeggiola, ein af alkunnum Madonnumyndum Rafaels frá árinu 1514. Horaca Vernet: Rafael í Vatíkaninu. Málverk frá 1832,392x300 sm. Rafael var í miklum metum meðal þeirra listamanna er aðhylltust nýklassísku stefnuna í Frakklandi á fyrri hluta 19. aldar. Mynd þessi lýsir goðsögninni um Rafael eins og hún gekk á þeim tíma í París og byggir á sögusögnum um Rafael og Michelangelo. Sagan segir að dag nokkurn í páskaföstu hafi hópur pílagríma staldrað við í garði San Damaso í vatikaninu.Meðal þeirra voru ung sveitakona meö sofandi sveinbarn við barm sér og gömul kona sem, vöktu hvor í sínu lagi athygli Rafaels og Michelangelos. Sá fyrri, umluktur aðdáendum sínum og aðstoðarmönnum nam staðar og gerði með fáeinum dráttum konuna með sveinbarnið ódauðlega á pappírsörk. Hinn síðarnefndi sá í gömlu konunni fyrirmynd að einni Síbillunni í loftskreytinguninni um sköpunarsöguna. Leonardo da Vinci og Júlíus II. eru viðstaddir atburðinn, en arkitektinn Bramante dregur athygli hans að byggingaráformum sínum. Rafael var glæsimenni og hélt sig vel. Sagan segir að Michelangelo hafi einhvern tímann sagt við hann: „Þú heldur þig eins og þú værir herforingi". Þá átti Rafael að hafa svarað: „Og þú ert einfari eins og böðullinn." Myndin lýsir vel því sem fjallað er um í greininni hér aö ofan: Rafael gefur fegurð náttúrunnar guðdómlegt inntak en Michelangelo hrífst af gömlu konunni til hægri í siðferðilegri glímu sinni við form og innihald, efni og anda. Bakarastúlkan. Rafael naut mikillar kvenhylli og aðalsmenn og kirkjuhöfðingjar buðu honum dætur sínar til kvonfangs. Rafael giftist þó aldrei, en átti í ástarsambandi við óbreytta bakaradóttur árin sem hann lifði í Róm. Þetta er þekktasta portrettmyndin af henni. lausa opinberun fegurðar og sam- ræmis. Hið þversagnakennda er jafnframt, að þótt Rafael hafi fyrst og fremst verið þjónn kirkj- unnar og beinlínis boðað sögu- legt umboð hennar í verkum sín- um, þá finnum við heldur ekki það siðferðislega og trúarlega uppgjör í verkum hans, sem er rauður þráður í öllu ævistarfi Michelangelos. Rafael leitaði í hinum ytra heimi fyrirbæranna að þeirri fegurð er opinberað gæti guðdómlegt samræmi. Þegar Michelangelo sýnir okkur angist- ina og misræmið á milli efnis og anda (t. d. í fangamyndunum), þá sýnir Rafael okkur hið gagn- stæða: fullkomið og guðdómlegt samræmi efnis og anda, náttúru og sögu. Myndir hans eru opin- berun fyrirfram gefins sannleika, á meðan sá sannleikur sem við finnum hjá Michelangelo er fólg- inn í sjálfu sköpunarstarfinu með allri þeirri angist og sálarkvöl, sem því fylgdi. Bæði Rafael og Michelangelo höfðu list fortíðarinnar að við- miðun í allri nálgun veruleikans. Leonardo sótti hins vegar beint og milliliðalaust í náttúruna. Munurinn á Michelangelo og Rafael er hins vegar sá, að á með- an sagan opinberar fyrir Michel- angelo þá tragísku þversögn, sem maðurinn stendur frammi fyrir í sínum efnislíkama andspænis Guði, þá verður sagan fyrir Rafa- el að eins konar samræmdri niðurstöðu guðdómlegrar skyn- semi. Og á meðan náttúran er fjarverandi í verkum Michelang- elos (nema sem ógnun í Syndafl- óðinu og Syndafallinu í Sixtínsku kapellunni) þá er náttúran í augum Rafaels opinberun hinnar fullkomnu fegurðar í sköpunar- verki Guðs. Sagan og náttúran eru hvor um sig opinberun guð- dómlegs samræmis og sannleika, og til þess að nálgast hann þarf hvorki ytri rannsókn (eins og hjá Leonardo) eða siðferðilegt innra uppgjör (eins og hjá Michelang- elo) heldur er galdurinn fólginn í því að finna hið algilda í hinu sérstaka. Fegurðina er ekki að finna handan líkingarinnar eða formsins í náttúrunni, heldur í líkingunni sjálfri: Rafael velur út hið dæmigerða úr hinum ytri veruleika og sýnir okkur það sem opinberun guðdómlegs samræm- is og fegurðar. Sala della Segnatura Árin 1508-11 vann Rafael að gerð veggmynda í páfahöllinni í Róm að beiðni Júlíusar II. páfa. Myndir þessar skreyta m.a. Sala della Segnatura, sem var dómssalur rómversku kúríunnar. í veggmyndum þessum setur Raf- ael fram gildishugsjón kirkju endurreisnartímans um fegurð og réttlæti, þekkingu og trú. Fátt endurspeglar betur anda háend- urreisnarinnar en einmitt þessi glæsilegi salur. Rafael valdi ekki þá aðferð, sem algeng var á þessum tíma, aö búa til táknrænar dæmisögu- myndir eða allegóríur til að túlka hugsjónir Júlíusar II. (sem jafn- framt voru honum sjálfum hug- leiknar). Þess í stað málar hann skólann í Aþenu til forna sem ímynd þekkingarinnar og skyn- seminnar. Heimspekingar forn- aldar með þá Plato og Aristoteles í miðju, eru þar samankomnir í byggingu er minnir á byggingar- list Bramante, arkitekts Pétur- kirkjunnar og velgjörðarmanns Rafaels. Byggingin verður þar eins og tákn mannlegrar visku, og Rafael málar ýmsa þekkta snill- inga úr samtímanum í hlutverk- um hinna grísku viskuvina. Þann- 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.