Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 6
Það er nýtt land framundan Svavar Gestsson er búinn að gegna embætti menntamálaráð- herra í rúmt ár. Þar hefur hann eins og embættið krefst aðailega sýslað um mennta- og menningar- mál, en hann er þó langt í frá með hugann langt frá stjórnmálum al- mennt. Að mati Svavars stendur það upp úr eftir þetta rúma ár að stefnumótun hefur verið að eiga sér stað í skólamálum á öllum stigum. I menntamálaráðherra- tíð hans hefur verið unnið að stefnumótun fyrir leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, full- orðinsfræðslu og endurmenntun. Hann segir að í þessari vinnu hafi verið reynt að raða verkefnum upp í forgangsröð og reynt að átta sig á hvað hlutirnir kostuðu, bæði á næstu árum og áratugum. Stefnumótunin snerti allt sem við kæmi skólamálum. En í hverju felst þessi stefnu- mótun helst? Hvernig kemur skólafólk til með að verða vart við hana? Skólamenn hafa þegar orðið varir við þessa breytingu. Ef við tökum til dæmis skólastigin og rekjum okkur eftir þeim, þá liggur það fyrir að sú stefnu- mótun sem unnin hefur verið í sambandi við leikskólann hefur verið unnin í mjög nánu samstarfi við fóstrur. Það sem er í hendi í þeim efnum er stofnun sérstaks þróunarsjóðs dagvistarstofnana, sem fór í gang á þessu ári og ég var að ákveða úthlutun úr honum til 10-20 verkefna í jafnmörgum dagvistarsofnunum víðs vegar um land fyrir skömmu. Dauður sjóður lifnar við Þannig að það er í gangi þróun- arstarf til að bæta innra starf dag- vistarstofnana. Sömu sögu má segja um grunnskólann. Þar er þróunarsjóður grunnskóla sem settur var í lög árið 1974 en varð þó ekki til fyrr en á þessu ári og fær tvöfalt framlag á næsta ári miðað við þetta ár. Hann styrkir þróunarverkefni í sambandi við samstarf skóla, einstakar greinar eins og íslensku, reikning, tölvur og svo framvegis. Þá er ástæða til að nefna sér- staklega í sambandi við grunn- skólann, átak til að lengja skóla- dag yngstu barnanna, sem kemur til framkvæmda haustið 1990 og það verða auðvitað allir varir við slíka breytingu. Síðan vii ég nefna könnun á forgangsverkefn- um í þróun grunnskólans á næstu árum þar sem gert er ráð fyrir að Námsgagnastofnun og námsgögn hafi forgang. Þetta er í raun við- urkennt í fjárlögum næsta árs þar' sem Námsgagnastofnun er ein af örfáum stofnunum á þessum niðurskurðar- og sparnaðartím- um sem hækkar að raungildi í fra- mlögum á milli ára. Stefnumótunin kemur einnig fram í því að Kennaraháskólinn er efldur, hann styrkist faglega og fjárhagslega á næsta ári og þetta kemur fram í því að við tökum upp það sem við köllum dreifða og sveigjanlega kennaramenntun sem farið er að undirbúa, þannig fólk sem er úti á landi getur stundað til dæmis eins konar fjar- nám í kennslu og aflað sér þannig réttinda. Þetta er bæði brýnt fyrir leiðbeinendur og starfandi kenn- ara. Svo vil ég nefna mjög merki- legan þátt, í starfi ráðuneytisins á þessu ári sem er starfsleikninám- ið. Með því eru kennarar sem eru í starfi einnig í námi og það eru yfir 300 kennarar, eða tíundi hver kennari, í þessu starfsleikninámi. Núna er tekin upp árganga- og fagstjórn þannig að við veitum tvær nemendastundir á hvem nemanda í öllum grunnskólum landsins, það er 84 þúsund nem- endastundir sem kosta á milli 60-70 miljónir á næsta ári, til að bæta kennsluna og stýringu innra starfs skólans. Þetta eru dæmi sem allir kenn- arar þekkja öll mjög vel frá þessu ári og eiga eftir að kynnast enn betur á næsta ári. Þannig að þó um hafi verið að ræða niðurskurð á kennslu í grunnskólanum, sýn- ist mér Ijóst að þegar upp verði staðið standi grunnskólinn jafnréttur sem heild á eftir, þrátt fyrir sparnaðinn. Það sem gerist er að það eru færðir fjármunir frá hinu hefðbundna til hins nýja. Á sparnaðar- og samdráttartímum verða menn náttúrlega að vinna þannig í pólitík. Framhaldsskóli fyrir alla í framhaldsskólanum er aðal- breytingin sú að samkvæmt lögum á framhaldsskólinn að vera fyrir alla. Það þýðir að gjör- breyta verður námsframboði framhaldsskólans til þess að hver sem er geti farið í framhaldsskóla og lokið þar einhverjum áfanga. Þess vegna erum við með í gangi stefnumótandi umræður um breytt innra starf framhalds- skólans, sem gerir ráð fyrir að fólk geti jafnvel lokið réttinda- námi á mjög stuttum tíma. Þurfi ekki endilega að vera í fjögur ár í stúdentsnámi til að fá réttindi eða taka sveinspróf. Það má segja að þetta sé meg- inbreytingin varðandi framhalds- skólann. Fleiri og fleiri fara í framhaldsskóla. Menn spyrja hvort það muni hafa í för með sér stóraukinn kostnað við fram- haldsskólann á næstu árum. Þannig er það í raun og veru ekki vegna þess að núna erum við með um 15.500 nemendaár í fram- haldsskólanum. Árgangarnir fjórir eru bara 16 þúsund manns. Þetta sýnir að margir eru ár eftir ár í framhaldsskólanum án þess að fá í raun nokkur réttindi, fara í skólann án þess að ljúka hefð- bundnum prófum í iðngreinum eða stúdentsprófi. Hluti af átaki í framhaldsskól- unum er að opna á milli verk- menntunar og bóknáms í veru- legu mæli. Mín stefna er sú, að þegar upp er staðið eftir 5 eða 10 ár verði í raun enginn hreinn bók- námsskóli til, þar sem ekkert nema bóknám er kennt. Alls staðar verði gefinn kostur á ein- hverjum öðrum brautum verk- legum eða tæknilegum. Ég tel til dæmis að handmennt af ýmsu tagi þurfi að vera inni í fram- haldskólanum, vegna þess að krakkamir læra minna á unga aldri að vinna í höndunum en áður. Þá tel ég að heimilisfræði þurfi einnig að vera inni í skólan- um. Þjóðfélagið er nefnilega allt öðruvísi í dag en þegar margt kom af sjálfu sér inni á heimilun- um. Varðandi háskólann er aðalat- riðið í mínum huga að stilla skóla á háskólastigi saman, þannig að sambærileg réttindi séu á milli Háskóla Islands, Háskólans á Akureyri, Búvísindadeildarinnar á Hvanneyri og svo framvegis. Mín hugmynd er sú að í framhaldi af þessari vinnu sem nú er í gangi verði annað hvort til frumvarp um allt háskólanám á íslandi eða stefnuyfirlýsing um þróun há- skólans á næstu árum. Endurmenntunin er eiginlega fimmta skólastigið. Ég lít þannig á og það liggur fyrir, að hún sé það skólastig sem muni þróast Iang hraðast á næstu áratugum. Það verða allir í endurmenntun eftir um það bil 20 ár. Engum mun detta í hug að segja, „ja, ég lauk nú námi og fór aldrei í skóla eftir það“, slíkt er fornöld. Það verða allir í einhvers konar endu- rmenntun og fullorðinsfræðsla verður hér í gangi í stórum stíl. Kostnaðurinn við þetta síðasta skólastig mun að einhverju leyti lenda á atvinnulífinu. Kostnaðar- aukinn við hina þættina er veru- legur en lang mestur við leik- skólastigið og ég tel það algert forgangsverkefni að ná að veita þjónustu við yngstu börnin, sem verði að minnsta kosti sambæri- leg við það sem boðið er upp á í nágrannalöndum okkar. Við ætl- umst nefnilega til að foreldrarnir séu báðir úti á vinnumarkaðnum og vinni og vinni. Þá verða for- eldrarnir auðvitað að geta treyst því að börnin búi við sæmilegar aðstæður. Börn eru vanrækt Miðað við þær aðstæður sem eru núna, er alveg ljóst að börnin eru vanrækt af mörgum ástæðum og mörg þeirra hafa skemmst vegna vanrækslu. Við erum að horfa á hörmuleg dæmi um börn sem eru að koma inn í grunn- skólann og börn sem eru í grunn- skólanum, að skólinn sinnir ekki gæsluhlutverki sínu eins og hann á að gera. Lengdur viðverutími í grunnskólanum þýðir ekki endi- Iega lengt nám í þrengsta skiln- ingi þess orðs. Lengdur skólatími þýðir blöndu leiks og náms. Og það er satt að segja eitt brýnasta verkefnið í grunnskólanum. Þetta þýðir aukinn kostnað, en börnum á grunnskólastigi mun fækka á næstu árum þannig að kostnaður við grunnskólann í heild eykst ekki verulega. En er eitthvert starf í mennta- málaráðuneytinu í gangi í þeim tilgangi að hugsa allt menntakerf- ið allt upp á nýtt? Já, það er það. Þess vegna er þessi þróunarvinna í gangi. Við erum að taka okkur í gegn. Við spyrjum okkur hvað við séum að gera við börnin, og við erum að endurmeta alla hluti. Varðandi þróunarvinnuna í framhaldsskól- unum erum við að spyrja okkur þessara úrslitaspurninga: Af hverju erum við að kenna til dæmis dönsku eins og við kenn- um hana, ættum við að kenna hana allt öðru vísi? Eigum við kannski að lengja tímann í dönsku og minnka kennslu í ensku vegna þess að börnin læra eitthvað af ensku um leið og þau fara að tala? Eigum við að gjörbreyta kennslunni í móðurmáli? Eigum við að hætta að hugsa um kennsl- una sem málfræði, stafsetningu og bókmenntir og setja áhersluna á að fólk geti talað málið og tjáð sig og skrifað? Málfræði er ekki endilega íslenska. Hún var upp- haflega tekin upp sem einhvers konar hjálpargrein í latínu og grísku og er síðan tekin upp fyrst og fremst til að hjálpa fólki við að læra þau tungumál. Eigum við að hætta að líta á listgreinarnar, heimilisfræðin og handavinnuna sem aukagreinar? Ég segi já, við eigum að hætta því, vegna þess að fólk verður að kunna að sjá um sjálft sig hvort sem það er að laga handa sér mat eða laga til fötin sín eða gera við eitthvað pínulítið í kring um sig. Við erum sem sagt að spyrja okkur þessara grundvallarspurn- inga og það er mjög mikilvægt að fá kennarana til að taka þátt í þessu, að þeir spyrji sig þessara spurninga: Hvemig stend ég mig inni í kennslustofunni, er endi- lega víst að það sé rétt að kenna eins og ég geri, á ég að kenna öðruvísi? Ein leiðin til að ná tökum á þessu máli er að fá for- eldrana með í málið. Ég hélt fund fyrir nokkrum vikum til að undir- búa átak til að efla foreldrastarf í skólum. Það gengur út á að for- eldrafélög verði mynduð við alla grunnskóla og að í framhaldi af því verði helst til landssamtök foreldrafélaga. Það er alger for- senda til þess að hægt sé að verja skólann, sérstaklega á samdrátt- artímum, að til séu slík samtök sem vilji leggja sitthvað á sig til að halda utan um skólann. Menn geta nefnilega ekki treyst því að til verði auknir pen- ingar. Menn geta þurft að gera hlutina öðruvísi fyrir sömu pen- inga eða jafnvel minni. En er einhver munur á að hafa menntamálaráðherra frá Al- þýðubandalaginu en Sjálfstæðis- flokknum eins og verið hefur und- anfarin ár? Er ekki samstaða um að í landinu eigi að vera gott menntakerfí? Nei, það er nefnilega ekki sam- staða um það. Það er grundvall- armunur á þeim vinnubrögðum sem tíðkast hafa í minni tíð eða á þeim fimm árum sem íhaldið stjórnaði. Munurinn felst meðal annars í samvinnu um stefnu- mótun. Hann felst í því að það er verið að vinna að stefnumótun og því að það eru teknar ákvarðanir á faglegum grundvelli. Út af fyrir sig hafa kennarar tekið okkur mjög vel. Stundum finnst mér að vísu að það örli áþví að þeir séu með sama forritið þegar þeir koma hingað og þegar Ragnhildur Helgadóttir var hér. Og það segja reyndar sumir að einhverjir kennaranna þyrftu raunar að hafa Ragnhildi áfram til að geta verið í stríði eins og þeir voru, menn kunni ekki við það ástand sem nú er að þeir geti hringt hingað eða komið hingað hvenær sem er með öll sín vanda- mál. Satt að segja held ég að það sé nauðsynlegt fýrir kennara að fara faglega yfir sín mál hleypi- dómalaust. Þetta á auðvitað við stéttina í heild. Við erum að endurskipuleggja ráðuneytið, menningarstofnanir, og kennar- arnir og skólarnir verða að gera það líka. Menntamálaráðuneytið snýst um meira en menntamál, það snýst um menningarmál líka. Hvað hefur staðið upp úr þar? Það befur í raun allt verið undir í menningarmálum. Ég get nefnt Þjóðleikhúsið, uppbyggingu þessara stofnana sem hafa verið vanræktar í mörg ár. Ég get nefnt úttektir á stofnunum eins og Sin- fóníuhljómsveit íslands, frum- varp um kvikmyndamál, endur- skoðun á lögum um listamanna- laun og svo ég gleymi nú ekki málræktarátakinu, sem hefur tekist stórkostlega, frumvarp um Listaháskóla íslands, ný þjóð- minjalög hafa verið samþykkt og svo framvegis. Hvaða stefnu sjáum við í þessu í heild? Við sjáum þá stefnu bæði í menningar og menntamálum, að áhersla er lögð á að treysta menningarlegar undirstöður þjóðarinnar og hin pólitísku við- horf eru jafnrétti og lýðræði. Þetta kemur fram í valddreifingu, auknu valdi Háskóla íslands, auknu valdi framhaldskólanna, áhrifum kennara á stjórn allra framhaldsskóla sem var ekki þeg- ar ég kom hingað. Áhrifum kenn- ara, foreldra og skólastjórnenda á hvern skóla fyrir sig og þetta kemur fram í frumvarpi til Þjóð- leikhúslaga þar sem gert er ráð fyrir að Þjóðleikhúsið ráði sér sjálft. Ég vii að menningarstofnanir séu þannig, hvort sem um er að ræða Þjóðleikhúsið, Sinfóníuna eða Ríkisútvarpið, að þær ráði sér sjálfar. Það séu tiltekin lög sem þær starfi eftir og að yfir- menn séu ráðnir til takmarkaðs tíma í senn en ekki til eilífðar eins og verið hefur. Þær fái tiltekinn fjárlagaramma til að vinna eftir og ef þær fari út fyrir hann verði það þeirra mál. Ég held að fyrir til dæmis Sinfóníuna sé svona stefna miklu betri, bæði fjárhags- lega og listrænt. Og það er brýnt í stjórnkerfinu í heild að þar eigi sér stað valddreifing, þannig að ráðuneytin hafi sinn fjárlaga- ramma hvert fyrir sig. Þetta þýddi betri fjárhagsstjórn og skynsamlegri kjarasamninga sem hvert ráðuneyti gerði þá fyrir sig. Kvikmyndir borga sig Þú nefndir kvikmyndirnar. Nú hafa þau ánægjulegu tíðindi gerst að við erum orðin aðilar að tveimur alþjóðlegum kvikmynda- sjóðum sem hafa yfir margföldu því fé að ráða er íslenskir kvik- myndagerðarmenn hafa haft að- gang að. Heldurðu að þetta muni leiða til þess að kvikmyndin verði áhrifaríkari í íslenskri menningu en hún hefur verið? Já, og hún verður að vera það. Við verðum að átta okkur á því að íslensk kvikmyndagerð er ein meginforsendan fyrir því að við getum varið íslenska menningu og sótt fram fyrir hana. Mynd- málið tekur stærri og stærri hluta af lífi fólks. Ég er auðvitað mjög ánægður með aðildina að þessum tveimur erlendu sjóðum og á sama hátt er ég óánægður með hvering okkur hefur tekist til með kvikmyndasjóðinn okkar, hann er allt of veikur. Við verðum að auka skilning á því að það þurfi að minnsta kosti að tvöfalda k vikmyndasj óðinn. Þar á að taka inn þætti eins og ríkisábyrgðir, rétt eins og gert er með aðrar útflutningsgreinar. Hvers vegna skyldum við vera að láta kvikmyndagerðarmenn leggja undir fbúðirnar sínar og fjölskyldna sinna á sama tíma og við sýnum skilning þegar vandi kemur upp í hefðbundnum grein- um? Kvikmyndirnar eru nefni- lega líka atvinnugrein og útflutn- ingsatvinnuvegur ef rétt er að hlutunum staðið. Þannig að ég tel að í menntamálaráðuneytinu eigi kvikmyndimar að vera eitt af forgangsverkefnunum. Það hafa þær ekki verið sem skyldi, ekki hjá mér heldur. En þessir erlendu sjóðir hafa vegið upp nokkuð af því sem vantar á hér. Varðandi þessa hluti þá er það stórkostlegur sigur fyrir íslenska menningu sem er að gerast í virð- isaukaskattinum. það er búið að undanþiggja bækur, tónleika, myndlist og nú síðast kvikmyndir og Iistdans frá virðisaukasícatti. Alþýðubandalagið setti sér það mark fyrir kosningar 1987 að það myndi tvöfalda stuðning við ís- lenska menningu kæmist það til áhrifa. Það er ekki nokkur vafi á að niðurfelling virðisaukaskatts af þessum þáttum þýðir meira en tvöföldun á því sem veitt hefur verið til íslenskrar menningar. Vonandi skilar virðisaukaskatt- urinn sér raunverulega til menn- ingarinnar þannig að bækur verði til dæmis ódýrari. Það verður að sjá til þess að einhverjir aðrir hirði ekki þessa peninga. Þú ert nýkominn af landsfundi, ráðherra í ríkisstjórn og fyrrver- andi formaður flokksins og þegar farið var í stjórnina var töluverð andstaða við það í flokknum. Hvernig líður Svavari Gestssyni eftir þennan landsfund inni í þess- ari ríkisstjórn? Betur. Þegar stjórnin var mynduð var fyrst og fremst um einn ásteytingarstein að ræða, að það tókst ekki að fella úr gildi strax lög fyrri stjórnar um bann við kjarasamningum. Við stytt- um að vísu tímann sem verka- lýðshreyfingin var bundin og sá tími rann út snemma á þessu ári. Margt okkar fólk taldi að hér væri um að ræða brot á grundvallaraf- stöðu fyrir flokkinn sem hann mætti eícki vera þátttakandi í. Ég velti þessum málum satt að segja mikið fyrir mér og það sem réð úrslitum um mína afstöðu í þessu efni var ekki síst það, að 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.