Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 20
1 PISTILL Augnablik Ég er eins og gengur áskrifandi að tveimur dagblöðum. Dagarnir byrja á þessu klinki þegar blöðin renna inn um bréfalúguna og andvarpi þegar þau falla á gólfið. En undanfarið hefur hrjáð mig einhver blaðsýking sem hefur aftrað mér frá því að lesa blað að gagni síðan - ég held bara síðan í vor. Ég rétt glansa yfir fyrirsagnir og afhendi svo keflið næsta manni með ásetningi um að athuga málið við tækifæri. En alltaf þegar til kastanna kemur er eins og mér fallist hendur við lesturinn. Fyrir bragðið eiga biöð til að hrannast upp í stafla hjá mér í stað þess að rata boðleið út í tunnu. Oðru hverju geri ég áhlaup að blaðfjallinu og píni mig í gegn um nokkur eintök. En nei - mér finnst ég hreinlega ekki hafa tíma. Mig langar að hafa tímann fyrir eitthvað annað. Hvað? f»að er þessi tími sem við erum alltaf í hraki með. „Ég hef tíma“ mun vera sjaldgæfasta setning á íslensku, alla vegar er „ég hef ekki tíma“ algengust. „Að hafa tíma“ er svo sjaldgæft ástand og fjarlægt að fæstir treysta sér til að ná í skottið á því nema með hjálpartækjum á borð við vímugjafa. Einusinni tókst mér að komast í tæri við þetta ástand utan við alla vímu, m.a.s. undir stýri á bíl, nánar tiltekið á ieiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Ég hafði rokið í hendingskasti til Hafnarfjarðar - ég er búinn að gleyma í hvaða erindagjörðum, en það stóð ákaflega tæpt og engu líkara en umferðin í kring væri þátttakandi í samsæri um að koma í veg fyrir að ég næði tilgangi mín- um. Skrykkjóttur flogaveikisakstur alla leið. Nema þegar ég hef lokið erindi mínu og er á leiðinni heim, þá veiti ég því athygli hvað ég er undarlega samferða sjálfum mér. Upp á himininn er skriðinn fölur máni og sólin athafnar sig eins og Ijósamaður sem er að stilla upp fyrir áhrifa- mikla lokasenu. Hvernig má þetta vera? hugsaði ég. Hvernig getur lífið verið svona tvöfalt í roðinu: sami maður í sama bíl á sömu leið með fárra mínútna bili og samt svo gjörólíkt hugará- stand. Er maður þá bara eins og viðtæki sem getur náð ótal stöðvum og við hliðina á þessari leiðinlegu er önnur eins og hugur manns? Þessi risavöxnu leiktjöld eru þarna allan tímann þótt augnabliksuppfærslur nái ekki máli. Svo sjaldgæf þessi tilfinning að vera í lífinu eins og hönd í hanska, bátur á vatni, hnífur í slíðri, teningur í lófa, karmella í bréfi, hringur á fingri... Augnablikið er iðulega frátekið fyrir eitthvað annað. Lífið er stöðugt í vændum, í bígerð, stendur til bóta, slegið á frest. Augnablikinu er vikið til hliðar fyrirþví sem við vildum hafa gert, það sem við mundum gera - og það sem ER kemst ekki að. Eða þá í mesta lagi að við kröfsum ofan af andránni eins og happaþrennu og erum fljót að henda henni þegar það er enginn vinningur. Var hún kannski með fullt hús matar án þess að við kynnum að taka á móti? Lífið er útsending - spurningin er um bylgjulengd. Þetta er mjög dularfullt, næstum yfirnáttúrulegt, til dæm- is hef ég farið margar ferðir til Hafnarfjarðar frá því ég fékk hugljómunina, en ekki fundið hana aftur. En ég ætla að halda áfram að reyna. Aftur. P.s. Kæru prófarkalesarar, ég óska ykkur gleðijóla og góðæris! Vitaskuld byggir svona yfirlits- bók ekki á frumrannsókn nema að sáralitlu leyti. En það er reynt að vekja áhuga manna á því að bæta við sig m.a. með því að vísa með hverjum kafla í greinar, rit- gerðir og kafla úr bókum, sem til eru á íslensku. Ég flétta því saman við hvað íslendingar hafa verið að hugsa um þessi mál í aldanna rás, og það hefur ekki verið gert áður. Allt frá gullöldinni svonefndu til upplýsingar, þjóðernisvakning- ar, menntafrömuða aldamóta- kynslóðar. En mér fannst ég verða að setja mér þá reglu að nefna ekki til skjalanna núlifandi íslendinga. - Nú er það oft haft fyrír satt að íslendingar séu sagnamenn en litl- ir hugsuðir. Hafa þeir ekki mest fengist við að útlista hugmyndir annarra með alþýðlegum hœtti? - Vissulega er slíkt upplýsinga- starf mjög áberandi fyrr og síðar í íslenskri hugmyndasögu. Menn eru frumlegir þegar þeir skrifa fystu málfræðiritgerðina á tólftu öld. En íslendingar eru oftast að vinna úr því og miðla því sem þeir hafa lært. Nú og síðan verður því ekki á móti mælt, að eftir því sem nær dregur okkar tíma þeim mun erfiðara verður að koma höndum yfir það, hvert er frumlegt fram- lag hvers og eins. En ef ég ætti að Ólafur Jens Pétursson: sá á kvölina....(Ljósm Kristinn) nefna dæmi frá seinni tímum um íslendingar mega ekki vera utan gátta í hugmyndasögu Spjallað við Ólaf Jens Pétursson Hugmyndasaga - freistandi orð að tarna! Einhverntíma hefði forvitinn unglingur þegið með miklum þökkum heila bók um helstu kenningar sem menn hafa fitjað upp á um einstaklinginn og samfélagið, efnið og andann í aldanna röð. En semsagt: bók er komin með þessu nafni, höfund- ur er Ólafur Jens Pétursson og hann er spurður um hana nokk- urra spurninga og þá fyrst að því hvernig slik bók verður til. - Hún verður til í tengslum við kennslu mína í Tækniskólanum. Hugmyndasaga er ein af greinum aðfaranáms í tæknifræði, með henni átti að bjóða upp á aðrar áherslur en í mannkynssögu, reyna að gera mönnum grein fyrir því hvaða sameiginlegur grund- völlur er fyrir ýmsum fræðigrein- um. Þetta vatt smám saman upp á sig, fyrst varð til fjölrit, sem fleiri skólar sýndu áhuga, síðan var bók út gefín í tilraunaskyni 1985 og þá var miðað við fleiri lesend- ur en skólanemendur. Síðan hefí ég verið að umskrifa og bæta fleiri þáttum inn í bókina. ekki síst ýmsu sem upp kemur á okkar öld, þætti um kvennasögu og fleira. - Hvað verður um mannkyns- söguna í svona riti? - Hún er einskonar baksvið, það er ekki endilega gert ráð fyrir því að menn hafi mannkynssögu á hraðbergi, það er reynt að skrifa þannig að þessi bók geti staðið sjálfstætt. - Hver er helsti vandinn við að skrifa slíka bók? - Hann er margskonar. Stund- um kemur á daginn að íslensk orð vantar yfir hugtök, enda þótt maður reyni að byggja sem mest á verkum orðhagra manna sem hafa um heimspekileg efni fjallað á íslensku. Efnið er víðfeðmt og erfítt að ná utan um það, velja hvað á að taka, hverju mætti sleppa. Enda ekki nema von - hér er reynt að fjalla um þróun heimspekinnar, átök trúar og heimspeki, vísinda- og tækni- sögu, stjórnmálakenningar, kenningar um hreyfiöfl sögu- legrar framvindu. Það er svosem af nógu að taka. Maður þarf líka að reyna að forðast það að lenda í einskonar þurrum upptalninga- stíl og ég reyni að gera það með því að stinga inn á milli rækilegar á ákveðnum hugsuðum, gera þeim sæmilega ítarleg skil. merkilegt íslenskt framlag til vís- inda, þá gæti ég vísað á veiru- rannsóknir dr. Björns Sigurðs- sonar á Keldum. Það er skemmtilegt og nauðsynlegt að rekja það hvernig íslendingar hafa hugsað um þessa hluti. Eins þótt vandrataður sé sá meðalvegur þar sem forðast er að láta íslendinga verða utangátta í hugmyndasögunni ellegar þenja hlut þeirra út fyrir alla skynsemi. áb Eymalangir og annaö fólk Nýtt barnaleikrit frumsýnt á Akureyri á ann- an í jólum. Verðlaunasamkeppni um bestu myndina af persónu í leikritinu Leikfélag Akureyrar frum- sýnir nýtt barna- og fjölskyldu- leikrit eftir þær Iðunni og Kristínu Steinsdætur á annan í jólum. Heitir leikritið Eyrna- langir og annað fólk og sannast þar eins og svo oft áður að sá hlær best sem síðast hlær. Tónlistin í verkinu er eftir Ragnhildi Gísla- dóttur og syngja allir leikendur mikið, en þeir eru alls sextán; átta fullorðnir og átta unglingar á aldrinum 12-14 ára. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson. í Eyrnalöngum og öðru fólki segir frá flóttamönnum, börnum og fullorðnum frá eyjunni Se- brakabra, sem setjast upp hjá ís- lenskri fjölskyldu. Spinnast af því margs konar uppákomur og ævintýri, enda eru hinir aðkomnu sérkennilegir útlits og háttalag þeirra annarlegt. Þá koma við sögu lánlausir innbrotsþjófar, Elínóra nágrannakona, hrekkju- svín og fleira gott fólk. í leikritinu er einnig farið til fyrrum heimkynna flóttamannanna, Se- brakabra, en þar er með afbrigð- um litskrúðugt og búa þar margar ljúfar kynjaverur. Leikmynd gerir Hallmundur Kristinsson og Rósberg Snædal búninga og gervi. Meðal leikenda eru Guðrún Þ. Stephensen, Gest- ur Einar Jónasson, Þráinn Karls- son og Sunna Borg, Jóhanna Sara Kristjánsdóttir, Guðmundur Ingi Gunnarsson, Páll Tómas Finns- son og Kristín Jónsdóttir. Sýning- ar verða daglega á milli jóla og nýárs og hefjast kl. 15 alla dag- ana. LA efnir til verðlaunasam- keppni um bestu mynd (teiknaða eða málaða) af einhverjum pers- ónum leikritsins. Er öllum börn- um og unglingum heimil þátttaka en niðurstaða verður kynnt og verðlaun afhent fyrir páska. LG 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.