Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Sala Samvinnubanka Sverrir og Guðjón makka Lúðvík Jósefsson: Spurning hvað fulltrúar Sjálfstœðisflokksins í bankaráði gera íljósi kröfuþingflokks sjálfstæðismanna um ítarlegar upplýsingar um samvinnubankann Síðasti fundur bankaráðs Landsbankans fyrir áramót verður haldinn í dag klukkan 10. Lúðvík Jósefsson bankaráðsmað- ur sagði í gær að hann vissi ekki hvað lægi fyrir fundinum þar sem engin dagskrá hefði verið gefin út og hann vissi þess vegna ekki hvort Sverrir Hermannsson bankastjóri myndi kynna á fund- inum nýjan samning við Sam- bandið um kaup Landsbankans á Samvinnubankanum, eða hvort málið yrði yfirleitt rætt á fundin- um. Hann efaðist þó um að nýr samningur hefði verið gerður. f samtali við Þjóðviljann sagð- ist Lúðvík vita til þess að hreyfing hefði verið á málinu á milli Sverr- is og Guðjóns B Ólafssonar, for- stjóra Sambandsins, um nýtt samkomulag varðandi kaupin á Samvinnubankanum. Lúðvík taldi hins vegar ótrúlegt að hægt yrði að ganga frá málinu á næst- unni og benti í því sambandi á þingsályktunartillögu sem þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á þingi. En þar færi þingflokkurinn fram á að fá ýms- ar veigamiklar upplýsingar um stöðu Samvinnubankans áður en gengið verði frá kaupunum. Það er síðan spurning að mati Lúðvíks hvað fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í bankaráði Lands- bankans gera í ljósi þingsálykt- unar flokksins. Samþykkja þeir hugsanlega kaupsamning án þess að þingflokkurinn fái umbeðnar upplýsingar? „Ég held að Lands- bankinn hafi fengið litlar upplýs- ingar um stöðu einstakra við- skiptamanna Samvinnubank- ans“, sagði Lúðvík. Hins vegar hefði komið fram að ýmsir við- skiptamenn bankans ættu í mikl- um fjárhagslegum erfiðleikum, til að mynda kaupfélögin og aðr- ir. Getgátur um að bókfærðar eignir Samvinnubankans væru vafasamar hefðu einnig reynst réttar. Þess vegna taldi Lúðvík að búast mætti við að samið yrði um lægra kaupverð en fyrst var talað um. Lúðvík sagðist efast um að þeir sem sæktu það sem ákafast að Landsbankinn keypti Samvinnu- bankann, væru búnir að gera nýtt samkomulag við Guðjón B Ól- afsson og þeir sem legðu minni áherslu á kaupin vildu síðan að sjálfsögðu fá að skoða slíkan samning mjög vandlega, þegar og ef hann yrði gerður, áður en þeir samþykktu kaupin. -hmp Bíll Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands var fyrsti bíllinn sem skoðaður var nýju skoðunarstöðinni. Mynd Jim Smart. Bifreiðaskoðun íslands Skoðunarstöð tekin í notkun AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA Ný skoðunarstöð Bifreiðaskoð- unar Islands var formlega tekin í notkun í gær. Skoðunarstöðin er við Hestháls 6-8 í Reykjavík. Með tilkomu stðvarinnar gjörbreytist Þjóðviljinn Helgarblað á morgun Nýtt Helgarblað Þjóðviljans kemur ekki út í dag, föstudag, einsog venja er, heldur seinkar því um einn dag og kemur út á morgun. f blaðinu á morgun verður hið viðburðaríka ár, 1989, gert upp einsog venja er um áramót. Þá mun Seiðskratti blaðsins að venju rýna í framtíðina. -Sáf öll aðstaða til bifreiðaskoðunar og fer hún öll fram innandyra. I stöðinni verður hægt að skoða 400 fólksbfla á dag, auk vörubfla. Skoðunarstöðin mun einkum þjóna höfuðborgarsvæð- inu en þangað er þó hægt að færa til skoðunar bfla af öllu landinu. Húsnæði Bifreiðaskoðunar fs- lands er 1.720 fermetrar að stærð en auk skoðunaraðstöðunnar verða aðalskrifstofur fyrirtækis- ins á staðnum. Þarna eru sex brautir fyrir fólksbfla auk brauta fyrir hemlaskoðun og ein braut er sérstaklega ætluð stórum bflum. Alls munu 13 skoðunarmenn vinna í stöðinni við skoðun bfla. Stærsta nýjungin við stöðina er að skoðunin fer öll fram innan- dyra, notuð eru fullkomin tæki við undirvagnsskoðun og sérstak- ur prófunarbúnaður við hemla- skoðun. Byggingarkostnaður við stöð- ina nemur 160 miljónum króna og tækjakostur 40 miljónum. -Sáf Skák Helgi efstur íslendinga SPARISKIRTEINA RIKISSJCÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1975-1. fl. 10.01.90-10.01.91 kr. 16.941,39 1975-2. fl. 25.01.90-25.01.91 kr. 12.788,51 1976-1. fl. 10.03.90-10.03.91 kr. 12.181,64 1976-2. fl. 25.01.90-25.01.91 kr. 9.308,52 1977-1. fl. 25.03.90-25.03.91 kr. 8.687,95 1978-1. fl. 25.03.90-25.03.91 kr. 5.890,85 1979-1. fl. 25.02.90-25.02.91 kr. 3.895,19 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1981-1 fl. 25.01.90-25.01.91 kr. 1 .633,09 1985-1 fl.A 10.01.90-10.07.90 kr. 386,35 1985-1 fl.B 10.01.90-10.07.90 kr. 275,45** 1985-1 fl.SDR 10.01.90 kr. *★* 1986-1 fl.A 3 ár 10.01.90-10.07.90 kr. 266,29 1986-1 fl.A 4 ár 10.01.90-10.07.90 kr. 281,55 1986-1 fl.B 10.01.90-10.07.90 kr. 203,15** 1987-1 fl.A 2 ár 10.01.90-10.07.90 kr. 213,89 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Helgi Ólafsson, stórmeistari, er efstur Islendinga að elostigum samkvæmt nýjum lista Alþjóða- skáksambandsins. Hann er í 40. sæti með 2575 stig, sem er hæsta stigatala sem Helgi hefur náð. Margeir Pétursson er næst hæstur íslendinga með 2555 elo- stig en hvorki Jóhann Hjartarson né Jón L. Árnason komast á lista yfir 100 stigahæstu skákmenn heimsins. Efstur er heimsmeistarinn Gary Kasparov með 2800 elostig, sem er hæsta stigatala sem nokk- ur skákmaður hefur náð síðan farið var að reikna elostig út. An- atoly Karpov er næstur að stigum með 2730 stig. -Sáf ***Sjáskilmála. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, desember 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS Föstudagur 29. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.