Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 11
BÆKUR í DAG Siiwenn Þekktir evrópskir myndlistarmenn hafa gert Ríkisakademíunnar í Amsterdam, annaðist 3. ndir á 7 hefti Sáðmanna. Pieter Holstein, yfirmaður grafíkdeildar Sáðmenn Islands og Evrópu Steinar Sigurjónsson: Sáðmenn. Vossforlag, Amsterdam, 1989. 208 bls. í 7 heftum. Kápumyndir: Henriette van Egten, Kristján Guðmundsson, Pieter Hol- stein, Douwe Jan Bakker, Dieter Roth, Rúna Þorkelsdóttir, Robin van Harreveld. Dreifing í Evrópu: Boekie-Woekie, Gasthuismolensteg 16, NL-1016 AN, Amsterdam. Dreifing á íslandi: Sáðmenn, Bjarn- arstíg 3, 101 Reykjavík. Allt er einstætt við Steinar Sig- urjónsson og skáldferil hans. Með viðkomu í tónlist og setjara- iðn hrifsaði hann til sín fljótlega nærri óþekkt fræ og sáðkorn af óræktarplöntum í íslensku þjóð- lífi og gróðursetti í bókmenntum. Aðrir höfundar höfðu ekki reynt þetta hérlendis að ráði. Upp- skeran birtist í saltstorknum, vaggandi skáldverkum sem gerðu suma lesendur sjóveika en lyfti huga annarra til nýstárlegra til- verusviða og kennda. Tímamir liðu og nú tilheyra þessi efnistök og uppruni hversdagslegri aðferð íslenskra rithöfunda. Má þó full- yrða að fáa þeirra gmni hver mddi brautina. Steinar hegðar sér í bók- menntunum eins og fram- kvæmdastjóri Vegagerðar ríkis- ins og samgönguráðherra í sömu persónu: Hann borar göt gegnum fjöll, brúar sprænur, opnar les- endum aðgang að nýjum löndum, og hefur hraðað atburð- arás ritlistarinnar í landinu. Öllu þessu umstangi Steinars fylgir náttúrlega dálftið jarðrask og hávaði, sem sumt fólk kann ekki við í fyrstu. Styrkur Steinars hefur alltaf birst í landnemahlutverkinu. Hann hefur verið alveg ófeiminn að ráðast í tilraunir og nýbreytni. Honum væri þetta hins vegar um megn ef hann stæði ekki föstum fótum í bókmenntahefð Evrópu. Allt að því meinlætakennd virð- ing fyrir listinni rær svo undir og baktryggir verkin enn frekar. Af þessum sökum sem hér vom taldar er maður ævinlega í góðum höndum sem lesandi Steinars, þótt blaðsíðurnar skelli manni sitt á hvað við fyrstu sýn. Hann gerir kröfur til lesandans, er ráðríkur höfundur og ætlast til að við gefum okkur á vald um- hverfi og straumum verksins sjálfs. Með tímanum hafa líka skýrst gmndvallarþættir verka Steinars: Ástríður manna, snert- ing við nánasta umhverfi og að- stæður, gmndvallarþættir sam- ræðna og viðskipta. Sáðmenn eru gefnir út í Hotlandi. Útgefandinn, Jan Voss til vinstri, höfundurinn Steinar Sigurjónsson til hægri. í því verki Steinars sem út kom í Amsterdam á ofanverðu árinu 1989 og heitir Sáðmenn heldur áfram sú skírsla samræðunnar um hinstu rök sem höfundurinn hef- ur efnt til í verkum undanfarins áratugar. Það liggur við að þau séu nauðsynlegur formáli sam- ræðnanna í Sáðmönnum. Það er alþjóðlegt svipbragð að fólki og umræðum í Sáðmönnum, en íslendingar ráða ferðinni. En kappar sögunnar em þó „svo ó- líkir íslendingum yfirleitt, að við erum í allt öðmm heimi“, eins og þar segir. Bertarnir em skil- greindir svona: „Hábert er ann- ars af enskum eða amerískum stofni, Gilbert fætt ástarbam og kom undir á hernámsárunum og við Herbert af uppmna sem mað- ur botnar lítið í.“ Það er mikið fjallað um flug og prentsmiðjur í Sáðmönnum. Frelsi og draumar flugsins em andstæður við þyngd og jarð- bindingu útgáfutækjanna á jörðu niðri. Stjórnmálin fá á snúðinn: „Þrátt fyrir endalausar ræður er vitað mál að gamall kommi er eins og nýtt íhald, en nýr kommi er ávallt rifinn, lúsugur og ekki í húsum hæfur.“ Nafngiftir söguhetjanna em líka umhugsunarefni. Bertamir vom áður nefndir, en þarna em líka Sky High, Flower, Fírbolg, Óna og Baróninn, svo dæmi séu tekin. Sífellt er varpað fram spumingum en svörin eru oftast ráðgátur. Allir era í nálum um að snúið verði út úr fyrir sér. í Sáðmönnum er fjallað um vit- undarástand og raunvemleika- skyn. Og ekki alltaf á sama tungumáli. Óna hefur orðið: „Guð“, sagði hún á geh'sku við Kate, kvemig á maður að skilja þraglið í þessum karlmönnum sem verða fullir!“ Og einna Bert- anna lýsir notkunarmöguleikum áfengis á þennan hátt: „...maður fer í flug, því hjartað á til að verða dapurt. Svo maður verður að fá sitt á móti níðslegum þúnga lífs- ins. Maðurhlóíviski,fyrstíviski, síðan gini, því það er hreinna, en vodka að lokum, því það er tær- ara en nokkurt annað vín...“ En áfengið hefur sínar dökku hliðar: „...maður ætti helst ekki að vera fullur á flugi“. Þetta sagði Hábert og var þá að fara á loft með þrjár flöskur af vodka.“ Hassið fær sinn dóm: „Vísinda- skáldsagan syndir um himnana einsog hassið til að losna við að hugsa, og svo á Flower að fara að passa þetta lið, sem kemur hing- að í sparifötum til að mæla og reikna. Ég kann betur við heiðar- lega og blátt áfram heimsku- ...hassið lætur þá kvísla af kurt- eisi og hreiræktuðum vánka.“ Lýsing á ritverkinu Sáð- mönnum er nánast dæmd til að mistakast. Það er byggt upp svip- að og tónverk, en heldur efnis- kennd málverksins og ilmi mat- argerðarlistarinnar. Ritverkið Sáðmenn hefur hlotið þau örlög, fyrst íslenskra bóka, að vera gefin út í öðm landi. Höfundurinn er lang- þreyttur á tómlæti íslenskra út- gefenda og hefur því ríka ástæðu til að fagna innan á fyrstu kápu- síðu: „Það er marktækt fólk þama í Amsterdam og svo virðist sem maður þurfi ekki að eiga við neina sauði þar, vill höfundur meina.“ Þekktir myndlistarmenn frá Þýskalandi, Hollandi og íslandi hafa gert kápumyndir á þessi 7 hefti Sáðmanna, sem koma í lag- legri öskju og seljast á 1400 krón- ur. Benda má ferðamönnum til Amsterdam á að söluaðilinn þar, bókaútgáfan og verslunin Bookie-Wookie (,,bökí-vökí“) er rétt við Pulitzer-hótelið sem margir íslendingar gista á, eða milli þess og Dam-torgsins. ÓHT þlÓÐVILIINN FYRIR 50 ÁRUM Stórkostlegir landskjálftar í Tyrklandi. Talið að 6000- 8000 manns hafi farizt. T ugir þúsunda manna heimilis- lausir. Varað við einræðis- brölti menntamálaráðs. Þjóð- kunnir menntamenn skrifa Al- þingi aðvörunarbréf. Tíðinda- lítiðfrá Finnlandi. ítalskir, sænskir og danskir hermenn flykkjast til liðs við Ryti- 29. desember föstudagur. 363. dagurárs- ins. Tómasmessa. Sólarupp- rás í Reykjavík kl. 11.21 - sólarlagkl. 15.38. stjórnina. Þjóðstjórnarliðið neitar útvarpi á eldhúsum- ræðum. DAGBÓK APÓTEK Rey kjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavlkuna 22.-28. des. er í Háaleitis Apóteki og Vesturbæjar Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10frídaga). Síðarnefnda apótekiðer opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN ’ Reykjavík simi 1 11 66 Kópavogur...........simi 4 12 00 Seltj.nes...........sími 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...........sími 1 11 00 Kópavogur...........sími 1 11 00 Seltj.nes...........sími 1 11 00 Hafnarfj............sími 5 11 00 Garðabær............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrlr Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sim- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- allnn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftallnn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-T8, og eftir samkomulagi. Fæðlngardelld Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadelld Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdelld Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Hellbuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. LandakotsspftalLallá daga 15-16 og 18.30-19. Barnadelld: , heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalirui: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmánnaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félaglðÁlandi 13. Opið virkadagafrá kl. 8-17. Síminner 688620. Kvennaráðgjötln Hlaövarpanum Vestpr- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beintsamband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráögjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Sfminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns-oghitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í sima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opiðhús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á 1 fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið I síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Sala Bandaríkjadollar........... 61.63000 Sterlingspund............... 99.40900 Kanadadollar................ 53.20700 Dönsk króna................ 9.20190 Norsk króna.................. 9.27600 Sænskkróna................... 9.87030 .Finnsktmark................ 15.09610 Franskurfranki.............. 10.47640 Belgiskurfranki.............. 1.70110 Svissneskur franki.......... 39.60290 Hollenskt gyllini.......... 31.67740 Vesturþýsktmark............. 35.76900 Itölsklira................... 0.04792 Austurriskur sch............. 5.07850 Portúg. Escudo............... 0.40720 Spánskurpeseti............... 0.55560 Japansktyen.................. 0.42910 (rsktpund.................... 94.2630 KROSSGÁTA ■ II 11 U'' ■ ■ y ■ ... m 1 n~ 1 ■ Lárétt: 1 kona4fitu- skán6espa7 Ián9 endaði12bát14undir- förul 15sefa16odda- nna 19 yndi 20 gagns- laus Lóðrétt: 2 nudda 3 naumu 4 skemmtun 5 hv(ldu7slær8blikk10 peningana 11 mögla 13uppistaöa17bjálfi 18eyktarmark Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 svöl 4 sorg 6 ! ætt 7 kast 9 opin 12 villa 14agi15tóg16nakta 19 töng 20 æðra 21 angri ' Lóðrétt: 2 vfa 3 læti 4 I stól 5 rói 7 klatti 8 <svinna10pataði11 negrar13lík17agn18 tær Föstudagur 29. desomber 1989IPJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.