Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 5
Vinstrimenn og umheimurinn Einar Heimisson skrifar Árni Bergmann ritstjóri skrifar leiðara í Þjóðviljann miðviku- daginn 20. desember síðastliðinn undir fyrirsögninni „Alþýðu- bandalagið og umheimurinn". Þar gerir ritstjórinn athuga- semdir við skoðun, sem birst hafði í desemberhefti tímaritsins Þjóðlífs. Sú grein skal ekki rakin hér heldur vísað til viðkomandi blaðs. Hins vegar er nauðsynlegt að gera fullyrðingar ritstjóra Þjóðviljans um flokk sinn og híutverk hans í samtímanum að umtalsefni hér. Hann segir meðal annars: „í raun og veru hefur obbinn af Alþýðubandalaginu gengið í gegnum langt og drjúgt breytingaskeið, þar sem viðleitni til að réttlæta flokksræðið í Austur-Evrópu hefur fyrir löngu snúist í gagnrýni á grundvallar- atriði stjórnarhátta þar um slóð- ir.“ Þetta er mjög athyglisverð söguskoðun ritstjóra Þjóðviljans og er rétt að huga að henni nánar. Til að sanna að Alþýðubandalag- ið sé ekki „steingervingur" í sam- skiptum við útlönd nefnir rit- stjórinn til að flokkurinn sé hætt- ur að „réttlæta flokksræðið í Austur-Evrópu“. Ekki má gleyma því að Al- þýðubandalagið er ungur flokkur og var ekki stofnað fýrr en 1956, sama ár og bryndrekar Sovétríkj- anna börðu niður frjálsræðisöfl í Ungverjalandi. Það minnir okk- ur á þá staðreynd að frá upphafi var það ein ógæfa íslenskra vinstrimanna að öfl innan Al- þýðubandalagsins voru í litlum tengslum við umheiminn. Innan flokks, sem ekki var stofnaður fyrr en 1956, bar þannig enn á réttlætingu á alræði kommúnista í Austur-Evrópu! Slík réttlæting á yfirgangi Sovétríkjanna er um margt séríslenskt fyrirbæri á vinstrivæng stjórnmála og dapur- legur vitnisburður um það að stjórnmálasaga íslands hefur ver- ið með öðrum hætti en víðast annars staðar í Vestur-Evrópu. Þær meginkvíslir til vinstri og hægri, sem víðast hvar hafa orðið til í vestur-evrópskum stjórnmál- um, hafa ekki verið til hér. í sam- ræmi við það er Alþýðubandalag- ið séríslenskt fyrirbæri. Eftir Vorið í Prag 1968 voru austur- Alþýðubandalagsins, að ritstjóri Þjóðviljans skuli kjósa að nota fyrrnefnt dæmi til að sanna að það sé ekki „steingervingur"! Skortur á tengslum við umheiminn Kreddur þær, sem réðu ríkjum í Alþýðubandalaginu, og ritstjór- mistökum, sem meðal annars stöfuðu af skorti á tengslum við umheiminn. Evrópubandalagið Ritstjóri Þjóðviljans virðist hafa áhyggiur af því hvernig sam- skiptum Islands við Evrópu- bandalagið verði háttað. Undir- . .frá upphafi var það ein ógœfa ís- lenskra vinstrimanna að öfl innan Al- þýðubandalagsins voru í litlum tengslum við umheiminn. “ evrópskir kommúnistar enn „vin- ir“ leiðtoga í Alþýðubandalag- inu. Fram undir 1970 stunduðu ýmsir leiðtogar þess flokks vin- áttuheimsóknir til kommúnista- flokka í Austur-Evrópu og það ár fór t.d. sendinefnd flokksins í vináttuheimsókn til Rúmeníu. Einn þeirra, sem tók þátt í þeirri ferð, lýsti því yfír að viðræður við þarlenda kommúnista hefðu far- ið fram í „mestu vinsemd“ enda hefðu „rúmensku félagarnir" haft „svör á reiðum höndum“. Það er séríslenskt fyrirbæri, sem tæpast á sér hliðstæður í Vestur-Evrópu, að leiðtogar svo stórs vinstriflokks skuli hafa farið í vináttuheimsóknir til austur- evrópskra Kommúnistaflokka fram undir 1970. Það minnir okk- ur á það að saga Alþýðubanda- lagsins er saga um ótrúlegar kreddur, sem haldið var í lengi. Dapurleg saga. Og kannski segir það allt, sem segja þarf um sögu inn nefnir voru hörmulegt dæmi um skort á tengslum við umheim- inn. Það er því merkileg tilviljun að þessi fullyrðing ritstjórans skuli koma fram í leiðara, sem einmitt ber heitið „Alþýðu- bandalagið og umheimurinn“. Minnumst þess að á nýlegum landsfundi Alþýðubandalagsins komu til dæmis fram hugmyndir um að flokkurinn gengi til liðs við Alþjóðasamtök jafnaðarmanna. Það ætti flokkurinn skilyrðislaust að gera, einmitt til að auka tengsl sín við umheiminn og kynnast frjórri umræðu vinstrimanna í öðrum löndum. Auk þess yrði það skref í þá átt að sameina ís- lenska vinstrimenn á ný undir nú- tímalegum formerkjum ef báðir íslensku jafnaðarmannaflokk- arnir væru aðilar að þessum sam- tökum. Fráleitt er að íslenskir vinstrimenn súpi enn seyðið af meira en hálfrar aldar gömlum mistökum stjórnmálaleiðtoga, ritaður hefur einnig áhyggjur af þeim samskiptum. Árið 1992 nálgast stöðugt og mikilvægt er að ríkisstjómin athugi hratt og skilmerkilega hvort lslendingar geti þá enn staðið utan við þetta bandalag. Því má ekki gleyma að íslendingar era smáþjóð og hafa sáralítil áhrif á framvindu mála í eigin heimsálfu. Smáþjóðir hafa ekki efni á því að múra sig af og taka ekki þátt í framvindu mála á alþjóðavettvangi. Það er fullkomið ábyrgðarleysi, sem í því felst hjá ritstjóra Þjóðviljans, að afskrifa Evrópubandalagið sem „eitthvert yfirþjóðlegt app- arat“, sem íslendingum sé hollast að standa utan við. Evrópu- bandalagið er óefað áhrifamesta stofnun í okkar heimsálfu og myndar strauma á alþjóðvett- vangi, sem illt getur verið fyrir smáþjóð að ætla sér að stríða gegn. íslendingar verða að gaum- gæfa vel hvort sjálfstæði þjóðar- 1990 innar sé betur varðveitt með því að standa innan bandalagsins og hafa þar áhrif ellegar kjósa það áhrifaleysi, sem því fylgir að standa utan við það. Það er því fullkomið ábyrgðarleysi hjá rit- stjóra Þjóðviljans að tala um að aðild íslendinga að Evrópu- bandalaginu þýði að vald yfir kaupstöðum á íslandi sé flutt til „skriffinna í Briissel ellegar norðurþýskrar fiskiðnaðarsam- steypu." Hvernig á ritstjóri Þjóð- viljans að geta komið með slíkar fullyrðingar á þessu stigi málsins? Það er hlutverk ríkisstjórnarinn- ar að leggja mat á hugsanlega að- ild íslands að Evrópubanda- laginu. Flokkur ritstjóra Þjóð- viljans á aðild að þeirri stjóm og hefur full tök á að taka þátt í því mati. Ritstjóri Þjóðviljans ætti að bíða með slík skrif þar til ríkis- stjórnin hefur komist að niður- stöðu. Brýnt er hins vegar að minna ríkisstjórnina á nauðsyn þess að hraða umfjöllun um mál- ið svo grundvöllur sé fenginn til að taka til þess afstöðu. Það er mjög brýnt mál að ís- lendingar gaumgæfi afstöðu sína til Evrópubandalagsins nú þegar miklar breytingar standa fyrir dyrum í álfunni. Það verður einn vitnisburðurinn um tengsl ís- lenskra stjómmálamanna við umheiminn hvernig til tekst í því að stýra þjóðinni gegnum fyrir- sjáanlegt uppgjör í Evrópu á næstu árum. Einangrun og tengslaleysi eru hlutir, sem reynst geta raunverulegu sjálfstæði smá- þjóða dýrir. Við skulum því vona að skortur á sambandi við umheim- inn hái ekki íslenskum vinstri- mönnum þegar árið 1990 gengur í garð. Einar Heimisson er háskólanemi og rithöfundur í Freiburg í Vestur- Þýskalandi. Þessi skrif, á blað fest í tilefni greinar sem Ólafur H. Torfason reit í Þjóðviljann á fullveldisdaginn, í byrjun fyrstu helgar Aðventunnar, eru ekki ættuð sunnan af Mallorca, þó svo veðráttan nyrðra þá daga hafi meira verið í ætt við veðráttu þar, en það sem veðurguðirnir á ís- lenskum skammdegisdögum eru vanir að reiða fram. En íslenski Vetrarmúrinn er til staðar samt, þrátt fyrir Mallorcatíðarfarið, og á hann er þetta ritað. Samlíking Ólafs við Austur- Þýskaland, þegar rætt er um Ak- ureyri og Reykjavík, og öll sam- skipti þessara póla, er að mörgu leyti alls ekki svo vitlaus. Vissu- lega má segja, að á milli þessara staða hafi verið byggður upp einskonar „Vetrarmúr", að sönnu mestmegnis huglægur, en að mörgu leyti einnig áþreifan- legur, jafnvel sjáanlegur. Vissu- lega eiga akureyrsk þröngsýni, slen og minnimáttarkennd sinn þátt í byggingu hans. En því mið- ur verður það nú að segjast, að þeir eru líka til í honum, þó nokk- uð margir steinarnir sem ættaðir eru að sunnan. Dæmi um slíka steina eru auðvitað samgöngumálin. Vitan- lega kemur það nokkuð oft fyrir einkum á vetrum, að vegir lokast, og flugvélar fá ekki brottfarar- leyfi sakir veðurs (enda að sjálf- sögðu glæpsamlegt að senda fólk, Skrifað á Vetrarmúrinn Reynir Antonsson skrifar jafnvel út í opinn dauðann með einhverju dirfskuflugi). En þó svo nú flugvélarnar komist á loft er ekki þar með sagt, að allt sé búið. Það er nefnilega svo hrika- tveggja nái að takast. Hér verða stjórnvöld að koma til með breytta stýringu á fjármagni, og vitaskuld geta Akureyringar heldur ekki beðið þess í heil þrjú tagi. Vissulega hljómar tungutak Norðlendinga framandi í eyrum aðkomumannsins. En honum til nokkurrar hugarhægðar skal hér þess getið, að höfundur þessarar „Það er nefnilega svo hrikalega dýrt að fljúga, að ekki erfært venjulegum láglaunaþrœlum nema brýna nauðsyn beri til. “ lega dýrt að fljúga, að ekki er fært venjulegum láglaunaþrælum nema brýna nauðsyn beri til. Alkunnug staðreynd er, að Ak- ureyri hefur lengi verið meðal mestu láglaunasvæða þessa lands, sem svo aftur hefur meðal annars átt þátt í þeim gífurlega atgervisflótta sem þessi bær hefur mátt búa við. Þessir þættir, fjármagnsvöntun, sem leiðir af sér óþolandi launamisrétti, og alltof dýrar og óhagkvæmar sam- göngur, eiga meiri þátt í því en margur hyggur, að koma í veg fyrir að nauðsynlegur skilningur og samvinna milli pólanna ár, að einokun Harðar Sigur- gestssonar, Indriða Pálssonar og alls þessa reykvíska slektis á fluginu til bæjarins verði rofin. Gagnkvæmir fordómar Það er ef til vill ofsögum sagt, að þær aðstæður sem hér að fram- an hafa verið nefndar, hafi stuðl- að að því að í landinu hafi mynd- ast tvær þjóðir, Norður- og Suður-íslendingar, en vissulega hafa þær átt sinn þátt í því að skapa margskonar gagnkvæma fordóma og misskilning af ýmsu greinar þekkir dæmi um böm frá Akureyri sem fengu einskonar „kúltúrsjokk“ þegar þau fluttust til Suðurnesja, vegna þess máls sem þar er talað, að ekki sé nú minnst á mjólkurfernumar frá Samsölunni sem Norðlendingar vona að þeir verði sem allra lengst vemdaðir fyrir. Vel má vera, að Akureyringar séu fullir metnaðar, til að mynda fyrir hönd íþróttamanna sinna, en varlá getur nú slíkúr metnaður nú talist eitthvað sérakureyrskt fyrirbæri. Það vom til að mynda ekki neitt frekar Akureyringar sem stormuðu til Parísar til að komast á eins eða tveggja daga fyllirí útá framgöngu íslenska handboltalandsliðsins, þá það afrekaði að halda sér í hliðstæðu sæti og á síðustu Ólympíuleikum. Það kann að vera að KA- mönnum þyki það mikilsvert að leggja KR. Sem gamall Þorpari verður maður nú samt að segja, að hámark sælu þeirra er þó þeg- ar Þór er að velli lagður (og vitan- lega gagnkvæmt), þó svo að báðir hafi á síðastliðnu keppnistímabili staðið saman, í og með til að bæði liðin yrðu áfram í 1. deildinni, til að geta att kappi saman, að sjálf- sögðu. Ekki minnist sá er þetta ritar þess að hafa lent í því að drekka kaffi með Akureyringum, þar sem öll umræða yfir kaffibollan- um snerist um kartöflur, en dæmi slíks kunna að sjálfsögðu að finn- ast. Hins vegar minnist hann þess að hafa oftar en einu sinni dmkk- ið kaffi með Reykvíkingum þar sem öll umræðan yfir kaffinu hef- ur snúist um bemskubrek, hvort heldur var „vestur í bæ“, eða „uppi í hlíðum", á kaffihúsum á Akureyri eða jafnvel í útlöndum. Og svo sem hlutfallsreglan góða býður, þá er nú þessi „bem- skubrekssaga Reykjavíkur“ ekki bara hvimleitt kaffikjaftæði eins og akureyrska kartöfluumræðan, heldur virt bókmenntagrein. Reynir Antonsson er stjómmálafræð- ingur og pistlahöfundur á Akureyri. Föstudagur 29. desember 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.