Þjóðviljinn - 03.01.1990, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 3. janúar 1990 1. tölublað 55. árgangur
Virðisauki
Matur á
að lækka
Virðisaukaskatturinn hefur leyst söluskattinn
af hólmi.
Sama verð - stundum lœgra
Um áramótin leysti virðis-
aukaskatturinn söluskattinn
af hólmi og því eiga þær vörur
sem áður voru með 25% söluskatt
að lækka um 0,4% þar sem þær
bera nú 24,5% virðisaukaskatt.
Þá lækka einnig í verði mjólk,
kindakjöt, fískur og íslenskt
grænmeti sem bera aðeins ígildi
14% virðisaukaskatts sökum
sérstakra endurgreiðslna sem
það eiga að tryggja.
í gær lækkaði mjólkurlítrinn í
verði um 8,8% eða úr 71,70 í
65,40 krónur. Pó verður einhver
minni verðlækkun á unnum
mjólkurvörum og lækka til dæmis
smjör og ostar aðeins um 0,4%.
Þá lækkar verð á kindakjöti í
heilum og hálfum skrokkum frá
afurðastöðvum um 8% og kostar
kílóið því 422 krónur í stað
462,30. Að hinu leytinu er álagn-
ing frjáls á unnum kjötvörum ss.
á lambalærum, hrygg, kótelett-
um og súpukjöti svo eitthvað sé
nefnt. Hið sama á við innlenda
grænmetið og allan fisk. Af þeim
sökum veltur það á smásöluaðil-
um, verðskyni og aðhaldi al-
mennings hversu mikið þessar
lækkanir skila sér til almennings.
Af þeim sökum hafa fjármála-
ráðuneytið og viðskiptaráðu-
neytið ráðist í átak til að kynna
almenn áhrif skattbreytingarinn-
ar á verðlag fyrir neytendum og
kaupmönnum til að efna til sam-
stöðu í þjóðfélaginu um að lækk-
unaráhrif breytingarinnar skili
sér í vöruverði. Kjörorð þess
kynningarátaks er „Sama verð -
stundum.lægra“ og annast Verð-
lagsstofnun sérstakt aðhald í
þessum efnum á næstu vikum.
Fjölmenn samtök launamanna
og neytenda hafa komið til liðs og
bent félagsmönnum sínum og
öllum almenningi á að vera á
varðbergi í verðlagsmálum.
En það voru ekki aðeins mat-
væli sem lækkuðu í verði í gær
sökum skattkerfisbreytingarinn-
ar heldur var einnig brotið blað í
sögu Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins sem lækkaði vörur sínar
sem nemur mismuninum á því
skatthlutfalli sem er í virðis-
aukaskattinum og því sem var í
söluskattinum eða um 0,4%.
-grh
Lítrinn af blýlausu bensíni lækkaði í verði í gær vegna gildistöku virðisaukaskatts um áramótin úr 49,90
krónum í 49,20. Þá lækkaði verð á 98 oktan bensínlítrinn úr 54,10 krónum í 53,60. Mynd: Kristinn.
Akureyri
Gætum ekki bjargað forsetasvítunni
Vöntun á körfubíl olli SlökkviliðiAkureyrar miklum erfiðleikum við að ráða niðurlögum eldsins
íKrossanesverksmiðjunni. Tjónið talið geta numið hundruðum miljóna króna
etta var óbærileg líðan að geta
ekkert aðhafst vegna hæðar-
innar og af þeim sökum vorum
við hálf lémagna til að byrja með
þegar við komurn á staðinn. Ég
veit ekki hvort Krossanesbruninn
verður til þess að við fáum körfu-
bfl en hitt veit ég að það eru nokk-
ur hús í bænum sem við getum
ekki komið til bjargar að
óbreyttum tækjakosti og meðal
þeirra eru efstu hæðir hótels
KEA. Þar gætum við ekki svo
dæmi sé tekið bjargað þeim sem
gista í forsetasvítunni, sagði Tóm-
as Búi Böðvarsson slökkviliðs-
stjóri á Akureyri.
í gær var byrjað að meta þær
skemmdir sem hlutust af þegar
Krossanesverksmiðjan eyðilagð-
ist mikið í eldsvoða snemma á
gamlársdag og er giskað á að
tjónið hlaupi á hundruðum milj-
óna króna. Eldsupptök voru enn
ókunn í gær en þó eru taldar líkur
á að eldurinn hafi kviknað út frá
olíubrennara verksmiðjunnar.
Eitthvað að tækjakosti hennar
mun hafa sloppið frá skemmdum
en algjör óvissa ríkir þó nyrðra
hvort og hvenær hægt verður að
hefja þar vinnslu á nýjan leik.
Eins og aðrar loðnuverksmiðjur
varð Krossanesverksmiðjan fyrir
töluverðu tekjutapi söicum lé-
legrar haustvertíðar og af þeim
sökum var öllum starfsmönnum
hennar sagt upp á Þorláksmessu
og áttu uppsagnimar að taka gildi
að vertíð Íokinni í vor. Þá höfðu
nýlega verið gerðar umtalsverðar
endurbætur á húsakosti verk-
smiðjunnar sem og á tækjabún-
aði hennar.
Við slökkvistarfið, sem miðað
við aðstæður gekk greiðlega,
vakti það hins vegar mikla athygli
hversu vanbúið Slökkvilið Akur-
eyrar er að tækjum til að ráðast
að niðurlögum elds sem er í yfir
10 metra hæð þar sem það á ekki
körfu- né stigabíl. Að sögn Tóm-
asar Búa gat slökkviliðið af þeim
sökum ekki ráðist að eldinum þar
Nei, okkar samningamál eru í
biðstöðu um þessar mundir.
Við skoðum einsog aðrir leiðir til
að halda útgjöldum heimila niðri
og eftir það munum við meta tekj-
uhlið samninganna, þe. launa-
hækkanir og kauptryggingar,
sagði Ögmundur Jónasson for-
maður BSRB aðspurður um
hvort eitthvað miðaði í sam-
sem hann logaði glatt í tumi
Krossanesverksmiðjunnar sem
er 26 metra hár, fyrr en hann var
kominn mun neðar. Tómas sagði
það ekkert vafamál að ef körfu-
bfls hefði notið við hefðu þeir get-
komulagsátt í viðræðum við
samninganefnd rfldsins, en samn-
ingar hafa nú verið lausir í rúman
mánuð.
Enginn fundur hefur verið
haldinn í deilunni um hríð og hef-
ur samninganefnd ríkisins ekki
koriúð saman nýlega. ögmundur
sagði BSRB hafa tahð ráðlegt að
að ráðist að eldinum mun fyrr og
þá væntanlega getað að einhverju
leyti komið í veg fyrir að tjónið
yrði eins mikið og raun virðist
benda til að það muni verða.
semja til skemmri tima á meðan
nauðsynleg vinna yrði unnin til
að undirbúa lengri samning. „En
gekk ekki vegna taugaveiklunar í
ríkisstjóminni. Engu að síður
þarf að vinna þessa vinnu og því
hafa aðildarfélögin málin í sínum
höndum,“ sagði ögmundur enn-
fremur.
-þóm
-grh
BSRB
Samningamál í biðstöðu