Þjóðviljinn - 03.01.1990, Side 3
FRETTIR
Bœkur
Alusuisse
gegnumlýst
Sérstakur kafli um
ÍSAL
Ut er komin hjá Limmat-
útgáfunni í Zúrich afar gagnrýnin
bók um svissneska álfélagið AIu-
suisse. Nefnist hún á þýskunni
„Silbersonne am Horizont - AL-
ÚSUISSE - Eine Schweizer Kol-
onialgeschichte“, eða SUfursólin
við sjóndeUdarhring, ALUSU-
ISSE, svissnesk nýlendusaga.
6 höfundar leggja saman í rit-
inu, 4 Svisslendingar, Ástralíu-
maður og fslendingurinn Elías
Davíðsson, skólastjóri Tónlistar-
skólans í Ólafsvík, en hann hefur
mikið fjallað um málefni Alusu-
isse og ÍSAL á opinberum vett-
vangi. Tilefni bókarinnar er 100
ára afmæli auðhringsins. í bók-
inni er leitast við að sýna hvernig
atvinnufyrirtæki sem starfar í
skjóli hlutleysis Sviss, hefurgrætt
feiknarlega á efnahagskreppum
og styrjöldum, til gagns fyrir hlut-
hafa og yfirmenn. Brugðið er
ljósi á það hvemig Sviss, sem
aldrei hefur átt nýlendur, fann
upp þá nýlendustefnu einka-
rekstrarins sem arðrænir tillits-
laust fólk og náttúru, eins og segir
á bókarkápu.
Ritstjóri bókarinnar, Toya
Maissen, segir að svissnesk skóla-
börn læri ekki um Alusuisse í
sögukennslunni og úr því þurfi að
bæta. Saga fyrirtækisins sé afar
gagnleg til að skilja hvernig ný-
lendustefnan breyttist. Allt er
Ieyfilegt ef það er í þágu gróðans.
í bókinni er líka þungur áfellis-
dómur um framkomu Sviss
gagnvart íbúum annarra ríkja.
Sagt er að iðnaðarforstjórar Sviss
beiti sér erlendis fyrir margs kon-
ar aðferðum og framkvæmdum
sem eru harðbannaðar í Sviss.
Orðrétt segir í formálanum:
„Sjóræningastarfsemi Alusuisse
teygir sig frá Ástralíu til íslands."
Fullyrt er að Alusuisse hafi staðið
óheiðarlega að samningum og
mengun verið þeim léttvægt mál.
Bundnar séu þó vissar vonir við
þá ungu menn sem nú hafi verið
settir við stjórnvöl Alusuisse.
Þeir hafi hreinsað til í óhroðanum
eftir fyrri stjómendur á ytra
borðinu, en á næstu ámm muni
sjást hvort þeim tekst að hreinsa
það hugarfar sem hefur legið að
baki framkvæmdum og aðferðum
Alusuisse hingað til.
ÓHT
Happdrœtti
Sjálfsbjargar
Vinningar
Dregið var í happdrætti Sjálfs-
bjargar 1989, 23. desember sl.
Fyrsti vinningur, Toyota 4 Runn-
er að verðmæti kr. 2.340.000
kom á miða nr. 69442.
5 bifreiðar Toyota Corolla,
hver að verðmæti kr. 716 þúsund,
komu á miða nr. 259, 13698,
31127, 96825 og 100215.
Þá vom dregnir út 59 ferða-
eða skartgripavinningar að eigin
vali fyrir kr. 100 þúsund hver:
2114, 3335, 4673, 5252, 6213,
7567, 15643, 18827, 19571,
25638, 28773, 35287, 36892,
38300, 39170, 40181, 44929,
46392, 47824, 51139, 51473,
51800, 62804, 62896, 67324,
71136, 72486, 77413, 79702,
80624, 82092, 82720, 87310,
88179, 90736, 91714, 91922,
95327, 96353, 98161, 100140,
100379, 102561, 111973, 113593,
113952, 114415, 114938, 115500,
116274, 122442, 123059, 123191,
124314, 128158, 135459, 137453,
137577, 139949.
Á hverju ári undanfarin 6 ár, 1984-1989 hefur fólki fjölgað meira á höfuðborgarsvæðinu en sem nemur heildarfjölgun landsmanna því bein
fækkun varð í öðrum landshlutum samanlögðum um alls 1.140 manns.
Enn fækkar á landsbyggðinni
Svo virðist sem ekkert lát hafi
verið á fólksflutningum frá
landsbyggðinni á síðasta ári til
höfuðborgarsvæðisins sem og
undanfarin 6 ár. Af einstökum
stöðum fjölgaði íbúum mest í
Bessastaðahreppi eða um 6,1%
en hins vegar fækkaði íbúum
mest á Flateyri eða um 12%. Þar
eru nú 161 færra en þegar flest
var á árunum 1936 og 1963 og þar
hafa ekki færri búið síðan árið
1927. Þessar upplýsingar koma
fram í bráðabirgðatölum Hag-
stofu Islands um mannfjölda á
landinu þann 1. desember árið
1989.
Samkvæmt þeim var heildar-
mannfjöldi á landinu öllu 253.482
og þar af voru karlar ívið fleiri en
konur eða 127.301 á móti
126.181. Fjölgunin á árinu nemur
því 1.792 íbúum eða 0,71%. Að
mati Hagstofunnar er þetta miklu
minni fjölgun en varð árið 1988
en þá nam hún um 4.333 manns
eða 1,75%. Áður hafði hlutfalls-
leg fjölgun aldrei orðið meiri síð-
an árið 1965. Á nýliðnu ári varð
minni fjölgin en flesta undan-
farna 7 áratugi. Á því tímabili
varð minnst fjölgun árið 1970 eða
0,56% og varð hún aðeins 0,6%-
0,7% árin 1937,1941, 1969, 1977
og 1985.
Að vísu liggja ekki fyrir ná-
kvæmar tölur um breytingar
mannfjöldans á síðasta ári en svo
virðist sem tala brottfluttra frá
landinu hafi orðið um 1.100 hærri
en aðfluttra en tala fæddra um
2.800-2.900 hærri en tala dáinna.
Lifandi fædd böm í fyrra em talin
vera um 4.600 og 1.750 manns
hafi látist. Til landsins fluttu um
2.700 manns en frá því um 3.800.
Á síðasta áratug einkenndi það
fólksfjölgunina að hún varð
mestöll á höfuðborgarsvæðinu
það er í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjarnamesi, Bessastaða-
hreppi, Garðabæ, Hafnarfirði,
Mosfellsbæ, Kjalarneshreppi,
Kjósarhreppi og á Suðurnesjum.
Á hverju ári undanfarin sex ár,
1984-1989, hefur fólki fjölgað
meira þar en sem nemur heildar-
fjölgun landsmanna því að bein
fækkun varð í öðmm landshiut-
um samanlögðum um alls 1.140
manns. Fækkaði í þeim um 141
árið 1984, um 172 árið 1985, um
396 árið 1986, um 89 árið 1987,
um 10 árið 1988 og um 332 árið
1989. Á síðasta ári óx mann-
fjöldi um 1,4% á höfuðborgar-
svæðinu og um 0,9% á Suðume-
sjum. Á Suðurlandi fjölgaði fólki
um 0,6%, um 0,3% á Austur-
landi og um 0,1% á Norðurlandi
eystra. Á Vestfjörðum fækkaði
um 2,5% og á Vesturlandi og á
Norðurlandi vestra um 1,0%.
Afhverju flytur
fólk suður?
Ástæður þessar fækkunar íbúa
á landsbyggðinni era vafalaust
margar og í fljótu bragði ekki
hægt að benda á neina eina sem
er afgerandi. Svo dæmi sé tekið
fækkaði íbúum mest á Flateyri
þar sem atvinnuástand hefur ver-
ið gott og hefur þar verið skortur
á fólki til fiskvinnslustarfa. Þar
hefur á síðustu áram orðið að
ráða töluvert af erlendu farand -
verkafólki til þess eins að geta
unnið það magn af fiski sem
þangað berst á land á ári hverju.
Þá er heilbrigðisþjónusta þar í
viðunandi ástandi á mælikvarða
landsbyggðarinnar þó hún sé
ekki í þeim mæli sem þekkist á
höfuðborgarsvæðinu. Að hinu
leytinu era samgöngur á landi
stopular þar í sveit yfir vetrar-
mánuðina og senda þarf unga
fólkið bæjarleið í firamhalds-
skóla. Þá er og allur framfærslu-
í BRENNIDEPLI
Allt þetta getur gert það
að verkum að tiltrúfólks
áframtíð staðarins bíði
hnekki og komi afstað
bylgju rótleysis sem erfitt
geti orðið að sporna gegn
kostnaður hærri þar en á höfuð-
borgarsvæðinu sem sífellt erfið-
ara er að mæta þar sem ekki er
hægt að fá meiri fiskvinnu sökum
kvótans. Þannig að það er einna
helst að skýringarinnar á því að
tiltrú fólks á að búa úti á lands-
byggðinni fari þverrandi sé út af
þeim hagvaxtartakmörkunum
sem fiskveiðistefnan almennt er
fyrir þetta byggðarlag sem og
önnur.
Þessi fólksflótti frá lands-
byggðinni er að vonum mikill
höfuðverkur fyrir viðkomandi
byggðarlög og ekki bætir úr skák
sú umfjöllun sem þau fá þegar á
móti blæs eins og gerðist á Pat-
reksfirði í fyrra. Þar fækkaði íbú-
um um 6% árið 1989 samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofunnar
en um 10% að mati sveitarstjór-
ans. Mismunurinn kann að liggja
í því að ekki hafi öll gögn skilað
sér til Hagstofunnar og eins hins
að eitthvað hafi verið um brottf-
lutninga í desembermánuði. Á
Patreksfirði rekja menn ástæð-
urnar fyrir fólksflutningunum,
þar sem einn af hverjum tíu flutti
á brott, til versnandi atvinnuás-
tands, en síðast en ekki síst til
vegna þeirrar neikvæðu umfjöll-
unar sem plássið fékk í fjölmiðl-
um þegar hraðfrystihúsið fór á
hausinn og skuttogarinn var seld-
ur suður á nauðungaruppboði.
Allt þetta getur gert það að verk-
um að tiltrú fólks á framtíð stað-
arins bíði hnekki og komi af stað
bylgju rótleysis sem erfitt geti
orðið að sporna gegn.
Að hinu leytinu getur verið
jafnerfitt að sjá í hendi sér hvað
það er sem togar í fólk til höfuð-
borgarsvæðisins þar sem atvinnu-
leysi er mikið og íbúðaverð mun
hærra en það sem landsbyggðar-
fólk getur alla jafna fengið fyrir
sínar í endursölu, ef það á annað
borð getur selt þær. Syðra er at-
vinnuframboðið að vísu mun fjöl-
breyttara og meiri líkur á að fá
eitthvað að gera séu atvinnu-
kröfurnar ekki því meiri. Það er
einna helst að fólk sjái fyrir sér að
um einhvern hagvöxt geti orðið
að ræða í Reykjavíkurborgríkinu
sem er sterkefnað í samanburði
við þá þéttbýlisstaði sem næstir
koma í stærð. Þarna geta líka spil-
að inní þær væntingar sem ýmisir
af ráðamönnum þjóðarinnargera
sér um staðseti.ingu nýrrar stór-
iðju á suðvesturhomi landsins.
Bessastaða-
hreppur vinsæll
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofunnar fjölgaði fólki á síð-
asta ári um 916 eða um tæplega
1% í Reykjavík. Það er minni
fjölgun en verið hefur þar undan-
farin 3 ár. í öðram sveitarfé-
lögum á höfuðborgarsvæðinu
fjölgaði um 2,3%, mest 6,1% í
Bessastaðahreppi, 3,9% í Mos-
fellsbæ og 2,4% í Hafnarfirði og
Kópavogi. Aftur á móti fjölgaði
fólki minna í Garðabæ og á Sel-
tjarnamesi en vant er þar. Á
Suðumesjum fjölgaði mest í
Vatnsleysustrandarhreppi, í
Vogunum um 5% og í Keflavík
um 1,8%. Lítilsháttar fjölgun
varð í Garði og Grindavík en
nokkur fækkun varð í Sandgerði
og Njarðvíkum.
Á Vesturlandi fækkaði fólki í
öllum héraðum og á stærstu stöð-
um. í Stykkishólmi fækkaði um
2,1%, en minna í Ólafsvík og á
Akranesi. í Borgarnesi stóð
mannfjöldi nokkum veginn í stað
en óx um 3% í Eyrarsveit. Á
Vestfjörðum fjölgaði aðeins á
einum stað sem var á Hólmavík á
Ströndum eða um 3%. Mann-
fjöldi stóð í stað á ísafirði og í
Bolungarvík en á öðrum stöðum í
fjórðungnum fækkaði fólki. Um
12% á Flateyri, um 6%-10% á
Patreksfirði, og um 5% á Suður-
eyri við Súgandafjörð. í Norður-
ísafjarðarsýslu hélt fækkun fólks
áfram og varð 12%. í strjábýli í
Strandasýslu fækkaði fólki um
6%.
Á Norðurlandi vestra er
Sauðárkrókur eini staðurinn þar
sem fólki fjölgaði á árinu um
0,8%. Á Blönduósi, Skagaströnd
og Hvammstanga stóð mann-
fjöldi svo til í stað. í Siglufirði
fækkaði enn og nú um 2,7% og
hafa ekki verið færri síðan 1928
og era 1.300 færri en þegar þeir
urðu flestir árið 1948. Á Norður-
landi eystra fjölgaði um 1,7% á
Dalvík og um 1% á Ólafsfirði. Á
Akureyri fjölgaði fólki um 0,9%
og hefur þá fjölgað þar á 3 áram
um 340 manns eftir kyrrstöðu í 4
ár. Á Húsavík fækkaði fólki um
0,8% og era íbúar þar álíka marg-
ir og þeir vora árið 1982. í
Norður-Þingeyjarsýslu hélt
fólksfækkunin áfram og varð
3,5%. Þar hefur íbúum fækkað
um 530 síðan 1957 þegar þeir
urðu flestir.
Á Austurlandi fjölgaði um 4%
á Djúpavogi, um 3,1% á Höfn í
Hornafirði og um 2% í Neskaup-
stað. Mannfjöldi stóð í stað á Eg-
ilsstöðum og á Eskifirði en í
Vopnafirði, Reyðarfirði og á Fá-
skrúðsfirði fækkaði fólki eilítið.
Á Suðurlandi fjölgaði um 2% á
Selfossi, um 1,7% í Ölfushreppi
og um 1,2% í Vestmannaeyjum.
í Hveragerði fjölgaði íbúum um
0,9% en stóð í stað í Hvolshreppi
og Rangárvallahreppi. Aftur á
móti fækkaði fólki í Rangárvalla-
sýslu um 1,3% og hefur fækkað
um 313 síðan 1983. í strjálbýli í
Ámessýslu stóð mannfjöldi í stað
á síðasta ári. Hins vegar fjölgaði
um 4% í Hranamannahreppi og
hefur íbúum þar fjölgað um rúm-
lega 100 á 10 áram eða um 21%.
Þann 1. desember 1989 bjuggu
flestir landsmanna í Reykjavík
eða 96.727 manns, næstflestir í
Kópavogi eða 15.926 og 14.546
manns í Hafnarfirði. Af þéttbýl-
isstöðum úti á landi búa sem fyrr
flestir á Akureyri eða 14.099.
-grh
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3