Þjóðviljinn - 03.01.1990, Qupperneq 11
LESANDI
I DAG
VIKUNNAR
Vigdís Grímsdóttir kennari
og rithöfundur
Hvað ertu að gera núna Vig-
dís?
Að taka lífinu með ró. 15. jan-
úar byrja ég svo að kenna aftur
við Flensborgarskóla í Hafnar-
firði eftir eins og hálfs árs frí.
Pessa mánuði hef ég verið að
skrifa en nú hlakka ég til að byrja
aftur að kenna. Þar suður frá vinn
ég með góðu fólki og krakkarnir
eru skemmtilegir.
Hvað varstu að gera fyrir 10
árum?
Pá var ég að kenna dóttur
minni að ganga og að kenna
skólabörnum málfræði. Ég var að
vísu líka að pukrast við að skrifa
þJÓÐVILllNN 3.janúar
Rómantísk og ákaflega löt
úti í homi, en skammaðist mín
fyrir árangurinn og sýndi engum.
Tíu ámm þar á undan komst
fyrsta smásagan mín á prent. Hún
birtist í Vikunni, en undir dul-
nefni.
Hvað gerirðu helst í frístund-
um?
Skemmti mér. Ég fer á böll,
kvikmyndahús, les mjög mikið
og svo eyði ég miklum tíma í
gönguferðir um bæinn. Svona til
að skoða fólkið og tilvemna. Þar
fyrir utan fer talsvert af tíma mín-
um í að sinna sambandi mínu og
lífeyrissjóðanna. Þetta er mjög
náið samband tilfinningalega en
þó enn nánara fjárhagslega.
Segðu mér frá bókinni sem þú
ert að lesa núna.
Ég er rétt að ljúka við bókina
um ástandið eftir þá Hrafn Jök-
ulsson og Bjama Guðmarsson.
Þetta er mjög vel gerð bók,
skipulögð, góðar myndir og text-
inn til fyrirmyndar.
Hvað lestu helst í rúminu á
kvöldin?
Ég ætla að eiga næstu nætur
með ísak Harðarsyni og annarri
af tveimur nýju bókum hans.
Þessi er ljóðabók og heitir: Síð-
ustu hugmyndir fiska um líf á
þurm.
Hver er uppáhaldsbarnabókin
þín?
Það er tvímælalaust Segðu mer
söguna aftur, sem em ævintýri frá
ýmsum löndum. Pabbi las þessa
bók fyrir okkur og þegar ég varð
læs las ég hana sjálf og geri enn.
Hvers minnistu helst úr Bib-
líunnl?
Þess sem Jesús sagði um að það
væri jafn erfitt fyrir ríkan mann
að komast til himnaríkis og fyrir
úlfalda að komast í gegnum nál-
arauga.
Segðu mér af ferðum þínum í
leik- og kvikmyndahús í vetur.
Um þær ferðir er ekkert að
segja því þær hafa engar verið.
En ég ætla að sjá öll ljós heimsins
í Borgarleikhúsinu, verkið sem
Andrés Sigurvinsson er að setja
upp á Akureyri og svo Heimili
Vemhörðu Alba í Þjóðleikhús-
inu. Að auki ætla ég að rækta
ærlega í mér bíófíkilinn á nýja ár-
inu.
Fylgistu með einhverjum
ákveðnum dagskrárliðum í út-
varpi og sjónvarpi?
I útvarpi hlusta ég á Þorgeir
Ólafsson á laugardögum, þættina
hans Illuga Jökulssonar og stund-
um á pistlana hans Guðmundar
Andra Thorssonar. Og auðvitað
veður og fréttir. Aftur á móti
fylgist ég aldrei með neinum
framhaldsaþáttum, ég þori það
ekki af hræðslu við að geta ekki
sleppt úr.
Hefurðu alltaf kosið sama
stj ór nmálaflokkinn?
Já.
Ertu ánægð með frammistöðu
hans?
Nei, ég er mjög óánægð með
áherslur flokksins. Málefriavalið
í sósíalískri umræðu er lélegt og
mér finnst eiginlega ekki að við
eigum sósíalískan flokk á íslandi.
Það eru miklar hörmungar sem
skrifaðar hafa verið á reikning
sósíalískrar stefnu, en hörmung-
ar eiga sér bara stað þegar stefn-
an er brotin og sósíalískri hugsjón
ekki framfylgt. Ætli það sé ekki
íhaldssemi að kjósa alltaf sama
flokkinn. Þá er maður að kjósa
stefnu eins og nú er komið málum
en ekki hugsjón.
Eru til hugrakkir stjómmála-
menn og konur?
Já.
Viltu nafngreina þá?
Það má lengi deila um það sem
Indira Gandhi gerði en hún var
hugrökk.
Er landið okkar varið land eða
hernumið?
Hryllilega hernumið.
Nú eiga sér stað miklar
breytingar austantjalds. Hver
ættu viðbrögð Vesturlanda að
vera?
Að opna dymar. Það hlýtur að
verða að gerast, þannig að eðli-
legt gegnumstreymi fólks eigi sér
stað í heiminum. Ég er að vona
að við getum upplifað þann dag
að fólk lesi heimildir um sumt af
því sem viðgengst í heiminum í
dag, t.d. apartheid, og geti ekki
trúað að þetta hafi átt sér stað.
Það á eftir að berja niður svo
marga leynda múra, t.d. í okkur
sjálfum.
Hvaða eiginleika þinn viltu
helst vera laus við?
Mér finnst ég of langdregin og
vildi gjama vera sneggri.
Hvaða eiginleika þinn finnst
þér skrítnast að aðrir kunni ekki
að meta?
Þau sem ég hef elskað um dag-
ana hafa ekki skynjað hvað ég er
rómantísk. Að vísu er á þessu ein
undantekning og það er sonur
minn, hann skilur rómantíkina í
mér.
Eru Ijólin matarhátíð?
Já, og fólk verður svo rólegt og
friðsamt þegar það er mett að ég
held að við ættum að borða oftar
og meira. Það nennir enginn að
vera að sífra liggjandi á meltunni.
Það er líka upplagt að gefa
náunganum oftar gjafir.
Hvar myndirðu vilja búa ann-
ars staðar en á íslandi?
í Danmörku. Það er svo gott að
geta farið út í búð á náttfötunum
án þess að nokkur sér að fárast
yfir því.
Hvernig flnnst þér þægilegast
að ferðast?
Frammi í bíl. Ég keyri sjálf, en
er ákaflega löt og finnst þægilegt
að láta aðra keyra mig út um allt,
vil gjaman vera lengi á leiðinni
þegar ég er að ferðast.
Hvert langar þig helst til að
ferðast?
Ég á boð til Grænlands sem ég
vil þiggja og svo ætla ég ömgg-
lega einhvem tíma til Indlands og
Kína. Ég á eftir að ferðast mikið.
Hvaða bresti landans áttu erf-
iðast með að þola?
Fordómana í mér og öðmm.
En hvaða kosti Islendinga
metur þú mest?
Hvað þetta em góðar mann-
eskjur. Það er ekki lítill kostur.
Arið er alveg nýtt og við nálg-
umst aldamótin óðfluga, hvaða
stefnu eigum við að taka?
Náttúra okkar íslendinga er
alltaf söm við sig. Falleg og sterk
og bregst okkur aldrei. Við ætt-
um að herma eftir henni svolítið
meira og þá mun okkur vegna
vel.
Hefur þú trú á því að við getum
það?
Já, það er allt hægt. Ef viljinn
er fyrir hendi þá þarf maður
auðvitað að vanda sig og leggja
síðan af stað. Við höfum allt sem
til þarf.
Hef ég gleymt einhverri spurn-
ingu?
Spurðu mig hvort ég sé ást-
fangin?
Ertu ástfangin Vigdís?
Já.
Guðrún
FYRIR 50 ARUM
Hvemig myndirðu vita að 30
þingmenn hafa 10 þúsund króna
laun og þaryfir, að Sjálfstæðis-
fiokkurinn vill ekki greiða sjó-
mönnum og útvegsmönnum kr.
1.50 uppbótásíldarmál, að
sveitarflutningarnir eiga að kom-
ast aftur á með aðstoð Alþýðu-
flokksins..., ef Þjóðviljinn kæmi
ekki út og segði þér þetta. En af
því að Þjóðviljinn segir þér sann-
leikann um ástandið, þáætla
valdhafarnir nú að drepa hann.
miðvikudagur. 3. dagurársins.
Sólarupprás í Reykjavík kl. 11.17
-sólarlagkl. 15.48.
Viðburðir
Landvarnarflokkurinn stofnaður
árið 1903.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúöavikuna
29.des-4.jan. 1990eríBorgarApó-
tekiog Reykjavíkur Apóteki.
Fyrrnefnda apótekiö eropið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 fridaga). Siöarnefnda apótekiö er
opið á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LOGGAN
Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur............sími 4 12 00
Seltj.nes............sími 1 84 55
Hafnarfj.............slmi 5 11 66
Garðabær.............sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabílar:
Reykjavík............sími 1 11 00
Kópavogur............sími 1 11 00
Seltj.nes............sími 1 11 00
Hafnarfj.............sfmi 5 11 00
Garðabær.............sími 5 11 00
LCKNAR
Læknavaktfyrir Reykjavik, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma-
pantanir í síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím-
svara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eöa ná ekki til hans. Landspít-
alinn: Göngudeildin er opin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn sími 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsími vaktlæknis 985-23221.
Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
SJUKRAHUS
Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn:
virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18,
ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild
Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadeild Land-
spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
ogeftirsamkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala:virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Heilsuverndarstöðin við
Barónsstígopinalladaga 15-16og
18.30-19.30. Landakotsspítall: alla
daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild:
. heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17
daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði:
alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virkadaga 15-
16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsið Húsavík: alladaga 15-16 og
19.30-20.
YMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung-
linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið
allansólarhringinn.
Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum
efnum. Sími 687075.
MS-félaglðÁlaridi 13. Opiðvirkadagafrá
kl. 8-17. Síminner 688620. *
Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum Vestpr-
götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, •
sími21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrirsifjaspellum, s. 21500,símsvari.
Upplýsingar um eyðni. Simi 622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing
ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, sími 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarsima félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21-
23. Símsvari á öðrum tímum. Slminn er
91-28539.
Bilanavakt rafmagns-oghiíaveitu:s.
27311. Rafmagnsveita bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími
21260allavirkadagakl. 1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 á fimmtudagskvöldum.
„Opið hús“ krabbameinssjúklinga
Skógarhlið 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á
fimmtudögum kl. 17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka
og aöstandendur þeirra. Hringið I síma 91 -
22400 alla virka daga.
GENGIÐ
Sala
Bandarikjadollar........... 61.63000
Sterlingspund............... 99.40900
Kanadadollar................ 53.20700
Dönskkróna................... 9.20190
Norsk króna.................. 9.27600
Sænsk króna.................. 9.87030
.Finnsktmark................. 15.09610
Franskurfranki.............. 10.47640
Belgískurfranki.............. 1.70110
Svissneskurfranki........... 39.60290
Hollenskt gyllini.......... 31.67740
Vesturþýskt mark............ 35.76900
Itölsklíra................... 0.04792
Austurriskur sch............. 5.07850
Portúg. Escudo............... 0.40720
Spánskur peseti.............. 0.55560
Japansktyen.................. 0.42910
Irsktpund.................... 94.2630
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 lögun 6 eðja 7
umrót 9 fjöldi 12 hljóð-
færi 14gegnsæ 15glöð
16 spil 19 fen 20 reýkir
21 rómur
Lóðrétt:2munda3
rjóði 4 öngul 5 ellegar 7
bisa8ættarnafn10
heppnast 11 auðveld-
ari13slóttug17
hreyfast18ílát
Lausnásfðustu
krossgátu
Lárétt: 1 snót4brák6
æsa7happ9lauk12
jullu14grá15róa16
tánna19unun20ónýt
21 rifna
Lóðrétt: 2 núa 3 tæpu
4 ball 5 áðu 7 heggur 8
pjátur10aurana11
kvarta13lón17áni18
nón
Mlðvikudagur 3. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 11