Þjóðviljinn - 04.01.1990, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 04.01.1990, Qupperneq 4
þJÓDVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Smáþjóðir í heimi samtímans ( áramótaávarpi sínu varpaði forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, fram spurningu sem oftar en ekki skýtur upp kolli um þessar mundir: eru dagar smáríkj- anna taldir?^Spurningin er vitaskuld á ferli vegna þess hve mjög er nú tií umræðu þróun til fárra stórra markaðsblakka í heiminum, sem muni ræna þjóðríkin, ekki síst hin smærri, verkefnum og verulegum hluta sjálfsforræðis þeirra. Forsætisráðherra svaraði spurningunni neitandi fyrir sinn hatt. Hann vísaði til þess að fyrr á öldum og áratugum hefðu smáríki verið fótum troðin, rödd þeirra hefði ekki heyrst, en nú væri allt annað uppi á teningnum. Steingrímur vísaði þá á alþjóðastofnanir þar sem atkvæði vega jafnt og því væri þar á smáríki hlustað. Einnig kæmi hraðvirk upplýsingatækni samtímans sér vel fyrir smáríkin þegar þeim lægi mikið við. Nokkuð til í þessu tvennu - eins þótt stórveldi hafi sýnt tilhneigingu til að sniðganga alþjóðastofnanir einmitt vegna þess að þar höfðu þau aðeins eitt atkvæði sem aðrir, og eins þótt fjölmiðlamaskína heimsins hneigist til þess að negla sig upp við örfáa oddvita þessara sömu stórvelda. Hvað um það; forsætisráðherra heldur áfram og segir: „Færa má rök fyrir því að smáþjóðir eigi mikilvægu hlut- verki að gegna. Þær ala ekki með sér drauma um landvinn- inga eða heimsyfirráð. Þær eiga sína framtíð undir því að friður haldist. Smáþjóðirnar geta verið einskonar samviska heimsins. Til þess þarf þó í þeim að heyrast. Við íslendingar höfum sýnt að þrátt fyrir smæð okkar getum við komið ýmsu góðu til leiðar. Við skulum halda því áfram og við skulum hiklaust gagnrýna það sem rangt er gert, jafnvel þótt stór- veldi eigi í hlut.“ Þetta eru orð sem sjálfsagt er að taka undir. Smáríki geta haft ýmsa siðferðilega yfirburði yfir stórveldi, blátt áfram vegna þess að þau eru saklausari, þau hafa ekki eins mikilla og vafasamra hagsmuna að gæta. En það er líka Ijóst, að1 „það þarf að heyrast í þeim“, smáþjóð þarf að hafa til að bera metnað og sjálfstraust í mati sínu á framvindu mála sem gerir henni kleift að láta til sín taka. Hvort heldur væri í umhverfismálum, í því að mótmæla yfirgangi voldugra ríkja eða hafa frumkvæði í afvopnunarmálum, en að öllu þessu var vikið í áramótaávarpinu. Hér má því við bæta, að efnuð smáþjóð þarf einnig að sýna örlæti: það er ekki efnilegt fyrir möguleika íslendinga til að „koma góðu til leiðar" að sýna af sér meiri nísku að því er varðar aðstoð við fátækar þjóðir en nokkurt annað ríki með svipaðan efnahag og við búum við. Að því er ytri tilvistaraðstæður smáríkja varðar, þá er það vafalaust rétt hjá forsætisráðherra að þær eru um margt skárri en fyrr á tíð. Smáríkin voru fótum troðin vegna þess að þau höfðu ekki afl, ekki herstyrk til að halda sínu í heimi sem lét vopnin tala. En við skulum líka hafa það fastlega í huga að þótt friðsamleg þróun lækki rostann í vopnavaldinu, þá er ekki allt fengið með því. Þegar við tekur heimsskipan þar sem dollarar, mörk og jen eru æðstu valdhafar markaðs- svæðanna, þá verður vafalaust þröngt fyrir dyrum hjá smá- þjóðum. Þau eru kannski ekki fótum troðin með grímulausu valdi, en það verður með ýmsum hætti reynt að reyra þau fast á klafa með ópersónulegri fjarstýringu fjármagnsins. Þessi háski gerði vart við sig í áramótaávarpi Steingríms Hermannssonar þegar hann bar - í umfjöllun sinni um samningsgerð íslands við Evrópubandalagið, sem nú er stærsta vandamálið sem varðar stöðu okkar í heiminum - fram þá „skilyrðislausu kröfu að sjálfsákvörðunarréttur þjóð- arinnar verði ætíð virtur og yfirráð yfir auðlindum til lands og sjávar.“ KLIPPT OG SKORIÐ Evrópufrægð Jóns Baldvins Kringum áramótin er kastljós- um beint að stjórnmáiaforingj- um. Hér skal rakið hvernig dag- blöðin hafa talað um nokkra ágæta liðsodda af þessu tilefni. Alþýðublaðið hefur ástæðu til að fagna. Sjálft stórblaðið Dag- ens Nyheter í Stokkhólmi, eitt virðulegasta plagg Norðurlanda, minntist á Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra um daginn og útnefnir hann „hina nýju stjörnu EFTA“. Sérstaklega mun Anita Gradin vera hrifin af töktum Jóns. Alþýðublaðið segir ýmist að umsögnin hafi birst í íeiðara eða „á ieiðarasíðu", sem er náttúrlega næstum jafn glæsi- legt. Að minnsta kosti skrifuðu Svíarnir um alþjóðlegan blaða- mannafund sem haldinn var eftir lokaviðræður EFTA og EB árið 1989: „Eftir ræðu Dumas (utanríkis- ráðherra Frakklands) talaði hin nýja stjarna EFTA, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra íslands. Án allra orðalenginga lagði hann fram kröfur og stefnu EFTA-ríkjanna. Aðrir ráðherrar EFTA, þar á meðal Anita Gra- din, fylgdust heillaðir og hrifnir með ræðusnilld hins glaðbeitta málsvara EFTA fyrir framan hinn evrópska blaðaheim." Davíð í ára- mótaskaupi Víkverji Morgunblaðsins er niðurdreginn yfir útreið Davíðs Oddssonar í áramótaskaupi Sjónvarps. Greinilegt er að borg- arstjóranum hefur ekki verið sýnd tilhlýðileg virðing: „Víkverji hefur skipað sér í hóp þeirra, sem telja að skaupið hafi ekki verið fyndið, efnisvalið hafi ekki heppnast og einstök atr- iði verið of langdregin. Þessari skoðun var að sjálfsögðu and- mælt í samkvæmum. Víkverja þótti sem viðmælendur hans væru þó sammála um eitt: að það hafi verið miður smekklegt hvemig Davíð Oddsson borgarstjóri var lagður í einelti í tilefni af því að hann ákvað að vera einn dag í hjólastjól til að styrkja gott mál- efni.“ Það er eins gott fyrir framtíð- arhöfunda áramótaskaups að vara sig á ósmekklegum bröndur- um um forystu Sjálfstæðismanna. Hitt er athyglisvert, að heyrst hefur að börnum landsins þyki Ólafur Ragnar Grímsson ofsa- góður leikari og skemmtikraftur. Hlýtur Gísli Rúnar Jónsson að una vel við þann dóm um gervi sitt í hlutverki fjármálaráðherra í áramótaskaupi. Steingrímur og spámaðurinn DV vakti athygli á því í bak- síðufrétt 2. janúar að forsætisráð- herra Steingrímur Hermannsson hefði í áramótaávarpi sínu í Sjón- varpinu vitnað í nýjan, óþekktan samstarfsmann eða ráðgjafa sem hefði spádómshæfileika. Stein- grímur sagði í ávarpinu: „Meðal annars er greint frá því að forspár maður telji sig sjá ljóma yfir íslandi seinni hluta næsta árs.“ Síðan rökstuddi Steingrímur þetta nokkrum orð- um og hengdi þessa ályktun aft- aní: „Vel má vera að aðstæður leyfi að umrædd spá megi rætast.“ Dagens Nyheter: Evrópumenn eru heillaðir af ræðusnilld nýju EFTA- stjömunnar, Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Morgunblaðið: Stjörnuspám er ekki treystandi, þær byggja ekki á vísinda- legum grunni. - Blaðið er hætt að birta skemmtiskrif Gunnlaugs stjörnuspekings Guðmundssonar, en grunur leikur á að Steingrímur Hermannsson hafi notið liðveislu hans við gerð þjóðhagsspár fyrir ár- amótaávarp í Sjónvarpi. Tíminn: Áramótagrein Ólafs Ragnars Grímssonar í Þjóðviljanum bendir til að það hafi einmitt verið hann sem hefur skrifað Rússaníð í Velvakanda undir nafninu „húsmóðir í Vestur- bænum“ árum saman. Morgunblaðið: Ósmekklegt að gera grfn að Davíð Oddssyni í áramóta- skaupi Sjónvarps. Ekki þarf DV þó lengi að leita til að fá vísbendingu um hver spá- maðurinn snjalli er, sem forsætis- ráðherra landsins vitnar í sem heimild. Ekki virðist nefnilega annað sýnilegt en Morgunblaðið hafi rekið sinn spámann úr vist- inni um áramótin. Hver veit nema Framsóknarflokkurinn hafi hreinlega yfirboðið Mogg- ann í þessum efnum. Stjórnun- arfélagið hleypti spámanni Moggans upp á pall um daginn innan um hagspekinga og for- stjóra og lét honum eftir að tjá horfumar, svo eftir einhverju er að slægjast í vinnumanni þessum. Mogginn afneitar stjörnuspám Mogginn hefur um langt skeið birt daglegan dálk eftir Gulla stjörnu, Gunnlaug Guðmunds- son stjörnuspeking, sem rekur ýmiss konar túlkunarþjónustu hér í borg. Dálkar spekingsins hafa verið hinir fróðlegustu og nálgast málin frá ýmsum hliðum, en talsvert þó um endurtekningar eins og verða vill í hjávísindum sem styðjast við fáar forsendur. Á nýja árinu er Gulla stjömu skyndilega og skýringalaust vant á sínum stað við hliðina á mynda- sögum Moggans, en í gamla plássið hans kominn þrælómerki- legur dálkur í stíl Jean Dixon sem Morgunblaðið kom á framfæri árum saman. Svona vélrænir spátextar fyrir hvem dag birtast hvarvetna sem hálfgert skyldu- námsefni í dagblaða- og tímarita- veröldinni athugasemdalaust. En nú eru breyttir tímar í Aðalstræti. Ritstjóm Morgunblaðsins sýnir í neðanmálsklausu við stjörnu- spána, hver hugur hennar er nú til stjörnuspeki, eftir að Steingrímur Hermannsson hefur tekið hana í þjónustu sína: „Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum gmnni vísindalegra staðreynda.“ Morgunblaðið hefur hér með afneitað stjörnuspám og fylgt fordæmi alþjóðlegs hóps raunvís- indamanna sem birti heilsíðu- auglýsingar í helstu dagblöðum heims og varaði við stjörnuspeki. Ólafur Ragnar í Vesturbænum? Tíminn er búinn að afhjúpa þá persónu sem skrifað hefur So- vétníð ámm saman í Velvakanda Morgunblaðsins undir höfund- arnafninu „húsmóðir í Vestur- bænum.“ Tíminn segir um þenn- an ötula bréfritara sem hefur „egnt upp“ Rússagrýluna, svo notað sé orðalag Tímans: „Stundum hefur Þjóðviljinn verið að bera þessi skrif upp á nafnkennda áhugamenn um vest- ræna samvinnu, handbendi Pent- agons og þar með föðurlands- svikara og stríðsæsingamenn hina mestu. En nú ber svo við að húsmóðir- in í Vesturbænum er farin að skrifa í Þjóðviljann og kallar sig Ólaf Ragnar Grímsson og er titl- aður formaður Alþýðubanda- lagsins í málgagninu." Tíminn er hér að lýsa áramóta- grein Ólafs Ragnars: „Hmn kommúnismans - sigur lýðræðis- ins. Tíminn tekur andköf yfir orðbragði og skoðunum for- mannsins: „Svona hörmulega hélt maður að ekki væri komið fyrir málgagni sósíalisma..." Svo jafnar Tíminn sig og skrifar: „Hins vegar er óhætt að óska Þjóðviljanum til hamingju með að hafa fengið húsmóður úr Vesturbænum til liðs við sig og að hún skuli ekki síður vera státin á síðum þess málgagns en Mogga og reka þar samskonar málflutning og gert hefur Velvakanda að stórveldi í fjölmiðlafárinu gegnum árin.“ þJÓÐVILJINN Síöumúla 6-108 Reykjavík Sími:681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Utgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Framkvœmda8tjórl:HallurPállJónsson. Rlt8tjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torfason. Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friöþjófsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur RúnarHeiöarsson, HeimirMár Pétursson, Hildur Finnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason.Þorfinnur Omarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrlfstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgeröur Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guörún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrfn Báröardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla6, Reykjavík, símar: 68 13 33&68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 4. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.