Þjóðviljinn - 04.01.1990, Side 5

Þjóðviljinn - 04.01.1990, Side 5
VIÐHORF Háskólinn á Akureyri í Ijósi raunsærrar byggðastefnu Ivar Jónsson skrifar Stofnun Háskólans á Akureyri er vafalaust eitt framsæknasta skrefið, sem stigið hefur verið á síðari árum í átt að raunsærri byggðastefnu. Þetta á ekki síst við um uppbyggingu sjávarút- vegsdeildar Háskólans sem tekur formlega til starfa í dag, 14. janú- ar. Þessi mikilvæga deild tengir starfsemi hans náið staðbundinni sérþekkingu á landsbyggðinni. Háskólinn á Akureyri hefur þó mætt nokkurri andstöðu, þar sem farið hafa saman skammsýn við- horf ríkistjórnar og fjárveitinga- valds og sérhagsmunir háskólans í Reykjavík. Niðurskurður á framlögum til HA í fjárlögum fyrir 1990 er svo umtalsverður að framlag ríkisins hefði ekki nægt til að kennsla í sjávarútvegsdeild skólans hæfist í janúar eins og fyrirhugað var. KEA, Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri bjargaði hins vegar málinu fyrir hom með því að lána háskólanum á Akur- eyri húsnæði endurgjaldslaust í þrjú ár. Á síðustu dögum Alþing- is var framlag til HA svo aukið um smáræði, 25 miljónir króna. Árás ríkisstjórnarinnar á háskóla landsbyggðarinnar hlýtur að kalla á mikla þverpólitíska andúð landsbyggðarfólks. í þessari grein er fjallað um Háskólann á Akureyri (HA) og æskilega þró- un hans í ljósi raunsærrar byggð- astefnu. Niðurskurður fjármálaráðherra í fjárveitingabeiðni sinni fyrir árið 1990 fór HA fram á rúmlega 210 miljón króna framlag, en samkvæmt fjárlagafrumvarpi voru honum ætlaðar rúmar 78 miljónir króna. Niðurskurðurinn var því um 63% og svo umtals- verður að honum var augljóslega markvisst ætlað að kæfa sjávarút- vegsdeild HA í fæðingu. Þetta sést best af því að samkvæmt fjár- veitingabeiðni HA var fyrirhug- að að verja 68 miljónum króna í innréttingar og búnað, en 50 milj- ónir voru áætlaðar í húsnæði fyrir sjávarútvegsdeild. Nám í þessari deild er að stærstum hluta raun- greinanám sem fram fer í vel út- búnum tilraunastofum. Eðli málsins samkvæmt er stofnkostnaður slíkrar deildar mun hærri en kostnaður vegna hugvísindadeilda. Þetta þekkir fjármálaráðherra sjálfur vel, því hann hefur um árabil átt sæti í háskólaráði HÍ. Ríkisstjornin áætlaði hins vegar aðeins 10 milj- ónir í fjárlagafrumvarpi sínu vegna húsnæðisuppbyggingar HA og 5 miljónir vegna innréttinga, búnaðar og viðhalds. Stefna ríkisstjórnarinnar er því meðvituð aðför að HA. Skammtíma- sjónarmið Niðurskurður ríkistjómarinn- ar á framlögum til HA er hluti af almennri efnahagsstefnu stjóm- arinnar. Hún sver sig í ætt við frjálshyggjuna, sem ávallt boðar niðurskurð ríkisútgjalda á sam- dráttarskeiðum án tillits til eðlis starfsemi viðkomandi ríkisstofn- ana. í stað þess að auka ríkisút- gjöld í samdrætti og draga úr hag- sveiflum um leið og fjárfestingum er beint inná svið sem auka fram- leiðni þjóðarbúsins og atvinnu í framtíðinni fylgir ríkisstjómin þeirri skammsýnu efnahags- stefnu að draga úr útgjöldum í takt við minnkandi tekjur þrátt fyrir óvenju lágt hlutfall sköttun- ar á fyrirtæki og einstaklinga á íslandi og rýra samneyslu. Stefna af þessu tagi er gerólík þeirri sam- hæfðu langtímastefnu sem t.d. Japanir fylgja og hefur leitt til þess að þeir hafa á fáum ára- tugum orðið að öflugasta iðn- veldi okkar tíma. HA í Ijósi byggðastefnu Háskólinn á Akureyri getur skipt sköpum fyrir atvinnu- og byggðaþróun þegar til lengri tíma er litið. Starfsemi hans myndi ekki aðeins stuðla að minnkandi fólksflótta til Reykjavíkur og ná- grennis, heldur einnig að öflugri nýsköpun í atvinnulífinu og auknum hagvexti. Ástæðumar era þessar: 1) Verkaskipting í landinu er landsbyggðinni í óhag. Þróunarstarfsemi, markaðssetn- ing og bankastarfsemi í landinu eru auk stjómsýslu, að mestu samþjöppuð á suð-vestur hom- inu. Þetta er sú atvinnustarfsemi sem skilar hlutfallslega hæstum launum og hagnaði fýrir hverja unna vinnustund. Margföldunar- áhrifin, eða m.ö.o. atvinnu- sköpunin er því hlutfallslega meiri í þessum landshluta. Þessi verkaskipting er orsök þess að ójöfn efnahagsþróun verður milli landshluta. 2) Með því að efla rannsóknir og þróunarstarfsemi á landsbyggðinni og um leið ný- sköpun í atvinnulífinu, er grafið undan verkaskiptingunni í landinu, því ólík starfsemi byggir á hálaunuðum störfum. Um leið er dregið úr ójöfnum margföld- unaráhrifum milli landshluta. 3) Forsenda slíkrar nýsköpunar- starfsemi em rétt ytri skilyrði fyrir rekstri fyrirtækja, þ.e. nægt framboð af vel menntuðu rann- sóknarfólki, góð rannsóknaað- staða og frjótt félagslegt um- hverfi. Háskóli og tæknigarðar í tengslum við hann leika augljós- lega lykilhlutverk í sköpun já- kvæðra nýsköpunarskilyrða. Skoðum málið nánar. Þjóðleg nýsköpunar- kerfi Rannsóknir hafa leitt í ljós að framlög til rannsókna- og þróun- arstarfsemi (r&þ) em mikilvæg- ari fyrir hagvöxt en launaþróun.1 Lönd með há framlög til r&þ em hálaunalönd. En áherslur í ný- sköpunarstarsemi em mismun- andi eftir löndum og mótast af sérstökum aðstæðum og stað- bundinni verkþekkingu í hverju landi. Þess vegna er gjarnan talað um þjóðleg nýsköpunarkerfi í fræðilegri umræðu um nýsköpun í atvinnulífinu. Á Norðurlöndum hefur mestur árangur náðst í ný- sköpunarstarfsemi á sviðum þar sem farið hefur saman 1) mikil og útbreidd staðbundin þekking tengd frumframleiðslugreinum, 2) náin tengsl milli þeirra sem framleiða vélar fyrir frumfram- leiðslugreinamar og fyrirtækja í frumframleiðslu og lolcs 3) öflug starfsemi háskóla og tæknistofn- ana ríkisvaldsins sem hafa það hlutverk að flytja inn og þróa há- tækni og staðfæra og dreifa út í atvinnulífið. Þetta hefur leitt til þess að t.d. Finnar eru fremstir í heiminum á mörgum sviðum í framleiðslu á tækjum fyrir náma- gröft og trjávöruframleiðslu, Sví- ar á sviði trjávöm- og málmfram- leiðslu og bflaframleiðslu henni tengd, á meðan Danir em fram- arlega í þróun og framleiðslu tækja og véla fyrir úrvinnslu- greinar landbúnaðar.2 HA og nýsköpun í atvinnulífinu Þegar þetta er haft í huga er ljóst hvers vegna það er mikil- vægt að efla Háskólann á Akur- eyri og tæknigarða honum tengda, því á Akureyri em allar gmndvallar forsendur öflugrar nýsköpunarstarfsemi. í fyrsta lagi er á Akureyri og í nágranna- byggðum á Norðurlandi mikil staðbundin þekking í sjávarú- tvegi og iðnaði, óvirkjuð að mestu. Iöðm lagi er fólksfjölda og byggð á þessu svæði þannig háttað að auðvelt er að koma á nánu samstarfi þeirra aðila sem myndu þróa framleiðslutæki fyrir iðnað og sjávarútveg og aðila í sjávarútvegi og iðnaði sem nota tækin í rekstrinum. Fyrirtæki á Akureyri og í Dalvík hafa þegar lagt granninn að framsækinni'ný- sköpunarstarfsemi, en HA og tæknigarðar gætu eflt starfsemina til muna með því að flytja mar- kvisst inn hátækni og staðfæra og dreifa út í atvinnulífið. í þriðja lagi em á Akureyri stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða þó þau séu aðeins meðalstór á alþjóðlegan mælikvarða. Þessi fyrirtæki em nægilega öflug til að geta fjárm- agnað og leitt langtíma ný- sköpunarstarfsemi í samstarfi við smá þróunarfyrirtæki. Rann- „Háskóli íslands hefur brugðistsem sjálfstœð akademísk rannsóknastofnun, sem gœti stuðlað að langtímastefnu- mörkunfyrir íslenskt atvinnulífog þjóðfélag. “ sóknir á nýsköpun í atvinnulífinu á Vesturlöndum sýna einmitt að samstarf smárra fyrirtækja og stórfyrirtækja skiptir sköpum gagnvart árangri í nýsköpunar- starfi. Fjármagnsskortur er jú helsta vandamál smárra fyrir- tækja þegar að markaðssetningu kemur og frekara framhaldi rannsókna- og þróunarstarfsem- innar.3 Þjóðhagsleg rök Að ofansögðu leiðir að ekki aðeins byggðasjónarmið í hefð- bundnum skilningi, heldur al- menn þjóðfélagsleg rök krefjast þess að háskóli með öfluga ný- sköpunarstarfsemi sé efldur á landsbygðinni, fremur en í Reykjavík. Röksemdafærslan leiðir einnig til þess, að eðlilegt hlýtur að teljast að færa stærstan hluta starfsemi ýmissa stofnana út á landsbyggðina og til Akur- eyrar, þ.e. starfsemi stofnana eins og Iðntæknistofnunar, Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins, Hafrannsóknastofnunar o.fl. Frá sjónarmiði nýsköpunar nýtist starfsemi Háskóla íslands og rannsóknastofnana atvinnu- veganna í Reykjavík ekki sem skyldi, því bæði skortir mark- vissa, samhæfða rannsókna- og þróunarstefnu fyrir þessar stofn- anir og þær hafa hneigst til að afla sér sértekna með skammtíma þjónustuverkrfnum fyrir fyrir- tæki. Við þetta bætist að HÍ hefur bragðist sem sjálfstæð akademísk rannsóknastofnun, sem gæti stuðlað að langtímastefnu- mörkun fyrir íslenskt atvinnulíf og þjóðfélag. Framtíð Háskólans á Akureyri Háskólinn á Akureyri var stofnaður 1987 og fer nú fram kennsla í hjúkmnarbraut og ‘rekstrdeild. Eftir áramót er síðan gert ráð fyrir að kennsla hefjist við sjávarútvegsdeild. Styrkur HA á nýsköpunarsviðinu er þver- fagleg uppbygging sjávarútvegs- deildar og möguleikar á nánu, samhæfðu starfi hennar og rekstrardeildarinnar. En betur má ef duga skal. Forsenda ný- sköpunarstarfs í atvinnulífi fram- tíðarinnar er hagnýting líftækni og upplýsinga- og sjálfvirkni- tækni. Þetta á jafnt við um ný- sköpun í sjávarútvegi og iðnaði almennt. Kennsla og rannsóknir á sviði líftækni munu fara fram í líf- og matvælafræðum í sjávarút- vegsdeild og einnig í hjúkrunar- deild. Rannsóknir á sviði örtölvu- og sjálfvirknitækni vant- ar alfarið við HA og því ætti næsta skrefið að vera stofnun raf- magnsverkfræðideildar við skólann. Hér á landi eins og ann- ars staðar á Vesturlöndum er vaxandi skilningur á mikilvægi vísinda- og tækniþróunar fyrir efnahagslífið. Kennslu- og rann- sóknastofnunum á sviði vísinda- og tæknistefnu og nýsköpunar í atvinnulífinu hefur því fjölgað hratt á undanfömum ámm. Hlut- verk slíkra stofnana er að stuðla að langtímastefnumörkum í ný- sköpun, því sú hætta er ávallt fyrir hendi að nýsköpun fyrir- tækja mótist um of af skamm- tímasjónarmiðum. Hlutverk þessara stofnana er einnig að greina samfélagsleg markmið vís- indastarfseminnar og leita valk- osta í stefnumörkun stjómvalda á sviði atvinnu- og tækniþróunar. Slík stofnun er af ar mikilvæg fyrir þróun raunsærrar byggðastefnu og því ætti rannsóknastofnun á sviði vísinda- og tæknistefnu að vera einn af hornsteinum Há- skólans á Akureyri í framtiðinni. Alþjóðleg sérstaða Það skiptir miklu fyrir framtíð HA að skólinn skapi sér sérstöðu því óneitanlega keppir hann við HÍ og erlenda háskóla um stúd- enta. Sérstaða HA yrði skýr með þeirri starfsemi sem lýst var hér að ofan. Alþjóðlega séð yrði sér- staða hans enn meiri ef við hann yrði stofnuð rannsóknastofnun á sviði eyríkja og örsmárra ríkja. Eyríkjarannsóknir em ört vax- andi rannsóknasvið, en á því gæti íslendingar orðið leiðandi í fram- tíðinni. Hér að ofan hefur verið lögð áhersla á hlutverk skólans í ný- sköpun í atvinnulífinu, en mark- miðið með stofnun skólans er einnig að þróa sjálfstæða, aka- demíska rannsóknastofnun. Hlutverk háskóla er að skoða fyrirbæri í víðara samhengi en skammtímasjónarmið stjóm- mála og fyrirtækja leyfa. Fram- þróun vísinda byggir á gagnrýninni hugsun og stöðugri leit að nýjum lausnum og valkost- um. Góður háskóli er í raun samfélag hug- og raunvísinda- fólks, sem stöðugt skiptist á skoð- unum og skapar þannig frjóan vettvang kenningalegrar þróun- ar. í þessu skilur á milli háskóla og iðnskóla. Það er e.t.v. helsti veikleiki HA í þessu samhengi, að enn sem komið er skortir for- sendur öflugs félags- og hug- vísindastarfs við skólann. Slíkt starf er afar mikilvægt, því há- skólinn getur aðeins orðið mikil- vægur í samfélagsþróun á íslandi að hann dafni sem alhliða vísind- astofnun. Þetta er ekki síst mikil- vægt í ljósi þess að auka áhrif raunsærrar byggðastefnu í pólití- skri umræðu í landinu. 1 Sjá t.d. J. Pagerberg: Intcmational Com- petitiveness f The Economic Jouma) nr. 98 1988. 2 Sjá ívar Jónsson: Tækniþróun og sam- keppnisstaSa; smárfki og nýja tæknin; Félags- og hagvísindastofnun fslands 1988. 3 Sjá t.d. R. Rothwell: The Role of Small Firms in the Emergence of New Techno- logies 1C. Freeman (ed.): Design. Innovat- ions and Long Cycles in Economic Develop- ment. ívar Jónsson stundar doktorsnám f fé- lagshagfræSi í Sussex, Englandi. Flmmtudagur 4. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.