Þjóðviljinn - 04.01.1990, Síða 7
MINNING
Þegar helstríði Ólafs Inga
Jónssonar lauk aðfaranótt jóla-
dags var endi bundinn á hetjulega
baráttu. Lengi vonuðum við sem
hann þekktum og umgengumst
að baráttunni lyki með sigri hans;
að bjartsýnin og lífsgleðin fengju
yfirbugað þann grimmilega óvin
sem við var að eiga. Sú von dvín-
aði þó eftir því sem lengra leið.
Þó gátum við ekki fengið okkur
til að trúa því að Óli Ingi yrði frá
okkur tekinn í blóma lífsins, hann
sem hafði miðlað svo miklu en
átti þó svo margt ógert og ósagt.
Fyrir okkur sem kennum í bók-
iðnadeild Iðnskólans í Reykjavík
er dauði hans mikið áfall; þar fór
ekki aðeins vinur og samstarfs-
maður heldur ekki síður sá fag-
maður sem einna gerst hafði
kynnt sér nýjungar og framfarir í
iðngrein sinni, fylgdist af lifandi
áhuga með öllum tæknibreyting-
um og miðlaði þekkingu sinni til
umhverfisins.
Kynni okkar Óla Inga hófust
fyrir rúmum aldarfjórðungi, þeg-
ar við vorum saman í námi undir
handarjaðri Guðmundar Bene-
diktssonar, þáverandi prent-
smiðjustjóra hjá Reykjaprenti,
prentsmiðju Vísis. Hann hóf þar
nám í maíbyrjun 1963 og lauk
sveinsprófi í setningu árið 1967.
Þarna unnum við saman í rúm
fjögur ár.
Ymislegt kemur upp í hugann
þegar þessara ára er minnst;
græskulaus glettni og gamansemi
nemanna sem kepptust um að
hleypa gárum á tiltölulega kyrrt
yfirborð vinnustaðarins; veiði-
ferðir, skemmtiferðir og knatt-
spymuæfingar. Þarna var ýmis-
legt sér til gamans gert og nem-
arnir galopnir fyrir öllu sem gat
orðið skemmtilegt.
Leiðir okkar lágu alltaf saman
öðru hverju síðustu tuttugu árin,
þótt við störfuðum hvor á sínum
vettvangi hluta þess tíma. Meðan
ég fór úr faginu um nokkurra ára
skeið gerðist Óli einn fróðasti
bókagerðarmaður hérlendis um
nýjungar og framfarir í tækni.
Það fór enda svo að hann vann í
fjölda ára við kennslu í setningu
og umbroti við bókiðnadeild Iðn-
skólans í Reykjavík. Á þeim
árum urðu gífurlegar framfarir í
prentsmiðjum landsins; tölvu-
væðingin helltist yfir og á
skömmum tíma má segja að iðn-
greinin hafi tekið hvert tæknilega
heljarstökkið af öðru. Að svo
miklu leyti sem unnt var að
tengja skólann þessum framför-
um var Óli Ingi í fararbroddi; þar
naut sín vel sú þekking sem hann
hafði aflað sér.
Þótt Óli hafi hætt kennslu fyrir
nokkrum árum og snúið sér að
öðrum verkefnum sem einnig
tengdust prentlistinni, var af-
skiptum hans af fræðslumálum
iðngreinarinnar ekki lokið. Síður
en svo. Hann var til dæmis einn
frumkvöðla þeirra breytinga sem
nú hafa verið gerðar á skipulagi -
og þá ekki síður kennslu - setn-
Olafur Ingi Jónsson
prentari
Fœddur 29.10. 1945 - Dáinn 25.12. 1989
ingar, umbrots og filmuvinnu,
sem ættu að hafa í för með sér
mun fjölhæfari fagmenn. Raunar
var hann fyrsti maðurinn sem
nefndi þennan möguleika í mín
eyru. Hann tók virkan þátt í því
starfi sem fylgdi þessum breyting-
um, bæði skipulagsvinnu og gerð
námsáætlana.
Ég hafði vænst þess að fá að
njóta þekkingar þessa gamla fé-
laga og vinar í mörg ár enn.
Fregnin um veikindi hans var því
mikið áfall á sínum tíma þótt um
skeið væri voninni gefið undir
fótinn. Það brást. Nú er góður
vinur og ljúfur drengur kvaddur
hinstu kveðju á besta aldri.
Eiginkonu hansn Sigríði Sigur-
jónsdóttur, bömum þeirra þrem-
ur og ástvinum öðmm sendi ég
einlægar samúðarkveðjur og bið
þeim huggunar í harmi.
Haukur Már Haraldsson
Árið 1972 gerðist eitt af ævin-
týmm íslenskrar prentsögu, er
fjögur dagblöð sameinuðust um
prentsmiðjurekstur og stofnuðu
Blaðaprent hf.
Margir vom þeir sem Utla trú
höfðu á því fyrirtæki, að hægt
væri að steypa saman í eina heild
fjómm ólíkum vinnustöðum. Og
taka um leið upp nýja tækni. En
það tókst, og það svo vel að menn
sem þar unnu minnast þess enn
sem besta vinnustaðar sem þeir
hafa unnið á.
Einn þeirra sem drjúgan þátt
áttu í að móta þann einstaka
samhug og samheldni sem ein-
kenndi þennan vinnustað var
'Ólafur Ingi Jónsson. Var hann
annar af tveimur fyrstu verk-
stjómm Blaðaprents. Hann
reyndist góður yfirmaður, ákveð-
inn en sanngjarn. Græskulaus
gamansemi var einnig ríkur þátt-
ur í fari hans.
Ömgglega hefur honum eins
og öllum samviskusömum mönn-
um verið nokkur kvíði í hug við
þetta stóra verkefni. En hann
leysti sitt starf af hendi með mik-
illi prýði og hefði margur verið
sáttur við minna.
Ólafur Ingi hóf sinn prentara-
feril á Vísi, þaðan fór hann í
Blaðaprent. Er hann lét þar af
störfum vann hann meðal annars
við kennslu í Iðnskólanum, en
honum vom menntunarmál
prentiðnaðarmanna alla tíð ofar-
lega í huga, og sjálfur fylgdist
hann mjög vel með í tækninýj-
ungum á sviði prentiðnaðarins.
Einnig vann hann hjá fyrirtækinu
Aco í sambandi við vörar og tæki
fyrir prentiðnaðinn. Þaðan lá svo
leiðin til Frjálsrar fjölmiðlunar
og þar starfaði hann meðan þrek
entist.
Sá sem þessar línur skrifar
kynntist Óla Inga fyrst 1972. Ég
var þá einn af Þjóðviljamönnum
sem komu á þennan nýja vinnu-
stað, Blaðaprent hf.
Málin æxluðust á þann veg að
ég lenti á vaktinni hans nafna
míns og féll strax vel við hann.
Það álit breyttist ekki við nánari
kynni. Margar ánægjustundir átti
ég með honum og vinnufélögun-
um, í starfi og leik, því jafn vel og
hann kunni til verka, kunni hann
að njóta ánægjustunda. Gamli
Blaðaprentshópurinn hafði von-
ast til að hitta Óla Inga þegar
hópurinn kom saman fyrir
nokkm, en því miður var hann þá
of sjúkur til að geta komið.
Hann hafði mikla ánægju af
útivera og ferðalögum innan-
lands og utan. Það er ljóst að hver
maður sem gengur til verka sinna
með jafn mikilli ánægju og at-
orku og Ólafur Ingi gerði á sér
traustan bakgmnn. Og hann bak-
gmnn átti hann svo sannarlega.
Eiginkonu og börn sem honum
vom ákaflega kær. Þau höfðu
fyrir nokkmm ámm komið sér
upp fallegu framtíðarheimili að
Sefgörðum 22.
En nú hefur heimilisfaðirinn
skyndilega verið kvaddur á braut
í blóma lífsins. Og eftir stendur
hin eilífa spuming, hvers vegna?
Ólaf Inga vil ég kveðja með
kæm þakklæti fyrir árin sem ég
fékk að vera honum samferða.
Og um hann má sannarlega
segja: Hann var drengur góður.
Eg vil að lokum færa ekkju
hans, bömum og öðmm ættingj-
um mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi sá sem öllu ræður
veita þeim styrk.
Ólafur Björnsson
Á jóladag lést í Landspítalan-
um eftir erfiða sjúkdómslegu
Ólafur Ingi Jónsson prentari. Þar
með lauk hetjulegri baráttu þessa
unga manns við þann sjúkdóm
sem leggur menn að velli með
leifturhraða eða langvarandi
þjáningum og spyr ekki að aldri.
Ólafur Ingi var fæddur 29. okt-
óber 1945 á Patreksfírði. For-
eldrar hans vom hjónin Jósefína
Helga Guðjónsdóttir og Jón Egg-
ert Bachmann loftskeytamaður.
Ólafur Ingi hóf nám í prent-
verki hjá prentsmiðju Vísis 1.
maí 1963. Tók hann sveinspróf í
setningu 1. júlí 1967. Að loknu
sveinsprófi lærði hann vélsetn-
ingu á sama stað, en fór um
haustið til Englands að kynna sér
meðferð og viðgerð setningar-
véla. Vann hann síðan áfram hjá
prentsmiðju Vísis fram til ára-
móta 1971-1972 er hann réðst
sem verkstjóri í Blaðaprent hf.
sem þá hafði verið komið á fót og
var sameign fjögurra dagblaða,
Tímans, Vísis, Alþýðublaðsins
og Þjóðviljans. Blöðin fjögur
höfðu komið sér saman um að
reisa fullkomna offsetprent-
smiðju til þess að annast útgáfu-
starfsemi þeirra. Þessi vinnsla í
útgáfu dagblaða var alger bylting
hér á landi en hafði tíðkast um
nokkurt skeið erlendis. Alger-
lega ný vinnubrögð urðu að tak-
ast upp á öllum sviðum í vinnslu
blaðanna, þar sem blýið var horf-
ið úr setningu og til prentunar, en
í staðinn tekin upp ljóssetning á
pappír og prentun af offset-
plötum. Allt vora þetta ný vinnu-
brögð, sem okkur prenturum var
að miklu leyti ókunnugt hvernig
leysa ætti af hendi. Kostaði þessi
breyting frá gamalli og hefð-
bundinni prentaðferð til nýrrar
tækni mikla undirbúningsvinnu.
Þar lögðu margir mætir menn
hönd á plóginn. Einn þeirra var
Óli Ingi og var hlutur hans stór í
þeim efnum.
í Blaðaprenti lágu leiðir okkar
saman. í nokkur ár unnum við
saman, hlið við hlið að lausn
margvíslegra vandamála, sem
óhjákvæmilega hlutu að koma
upp í sambandi við rekstur slíks
fyrirtækis. Vandamálin vom
leyst, og það var ekki síst því að
þakka hve mikilli þekkingu og út-
sjónarsemi þessi ungi maður bjó
yfír. Hann fylgdist vel með tækni-
nýjungum í prentverki og miðlaði
óspart öðmm af þekkingu sinni.
Þegar einhverjir örðugleikar
steðjuðu að, var það oft viðkvæði
hjá Óla Inga að það yrði bara að
ganga í það að leysa málin. Ekk-
ert vfl.
Þetta vom ánægjulegir tímar.
Fólkið sem vann á þessum ámm í
Blaðaprenti, bast óvenjulega
sterkum vináttuböndum, sem
lýsa sér meðal annars í því að þótt
það sé löngu hætt að vinna sam-
an, kemur það ennþá saman einu
sinni á ári til þess að halda hópinn
og minnast liðins tíma. Óli Ingi
var vinsæll hjá þessu fyrmm sam-
starfsfólki sínu vegna hreinskilni
sinnar og ljúfrar framkomu. Ég
veit að þessi hópur hugsar nú til
óla Inga með þakklæti fyrir sam-
fylgdina og sendir samúðar-
kveðjur sínar til konu hans,
bama og annarra ástvina.
Eftir að Óli Ingi hætti störfum í
Blaðaprenti vann hann um skeið í
prentsmiðju G. Ben., sem sölu-
maður hjá ACO í prentvörum og
sem kennari við prentdeild Iðn-
skólans. Á öllum þessum stöðum
var hann mikils metinn. Að lok-
um réðst hann sem prentsmiðju-
stjóri á þann vinnustað þar sem
hann hafði hafið prentnám. Þar
hafði hann fomstu um mjög
umfangsmiklar tæknibreytingar á
vinnslu DV sem þá stóðu fyrir
dymm. Eigendur Dagbl. Vísis
kunnu líka vel að meta þennan
hæfileikaríka samstarfsmann og
studdu við bak hans með miklum
sóma í veikindum hans.
Ég sem þessar línur rita heim-
sótti Óla Inga á Landspítalann
rétt eftir að sjúkdómur hans hafði
verið greindur. Hann var allhress
að sjá. Ég vissi þó að honum leið
ekki vel. Samt brosti hann við
mér og sagði að þetta væri eins og
hvert annað mál sem þyrfti að
leysa. Alltaf jákvæður og sama
baráttugleðin. Ég fór af fundi
okkar fullur vonar, og óskaði
þess af heilum hug að honum yrði
að trú sinni. Svo varð því miður
ekki. Við getum vonað og gert
okkar áætlanir, en það er annar
sem ræður för.
Ekki er hægt að minnast svo
Óla Inga að ekki sé getið konu
hans Sigríðar Sigurjónsdóttur,
því svo kært var með þeim hjón-
um. 16. mars 1968 gengu þau í
hjónaband og hafa eignast þrjú
mannvænleg böm. Elst er Anna
Sigurborg, þá Ingi Rafn og yngst-
ur er svo Sigurjón. Sirrý hefur
reynst manni sínum tryggur og
góður lífsfömnautur og verið
honum stoð og stytta í veikindum
hans.
Að leiðarlokum langar mig til
þess að þakka Óla Inga sam-
fylgdina. Þrátt fyrir töluverðan
aldursmun tengdumst við
traustum vináttuböndum sem
aldrei bar skugga á. Þegar ég
heyri góðs manns getið, mun ég
ávallt minnast hans. Ég og fjöl-
skylda mín sendum Sirrý og böm-
um þeirra hjóna okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Óðinn Rögnvaldsson
Kristján Theódór Ámason
„Ted borgarstjóri“
Ted Ámason andaðist 26. des-
ember sl. í Johnson-minn-
ingarsjúkrahúsinu í Gimli eftir
fimm ára hetjulega baráttu við
krabbamein.
Ted fæddist í Gimli 25. júní
1918. Hann var óþreytandi elju-
maður allt frá æsku er hann hóf
störf á býli foreldra sinna og síðan
við margvísleg fyrirtæki sín.
Hann var fjögur ár í flugher Kan-
ada í síðari heimsstyrjöld en árið
1946 stofnaði hann með Valda
bróður sínum sjálfsafgreiðslu-
verslunina „Ámason’s Self Ser-
ve”, sem var fyrsta verslun af því
tagi í Gimli.
Síðar starfaði hann við marg-
vísleg fyrirtæki á sviði bygginga-
starfsemi ásamt bræðmm sínum,
Baldwin, Joe, Frank og Wilfred,
og stofnaði loks ferðaskrif-
stofuna Viking Travel Ltd. árið
1974.
Ted var ætíð mjög áhugasamur
um félagsmál og virkur meðlimur
félaga þeirra og klúbba, sem
hann gerðist aðili að. Árið 1977,
þegar hann var kominn á þann
aldur, er flestir fara að hugsa um
að setjast í helgan stein, bauð
hann sig í fyrsta sinn fram til opin-
bers starfs og var kjörinn borgar-
stjóri Gimli. Þau tólf ár sem hann
gegndi því embætti, gerði hann
sér far um að stjóma af réttsýni í
allra garð, kynna Gimli og bæta
kjör íbúa bæjarins og nágrennis.
Hann vann af kappi í ýmsum
nefndum og samtökum á vett-
vangi bæjarins. Meðal helstu af-
reka hans á því sviði vom árang-
ursrík barátta hans gegn
Garrison-veitunni, sem ógnaði
Winnipegvatni, og gerð útivistar-
svæðis fyrir íbúa Gimlis og um-
hverfis.
Hin mikla virðing, sem Ted
naut meðal íbúanna, kom fram í
því að hann var endurkjörinn
þrisvar í embætti borgarstjóra,
svo og í sérstöku kveðjuhófi, sem
honum var haldið og honum þótti
sérstaklega vænt um.
Ted hafði sérstakan áhuga á að
efla áhuga og skilning manna á
íslenskri menningu og erfðum,
sem hann var svo hreykinn af.
Hann talaði íslensku og eftir
margar ferðir til íslands og vin-
fengi við marga íslendinga, var
það honum sem annað heimili.
Hann vann ötullega í Þjóð-
hátíðarnefnd um tuttugu ára
skeið og beitti hinni miklu
samningalipurð sinni og
höfðingslund til að treysta tengsl-
in milh íslands og Kanada. Hinn
17. nóvember 1989 var hann
sæmdur æðsta heiðursmerki ís-
lands, Riddarakrossi Fálka-
orðunnar, af forseta íslands.
í dagfari sínu öllu var Ted trúr
þeim einkunnarorðum, sem hann
innrætti bömum sínum og bama-
bömum: „Það, sem þið veitið lífi
annarra, veitist ykkur aftur.”
Tryggð hans við fjölskyldu sína,
hlýleiki hans og örlæti, mætur
hans á samvistum við fjölskyldu
og vini, vammleysi hans og að-
dáun á vel unnu verki mun alltaf
verða í minnum höfð í fjölskyldu
hans og meðal hinna mörgu vina
hans.
Marjorie, konaTeds, lifirhann
ásamt þrem dætmm þeirra, eigin-
mönnum þeirra og bömum, Petr-
ínu móður hans, fjómm bræðmm
og þrem systmm, en Guðjón fað-
ir hans og tveir bræður em látnir.
Neil Bardal
Fimmtudagur 4. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7