Þjóðviljinn - 09.01.1990, Side 3

Þjóðviljinn - 09.01.1990, Side 3
FRETTIR Magnús Yfir 40 þúsund áhorfendur Þráinn Bertelsson bíður eftir aðfá aðgera nýja mynd Magnús, kvikmynd Þráins Bertelssonar, hefur verið valin til sýningar á skandínavískri kvikmyndahátíð sem verður haldin í Pompidou listasafninu í París í júní næstkomandi. „Hafandi verið á Evrópuhátíð- inni í Frakklandi hef ég efasemdir um hvernig Frökkum tekst að skipuleggja svona hátíð, en Pom- pidousafnið er merkileg stofn- un,“ sagði Þráinn í samtali við Þjóðviljann. Sýningar á Magnúsi hafa gengið mjög vel undanfarna mánuði og er áhorfendafjöldinn kominn yfir 40 þúsund. „Eg held hún hafi staðið við það sem ég var að vonast eftir, að hún gæti staðið uppi í hárinu á þeim Indiana Jon- es og James Bond og rúllað Bat- man upp,“ sagði Þráinn. Myndin er búin að skila inn fyrir kostnaði, að sögn Þráins. „Nú á hún bara eftir að standa undir mér.“ Þráinn segist núna vera að bíða eftir því hvort Kvikmyndasjóður ætli að leyfa honum að halda áfram að búa til kvikmyndir. „Ég er með handrit að mynd sem mig langar til að gera og mér finnst það alveg frumskilyrði að vera ekki gerður atvinnulaus.“ Kvikmyndin sem Þráinn er með á prjónunum heitir Red nax- ela, öðru nafni Alexander. Red naxela er Alexander lesið aftur á bak og aðalpersónan er 11 ára piltur sem er öðruvísi en aðrir piltar því hann talar aftur á bak. Myndin segir frá Alexander, 15 ára systur hans og foreldrum þeirra að nýafstöðnum hjónask- ilnaði. „Síðasta gamanmynd var um krabbamein, þessi verður um hjónaskilnaði. Þetta er það sem ég vil fá leyfi til að gera. Ég ætla þá að byrja í júní og hafa hana til fyrir jól.“ Um þessar mundir eru tíu ár síðan íslensk kvikmyndagerð hófst fyrir alvöru og gagnrýndi Þráinn það harkalega að þriðja árið í röð væri sama upphæð til úthlutunar hjá Kvikmyndasjóði, 71 miljón króna. „Við erum ekki að biðja um nein musteri yfir okkur sem kosta hundruð milj- óna, við erum bara að biðja um að fá að vinna,“ sagði Þráinn Bertelsson. -gb Kvikmyndir Víkingamynd slegið á frest Erlendir samstarfsaðilar Agústar Guðmunds- sonar stóðu ekki við loforð umframlag til myndarinnar Agúst Guðmundsson kvik- myndaleikstjóri hefur skilað inn styrk sem hann fékk frá Kvik- myndasjóði til að gera víkinga- aldarmyndina Hamarinn og krossinn. Tökum myndarinnar hefur verið frestað um óákveðinn tíma en til stóð að þær hæfust nú í vetur. Erlendir samstarfsaðilar Ág- ústar treystu sér ekki til að inna fyrstu greiðslu sína af hendi á til- settum tíma þar sem þeim hafði ekki tekist sem skyldi að selja sýningarrétt á myndinni fyrir- Ættfrœði 7000 niðjar Hallgríms Péturssonar Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gefíð út niðjatal Hallgríms skálds Péturssonar og Guðríðar Símon- ardóttur í tveim bindum stórum. Þar komast fyrir rösklega sjö þús- und afkomendur sálmaskáldsins og konu hans. Ættliðir eru 13 og fjölgar niðjum mjög hægt framan af - í sjötta lið eru þeir aðeins tuttugu. Ari Gíslason tók ritið saman og ritar inngangskafla um þau Hallgrím og Guðríði, ennfremur er birt ræða sem Sigurbjörn Ein- arsson biskup flutti við afhjúpun minnisvarða um Guðríði í Vestmannaeyjum 1985. Ritið er meira en þúsund blaðsíður og í því 1400 myndir. fram. Kostnaður við gerð mynd- arinnar var áætlaður 60 miljónir króna og átti að skiptast til helm- inga milli Ágústar og hins erlenda fyrirtækis. „Þeim fannst áhættan helst til mikil án þess að hafa tryggt sér tekjur á móti. Ég gerði kannski helst til miklar kröfur til þeirra um að þeir fjármögnuðu helm- inginn, en ég átti erfitt með að breyta því úr þvf ég var farinn af stað,“ sagði Ágúst í samtali við Þjóðviljann. Ágúst sagði að þetta hefði kostað þriggja ára töf frá öðrum verkefnum. „Ætli færi ekki best á því að næsta mynd yrði einföld íslensk mynd þar sem erlendir að- ilar kæmu hvergi nærri,“ sagði hann. Á meðan er Ágúst að undirbúa tök’ur á mynd fyrir sjónvarpið eftir Litbrigðum jarðarinnar, skáldsögu Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar. Ágúst skrifaði sjálfur handritið að þeirri mynd og sagð- ist hann fylgja sögu Ólafs mjög nákvæmlega. Tökur myndarinn- ar, sem verður í tveimur þáttum, eiga að hefjast í sumar og ljúka næsta haust. Sigmundur Örn Arngrímsson, aðstoðardagskrárstjóri innlends efnis á sjónvarpinu, sagði í sam- tali við Þjóðviljann að Litbrigði jarðarinnar væri nokkuð stórt verkefni en hann vildi ekkert gefa upp um kostnað við gerð mynd- arinnar. Sigmundur sagði að áhugi væri á að taka upp nokkur verk næsta sumar, bæði frum- samin fyrir sjónvarp og önnur, en vildi ekki tjá sig nánar um þau að svo stöddu. _oh Einhver bið ætlar að verða á því að veiðarfæri þeirra austfirsku togara sem legið hafa bundnir við brygqju síðustu daqa vegna deilu út af fiskverði sjóblotni á næstunni. Sjómenn rísa upp Svo virðist sem andstaða sjó- manna á ísfísktogurum á Eski- firði, Fáskrúðsfirði og Vopna- firði, að viðbættum smábátasjó- mönnum þar, gegn því fiskverði sem þeim er boðið uppá, njóti töluverðs stuðnings meðal ann- arra sjómanna víðs vegar á landinu. Enn sem komið er hafa þeir ekki gripið til beinna samúð- araðgerða hvað sem síðar kann að verða. Þess í stað hafa borist austur fjölmargar stuðningsyfir- lýsingar og hvatningarskeyti frá áhöfnum skipa og báta, auk þess sem Skipstjóra- og _ stýri- mannafélagið Bylgjan á Isafirði hefur tekið undir kröfur sjó- mannanna jafnframt sem félagið lýsir yfir furðu sinni á afstöðu Landssambands íslcnskra útvegs- manna. Stál í stál Enn sem komið er gengur hvorki né rekur í samningavið- ræðum sjómannanna við við- semjendur sína og á meðan eru viðkomandi togarar bundnir við bryggju. Á Fáskrúðsfirði, þar sem deilan virðist vera einna hörðust, talast aðilar ekki við og virðist sem útgerðir togaranna Hoffells og Ljósafells ætli sér að reyna að taka sjómennina á taugum. Þeir láta hins vegar eng- an bilbug á sér finna og hafa kom- ið saman á degi hverjum til að fara yfir stöðuna og meta næstu leiki í því taugastríði sem útgerð- in stendur fyrir. f þeim leik nýtur hún stuðnings bæði hjá forystu Landssambands íslenskra útvegs- manna og einnig hjá Vinnu- veitendasambandi íslands. Krafa sjómanna á Fáskrúðsfirði er að fiskverð hækki um 37% og um 30% á Eskifirði og hið sama á Vopnafirði. Alli ríki á Eskifirði hefur boðið sínum sjómönnum upp á að 10% af heimalönduðum afla verði gert upp samkvæmt fiskmarksverði en því hafa sjó- mennirnir hafnað. Þá höfðu við- ræður aðila á Vopnafirði ekki skilað neinum árangri síðast þeg- ar fréttist. Hjá sambandi útvegsmanna hefur komið berlega í ljós í þess- ari deilu hversu fiskvinnsluarmur LÍÚ er leiðandi afl innan þess en ekki sjálfstæðir útvegsmenn sem eingöngu gera út en eru ekki jafn- framt eigendur fiskvinnslu- stöðva. í fljótu bragði mætti ætla að hagsmunir sjómanna fyrir hækkuðu fiskverði færu saman með hagsmunum útgerðar en svo er ekki í þessari rimmu sem nú fer fram þar eystra. Kannski er það vegna þess hve eiginlegir útgerð- armenn eru fáir og lítils megnugir innan eigin samtaka. Enda brá stjórn LIÚ skjótt við á dögunum þegar beiðni barst frá útgerðinni á Fáskrúðsfirði um að senda sjó- mönnum þar og félagi þeirra hót- unarbréf þar sem það áskilur sér allan rétt á skaðabótakröfum á hendur þeim fyrir hönd útgerðar- innar láti þeir ekki af aðgerðum sínum. Orðsendingin sem send var austur í skeytisformi er jafn- framt vísbending um það hversu málefnaleysið er mikið í röðum fiskvinnsluarmsins sem sér enga aðra leið út úr deilunni en hótanir í stað málefnalegra umræðna með sjómönnum. Þessi sterka staða fiskvinnsluarmsins innan raða útvegsmanna er í sjálfu sér ekki ný af nálinni því það var ein- mitt sá hinn sami hópur sem fékk því framgengt á aðalfundi LÍÚ í nóvember 1987 að samþykkt var áskorun um að fallið yrði frá þeirri tilraun sem staðið hafði yfir í nokkra mánuði að hafa fiskverð frjálst á helstu botnfisktegund- um. En Verðlagsráð sjávarút- vegsins féllst á að sú tilraun yrði gerð samhliða því að fyrsti fisk- markaðurinn hóf starfsemi sína í Hafnarfirði um miðjan júnímán- uð það ár. Yfirborganir að eigin geðþótta Á meðan forysta LÍÚ klifar sí- fellt á því að við lýði sé lögbundið lágmarksverð fisks samkvæmt því sem Verðlagsráð sjávarút- vegsins hefur ákveðið brjóta þeir hinir sömu það daglega með því í BRENNIDEPLI Fiskverðsdeilan snýst ekki einungis umfiskverð heldur er angi afmiklu stœrra máli og það er hvort áframhaldandi bú- seta eigi að vera á þessum stöðum eða ekki. að yfirborga það verð á alla kanta eftir, sem þeim þykir því henta. Enda er staðreyndin sú að í gangi eru mörg fiskverð þó svo ætlunin sé að austfirskir sjómenn eigi að gera sér það að góðu að fá það lægsta sem er berstrípað Verð- lagsráðsverðið og því vilja þeir að sjálfsögðu ekki una. Með því hafa þeir hægt og hægt verið að grafa undan ákvörðun- um Verðlagsráðs og í reynd gert starfsemi þess nánast að hálf- gerðri skrípasamkundu þó að ráðið sé í reynd ígildi dómstóls og verðákvarðanir þess lögbundnar. Það er því ekki að undra þó að þeim vaxi ásmegin sem krefjast þess að Verðlagráðið verði af- numið og almennt fiskverð verði gefið frjálst. Þannig hefur það verið skamms tíma varðandi loðnuna og núna dettur nánast engum í huga að hverfa aftur til þess tíma þegar það var háð ákvörðunum Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins. „Sjómennirnir hér ætla ekki að gefa þumlung eftir í þessari deilu og vera áfram þeir einu sem boð- ið er uppá lágmarksverð Verð- lagsráðs á meðan aðrir fá hinar og þessar yfirborganir. Auk þess erum við þannig í sveit settir að sjómenn geta ekki aukið við tekj- ur sínar með útflutningi fisks með gámum eins og víða tíðkast ann- ars staðar. Ekki nema það sé vilji útgerðar og fiskkaupenda að sjó- mennirnir flytji allir sem einn suður á höfuðborgarsvæðið í stað þess að halda þorpinu hér í byggð. Deilan snýst nefnilega ekki einungis um fiskverðið held- ur er angi af miklu stærra máli og það er hvort áframhaldandi bús- eta eigi að vera á þessum stöðum eða ekki,“ sagði Eiríkur Stefáns- son forntaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins á Fáskrúðs- firði. Til að mynda hafa sjómenn á ísfisktogurum á Ólafsfirði fengið 6-7% yfirborgun á þorskverðið og svipað hafa sjómenn fengið á togurum Þormóðs ramma hf. á Siglufirði. Þeir hafa hins vegar farið fram á 10-15% hækkun og hafa gefið fyrirtækinu frest til morguns að samþykkja það. Þá fengu sjómenn á tveimur vertíð- arbátum frá Grindavík 20% hækkun á ufsaverði á dögunum, auk þess sem verð á þorski hækk- ar um 6-7 krónur. Áður höfðu sjómennirnir þar hafnað þessu tilboði en sáu sitt óvænna þegar þeim var hótað afskráningu og aðrir yrðu ráðnir í þeirra stað. Að mati framkvæmdastjóra Sjómannasambands íslands er það meðalverð sem austfirskum sjómönnum er boðið uppá fyrir kílóið af þorski um 37 krónur á meðan gangverð á fiskmörkuð- unum var í nóvember síð- astliðnum fyrir kílóið af slægðum þorski 67,40 krónur. Þó svo að kjarasamningar sjómanna séu út- runnir gilda þeir á meðan ekki hefur verið samið um nýja og því eru hvorki heildarsamtök sjó- manna né einstök félög þeirra beinir aðilar að fiskverðsdeilu sjómanna heldur áhafnir við- komandi togara. Á þessari stundu er erfitt að geta sér til um hverjar lyktir deilunnar fyrir austan verða. Vel getur svo farið að hún breiðist út til annarra staða og verði að al- mennum aðgerðum sjómanna til að ná fram betri kjörum. Með tilkomu kvótakerfisins og enn hertari aflatakmörkunum geta sjómenn ekki aukið tekjur sínar með meiri sjósókn eins og áður var og geta því aðeins vænst meiri tekna með því að auka verðmæti þess afla sem þeir draga úr sjó hverju sinni. Að því er unnið á mörgum vígstöðvum og víða hef- ur borið árangur þótt það mætti eflaust ganga hraðar fyrir sig. -gi-h *' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.