Þjóðviljinn - 09.01.1990, Blaðsíða 11
I DAG
Magnús Magnússon
blikksmíðameistari
Fœddur 26. nóvember 1923 - Dáinn 23. desember 1989
Kallið kom í morgunsárið á
Þorláksmessu. Sigrún uppeldis-
systir okkar hringdi í mig á Þor-
láksmessumorgun og tilkynnti
mér að Magnús hefði þá farið yfir
móðuna miklu, um það leyti sem
hið gamla tímatal skipti dögum.
Fráfall Magnúsar kom mér
ekki á óvart. A síðasta ári heim-
sóttu þau hjónin Margrét og
Magnús okkur Áslaugu á Akur-
eyri. Þá virtist vera hlé á milli
stríða. Magnús var að vanda hlýr
í viðmóti og gerði hið minnsta úr
veikindum sínum. Ekki renndi
mig grun í það að þetta yrði okkar
síðasti fundur. Eg var, satt að
segja, farinn að vona að fram-
undan væri hlé á baráttunni við
manninn með ljáinn.
Magnús gekic með sjúkdóm,
sem sjaldan sleppir taki á nokkr-
um þeim, sem seldir eru undir þá
sök að komast í snertingu við
hann. Því miður var ég ekki
sannspár.
Magnús var karlmenni í lund
og búinn þeirri skapgerð að mæta
lífinu með æðruleysi á hverju sem
gekk og bera ekki sig eða sitt á
torg. Hann var dulur maður að
eðlisfari, þrátt fyrir að vera
mannblendinn og opinn þegar
aðrir þurftu til hans að leita.
Hann var haukur í horni margra
og hjálpsamur, svo að eftir var
tekið.
Leiðir okkar frændanna lágu
saman á Brúsastöðum í Þingvall-
asveit. Á Brúsastöðum bjó Jón
Guðmundsson frá Hörgsholti í
Hrunamannahreppi, föurbróðir
Magnúsar og móðurbróðir minn,
ásamt konu sinni Sigríði Guðna-
dóttur frá Laxárdal í Gnúpverja-
hreppi. Þau hjón tóku fimm börn
ífóstur. Sigrún varelstíhópnum.
Hún var systkinabarn við okkur
Magnús. Bæði Sigríður og Har-
aldur höfðu ílenst á Brúsastöð-
um, en voru óskyld okkur. Sigrún
var tekin, þegar móðir hennar
Guðrún systir Jóns bjó við lang-
varandi veikindi. Magnús kom
nokkru seinna, eftir fráfall móð-
ur hans, Jakobínu, sem var ein
þeirra á þessum árum, sem hvíti
dauðinn felldi íblóma lífsins. Síð-
astur kom ég í þennan hóp. Ég
hafði verið sendur í sveit þá um
sumarið eftir gullbrúðkaup afa
okkarogömmuíHörgsholti. Um
haustið lést móðir mín af barns-
burði, frá okkur sex ungum
systkinum. Svo fór að ég ílentist á
Brúsastöðum.
Hér myndaðist nýr systk-
inahópur undir handleiðslu Sig-
ríðar fósturmóður okkar, sem var
í senn mikil móðir og óvenjuleg
kona, um framkvæmdasemi og
mannúðarstörf. Því miður nutum
við ekki hennar ástríkis og leið-
sagnar til fullorðinsára. Eftir það
nutum við leiðsagnar Sigrúnar
frænku okkar og uppeldissystur,
sem hélt uppi merki Sigríðar fóst-
urmóður okkar og Brúsastaða-
heimilis, svo lengi sem þess var
kostur.
Við frændurnir vorum fteddir á
sama árinu. Ég um mitt ár en
hann í skammdeginu. Við urðum
snemma leikbræður og höfðum
mikið saman að sælda, vorum
fermingarbræður, og fylgdumst
saman í skólagöngu þeirra tíma.
Snemma á þessum árum varð
Magnús fyrir óheppni af mínum
völdum, sem rekia má til óað-
gæslu minnar. Ég hafði lengi
samviskubit af þessum sökum
gagnvart Magnúsi. Við þetta urð-
um við enn nánari en áður.
Aldrei galt ég þessa í samskiptum
okkar. Sú vinátta sem þarna
myndaðist kom okkur báðum að
liði, þegar hvor okkar átti um sárt
að binda.
Báðir fórum við til náms, með
sinn hvorum hætti og tileinkuð-
um okkur ólík lífsviðhorf. Enn
naut ég Magnúsar og frændsemis-
tengsla við hann. Magnús eldri,
faðir Magnúsar yngra hafði gifst
Bjarnheiði Brynjólfsdóttur frá
Neskaupstað. Þau ráku matsölu í
Hafnarstræti 18 um árabil. Þar
naut ég skjóls, sem mér hálf-
heilsulausum á þessum árum, var
mikils virði. Ékki var gerður
munur á okkur frændunum, hjá
þeim Magnúsi og Bjarnheiði,
þótt þau hefðu engar skyldur við
mig.
Á þessum árum bjuggum við
Magnús saman á Bræðraborgar-
stígnum. Þetta var sá tími sem við
þurftum mikið að sækja hvor til
annars. Skýjaborgir æskudrauma
falla og við blasir lífið, sem oft er
ranghverfa lífsmarkmiða ungra
manna.
Það tók mikið á Magnús að
verða fyrir vinnuslysi á þessum
árum. Tímunum saman gat hann
ekki stundað sitt erfiða starf,
vegna afleiðinga slyssins, sem
bæði hafði líkamleg og andleg
áhrif með stöðugri vanlíðan. Með
kaldri ró og fágætri þolinmæði
vann hann sig frá þessum vanda
og leitaði nýrra leiða.
Brátt kom í Ijós að honum var
sýnt um að gera verkteikningar
og vinna að áætlunargerð og út-
reikningi verka. Má vera að hér
hafi verið kveikjan að samstarfi
þeirra vinnufélaga, sem síðar
stofnuðu blikksmiðjuna Vog.
Eitt er þó víst að hæfileikar hans
nýttust vel við teikningar og áætl-
anagerð. Sannorðir menn segja
mér að hann hafi verið, á þessu
sviði, burðarás fyrirtækis þeirra
félaga.
Svo hagaði til, fyrir fáum
árum, að ég þurfti að vera í
Reykjavík nokkurn tíma vegna
veikinda. Á þeim tíma
kynntumst við Magnús að nýju,
því að lengi höfðu vegir okkar
ekki mættst. Þá trúði hann mér
fyrir því að illa horfði hjá Vogi.
Ég bar upp við hann þá tillögu að
hann gerðist fjármálastjóri og
húsbóndi í Vogi. Það aftók hann.
Ég er þess viss að hefði svo orðið
raunin, má svo vera, að merkið
væri ekki fallið í dag.
Að standa yfir moldum Magn-
úsar Magnússonar vekur margar
tilfinningar. Magnús var einn
þeirra örfáu manna sem ég trúði
betur fyrir mínum hlut en sjálfum
mér.
Minningin um valmennið, sem
skilaði miklum skerf í starfi sínu
og leggur ætt vorri mikinn hlut
mannvænlegs fólks, og fyllir mig
þakklæti og friði.
Ég vil um leið minnast þeirra
Magnúsar föður hans og Bjarn-
heiðar, sem ekki gat vegna sjúk-
leika staðið yfir moldum stjúp-
sonarins, Þórdísar systur Bjarn-
heiðar, sem tóku mig sem bróður
Magnúsar, og þakka þeim sam-
fylgdina.
Ég votta þeim systrum Bjarn-
heiði og Þórdísi, ennfremur
Eddu systur Magnúsar, fyllstu
hluttekningu mína. Margréti og
ættboga þeirra hjóna votta ég
samúð mína og heillir á komandi
tímum. Þeirra verður að erfa
landið.
Með Magnúsi er fallinn maður
sem mér verður aldrei bættur. Ég
veit að svo er um okkur öll sem
kynntumst honum.
þJÓÐVILJINN
FYRIR 50 ÁRUM
Sprengjuárás á „Ny Dag“, dag-
blað Kommúnistaflokksins í
Stokkhólmi. Eftirbókabrennurí
Danmörku-sprengjutilraun í
Svíþjóð. Bókabrennan á bókum
Andersen-Nexös í Danmörku,
sprengjutilræðið við Ny Dag í
Stokkhólmi, - það eru vörður á
leiðinni til fasisma á Norður-
löndum.
9. janúar
þriðjudagur. 9. dagur ársins. Sól-
arupprásíReykjavíkkl. 11.07-
sólarlag kl. 16.03.
Viðburöir
Simone de Beauvoir rithöfundur
fædd árið 1908. Verkalýðsfé-
lagið Aldan á Sauðárkróki stofn-
að árið 1930.
AÐAL-
FUNDUR
í samræmi við ákvarðanir hluthafafundar 26. júií sl.
er nú boðað til aðalfundar Iðnaðarbanka íslands hf.
árið 1990. Verður fundurinn haldinn í Súlnasal Hótel
Sögu, Reykjavík, miðvikudaginn 17. janúar 1990
oghefstkl. 16:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta
félagsins.
2. Tillagaumnýjarsamþykktirfyrirfélagið,
Breytingar frá núverandi samþykktum felast
aðallega í breytingum á tilgangi og starfsemi
félagsins, sem lúta að því að félagið hætti
bankastarfsemi og verði m.a. eignarhaldsf élag um
hlutabréf í íslandsbanka hf., sbr. samþykkt
hluthafafundar 26. júlí sl. varðandi kaup á
hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf.
og samnma rekstrar Iðnaðarbankans við rekstur
þriggja annarra viðskiptabanka.
3. Önnurmál,löglegauppborin.
4 Tillaga um frestun fundarins. Bankaráð boði
tíl framhaldsfundar sem haldinn verði í siðasta lagi
fyrir lok aprílmánaðar nk.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka,
Lækjargötu 12,2. haeð frá 10. janúar nk.
Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn,
þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega
í síðasta lagi 10. janúar nk.
'Reykjavik, 20. desember 1989
Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf.
0 iðnaðartiankinii
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúöa vikuna
5.-11.jan. 1990 er i Holts Apóteki og
Laugavegs Apóteki.
Fyrrnefnda apótekiö eropið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 frídaga). Siöarnef nda apótekið er
opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LOGGAN
Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur 4 12 00
Seltj.nes sími 1 84 55
Hafnarfj sími 5 11 66
Garöabær 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabílar:
Reykjavík sími 1 11 00
Kópavogur sími 1 11 00
Seltj.nes sími 1 11 00
Hafnarfj sími 5 11 00
Garðabær sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavikur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögumallan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma-
pantanir í síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím-
svara 18888.
Borgai spitalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspit-
alinn: Göngudeildin eropin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn sími 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna simi
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt8-17áLæknamið-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsími vaktlæknis 985-23221.
Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvaktlæknas.
1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn:
virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18,
ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild
Landspitalans: 15-16. Feðratími 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadeild Land-
spitalans Hátúni 10 B. Alladaga 14-20
ogeftirsamkomulagi.Grensásdeild
Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Heilsuverndarstöðin við
Barónsstígopinalladaga 15-16og
18.30-19.30. Landakotsspítali: alla
daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild:
heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði:
alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsið Húsavík: alla daga 15-16 og
19.30-20.
YMISLEGT
Hjáiparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung-
lingaTjarnargötu 35. Simi: 622266, opið
allansólarhringinn.
Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum
efnum. Sími 687075.
MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga f rá
kl.8-17. Síminner 688620. *
Kvennaráðgjöfin Hlaóvarpanum Vestur-
götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, •
sími 21500, símsvari.
Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðiö hafa
fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari.
Upplýsingar um eyðni. Sími 622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing
ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssim-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, sími 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar
hafaverið ofbeldi eða orðið fyrirnauögun.
Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags- ogfimmtudagskvöldum kl. 21-
23. Simsvari á öðrum timum. Siminn er
91-28539.
Bilanavakt rafmagns- og hiiaveitu: s.
27311. Rafmagnsveita bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími
21260 allavirkadagakl. 1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt í sima 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 á fimmtudagskvöldum.
„Opið hús“ krabbameinssjúklinga
Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á
fimmtudögum kl. 17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringið í síma91 -
22400 alla virka daga.
GENGIÐ
5. jan. 1990
kl. 9.15.
Sala
Bandaríkjadollar............. 60.96000
Sterlingspund................ 99.54500
Kanadadollar................. 52.53600
Dönskkróna.................... 9.26440
Norskkróna.................... 9.29690
Sænskkróna.................... 9.86570
Finnsktmark.................. 15.14910
Franskurfranki............... 10.57510
Belgískurfranki.............. 1.719500
Svissnesku, franki........... 39.53310
Hollenskt gyllini............ 32.00420
Vesturþýskt mark............. 36.13520
Ítölsklíra................... 0.048100
Austurrískur sch.............. 5.13890
Portúg. Escudo................ 0.40860
Spánskurpeseti................ 0.55750
Japansktyen................... 0.42282
Irsktpund..................... 95.1620
KROSSGÁTA
Áskcll Einarsson
Lárétt: 1 andvari4virki
6 orka 7 úrþvætti 9 ung-
dómur 12 barði 14 sár
15 tryllt 16 yfrinn 19
bindi 20 heiti 21 hrædd-
an
Uóðrétt: 2 ullarílát 3
bleytu 4 kular 5 auðug 7
árstiðar 8 gamlar 10
mikinnH útliminn13
ótta17þjálfa18eira
Lausn á siðustu
krossgátu
Lárétt: 1 efla4sjór6
urt 7 síst 9 öran 12 átaki
14aur15sói16neita
19blað20ónýt21
ranga
Lóðrétt: 2 fri 3 autt 4
stök 5 ósa 7 stabbi 8
sárnar10risana11
neisti 13 ali 17 eða 18
tóg