Þjóðviljinn - 10.01.1990, Page 4

Þjóðviljinn - 10.01.1990, Page 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Þjóðleik- húsið Þjóðleikhúsiö er ekki klætt hvítum marmara að utan eins og höfundur þess, Guðjón Samúelsson, hafði hugsað sér. Fleira er þar með öðru sniði en áætlað var. Þeir sem nú í bekkjaraða-rimmu mótmæla öllum sýnilegum breytingum á verkum Guðjóns Samúelssonar, í virðingarskyni við hug- myndir og minningu hans, ættu fremur að efna til fjársöfn- unar um hvítan marmara utan á Þjóðleikhúsið, eins og hann dreymdi um, eða útvega koparspíruna sem hann teiknaði ofan á Landakotskirkju. Það er því óþarfi að kveina af hneykslun vegna breytinga á Þjóðleikhúsinu af hugsjónaástæðum. í fyrsta lagi birti arkitekt þess margar hugmyndir að húsinu og valdi nauðug- ur eða viljugur þær sem framkvæmanlegar voru á hans tíma. Til að mynda sýnir teikning Guðjóns Samúelssonar frá 1929 hugmynd hans um sal hússins með einum svölum eins og byggingarnefndin leggur til að verði látið rætast núna. í öðru lagi er leikhús framar öðrum byggingum nytjalist. Gæði og heilagleiki leikhússbyggingar ráðast því eingöngu af því hvernig tekst að nálgast það markmið listarinnar og þjóna áhorfendum sem best. Þótt menn hafi neyðst til að kaupa Ijótar þiljur innan á sal Þjóðleikhússins vegna tak- markaðs vöruvals eftirstríðsáranna öðlast þær ekkert sjálf- stætt verndunargildi á því að hafa farið í taugarnar á fólki í 40 ár. Þótt börn og margir aðrir áhorfendur hafi séð illa á Þjóð- leikhússviðið og heyrt misjafnlega í listafólkinu í tæpa hálfa öld er okkur ekkert vandara um að bæta úr því ófremdar- ástandi fremur en Frökkum að leggja fallöxinni. Samlíkingin helgast af því að staðnað eða óhentugt leikhús heggur að lífæð sinni, áhuga gestanna. Talsmenn breytinganna benda réttilega á, að leikhús sem ekki gætir þess í síharðnandi samkeppni að geta boðið gestum bæði fyrsta flokks aðstöðu og sem fjölbreyttast efnisval, er í hættu statt. Allt þetta batnar við fyrirhugaðar breytingar í sal skv. E-tillögu, auk þess sem öryggisatriði krefjast umbóta sem tengjast allar sal hússins. Tillagan nýtur yfirgnæfandi fylgis tæknimanna, leikara og annarra starfsmanna leikhússins, er til verulegra bóta og kostar þó minna en endurbætur á núverandi fyrirkomulagi. Mikið breytingaskeið er gengið í garð í sögu Þjóðleikhúss- ins fyrir forgöngu Svavars Gestssonar menntamála-. ráðherra. Fimm atriði vega þar þyngst, þótt hljóðara hafi verið um þau en t.d. Borgarleikhús og bekkjaraða-rimmu. í fyrsta lagi hefur ríkið yfirtekið skuldir stofnunarinnar upp á 250 miljónir króna. í öðru iagi jók ríkisstjórnin stórlega fjárveitingar til rekstrar hússins og endurbóta 1989. Harma ber þó þann niðurskurð sem fram kemur í fjárlögum 1990. í þriðja lagi liggur nú fyrir samfelld áætlun um þær endur- bætur á húsakynnum og aðstöðu sem talað hefur verið um án aðgerða árum saman. í fjórða lagi verða þjóðleikhúslögin endurskoðuð, m.a. í því augnamiði aó gera það sjálfstæð- ara. Loks verður leiklistin undanþegin virðisaukaskatti sem upphaflega var fyrirhugað að leggja á hana. Á leiklistarþingi 1989, sem haldið var undir titlinum „Þjóð- leikhúsið á tíunda áratugnum”, sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra: „Þjóöleikhúsinu nægir ekki að starfa innan sinna veggja og fyrir það fólk sem þangað kemur. Þjóðleikhúsiðáeinnig að nátil annarraleikhúsa og leiklistar- hópa í landinu." í grein Gísla Alfreðssonar þjóðleikhússtjóra í Þjóðviljanum í dag leggur hann áherslu á þetta sjónarmið. Starfsemi Þjóðleikhússins getur því ekki fallið niður, fremur en Há- skólans, Alþingis eða forseta íslands, meðan endurbætur fara fram á ytra borðinu, hversu mjög sem menn dýrka það. ÓHT KLIPPT OG SKORIÐ Draumurinn búinn Matthías Johannessen ritstjóri (nýlega sextugur, til hamingju með það!) jarðar ameríska drauminn í Helgispjalli sínu í Sunnudagsmogga. Hann er að spjalla um bandaríska 19. aldar höfundinn Henry David Thoreau og segir: „... umfram allt hafnaði hann bandaríska draumnum um svotil takmarkalausa velgengni og hefði líklega tekið undir að- finnslur Normans Mailers undir rós einsog þær birtast í verkum hans, ekki síst í An American Dream, þessari vel skrifuðu skáldsögu sem snertir mann þó ekki sem áleitin heild vegna þess hve efnið er fjarlægt og framandi, raunar álíka ýkt og fáránlegt og martröð sem er undantekning í vöku. Minnir á Tough Guys don‘t dance, aðra skáldsögu af sama toga, sem kemur manni einhvern veginn ekki heldur við, nema hvað líkingar og myndhvörf eru fersk og frumleg og eftirminni- legur skáldskapur á stundum, ein útaf fyrir sig. Ein og án tengsla við glæpasöguna að öðru leyti. Lýsingin á foreldrum söguhetj- unnar er þó áhrifamikil og raun- sæ tíðindi úr lífinu sjálfu og gæti staðið ein sér sem mikilvæg smá- saga um bandaríska drauminn, fyrirheitin og blekkinguna. En báðar fjalla þessar sögur fremur um úrhrök en þegna og þjóðfélag. Um illgresi á ösku- haugi. Það var engin tilviljun að Mail- er skrifaði mikla bók um Marilyn Monroe, þetta frægasta fórn- ardýr þessa draums, ásamt Mart- in Luther King, og þá ekki síst Kennedy forseta. Pað er skröltormur í námunda við þennan bandaríska draum; þessi tómleiki, þessi grimmd og þessi ótti.“ Segir Matthías. Stolið i krafti stærftar Friðrik Þór Guðmundsson skrifar grein í Alþýðublaðið í gær um efni sem iðulega veldur nokk- urri gremju á „litlu blöðunum", það er þegar stóru fjölmiðlarnir, útvarp, sjónvarp og DV nota efni frá Þjóðviljanum, Tímanum og Alþýðublaðinu án þess að geta heimilda. Þar segir: „Það er býsna algengt og al- gengara en lesendur fjölmiðla gera sér grein fyrir, að stóru fjöl- miðlarnir notfæri sér fréttir litlu fjölmiðlanna og geri að sínum án þess að geta þess hvaðan frum- kvæðið kom. DV og ljósvaka- miðlar hafa ósjaldan skákað í því skjóli að lesendahópur Alþýðu- blaðsins, Þjóðviljans og Tímans er takmarkaður en ritstjórnirnar ekki síður öflugar í fréttaleitinni ... Iðulega er þá horft framhjá þeirri sjálfsögðu reglu samvisku- samra fjölmiðlamanna að „gefa kredit“.“ í framhaldinu bendir Friðrik Þór á mörg lýsandi dæmi um þess háttar „samskipti" Alþýðublaðs- ins og DV. Splunkunýtt dæmi af þessu blaði er viðtal Ólafs Sig- urðssonar í sjónvarpsfréttum á sunnudag við Sigurlaugu Ás- geirsdóttur, sem Ólafur Gíslason ræddi líka við í Nýju Helgarblaði á föstudaginn var. Ef Ólafur Sig- urðsson hefði getið um ýtarlega umfjöllun Nýs Helgarblaðs hefðu áhugasamir hlustendur getað sett sig mun betur inn í sögu Sigur- laugar og fólksins hennar en sjón- varpsfréttin gaf þeim tækifæri til, svo stutt og yfirborðsleg sem hún var. Annað dæmi er frétt Þjóðvilj- ans í nóvember um söluskattinn sem tryggingafélögin héldu áfram að taka af fólki sem greiddi tryggingar sínar fram á árið í ár, þó að tryggingar séu undanþegn- ar virðisaukaskatti. Allir fjöl- miðlar tóku fréttina upp og svo fór að tryggingafélögin endur- greiddu söluskattinn - en enginn minntist á frumkvæði Þjóðvilj- ans. Mandela að losna Morgunblaðið segir frá því í gær að blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela vonist til að losna úr fangelsi á næstu dögum eða vikum. Hann hefur nú setið inni í 28 ár og smám saman orðið sameiningartákn þeirra mörgu sem berjast gegn aðskilnaðar- stefnu stjórnvalda í Suður- Afríku. Undanfarin ár hefur hópur manna skipst á að standa vaktir, nótt sem nýtan dag, fyrir framan sendiráð Suður-Afríku í geysi- stóru hvítu húsi - eða kastala - við Trafalgartorg í Lundúnum til að mótmæla því að Nelson Mand- ela sé haldið í fangelsi, gömlum og lasburða eftir innilokun og pyntingar í hátt á þriðja áratug. Vaktmenn bjóða vegfarendum að skrá nöfn sín á lista til að and- mæla fangelsisvist Mandela, stundum er leikin tónlist og hald- nir baráttufundir gegn aðskilnað- arstefnunni. Gegnt þeim, handan við mjóa gangstéttarræmu, standa lögregluþjónar hennar hátignar Elísabetar Englands- drottningar og passa að ekki komi til handalögmála milli skoð- anahópa. Nú geta þessir óþreytandi vökumenn kannski farið heim að sofa bráðum, því vaka þeirra hef- ur verið bundin við nafn Mand- ela. En þau vita eins vel og við og kannski betur, að baráttunni er ekki lokið þó að þessi áfangasigur náist. Við bíðum þess öll að frels- isbárur okkar stórkostlegu bylt- ingartíma berist svona langt suður á bóginn. „1984“ kemur aldrei Sem minnir á ágætan pistil Magnúsar Torfa Ólafssonar um erlend tíðindi í DV um helgina þar sem segir: „Unga kynslóðin í Rúmeníu, sem gekk í fyrstu tómhent fram fyrir byssukjaftana og barðist svo með lánsvopnum við hlið hersins, er sú sem vaxið hefur úr grasi síð- an Ceausescu og slekti hans Nelson Mandela þegar hann var upp á sitt besta, klæddur að hætti síns fólks komst til valda. Áróður ein- valdsstjórnarinnar hefur öllu öðru fremur beinst að því að móta þennan aldursflokk, gera hann leiðitaman valdhöfum og ómóttækilegan fyrir öðrum boð- skap en þeir vilja gera að sínum. Sjaldan hefur sannast jafneftir- minnilega hver firra það er að halda því fram að nútíma fjöl- miðlatækni geri valdhöfum kleift að ala upp með heilaþvotti og áróðurstækni kynslóð sem verði viljalaust deig í vélum stýri- bragða þeirra. Fyrir ekkert kom að fjölmenn stofnun var sett á laggirnar til að sjá um að ekki kæmist í kennslu- efni í skólum stafkrókur sem bryti í bág við boðskap Ceausescu-dýrkunarinnar. Valdið yfir fjölmiðlum var í sumar og haust notað til að dylja eins og framast var unnt fyrir Rúmenum hverju fram vatt í stjórnarfari nágrannalanda þeirra. Blöð og ljósvakamiðlar létu eins og umskiptin í Póllandi og Ungverjalandi og friðsamlegu byltingarnar í Búlgaríu, Austur- Þýskalandi og Tékkóslóvakíu hefðu ekki gerst.“ En sem betur fer er alltaf vænn partur af fólkinu lítt næmur fyrir gegndarlausum einhliða áróðri. Vill ekki trúa, vill hugsa sjálfur. Því miður fyrir litlu kallana sem langar svo mikið til að verða ein- ræðisherrar - hvort sem er í Austur-Evrópu, Ameríku eða á íslandi. Munið að gefa atkvæði ykkar! f dag, 10. janúar, rennur út frestur almennings til að skila at- kvæðum um „bestu bók ársins“ 1989. Það er póststimpill sem gildir svo að þið getið sett at- kvæði ykkar í póst í dag til Félags íslenskra bókaútgefenda, Suður- landsbraut 4a, 108 Reykjavík. Atkvæðaseðilinn klippum við út úr Bókatíðindum sem dreift var í hús fyrir jólin - eða skrifum nafn einnar bókar á blað, kvittum undir með nafni og kennitölu og sendum það af stað. Bækurnar tíu sem valið stend- ur um eru: Ég heiti ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur, Fransí biskví eftir Elínu Pálma- dóttur, Fyrirheitna landið eftir Einar Kárason, Götuvísa gyð- ingsins eftir Einar Heimisson, ís- lensk orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, Náttvíg eftir Thor Vilhjálmsson, Nú eru aðrir tímar eftir Ingibjörgu Har- aldsdóttur, Snorri á Húsafelli eftir Þórunni Valdimarsdóttur, Undir eldfjalli eftir Svövu Jak- obsdóttur og Yfir heiðan morgun eftir Stefán Hörð Grímsson. SA pJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. FramkvœmdastjórlrHallurPállJónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, ólafur H. Torfason. Fróttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pétursson, HildurFinnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÖmarsson (iþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Oiga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 &68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:90 kr. Nýtt Helgarblað: 140kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.