Þjóðviljinn - 16.01.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.01.1990, Blaðsíða 2
______________________FRETTIR_______________________ Sameiginlegt framboð Mjög skiptar skoðanir Formlegt erindi krata um sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Alþýðubandalags ekki tilbúið fyrirfundABR annað kvöld. KristínÁ. Ölafsdóttir: Niðurstaðan gæti haftáhrifá hvortég bjóði migfram. Sigurjón Pétursson: Stefnir allt í sérframboð Stjórn fulltrúaráðs Alþýðu- flokksins í Reykjavík fundaði í gærkveldi þar sem ma. var sett saman erindi til Alþýðubanda- lagsfélagsins í Reykjavík, Birting- ar og Borgaraflokksins um sam- eiginlegt framboð þessara aðila í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Erindið verður lagt fyrir fulltrúaráðið sjálft í lok vikunnar en ABR heldur félagsfund annað kvöld þar sem á ma. að kjósa kjörnefnd. Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins sagði fund ABR á morgun ekki snúast um hugmynd að sameigin- legu framboði minnihlutaflokk- anna í borgarstjórn. Eins og stað- an væri nú væri hann mjög hlynntur því að Alþýðubandalag- ið byði fram sér, hann væri ekki spenntur fyrir samstarfi við Borg- araflokkinn. Sigurjón sagðist hafa verið spenntur fyrir samfylk- ingu allra minnihlutaflokkanna og alþýðuflokksmenn gætu spurt sjálfa sig að því hvers vegna ekk- ert hefði orðið af því. Kristín Á. Ólafsdóttir borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins sagðist vera að velta því fyrir sér hvort hún byði sig fram í vor. Það væri ekkert launungarmál að hún væri mjög á þeirri skoðun að Al- þýðubandalagið ætti að samfyl- kja með þeim sem vildu samfylk- ingu gegn Sjálfstæðisflokknum. Niðurstaða þess máls gæti haft áhrif á hennar ákvörðun. Kristín sagði að þessi mál hlytu að verða rædd á félagsfundi ABR annað kvöld. Ekki væri hægt að láta eins og hugmyndin hefði aldrei komið fram. Formaður stjórnar fulltrúaráðs Alþýðuflokksins, Birgir Dýr- fjörð, sagði fjöimiðla vera nokícr- um leikjum á undan í þessum framboðsmálum. Fulltrúaráðið kæmi ekki saman fyrr en í lok vikunnar en stjórnin myndi leggja fyrir ráðið beiðni um að leita samstarfs við ABR, Birt- ingu, Borgaraflokkinn og óháða. Hann vildi ekkert segja um það hvort beiðnin yrði samþykkt en hann myndi beita sér fyrir því. Margar tilraunir hefðu verið gerðar í þessa átt en það væri sín Samkvæmt skýrslu sem Félags- vísindastofnun hefur gert fyrir Húnæðisstofnun ríkisins hafa 17% allra landsmanna flutt á milli byggðarlaga undanfarin 5 ár og um 25% af íbúum Vest- fjarða. Minnstur flutningur hef- ur verið af fólki frá Norðurlandi vestra, 7%, en frá öðrum kjör- dæmum er hiutfallið 10-20%. Þegar fólk var spurt í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði skoðun að nú væru aðrar forsend- ur uppi til samstarfs og aukinn skilningur á að menn ættu að ræða það sem þeim væri sam- eiginlegt en ekki það sem skildi þá að, það væru fleiri þættir sam- eiginlegir en hitt. Bjarni P. Magnússon borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins sagði mikla breidd geta orðið í sam- sumanð 1988, hvort það vildi búa á sama stað og það gerði, í sama landshluta eða annars staðar, sögðust 32% Vestfirðinga vilja búa annars staðar. En það virðist skipta máli hvort fólk er alið upp í landshlutanum eða ekki, því 62% aðfluttra sögðust vilja búa annars staðar en 16,7% þeirra sem aldir voru upp í landshlutanum. Norðurland vestra sker sig einnig úr í könnuninni. Þar vildu eiginlegu framboði með Alþýðu- bandalaginu og reisn ef eining ríkti um slíkt framboð. Gífur- legur styrkur fælist í því ef gömlu öflin á vinstri vængnum færu fram saman. Sameiginlega þyrftu flokkarnir litlu að bæta við sig í fylgi til að vinna mann en þyrftu að tapa miklu fylgi til að missa mann. -hmp 40,4% búa annars staðar, 62,5% aðfluttra og 30,6% heimamanna. Aðeins 9,7% þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu vildu búa annars staðar en þar, 5,1% þeirra sem voru aldir þar upp og 16,7% aðfluttra. Óánægja með búsetustað var mest í þorpum með íbúafiölda á bilinu 200-1.000 manns. Á þeim stöðum vilja 36,9% búa annars staðar en í sínum landshluta.hmp Virðisaukinn lækkun framfærslu Upptaka virðisaukaskatts um áramótin hafði í för með sér 0,7- 0,8% beina lækkun á vísitölu framfærslukostnaðar, sem ella hefði hækkað um 1,2-1,3%. í stað þess hækkaði framfærslu- kostnaður um 0,5% í janúar mið- að við desember 1989. í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu segir að hækk- un vegna virðisaukaskattsins sé mun minni en gert var ráð fyrir í spám ráðuneytisins. í bjartsýnisspá var gert ráð fyrir 0,7-0,8% hækkun en í svartsýnisspá var búist við 1,5% hækkun. Ráðuneytið telur þríþætta skýringu á þessu. í fyrsta lagi skili verðlækkunaráhrif vegna virðis- aukaskattsins sér betur en reiknað var með. í öðru lagi hafi gjaldskrárhækkun ýmissa opin- berra fyrirtækja verið frestað. Og í þriðja lagi lækkaði verð á bens- íni meira en búist var við auk þess sem verðhækkanir á fjölmörgum vöru- og þjónustuliðum urðu óverulegar. -Sáf Loðna Ekkert lát á veiöi Ekkert lát virðist vera á veiði loðnubáta á miðunum og í fyrra- dag fengu 33 skip alls 25.888 tonn og í fyrrinótt fengu 6 skip samtals 5.500 tonna afla. Að sögn Ástráðar Ingvars- sonar hjá Loðnunefnd er aðal- veiðisvæðið sem fyrr út af Gerpi en þó var loðnuskip þeirra Bol- víkinga, Júpiter að reyna fyrir sér í Rósagarðinum þar eystra. Sökum þess hve lítið var um loðnu á haustvertíðinni var ekk- ert siglt með afla utan, en núna hafa þegar tvö skip siglt, Grind- víkingur til Færeyja og Börkur frá Neskaupstað til Hjaltlands- eyja. -grh Karl Sigurðsson skýrsluhöfundur, Stefán Ólafsson forstöðumaður Félagsvísindastofnunar og Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar kynna skýrslur Félagsvísindastofnunar í gær. Mynd: Jim Smart. .. ,r , Byggðamal Ibúar þoipa vilja burt Diskagjöf til Tónlistarskólans Ásgeir Einarsson í Sindra Stáli hefur gefið Bókasafni Tónlistarskóla Reykjavíkur vænt úrval geisladiska sem hann valdi í samráði við forráðamenn bókasafnsins, m.a. margar óperur, svo og önnur ný og forvitnileg verk. Myndin er frá afhendingu gjafarinnar. Stjórn Innkaupa- stofnunar ríkisins Fjármálaráðherra skipaði í gær í stjórn Innkaupastofnunar ríkis- ins. Stjórnina skipa þeir Hilmar Ingólfsson skólastjóri, Logi Kristjánsson verkfræðingur og Þórhallur Arason skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, sem jafn- framt er formaður. Stjórnin er skipuð til tveggja ára. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins Fjármálaráðherra skipaði líka í gær fulltrúa ráðuneytisins í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna nkis- ins. Það eru þau Adda Bára Sig- fúsdóttir veðurfræðingur, Snorri Olsen skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu og Þorsteinn Geirs- son ráðuneytisstjóri dómsmála- ráðuneytisins. Þau eru skipuð til þriggja ára. Aðrir í sjóðsstjórn- inni eru Einar Ólafsson og Ög- mundur Jónasson frá BSRB og Þorsteinn Jónsson frá BHMR. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Stjórn LÍN Menntamálaráðherra hefur skip- að nýja stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. í stjórninni eru Árni Þór Sigurðsson, hag- fræðingur, skipaður formaður, Guðrún Sigurjónsdóttir sjúkra- þjálfi, Guðmundur Ólafsson hag- fræðingur, Viktor B. Kjartans- son, Arnór Þórir Sigfússon og Arnar Már Ólafsson. Nefnd um skoðanakannanir Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd er kanni hvort rétt sé að setja lög eða koma á reglum um skoðanakann- anir. Leitað verður eftir tilnefn- ingum frá dóms- og kirkjumála- ráðuneyti, Félagsvísindadeild HÍ, Heimspekideild HÍ - en ósk- að er sérstaklega eftir að þar verði tilnefndur kennari í sið- fræði, Blaðamannafélagi íslands og Gallup á íslandi. Ákvörðun ráðuneytisins byggir á þingsál- yktunartillögu frá maí 1988, þar sem ríkisstjórninni er falið að skipa slíka nefnd. Ólafía Hrönn fékk styrk Ólafía Hrönn Jónsdóttir leik- kona fékk í árslok styrk úr Minn- ingarsjóði Gunnars Thoroddsen, en þetta er í fjórða skipti sem styrkurinn er veittur. Styrkurinn nam 200 þúsund krónum og af- henti frú Vala Thoroddsen hann við athöfn í Höfða. Ólafía Hrönn lauk námi frá Leiklistarskóla ís- lands árið 1987 og hefur síðan leikið með ýmsum leikhópum. Hjá LR hefur hún m.a. leikið í Sfldin kemur - síldin fer, Þar sem Djöflaeyjan rís og fer hún nú með hlutverk Magnínu í Ljósi heimsins sem sýnt er á litla svið- inu í Borgarleikhúsinu. Hjón nágranna- prestar Séra Sjöfn Jóhannesdóttir var kjörin sóknarprestur í Djúpa- vogsprestakalli á Austfjörðum. Hún lauk guðfræðiprófi frá Há- skóla íslands árið 1987 og var vígð sem aðstoðarprestur til Kol- freyjustaðarprestakalls haustið 1988 en undanfarið hefur hún þjónað Bjarnanesprestakalli í Hornafirði í námsleyfi sóknar- prestsins þar. Séra Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum er eiginmaður sr. Sjafnar. Hjónin verða því nág- rannaprestar. Virðisaukinn ekki hluti kostnaðarverðs Verðlagsstofnun hefur sent frá sér tilkynningu þar sem athygli þeirra, sem framleiða, flytja inn eða kaupa virðisaukaskattskylda vöru til endursölu, er vakin á því að óheimilt er að telja skattinn til kostnaðarverðs vöru og skal skatturinn því ekki vera hluti af álagningarstofni. Álverið til Reyðarfjarðar Hreppsnefnd Reyðarfjarðar sampykkti ályktun á fundi sínum í síðustu viku þar sem bent er á að Reyðarfjörður uppfylli öll skil- yrði sem þurfi að vera til staðar fyrir stóriðnað og því beri að nýta meginhluta orku Austfjarða- fjórðungs innan fjórðungsins. Bent er á að nýtt álver kalli á virkjun í Fljótsdal og því geti flutningslínur frá virkjunum vart verið styttri. Þá séu samgöngur á landi allgóðar, stutt á væntan- legan alþjóðaflugvöll á Egilsstöð- um, landrými fyrir iðnað og íbúð- abyggð nægilegt og hafnarskil- yrði ein þau bestu á landinu og líklega hvergi ódýrara að gera höfn. Auk þess er bent á að sig- ling til Evrópu sé um sólahring styttri en frá Faxaflóa. „Hrepps- nefnd Reyðarfjarðarhrepps mót- mælir þeirri skoðun, sem oft er haldið fram, að fámenni Reyðarfjarðar og næstu nágrann- abyggða útiloki nánast að reisa fyrirtæki á borð við álver þar. Hreppsnefnd hefur mun meiri áhyggjur af áhrifum stöðvunar á svæðinu en af tímabundnum þen- sluáhrifum, sem vissulega mundu leiða af byggingu stórfyrirtækis, og lýsir sig reiðubúna til að leysa þau vandamál í samvinnu við ná- grannabyggðir," segir í ályktun- inni. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.