Þjóðviljinn - 16.01.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.01.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Aðilar vinnumarkaðar Vextir ræddir við bankana r Igær áttu fulltrúar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Al- þýðusambands íslands og Vinnu- veitendasambands Islands fund með fulltrúum viðskiptabank- anna, þar sem þeim voru kynntar þær hugmyndir sem ræddar hafa verið við samningaborðið um niðurkeyrslu vaxta. Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir mikilvægt að ekki verði beðið með vaxtalækkanir vegna þess að þær séu forsenda þess að hægt sé að keyra niður verðlag í landinu. Ögmundur sagði greinilegt að allir gerðu sér nú grein fyrir því að vextir væru og hefðu verið of háir. Verið væri að ræða mögu- leikana á að gera kjarasamninga þar sem kaupmáttur yrði tryggð- ur og verðbólga og vextir keyrðir niður. Kaupmáttartrygging væri alger forsenda samninga af þessu tagi. Honum skildist að atvinnu- rekendur teldu að þetta gæti gengið upp og þess vegna væri ákvæði um kaupmáttartryggingu aðeins innsigli á að mönnum væri alvara. Formaðurinn sagði fólk orðið þreytt á að gera samninga þar sem það sem næðist fram gufaði síðan allt upp skömmu síðar. Núna vildi fólk snúa þessu við. -hmp Fœðingarheimilið Heilbrigðisiáðhena vill húsið Heilbrigðisráðherra vill leigja eða kaupa hús Fœðingarheimilisins af Reykjavíkurborg. Borgin hefur undirritað leigusamning við lœkna Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra hefur skrifað Davíð Oddssyni borgarstjóra bréf þar sem hann fer fram á það að ríkisspítalarnir geti gengið inn í leigusamning þann sem borgin hefur gert við nokkra lækna um leigu á tveimur hæðum af húsi Fæðingarheimilisins í Reykjavik. Auk þess segist ráðherra vera til viðræðu um það að kaupa húsið af borginni. Tilgangurinn með því er að reka áfram samskonar starfsemi og Fæðingarheimilið Isafjörður Smári hættir Smári Haraldsson líffræðingur og bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjórn ísafjarðar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á framboðslista AB við næstu sveitarstjórnakosningar sem fram fara í vor. Að sögn Smára er ástæðan fyrir þessari ákvörðun hans fyrst og fremst sú að seta í bæjarstjórn og þá sérstaklega í bæjarráði sé tímafrek og taki tíma frá öðrum störfum en þá aðallega frá fjöl- skyldunni. „Ég lít svo á að það þurfi að vera eðlileg endurnýjun í þessu sem og svo mörgu öðru. Þá hef ég ávallt litið svo á að með þátttöku minni í bæjarpólitíkinni fyrir Al- þýðubandalagið hafi ég verið að inna af hendi mína þegnskyldu fyrir minn bæ og minn flokk sem ég hef haft mjög gaman af,“ sagði Smári Haraldsson. Smári skipaði annað sætið á lista Alþýðubandalagsins við kosningarnar vorið 1986 og var þá varamaður Þuríðar Péturs- dóttur í bæjarstjórn ísafjarðar. Þegar Þuríður flutti búferlum að vestan ári síðar varð Smári aðal- maður Alþýðubandalagsins í bæjarstjórninni. -grh I hefur rekið í húsinu í samvinnu við fæðingardeild Landsspíta- lans. Á fundi stjórnar Sjúkrastofn- ana Reykjavíkur á föstudag var lagður fram til kynningar samn- ingur sem undirritaður var af' Hjörleifi Kvaran fyrir hönd Reykjavíkurborgar við Skurð- stofu Reykjavíkur, en svo nefna læknarnir fyrirtækið sem tekur húsnæðið á leigu. Grunnleigan fyrir hæðirnar tvær eru 100 þúsund krónur á mánuði, eða 250 krónur á fer- metra. Einnig eiga læknarnir að greiða3,5% afgrunneiningufyrir unnin læknisverk. Á fundi stjórnar Sjúkrastofn- ana Reykjavíkur lagði Sigrún Knútsdóttir formaður starfs- mannaráðs Borgarspítalans fram afrit af bréfi til heilbrigðisráð- herra frá 10. janúar þar sem stjórn starfsmannaráðsins fer fram á að ráðherra veiti ekki leyfi til starfrækslu sjúkrastofu í hús- næði Fæðingarheimilisins. Að sögn Finns Ingólfssonar að- stoðarmanns heilbrigðisráðherra hefur þetta verið kannað innan ráðuneytisins en fljótt á litið virð- ast ýmsir erfiðleikar við það að neita læknunum um slíkt leyfi. Hinsvegar er ráðuneytið að kanna hvort hægt sé að skilja á milli lækningaleyfis og rekstrar- leyfis. „Þá hefur ráðuneytið sent bréf til stjórnar Sjúkrastofnana í Reykjavík þar sem spurst er fyrir um það hvort það standi til að hætta rekstri Fæðingaheimilisins alveg, því ráðuneytið hafi litið svo á að þetta væri tímabundin ráðstöfun þegar þessum tveimur hæðum var lokað á sl. ári í sparn- aðarskyni fyrir Borgarspítalann. Ef hinsvegar er verið að hætta rekstri þarna þá hlýtur það að kalla á endurskoðun á fjár- veitingum til Borgarspítalans,“ sagði Finnur. Ekki tókst að ná í borgarstjóra í gær en samkvæmt upplýsingum í heilbrigðisráðuneytinu hafði svar ekki borist frá honum. -Sáf Úrskurður Hæstaréttar í minniháttar sakamáli hefur leitt af sér stórfelldar breytingar á meðferð opinberra mála í héraði. Hæstiráttur flýtir fyrir réttarbót Sýslumenn og bæjarfógetar landsins eru nú i óða önn að reyna að átta sig á þeim breyting- um sem gerðar voru á dómskerfi landsins um helgina þcgar flýtt var fyrir aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði með sér- stökum bráðabirgðalögum. Embættismennirnir hafa allir verið boðaðir til Reykjavíkur í dag að sitja fund með dómsmála- ráðherra þar sem hin nýja skipan verður rædd. Nú þegar hafa verið settir í embætti fímrn nýir héraðsdómar- ar úti á landi á þeim stöðum þar sem sýslumaður og fulltrúar hans sáu áður um að stjórna bæði lög- reglurannsókn og dæma í málum. Héraðsdómararnir fímm munu eingöngu sinna opinberum mál- um. Alþingi samþykkti á síðast- liðnu ári lög um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði og áttu þau ekki að taka gildi fyrr en 1. júlí 1992. Það sem varð hins vegar til að flýta fyrir hinum nýju dómarastöðum var úrskurður sem Hæstiréttur felldi í síðustu viku. Þá voru sjö dómarar sam- mála um að senda minniháttar sakamál úr Árnessýslu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Hæstiréttur ó- gilti sem sé dóm sem sakadómur Árnessýslu kvað upp. Ástæða ógildingarinnar var sú að dóm- arafulltrúinn sem kvað upp hé- raðsdóminn hafði einnig komið nálægt lögreglurannsókn máls- ins, þótt ekkert bendi til þess að hann hafi litið hlutdrægt á mála- vöxtu. í úrskurði sínum féllst Hæsti- réttur á það með Mannréttinda- nefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómsstörfum þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn. Forsaga þessa máls er sú að undir árslok 1984 var Jón Krist- insson á Akureyri dæmdur í saka- dómi Akureyrar fyrir brot á um- ferðarlögum. Hæstiréttur stað- festi dóminn að hluta í nóvember 1985. í framhaldi af því kærði Jón ríkisstjórn íslands til Mannrétt- indanefndar Evrópu fyrir að hafa brotið svokallaðan mannrétt- indasáttmála Evrópu með því að einn og sami maðurinn rannsak- aði og dæmdi í málinu á Akur- eyri. Hann hafi því ekki notið réttlátrar rannsóknar fyrir óháð- um og óhlutdrægum dómstóli. Mannréttindanefndin var ein- róma um að ríkisstjórn íslands hefði brotið gegn mannréttinda- sáttmálanum og ákvað að leggja mál á hendur ríkisstjórn íslands fyrir Mannréttindadómstól Evr- ópu. Jón Kristinsson og ríkis- stjórn fslands hafa síðan gert sættir í málinu. „Þetta er svo nýskeð að maður er ekki búinn að átta sig almin- lega á þessu. Þetta er það sem koma skal og ætli það verði bara ekki að hafa sinn gang. Við sætt- um okkur við þetta og aðlögum okkur að þessu,“ sagði Andrés Valdimarsson, sýslumaður á Sel- fossi, þegar hann var spurður hvernig honum litist á breyting- arnar. „Við erum með héraðs- dómara við embættið, afbragðs- mann. Það er maðurinn sem kvað upp dóminn sem kúventi öllu.“ Ándrés sagði að hin nýja skipan mála hefði þónokkrar breytingar í för með sér við emb- ætti hans. Héraðsdómarinn fór í BRENNIDEPLI þar áður með einkamálin og einkamálaréttinn, en fulltrúi fór með sakadóminn. Eftir breyting- arnar færast sakadómsmálin hins vegar á hendur héraðsdómarans. Aðspurður um hvort mönnum hefði ekki þótt óeðlilegt að sami maður færi bæði með hlutverk rannsakanda og dómara, sagði Andrés að umtalið hefði vakið menn til umhugsunar. „En ég er sannfærður um að það hefur ekki haft nein áhrif á niðurstöðu dóma, þetta er allt gert í fullri sanngirni.“ Rúnar Guðjónsson, sýslumað- ur í Borgarnesi og formaður fé- iags sýslumanna, sagðist ekki hafa átt von á þessum úrskurði hæstaréttar og hann hefði ekki haft mikinn tíma til að skoða mál- ið. „Ég átti ekki von á þessu fyrr en um mitt ár 1992,“ sagði hann. En telur hann að nýja fyrirkomu- lagið verði til bóta? „Ég veit ekki. Ég hef aldrei haft þá hugmynd að kerfið hefði verið til skaða eins og það var. Ég „Ég veit ekki til þess að nokkur hafi kvartað undan dómum sýslu- manna og bœjarfógeta, enda breytingin ekkigerð þess vegna. En þetta leysirþað vandamál sem talið er verafyrir hendi, “ segirRúnar Guðjónsson sýslumaður í Borgarnesi veit ekki til þess að nokkur hafi kvartað undan dómum sýslu- manna eða bæjarfógeta, enda breytingin ekki gerð þess vegna. En þetta leysir það vandamál sem talið er vera fyrir hendi. Héreftir á það ekki að gerast að sami mað- urinn fari með lögreglustjórn og síðan dómsvald viðvíkjandi sama máli.“ Rúnar sagði að í reyndinni hefði það yfirleitt ekki verið þannig að sami maðurinn færi með rannsókn máls á frumstigi og dæmdi það síðan. Fulltrúar störf- uðu hins vegar á ábyrgð sýslu- manna. „Það hefur verið búið við þetta svo lengi að ég veit ekki hvort menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort þetta væri óeðlilegt. Enda held ég að allir hafi kappkostað að láta alla hafa þá réttlátustu úrlausn sinna mála sem hugsanleg var,“ sagði hann. Rúnar sagði að ekki væri enn útkljáð hvort dómssátt verður áfram í hendi sýslumanna eða hvort hún fer til héraðsdómar- ans. Ef dómssátt flyst yfir til hér- aðsdómaranna, ásamt með dóm- unum, sagði hann að um tals- verðar breytingar yrði að ræða hjá embættum sýslumanna og bæjarfógeta, annars síður. Gestur Jónsson hæstarétt- arlögmaður og formaður Lög- mannafélags Islands sagði að sér fyndist dómur Hæstaréttar vera eðlilegur og um leið gleðilegur miðað við það sem á undan hefði gengið. „I þessum dómi er verið að breyta túlkun á gildandi lögum með þeim áhrifum að nokkur hluti af þeirri réttarbót sem á að koma á árinu 1992 kemur til framkvæmda fyrr en að var stefnt,“ sagði hann. Aðspurður um það hvort lögin sem Alþingi samþykkti á síðasta ári og eiga að koma til fram- kvæmda 1992 hefðu mátt koma fram mun fyrr, sagði Gestur að það væri skoðun sín og margra annarra. „Ég hygg að menn hafi almennt verið sammála um að ná þeim markmiðum sem þessi lög eiga að ná. Menn hefur hins greint svolítið á um leiðir í því efni.“ Gestur sagði að sér þætti merkilegast við þetta mál að Hæstiréttur hefði með úrskurði sínum breytt ríkjandi lagatúlkun, væntanlega vegna Mannréttinda- nefndar Evrópu og löggjafar inn- anlands. „Það er algengt að laga- túlkunum sé breytt, en ekki svona gersamlega, svo ég muni,“ sagði Gestur Jónsson hæsta- réttarlögmaður. -gb Þriðjudagur 16. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.