Þjóðviljinn - 16.01.1990, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPTOG SKORIÐ
Áhrif - áhrifaleysi
Hvaöa afstöðu sem menn taka í stjórnmálum á (slandi
verður sjálft verklagið í stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar
ævinlega undir smásjánni vegna þeirra áhrifa sem það get-
ur haft, ekki bara innan hreyfingarinnar og á þjóðmálin,
heldur líka vegna fordæmis sem það getur skapað almennt í
félagsmálum.
Fjölmennasti stjórnmálaflokkur landsins, Sjálfstæðis-
flokkurinn, hefur oft legið undir því ámæli að vera ekki lýð-
ræðisleg fjöldahreyfing, heldur aðeins stórvirk vinnuvél
þröngs hóps sérhagsmunaseggja. Af þeim sökum verði
upplýsingaflæði innan flokksins að vera sem minnst, um-
ræður njörvaðar og reynt að ná málamiðlunum baksviðs, til
að fela um hvað ágreiningur snýst. Með því móti sé einnig
auðveldast að fela fyrir stuðningsmönnum Sjálfstæðis-
flokksins, hverra erinda hann í rauninni gengur.
Af þessum sökum m.a hefur það verið lífsnauðsynlegt
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa enga stefnuskrá. Sú stað-
reynd, að stærsti flokkur þjóðarinnar vill ekki birta stefnu-
skrá, er í sjálfu sér ekki endilega neikvætt, en þegar við
bætast aðrar aðferðir til að þrengja stefnumörkun og ák-
varðanatöku innan flokksins, vaknar efi margra um lýðræð-
islegt innihald hans.
Um skeið reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að hrinda þessu
orðspori með ýmsum hætti. Eitt ráðið til þess voru prófkjörin.
Aðrar aðferðir voru hermdar eftir Bandaríkjamönnum, til
dæmis skrautsýningaformið á samkomum. Kostnaðar-
'samar auglýsingaherferðir og persónudýrkun í bandarísk-
um stíl í tilefni prófkjöranna gengu út í öfgar og ollu andstöðu
við þau. Aðeins sterkefnað fólk, eða það sem gat notið
fjárstyrkja, hafði möguleika í auglýsingastríðinu.
Nú hafa veður skipast í lofti í Sjálfstæðisflokknum á nýjan
leik. í stað þess að taka áhættu „frelsisins", rekur nú hver
viðburðurinn annan, sem birtir nýja tíma í flokksstarfinu.
Flokkurinn er að lokast, ganga miðstýringunni á hönd. Sjálf-
stæðisflgkkurinn sérfram á langvarandi stjórnarandstöðu á
Alþingi íslendinga og grefur sig niður í skotgrafir. Aldrei
hefur verið jafn mikilvægt að smíða leiktjöld samstöðunnar
og einingarinnar.
Tvö atvik hafa markað þetta skýrast fyrir kjósendum
núna, varaformannskjör á landsfundi flokksins og ákvörðun
fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna vegna komandi borgar-
stjórnarkosninga í Reykjavík. Á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins gátu fundarmenn ekki látið í Ijós vilja sinn vegna
varaformannskjörs, þegar í Ijós kom, að tveir menn höfðu
áhuga á starfinu. Gagnlegt hefði verið fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn og stjórnmálin í landinu að átta sig á raunverulegu fylgi
Friðriks Sophussonar og Davíðs Oddssonar í Sjálfstæðis-
flokknum. Kosning milli tveggja andstæðra sjónarmiða og
áhugamála hefur líka heilbrigt fordæmisgildi fyrir félagsstarf
almennt. Það var ósigur fyrir lýðræðið að Friðrik Sophusson
skyldi ekki láta línur skerpast og nota tækifærið til að kanna
viðhorf Sjálfstæðisflokksmanna til sín og baráttumála sinna í
samanburði við borgarstjórann í Reykjavík.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík tók síðan þá
afdrifaríku ákvörðun í síðustu viku að hafna prófkjöri í
Reykjavík. Einum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík varð af því tilefni á að lýsa því yfir í DV, að prófkjör
væru samt „stíll Sjálfstæðisflokksins." Réttara hefði kannski
verið að segja: „Prófkjör voru hugsjón Sjálfstæðisflokks-
ins.“
Fróðlegt verður fyrir lýðræðissinnaða kjósendur að fylgj-
ast með því næstu vikurnar hvernig ákvarðanir eru teknar
innan Sjálfstæðisflokksins og stefnan mörkuð vegna bæjar-
og sveitarstjórnrakosninganna. Á fundi Fulltrúaráðs Sjáíf-
stæðisfélaganna sl. miðvikudag voru t.d. kosnir fulltrúar
Reykvíkinga í flokksráð, æðstu stofnun flokksins milli lands-
funda. Vart þarf að geta þess, að engar hugmyndir komu úr
hópi tæplega 400 fundarmanna, sem voru fulltrúar þúsunda
flokksmanna í stærsta vígi Sjálfstæðisflokksins, aðrar en
tillögur þeirra sem undirbjuggu fundinn. Voru þessir 18 full-
trúar síðan kosnir rússneskri kosningu, án mótframboða,
samkvæmt nýjum stíl Sjálfstæðisflokksins.
Pétur Halldórsson myndskreytir grein Jóhönnu í Mbl.
Sprenging í
samtalsbókum
Jóhanna Kristjónsdóttir skrif-
ar athyglisverða grein í Morgun-
blaðið um helgina sem hún kallar
„Hvað er svona merkilegt við það
að ég viti allt um þig“ og fjallar
um samtalsbækur. Þar kemur
fram að þessi nýjasta tískuvara á
bókamarkaði hefur aukist og
margfaldast hratt, jafnvel hraðar
og markvissar en unglingabækur.
Viðtalsbækur urðu 45 talsins fyrir
síðustu jól! „Það ber öllum sam-
an um að það hafi orðið spreng-
ing,“ segir Jóhanna, „markaður-
inn hafi ofmettast og margir útgef-
endur sleiki nú sár sín.“
Um söluna á þessum bókum
segir Jóhanna ennfremur:
„Undir venjulegum kringum-
stæðum mundi hnýsileg samtals-
ævibók seljast í 6-8 þúsund ein-
tökum. Toppsölubækur nú fóru
varla í meira en 4-5 þúsund ein-
tökum hvað sem líður hressi-
legum fullyrðingum útgefenda.
Sönnu nær að fæstar hafi farið
yfir 2 þúsund. Og margar náðu
ekki helmingi þess.“
Vafasamt er að draga þá álykt-
un af þessu að fólk hafi misst
áhugann á samtalsbókum, því
samanlagt hafa þessar 45 bækur
selst í tugþúsundum eintaka,
jafnvel fleiri eintök farið inn á
heimilim í landinu en þegar
toppsölubækurnar voru miklu
söluhærri. Það sem gerðist núna
var að engin ein bók „sló í gegn“,
fólki var ekki stýrt eins rækilega
af markaðinum, það keyptu ekki
allir sömu bókina eins og þegar
Halla Linker kom út eða bók
Steinunnar Sigurðardóttur um
Vigdísi forseta.
Þó að 45 sé áreiðanlega of há
tala yfir samtalsbækur á einu ári á
litlum bókamarkaði er jafnáreið-
anlega ágætt að salan dreifist á
nokkrar bækur en að allir hendi
sér á eina.
Sama virðist raunar hafa gerst
með aðrar bækur, salan dreifðist
jafnar en oft áður, það voru
margir litlir toppar en ekki bara
einn stór. Þetta er miklu hollara
fyrir bókaútgáfuna í heild, þó að
auðvitað gefi það engum einum
útgefanda jafnháar fjárhæðir í
vasann og metsölubókin.
Sölutíminn styttist
Miklu alvarlegra er það sem
einnig kemur fram í grein Jó-
hönnu að sölutími bóka er alltaf
að styttast. Ekki er aðeins að
fólk kaupi aðallega bækur síð-
ustu þrjá fjóra dagana fyrir jól
heldur er bók sem kemur út í okt-
óber orðin lumma í desember.
Kjörorðið virðist vera að hugsa
sig ekkert um heldur kaupa bara
það sem glænýjast er. Þetta kann
að eiga við um fisk en alls ekki
bækur.
Allt bendir nú til að virðis-
aukaskatturinn eigi eftir að
treysta þennan nýja sið í sessi. í
ráði er að vísu að fella niður virð-
isaukaskatt af bókum - en ekki
fyrr en um miðjan nóvember,
nánar tiltekið þann 16! Sú dag-
setning er vægast sagt all-
sérkennileg og virðist enga skýr-
ingu eiga í reglugerð um virðis-
aukaskatt.
Fram til 16. nóvember kaupir
auðvitað enginn jólabækur, og
kennarar eru strax farnir að tala
um að engin leið verði að fá ung-
linga til að kaupa skólabækur í
haust. Þessu þyrfti að huga betur
að.
Endurminningin
merlar æ
En aftur í endurminningabæk-
urnar, þar sem „mönnum er boð-
ið að viðra nærfötin sín á al-
mannafæri,“ eins og Gunnar
Gunnarsson rithöfundur orðaði
það í ágætri grein í DV rétt fyrir
jól. Hvað laðar fólk svona að
endurminningum annarra manna
- sem oft eru yfirborðslegar og
átakalitlar?
Klippari hefur á öðrum vett-
vangi bent á að kannski myndi
þær eins konar mótvægi við nú-
tímaskáldsögur: í endurminning-
unum er reiða á óreiðu lífsins,
búið að raða öllu snyrtilega upp
og ákveða vægi persóna og at-
burða. Og þær enda ábyggilega
vel af því að söguhetjan er ennþá
lifandi og hefur komist klakklítið
gegnum lífsins þrautir.
Sjálfsagt er forvitni þáttur í
áhuga okkar á viðtalsbókum,
eins og Jóhanna gefur í skyn í
titlinum á grein sinni. En það þarf
ekki að vera forvitni í illkvittinni
merkingu. Það getur líka verið
eðlileg mannleg forvitni í heimi
sem er orðinn býsna persónulaus
um það hvernig aðrir hafa leyst úr
vanda sínum. Til dæmis held ég
að vel heppnuð kynning á bók
Ingu Huldar Hákonardóttur og
Guðrúnar Ásmundsdóttur í DV
fyrir jólin hafi vakið forvitni fólks
á hjónabandsmálum Guðrúnar,
aðallega forvitni um hvernig
hjónaband bjargast gegnum erf-
iðleika á tímum þegar fólk virðist
óhóflega fljótt á sér að skilja.
Viðtalsbækur verða þá eins
konar vasasálfræðileg leiðsögn á
lífsinsbrautum. „... trúlegagetur
prentað samtal og myndaval úr
fjölskyldusafninu sparað háar
peningafúlgur sem ella færu í
sálgæslukostnað," segir Gunnar
Gunnarsson í áðurnefndri grein,
og það á kannski bæði við um
höfunda bókanna og viðtakend-
ur.
Nærsýni borgarbúa
Það er kannski óþarfi að klippa
Þjóðviljann fyrir Þjóðviljales-
endur, en óneitanlega var nokk-
uð skondið að lesa þessa klausu í
viðhorfsgrein eftir Kjartan Val-
garðsson um sveitarstjórnar-
kosningar á fimmtudaginn:
„... þess vegna skulum við
hefjast handa, henda gömlu
þrætueplunum foreldra okkar og
horfa fram en ekki aftur. „First
we take Reykjavík, then...““
Ekki vegna þess að höfundur
vildi taka Reykjavík á ensku
heldur af því að hann vildi taka
hana „fyrst". í sama blaði kom
nefnilega fram að Alþýðubanda-
lagið er í meirihlutasamstarfi á
yfir tuttugu stöðum á landinu.
Kannski ættum við að geyma
Reykjavík þangað til síðast ...
Kosningar óþarfar
Talandi um kosningar þá á
Dagfari snjallan pistil í DV í gær
sem heitir „Engar borgarstjórn-
arkosningar". Þar styður höfund-
ur þá skoðum pottþéttum rökum
að best sé að láta Davíð ráða ein-
an í borginni, hann geri það svo
prýðilega að ekki verði bætt um
betur. „Aðrir borgarfulltrúar eru
til uppfyllingar og handaupprétt-
inga og hafa staðið sig með mikilli
prýði í þeim hlutverkum." Kosn-
ingar séu algert formsatriði við
þessar aðstæður og óþarfi að
kosta til fjármunum og mann-
skap í þær. Þetta er stórkostlegt
ástand, segir Dagfari, og heldur
áfram:
„Dagfari bendir á að svona sta-
bílt pólitískt ástand er einsdæmi í
Evrópu um þessar mundir. Til
skamms tíma var ástandið einnig
stabflt í Austur-Evrópu þar sem
einn flokkur og einn maður réðu
ferðinni, en nú er búið að eyði-
leggja það. Nú er déskotans lýð-
ræðið búið að eyðileggja það.
Reykjavík stendur ein eftir eins
og vin í eyðimörkinni. Við getum
verið stoltir af þessu stabfliteti,
Reykvíkingar." SA
pJÓÐVILJINN
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími: 681333
Kvöldsími: 681348
Símfax:681935
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fróttast jóri: Sigurður Á. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur
RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pétursson, HildurFinnsdóttir(pr.),
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson
(Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ólafurGíslason.Þorfinnurömarsson
(íþr.), Þröstur Haraldsson.
Skrif stofustjórl: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifatofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 &68 16 63.
Símfax:68 19 35
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð i lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 16. janúar 1990