Þjóðviljinn - 16.01.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.01.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Eni sumar bókmenntir meiri bókmenntir en aðrar? Gunnar Karlsson skrifar Mér fannst það snjöll og djörf ákvörðun hjá bókaútgefendum að stofna til sameiginlegra verð- launa fyrir hvers konar bækur ársins. Sem fræðimanni og kenn- ara í þeirri list að setja saman fræðirit var það mikilvæg viður- kenning á iðju minni. Svo er það líka skemmtilega ögrandi hug- mynd að bera saman beitingu orða og hugsunar í svo ólíkum verkum sem orðabókum og skáldsögum, að leggja að líku orðnautnina í því að lesa fræði- lega greinargerð um orðsifjar og listræna málbeitingu í ljóðum. Úrval tíu manna nefndarinnar fyrir jólin varð líka góð blanda ólíkra verka: fjórar skáldsögur, tvær ljóðabækur, tvö sagnfræði- rit, eitt smásagnasafn og ein orð- sifjabók. Það sýndi þróttmikla og fjölbreytta menningarstarfsemi á bókum. Því urðu það mikil vonbrigði að lesa viðtöl við þrjá fulltrúa í síðari verðlaunanefndinni í DV fimmtudaginn 11. janúar. Þar lýstu þeir hver af öðrum þeirri skoðun sinni að einungis bók- menntaverk í þrengstu nterk- ingu, nefnilega skáldverk, kæmu til greina að hljóta verðlaunin. Pétur Gunnarsson, rithöfundur og fulltrúi Rithöfundasambands íslands, var spurður hvort ekki væri erfitt að gera upp á milli fræðirita og skáldrita og svaraði: „En verðlaunin eru kennd við bókmenntir þannig að ég hef gengið út frá því að bókmennta- legt gildi verkanna eigi að ráða úrslitum.“ Ástráður Eysteinsson, bókmenntafræðingur tilnefndur af Háskóla íslands, segir: „Tíu manna nefndin á að tilnefna „at- hyglisverðustu bækur ársins" en við eigum vafalaust að veita bók- menntaverðlaun. Því er sýnt að fræðiritin eiga litla möguleika í annarri umferðinni." Einar Bjarnason, lögreglufulltrúi og maður BSRB í nefndinni, sagði: „Ég vissi ekki betur en að við ætt- um að verðlauna skáldverk og er enn á þeirri skoðun.“ Ekki veit ég hvaðan sú skoðun er komin að verðlaunin eigi að einskorðast við skáldverk. Eg get ekki lesið það út úr þeirri frásögn af verðlaununum sem er birt í Is- lenskum bókatíðindum 1989, og svo mikið er víst að allar tíu at- hýglisverðu bækurnar voru taldar upp þegar bókaútgefendur aug- lýstu atkvæðagreiðslu lesenda lesendur skilji, eða að minnsta kosti fallist á hann og vilji lesa. Skáld getur tekið úr raunveru- leikanum það sem því sýnist en yfirgefið hann hvenær sem hann verður óviðráðanlegur. Það hef- ur til dæmis verið sagt að Guðrún Ósvífursdóttir hafi átt helst til marga eiginmenn, fjóra talsins. Skáldlegra hefði þótt að láta henni nægja ástarsambandið við Kjartan og Bolla, og þann kost „Meginatridi málsins er að veiting ís- lensku bókmenntaverðlaunanna er öll ein athöfn, ein leiksýning eða gestaboð. Það er hallœrislegt og óviðeigandi að láta hluta þeirra detta út í miðjum klíð- um. “ um verðlaunaveitinguna núna fyrirskemmstu. Maðurverðurað ætla að þar hafi átt að segja al- menningi satt frá því hvaða bækur væru í raun og veru kjör- gengar. Þótt verðlaunin séu kennd við bókmenntir, kölluð ís- lensku bókmenntaverðlaunin, þá útilokar það engan veginn fræði- rit. Orðið bókmenntir hefur lengi verið notað um hvers konar menntir stundaðar á bókum, til fordæmi hér á íslandi. í fyrra hlaut fræðirit, bók Björns Th. Björnssonar um Hólavallar- kirkjugarð, bókmenntaverðlaun DV. Sérstök skáldskaparverð- laun geta haft á sér virðulegan blæ ef þau eru gömul, eins og Gamli Ford, en það er svolítið gamaldags að efna til þeirra nú. Auðvitað er vandasamt að bera saman fræðirit og skáldrit, dæmis í nafni Hins íslenska bók- menntafélags. Það hefur lítið gef- ið út af skáldskap en hins vegar verk um hin fjölbreyttustu efni önnur, sögu og söguheimildir, heimspeki, sálfræði, stærðfræði, eðlisfræði. Og þótt menn hugsi kannski ekki alltaf á íslensku um þessi efni er engu þrengri merk- ing til í útlenda orðinu litteratúr. í fræðiritum á ensku bera heim- ildaskrár oft fyrirsögnina Litera- ture. Nú á síðustu árum hafði maður þar að auki sérstaka ástæðu til að ætla að menn vildu meta bókaút- gáfuna frá víðu sjónarhorni. Bókmenntafræðingar hafa ein- mitt verið að hverfa frá því að skoða skáldskap einan og sér. Þeir hafa æ meira snúið sér að því að kanna fyrirbæri eins og texta og frásögn, burtséð frá formi þeirra í þrengri merkingu. Skyld- leiki málbeitingar í fræðum og skáldskap er eitt af uppáhaldsvið- fangsefnum bókmenntafræðinga nú um stundir. Þeir sem stunda bókmenntafræði, málheimspeki og heimspekilega frásagnarfræði gera nú æ meira að því að reyna að skilja hver annan. Almenn bókaverðlaun eru því í takt við tíma okkar, og þau eiga sér þegar enda hafa nefndarmenn tæpast verið tilnefndir til að vinna vandalaust starf. Það er líka „alltaf erfitt að gera upp á milli bóka, jafnvel skáldverka inn- byrðis," eins og Pétur Gunnars- son segir í viðtalinu í DV. Svo er kannski ekki endilega auðveld- ara að draga markalínu á milli skáldverka og fræðirita þannig að öllum sé gert rétt til. Hefði Þór- unn Valdimarsdóttir látið ógert að vísa til heimilda sinna um Snorra á Húsafelli, einkum ef hún hefði nú breytt nöfnum, kall- að Snorra Svein og Húsafell Bæj- arfell, þá er ekki vafi að bók hennar hefði kallast skáldsaga. Það er hagkvæmt að skilja á milli bókmenntategunda í bókasöfn- um eftir svona formlegum ein- kennum. En það er hæpið að nota þau til að skilja á milli verð- launahæfra og óverðlaunahæfra bóka. Skáld hafa engan einkarétt á orðlistinni. Það vissi Snorri Sturluson, því að hann segir að hver sem drekki af skáldamiðin- um verði skáld eða fræðamaður. Höfundur sagnfræðirits þarf að sumu leyti á meiri hugkvæmni að halda en skáldið. Hann verður að ganga að raunveruleikanum eins og hann birtist í heimildum og endursegja hann á þann hátt að hefði skáldsöguhöfundur líklega valið. En Laxdæluhöfundur hef- ur þóst bundinn af því sem hann vissi satt, þó að sannleikskrafa hans sé ekki nákvæmlega sú sama og sagnfræðingar gera nú. En vegna þess að hann er bundinn af sögulegum sannleika hvílir á hon- um sú skylda að gera allar gifting- ar Guðrúnar, skilnað og eigin- mannamissi, að söguefni. Sú skylda krefst sérstakra lausna: hjónaböndin eru fléttuð í heild með því að segja frá draumi Guðrúnar fyrir þeim öllum. Síð- an eru einstakir atburðir sögunn- ar gæddir lífi í ljómandi frásögn- um. Það var raunar nokkuð vel til fundið hjá bókaútgefendum að biðja fyrri verðlaunanefnd sína að finna athyglisverðustu bæk- urnar. Ef hún hefði aðeins verið beðin að finna þær bestu, þá kæmumst við tæpast hjá að viður- kenna að símaskráin væri besta bók ársins (og það minnir mig að Halldór Laxness hafi einhvern- tímann sagt). Að minnsta kosti get ég ekki ímyndað mér að nokkur bókmenntaunnandi mundi í alvöru taka nokkurt skáldrit fram yfir símaskrána, ef málið snerist um að vera án ann- arrar bókarinnar með öllu. En símaskráin 1989 er fjarri því að geta talist athyglisverð. Hún er afskaplega ófrumleg bók. Hins vegar var mér sagt um daginn að Rússum (eða voru það Rúnten- ar?) þætti hugmyndin um útgefna símaskrá afar athyglisverð: að hafa prentaðan lista með öllum nöfnum og öllum símanúmerum. Símaskrá gæti með réttu talist at- hyglisverðasta bók ársins í ein- hverju landi Austur-Evrópu. Og ef við segjum að bækur séu meðal annars skrifaðar til að auka frelsi fólks þá kynni hún að gera meira til þess en hið besta skáldrit. Nú er ég kominn helst til langt frá efninu. Meginatriði málsins er í mínum huga það að veiting ís- lensku bókmenntaverðlaunanna er öll ein athöfn, ein leiksýning eðagestaboð. Tilnefndu bækurn- ar tíu hafa allar verið kallaðar til leiks, og þær verða allar að fá að leika hann til enda, hver á sínum forsendum. Það er hallærislegt og óviðeigandi að láta hluta þeirra detta út í miðjum klíðum, óform- lega og án þess að kveðja þær. Það er eins og leikrit þar sem höf- undur leiðir tíu persónur inn á sviðið í fyrsta þætti, uppgötvar svo að hann hefur í rauninni ekki þörf fyrir nema sjö en gleyntir að skrifa óþörfu persónurnar þrjár út úr verkinu. Við getum líka sagt að fræðiritin séu hér eins og börn sem fá að sitja til borðs með full- orðna fólkinu en eru svo send í rúmið áður en farið er að fá sér í staupinu á eftir. Eða eins og kon- ur sem áður fyrr hurfu úr sam- kvæmum þegar karlarnir fóru inn í stofu eftir matinn að reykja vindla, drekka viskí og segja tví- ræðar sögur. Bókaútgefendur taka á sig mikla ábyrgð gagnvart höfundum sínum þegar þeir efna til verð- launa eins og íslensku bók- menntaverðlaunanna, og þeir eiga ekki að gera upp á milli höf- unda eftir því hvort þeir skrifa skáldskap eða eitthvað annað. Ef þeim tekst ekki í næsta sinn að fá verðlaunanefndarmenn til að takast á við það ögrandi viðfangs- efni að velja eina bók úr öllu flóð- inu, þá eiga þeir ekki um annað að velja en skipta verðlaunafénu í tvo jafna hluta og veita tvenn verðlaun, önnur fyrir skáldskap og hin fyrir fræðirit. En það er aðeins næstbesti kosturinn. Gunnar er prófessor í sagnfræði við HÍ. Sagt til reiðleiða Handbók fyrir hestamenn Ætla mætti, eftir umfjöllun fjölmiðla að dæma, að Heiðajarl- ar Jónasar DV-ritstjóra hafi verið aðal umræðuefnið á síðasta árs- þingi Landssambands hesta- manna. Svo var nú raunar ekki, enda hefði þá of lítið lagst fyrir annars ágætt þing. Ég man hins vegar ekki eftir að hafa séð eða heyrt þess getið, að á þinginu var kynnt önnur bók, sem að sínu leyti er engu ómerk- ari né minni fengur en að Heiða- jörlum Jónasar. Þar á ég við bók Ólafs B. Schram, „Reiðleiðir um ísland". Bókin tekur til leiða á herforingjaráðskortunum 2 og 5, og fylgja þau bókinni. Kortin eru sérprentuð og sýna þau reiðleiðir í þeim landshlutum, sem þau ná yfir. Auk reiðleiðanna er þarna að finna upplýsingar um náttstaði og ferðaþjónustaubæi á svæðinu. Er þetta hin nytsamasta bók fyrir þá, sem hyggja á hestaferðir um mið-vestur- og mið-ísland. Hér má svo bæta því við, að góðar horfur eru á að tekist hafi á þinginu sættir með eyfirsku hest- amannafélögunum og L.H. Er gott til þess að vita að sú hvim- leiða deila sé úr sögunni. Samþykkt var að hækka ár- gjöld úr kr. 350 í kr. 360 fyrir unglinga og úr kr. 700 í kr. 720 fyrir fullorðna. Þá var samþykkt að verja kr. 120 þús. til uppbygg- ingar á Skógarhólum. Á þinginu voru fjórir menn sæmdir gullmerki Landssam- bandsins. Þeir eru: Páll A. Páls- son fyrrverandi yfirdýralæknir, Sigurður Haraldsson bóndi á Kirkjubæ, Steinþór Gestsson fyrrverandi alþingismaður, Hæli, og Þorkell Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur. Eru allir þess- ir höfðingjar vel að heiðrinum komnir. - mhg Bjami Jónsson látinn Bjarni Jónsson bóndi í Bjarn- arhöfn, Helgafellfellsveit á Snæ- fellsnesi, lést 10. jan sl. á St. Fra- nciskussjúkrahúsi í Stykkis- hólmi. Hann fæddist 2. sept. á Svanshóli í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Bjarni bjó ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni Laufeyju Valgeirsdóttur í Aspar- vík í sömu sveit í 16 ár, en síðan í Bjarnarhöfn til æviloka. Eignuð- ust þau 10 börn sem öll komust til fullorðinsára. Bjarni Jónsson stundaði fisk- og hákarlaveiðar meðfram búskapnum á Strönd- um og eru veiðarfæri hans varð- veitt á Þjóðminjasafninu. Happ- afleyta hans Sfldin er einn elsti sjófær bátur landsins. Bjarni tók ríkan þátt í félags- og framfaram- álum, var m.a. oddviti Helgaf- ellssveitar um árabil og heiðursfélagi Fuglaverndarfélags íslands. ÓHT jr HUGSUM FRAM A VEGINN Þriðjudaaur 16. ianúar 1QQn O.lAnvil .HMW - Qín* k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.