Þjóðviljinn - 16.01.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.01.1990, Blaðsíða 11
BÆKUR I DAG Hólar í Hjaltadal. Silfurkrónur á Sjávarborgarhlaði Atjánda Skagfirðingabókin Út er komin 18. árg. Skagfirðingabókar, rits Sögu- félags Skagfirðinga. Venja er að bókin hefjist á æviágripi einhvers merks Skagfirðings og að þessu sinni ritar Freysteinn A. Jónsson frá Mallandi um Gunnar Einars- son frá Bergskála. Gunnar var fæddur árið 1901 en andaðist árið 1959. Hann var maður stórvel gefinn, vinsæll og vel látinn, fæddur veiðimaður og einkum rómaður fyrir refaveiðar sínar, hagorður með ágætum. Fylgja æviágripinu nokkur ljóða hans og lausavísna en þar er af miklu að taka. Segja má að burðarás bókar- innar að þessu sinni séu greinar þeirra Elsu E. Guðjónsson og Páls Sigurðssonar frá Lundi. Rit- ar Elsa um biskupsskrúða Guð- mundar góða, en það er gull- saumaður messuskrúði frá dóm- kirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Telur Elsa hann vera frá upphafi 13. aldar og trúlega enskan. Skrúðinn er og hefur verið til sýn- is í miðaldakirkjusal Þjóðminja- safnsins og er án allra tvímæla einhver merkasti kirkjugripur í eigu þjóðarinnar. Er mikill feng- ur að þessari gagnmerku grein en henni fylgja margar myndir, bæði í svarthvítu og lit. Páll Sigurðsson ritar hinsvegar um bruna skólahússins á Hólum í Hjaltadal haustið 1926. Húsið var keypt af Eggert Laxdal á Ak- ureyri og stóð úti í Hrísey. Einar Ásmundsson í Nesi hafði milli- göngu um kaupin og kostaði hús- ið, þar sem það stóð, kr. 1987.50. Á Hólum var smíði hússins að mestu lokið 1892. Haustið 1926 kviknaði í húsinu og brann það til kaldra kola á skammri stundu. Mannbjörg varð en íbúar hússins misstu meira og minna af eigum sínum. í grein sinni rekur Páll þessa sögu allar ítarlega, greinir frá herbergjaskipan og íbúum, viðbrögðum þeirra, björgunar- starfi og réttarhöldum, sem fylgdu í kjölfarið. Greininni fylg- ir mynd af húsinu og uppdráttur af herbergjaskipan. Öll er þessi grein Páls einkar fróðleg og greinagóð. Árið 1942 kom út bók próf. Ólafs Lárussonar, Landnám í Skagafirði. Þar gerir hann því skóna, að sú frásögn Vatnsdælu sé röng, að þegar óeirðamaður- inn Hrollleifur fór úr Hrollleifs- dalnum og yfir í Unadal, til fund- ar við Hróðnýju dóttur Una, - sem að öllum líkindum hefur búið að Hrauni í Unadal, þá hafi hann farið yfir fjallið milli dal- anna, „því þar munu aldrei neinir mannavegir hafa verið, fjallið milli dalanna eigi minna en 9-10 km breitt og 6-700 m hátt”. í Skagfirðingabók færir Árni Evert Jóhannsson, sem um langt árabil bjó á Hrauni í Unadal, gild rök fyrir því, að frásögn Vatnsdælu um ferðir Hrollleifs sé rétt en á- lyktun Ólafs prófessors röng. Leiðin yfir fjallið sé auðfarin og sú besta, sem völ sé á. Og því skyldi Hrollleifur ekki hafa valið stystu og auðförnustu leiðina til fundar við þá konu, sem hann lagði hug á? Birtur er þriðji pistillinn úr endurminningum Guðmundar Ólafssonar bónda og oddvita í Ási í Hegranesi og segir Guð- mundur frá því, er hann var stiga- maður í Drangey, en það var, og er raunar enn, hið mesta háska- starf, enda komst Guðmundur í hann krappan. Kristín Pálmadóttir, lengi hús- freyja á Hnausum í A-Hún., rek- ur minningar sínar frá dvöl sinni í Skagafirði í byrjun yfirstandandi aldar. Eru þær skráðar af Dýr- mundi Ólafssyni. - Guðmundur L. Friðfinnsson rithöfundur á Eg- ilsá bregður upp skemmtilegum myndum af ýmsum gömlum og góðum nágrönnum sínum og Björn Egilsson frá Sveinsstöðum segir frá hríðaráhlaupi því, sem gerði að kvöldi þess 23. sept. 1943 og því eignatjóni, sem það olli í Skagafirði. Sigurjón Páll ís- aksson ritar um kirkjubækur Hóladómkirkju. - Þá segir frá deilum, sem urðu um hvaladráp á Skaga árið 1869. - Sölvi Sveins- son tínir upp pistla úr blöðum frá öldinni sem leið og ritar skýringar með þeim. - Nokkrar skagfirskar lausavísur og kviðlinga er svo þarna að finna og allmargar myndir eru í bókinni. Bókinni lýkur svo á nafnaskrá fyrir þrjú síðustu bindin. Ritstjórn Skagfirðingabókar skipa: Gísli Magnússon, Hjalti Pálsson, Sigurjón Páll ísaksson og Sölvi Sveinsson. -mhg PÓST- OG SfMAMÁLASTOFNUNIN Starfsmenn til línulagna Upplýsingar veita starfsmannadeild v/ Austurvöll og umdæmisstjórar á Akureyri, ísa- firði og Egilsstöðum. flJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Sovétstjórnin sakar Svíþjóð og Noreg um hlutleysisbrot. SvÖr Norðurlandastjórnanna við orð- sendingu Sovétstjórnarinnartal- in ófullnægjandi í Moskva. Koht og Gunther segja ásakanirnar á- stæðulausarmeðöllu. Kaupum flöskur, stórar og smár, viskípela, glös og bóndósir. Flöskubúðin Bergstaðastræti 10. Sími 5395. 16.janúar þriðjudagur. 16.dagurársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 10.53 -sólarlag kl. 16.23. Viðburðir Fyrsta bindindisfélag á íslandi stofnað 1844. Byltingin í Rúss- landi árið 1905. Verkalýðsfélagið Hvöt á Hvammstanga stofnað árið 1926. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 12.-18. jan. 1990 er í Garðs Apóteki og Lyfjabúöinni Iðunni. Fyrrnefnda apótekið eropið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnef nda apótekið er t opiðákvöldin 18-22 virkadagaogá laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavik sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær 5 11 00 LÆKNAR Læknavaktfyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliöinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. v 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar15-t8, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspitalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala:virkadaga 16-19, helgar 14 19.30. Heilsu verndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: , heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 DAGBÓK daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráögjöf i sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opið virkadagafrá kl. 8-17. Siminner 688620. ' Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, • simi21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækní/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum ki. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eöa orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 - 23. Símsvari á öörum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í sima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 15. jan. 1990 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar............. 60.71000 Sterlingspund............... 101.17300 Kanadadollar................. 52.49500 Dönsk króna................... 9.30420 Norskkróna.................... 9.33710 Sænskkróna.................... 9.90050 Finnsktmark.................. 15.27300 Franskurfranki............... 10.59420 Belgískur franki.............. 1.71900 Svissneskurfranki............ 40.55440 Hollenskt gyllini............ 31.96520 Vesturþýsktmark.............. 36.05110 (tölsklíra.................... 0.04838 Austurrískursch............... 5.12520 Portúg. Escudo................ 0.40810 Spánskur peseti............... 0.55410 Japansktyen................... 0.41654 (rsktpund.................... 95.17800 KROSSGÁTA Lárétt: 1 óró!ega4 höfuð6fuglahópur7 blót 9 karlmannsnafn 12mjúkan14stía15 stök 16 hæfni 19 sníkj- ur 20 hreyfist 21 staura Lóðrétt: 2 eyða 3 beitu 4fugl7auðugast8 hanskar10skera11 þekktri 13 lík 17 hljóða 18egg Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 urða4lota6 fúa7basl9unun 12 taska 14 rýr 15 urt 16 áleit 19 auku 20 niða 21 stinn Lóðrétt: 2 róa 3 af la 4 lauk5tau7borgar8 stráks10nautin11 nýtnar 13 ske 17 lit 18 inn Þriðjudagur 16. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINi A 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.