Þjóðviljinn - 16.01.1990, Blaðsíða 7
MINNING
lagnús Bjömsson
húsasmiður
Fæddur 3. maí 1923. Dáinn 7. jan. 1990
gjörðum mátti með sanni segja
að verkin lofuðu meistarann.
Magnús var glöggur maður, góð-
um íþróttum búinn, átti
fastmótaða lífsskoðun félags-
hyggjunnar og einarðlega fylgdi
hann sínum ákveðnu skoðunum
hvar á vettvangi sem var, en átti
ekki síður auðvelt með að slá á
léttari strengi þegar það átti við.
Magnús var sannur lánsmaður
á lífsbrautinni og þar var sterkast-
ur þáttur ofinn í hans framúrskar-
andi lífsförunaut Hildi Einars-
dóttur, sem er atgerviskona til
allra þátta litið. Hildur er dóttir
þeirra sæmdarhjóna Guðbjargar
Kristjánsdóttur og Einars Jóns-
sonar kennara og vegaverkstjóra
eystra um árabil.
Þau hjón voru samhent vel og
eignuðust yndislegt heimili, þar
sem bæði lögðu fram sinn verð-
uga skerf, svo allt mætti á bezta
veg verða.
Þau gengu í hjónaband 7. des.
1946, bjuggu fyrst í Reykjavík,
en síðustu 23 árin í Kópavogi,
fögru húsi þar sem handbragð
beggja naut sín til fullnustu.
Börn þeirra eru: Björn læknir,
kona hans er Anna Sigurveig
Ólafsdóttir nemi og eiga þau
fjögur börn; Einar lyfja-
fræðingur, kona hans er Guðný
Helga Gunnarsdóttir kennari og
eiga þau tvær dætur; Anna bóka-
safnsfræðingur, hennar maður er
Þorbergur Karlsson verk-
fræðingur og eiga þau tvo syni;
Hildur kennari, hennar maður er
Þóroddur Helgason skólastjóri
og eiga þau tvön börn; Hjördís
íþróttafræðingur, hennar maður
er Benedikt Höskuldsson hag-
fræðingur og eiga þau tvön börn
og Sverrir verkamaður, ókvænt-
ur.
Óhætt mun að segja að þeirra
barnalán sé óvenju mikið og gott,
enda heimilið hollur skóli í hví-
vetna.
Það hefur sannarlega syrt að
hjá Hildi og hennar fólki öllu og
sár er eftirsjáin, þegar ástvinur
hefur verið hrifsaður á braut. En
enginn firrir sig dauðans kalli og
kvöð. Þá mýkir og mildar söknuð-
inn sólbjört minning um góðan
og gegnan dreng, ötult prúð-
menni og ástríkan heimilisföður.
Við hjónin biðjum Hildi og henn-
ar fólki öllu blessunar á örðugri
stund og um alla framtíð.
Magnús kveðjum við með
þökk í þeli, í honum fundum við
hlýja einlægni hjartans, dyggð og
dáð og drenglund sanna.
Dýrmætt er að hafa mátt eiga
með honum dvöl.
Blessuð sé minning hins mæta
sómamanns, þar sem göfgandi
gleðin geislar skærast.
Helgi Seljan
í dag kveðjum við ástkæran
tengdaföður okkar, Magnús
Björnsson trésmið, sem lést 7.
þ.m. aðeins 66 ára að aldri.
Magnús var fæddur á Vopr.a-
firði þann 3. maí 1923. Hann var
sonur hjónanna Björns Jóhanns-
sonar skólastjóra og Önnu
Magnúsdóttur ljósmóður og var
sjötti í röð níu systkina og fyrsta
barn þeirra er fæddist á Vopna-
firði. Haustið 1921 höfðu þau
flust þangað frá Veturhúsum á
Jökulsdalsheiði.
Að loknu námi í barna- og
unglingaskóla á Vopnafirði fór
hann í Laugaskóla en fluttist til
Reykjavíkur 1943 og hóf nám í
trésmíði hjá Steinari Erlendssyni
og lauk sveinsprófi 1947.
i Magnús kvæntist Hildi Einars-
dóttur 7. desember 1946 en þau
kynntust sumarið 1942 er hún var
með föður sínum og systrum í
vegavinnu á Fljótsdalshéraði.
Hildur er fædd 6. október 1927,
dóttir hjónanna Einars Jónssonar
vegavinnuverkstjóra og Guð-
bjargar Kristjánsdóttur húsmóð-
ur.
Magnús og Hildur bjuggu í
Reykjavík fram til ársins 1966 er
þau byggðu húsið að Hrauntungu
83 í Kópavogi og hafa átt þar
heimili síðan. Börn þeirra eru
Björn læknir, fæddur 1947,
kvæntur Önnu Sigurveigu Ólafs-
dóttur, Einar lyfjafræðingur,
fæddur 1949, kvæntur Guðnýju
Helgu Gunnarsdóttur, Anna
bókasafnsfræðingur, fædd 1952,
gift Þorbergi Karlssyni, Hildur
kennari, fædd 1960, býr með Þór-
oddi Helgasyni, Hjördís íþrótta-
fræðingur, fædd 1960, gift Bene-
dikt Höskuldssyni og Sverrir
verkamaður, fæddur 1968.
Barnabörnin eru orðin tólf.
Mestan hluta starfsævi sinnar
vann Magnús hjá Trésmíðaverk-
stæði Reykjavíkurborgar. Hann
var mjög útsjónarsamur og
laginn trésmiður og nutu hæfi-
leikar hans sín vel við endurbætur
og viðhald eldri húsa í eigu borg-
arinnar, ekki síst við endurreisn
Viðeyjarstofu, en við það starf-
aði hann tvö síðustu árin sem
hann vann hjá borginni. Hann
hafði næmt auga fyrir vönduðu
handbragði fyrri kynslóða og var
oft leitað ráða hjá honum, þegar
um viðgerðir gamalla bygginga
var að ræða.
Minnisstæðastur er Magnús
okkur fyrir þann kraft og lífsorku
sem í honum bjó. Hann var
íþrótta- og útivistarmaður. Á
yngri árum stundaði hann aðal-
lega fimleika og skíði, vann til
verðlauna og var m.a. þátttak-
andi í fimleikaflokki ÍR, sem
sýndi á Þingvöllum árið 1944.
Hann greip ávallt hvert tækifæri
sem gafst til skíðaiðkana, göngu-
ferða eða hjólreiða. Síðastliðinn
vetur voru skíðin oft tekin fram,
þótt heilsan væri tekin að bresta.
Alla tíð hafði Magnús mikið
dálæti á æskustöðvum sínum á
Vopnafirði. í sumar gafst nokkr-
um okkar tækifæri til að dveljast
þar í vikutíma ásamt Magnúsi og
Hildi í bústað Vopnfirðinga-
félagsins. Áttum við þar ógleym-
anlegar stundir saman. Þrátt lyrir
að veðrið væri ekki eins og best
verður á kosið naut hann þess að
rifja upp minningar æskuáranna
og hitta vini og ættingja. Eitt af
síðustu verkum hans var að setja
upp nýja fánastöng við bústað-
inn.
Magnús var góður heimilisfað-
ir. Hann hafði lag á að laða að sér
barnabörnin og hjá honum fundu
þau gott athvarf. Hann hafði yndi
af tónlist og höfðu krakkarnir
ætíð gaman af að hlusta á afa sinn
spila á orgelið eða nikkuna.
Virðng hans gagnvart heimilinu
og Hildi eiginkonu sinni var mikil
og var eftirtektarvert hversu
umhyggjusamur og nærgætinn
hann var ætíð við hana. Þau hjón-
in hafa alla tíð verið mjög sam-
hent við að fegra heimili sitt og
gera það vistlegra. Blómastofan,
þar sem fjölskylda og vinir hafa
átt margar ánægjulegar samveru-
stundir, er gott vitni um það.
Fyrir rúmlega einu ári kenndi
Magnús sér fyrst þess meins er
dró hann til dauða. Þrátt fyrir
vitneskju um að alvara væri á
ferðum lét hann ekki bugast og
snerust áhyggjur hans meira um
líðan annarra en sjálfs sín. Þján-
ingar sínar bar hann með sjálfum
sér enda var honum ekki tamt að
láta þær í ljós.
Við kveðjum Magnús með
söknuði, en það er huggun harmi
gegn að eiga minningu um góðan
félaga og vin.
Tengdabörnin
ERLENDAR FRÉTTIR
Tékkóslóvakía
Samið um
Samningaviðræður Tékka og
Sovétmanna um brottkvaðningu
sovésks herliðs frá Tékkóslóvakíu
hófust í gær.
Alls eru um 75.000 sovéskir
hermenn í Tékkóslóvakíu. Ték-
knesk stjórnvöld hafa krafist þess
að sovéski herinn verði horfinn
frá landinu fyrir árslok.
Sovéskar hersveitir hafa verið í
Tékkóslóvakíu frá því að Sovét-
Sovéttier
menn réðust inn í landið 1968 og
steyptu þáverandi valdhöfum af
stóli.
Samningaviðræður um fækkun
í Evrópuherjum Atlantshafs-
bandalagsins og Varsjárbanda-
lagsins standa yfir í Vínarborg.
Búist er við að samkomulag náist
í ár og að Sovétmenn fækki um
300.000 manns í herafla sínum í
Austur-Evrópu. Reuter/rb
Tyrkland
Skólum lokað vegna mengunar
Skólum í Ankara, höfuðborg
Tyrklands, var lokað í gær
vegna loftmengunar. Þykkt
mengunarský liggur yflr borginni
og hefur skyggni oft ekki verið
nema um 100 metra undanfarna
daga. Mikil röskun hefur orðið á
ætlunarflugi um flugvöllinn við
Ankara af þessum sökum.
Tyrknesk heilbrigðisyfirvöld
skýrði frá því í gær að allt að þús-
und mígrógrömm af brenni-
steinsdíoxíði hefði mælst í rúm-
metra andrúmslofts í Ankara sem
er sex- til sjöfalt meira en viðmið-
unarmörk Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Opinberum starfsmönnum,
sem eiga ungbörn, var gefið frá
frá vinnu í gær til að sinna börn-
um sínum því að barnaheimilum
var lokað eins og skólum.
Stjórnvöld hafa fyrirskipað
fyrirtækjum í iðnaði, sem mikil
mengun stafar af, að minnka
framleiðslu sína um helming.
Ennfremur hefur verið bannað
að brenna olíu með háu brenni-
steinshlutfalli.
Reuter/rb
Vinningstölur laugardaginn
13. jan. ‘90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 2.395.250
2. 4a"íl® 1 416.115
3. 4af5 76 9.444
4. 3af5 2.806 596
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.201.485 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Um áramótin lækkaöi allt lambakjöt um 8%.
Sparaðu og kauptu lambakjöt.
SAMSTARFSHÓPUR
U M SÖLU LAMBAKJÖTS