Þjóðviljinn - 17.01.1990, Page 2
______________FRÉTTIR____________
Landbúnaðarvörur
Fraleit talnameðferð
Rœttá vettvangi kjarasamninga að heimila innflutning eggja og kjúkl-
inga. Steingrímur J. Sigfússon: Meðferð talna íþessu málifáránlegog
engu skárri þó hún komi ofan úr Háskóla
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra segir að
ýmis sú talnameðferð sem borin
hafi verið á borð í umræðum í
tengslum við kjarasamninga um
Heimilishjálpin
Launin ekki
á réttum tíma
Fjöldi starfsmanna
skilaði vinnustunda-
skýrslu ofseintfyrir
desember
Milli 50 og 60 starfsmenn
heimilishjálpar Félagsmálastofn-
unar Reykjavíkurborgar fengu
ekki launin sín á réttum tíma um
síðustu mánaðamót vegna þess að
þeir skiluðu ekki vinnustunda-
skýrslu inn á réttum tíma. Þar á
meðal var ung menntaskólastúlka
sem vinnur 8 tíma á viku.
Ástæðan fyrir þessari seinkun
er sú að í desember þurfti að skila
vinnustundaskýrslunni inn fyrir
þann tólfta, en alla jafna er skila-
dagur tuttugasta hvers mánaðar.
Þeir sem fá laun sín greidd með
ávísun fengu tilkynningu um
skiladaginn með nóvember-
laununum, en greinilega hafa
ekki allir veitt henni athygli. Þá
tókst og ekki að vara alla við sem
fá laun sín greidd inn á banka-
reikninga.
Sóley Kristinsdóttir hjá heimil-
ishjálpinni sagði í samtali við
Þjóðviljann að það gerðist í
hverjum mánuði að einhverjir
skiluðu of seint. „En það er alltaf
reynt að greiða úr því, ég tala nú
ekki um ef fólkið talar við okk-
ur,“ sagði hún.
Launin fyrir heimilishjálpina
fara í gegnum tölvubókhald
launadeildar borgarinnar, en
þrátt fyrir það sagði Sóley að það
hefði aldrei komið fyrir að starfs-
maður sem væri of seinn að skila
þyrfti að bíða eftir launum sínum
í heilan mánuð, heldur væri
handskrifaður launareikningur
sendur launadeildinni.
Menntaskólastúlkan sem at-
hygli okkar var vakin á þarf ekki
að bíða öllu lengur, því laun sín
fær hún greidd næstkomandi
föstudag. _gb
verð landbúnaðarafurða hér á
landi, vera fráleita og engu skárri
þó hún komi ofan úr Háskóla. En
DV hefur það eftir Guðmundi Ól-
afssyni hagfræðingi í gær, að ís-
lendingar greiði 10-15 milljarða
á ári fyrir landbúnaðarvöruur,
umfram það sem eðlilegt sé.
í þeim viðræðum sem nú fara
fram á vinnumarkaðnum hefur
komið fram sú hugmynd að heim-
ila innflutning á eggjum og kjúk-
lingum til að stuðla að lækkun á
verði landbúnaðarafurða.
Steingrímur sagði sjálfsagt að
skoða verðlagningu landbúnað-
arvöru og ýmislegt hefði verið
gert til að lækka hana. Ríkis-
stjórnin hefði tam. fellt niður
hluta kjarnfóðursgjalds sem ætti
að lækka framleiðslukostnað. Þá
væri starfshópur, sem ætti að
finna leiðir til að lækka verð land-
Hljómleikar
Skoller
skemmtir
í Gamla bíói
Eddie Skoller heldur
tvenna tónleika í
Reykjavík um helgina
Danski grínistinn Eddie Skoller
er væntanlegur til landsins á
morgun, og mun halda tvær
skemmtanir, - eða hljómleika í
Gamla bíói um næstu helgi, dag-
ana 20. og 21. janúar. Auk þess
treður Skoller uppi á Herrakvöldi
Lionsklúbbsins Njarðar á
fimmtudagskvöldið, en koma
hans hingað að þessu sinni er á
vegum klúbbsins.
Skoller fæddist í Bandaríkjun-
um 1944, sonur sænskrar fyrir-
sætu og rússnesks gyðings, sem
flýði til Danmerkur undan gyð-
ingaofsóknum í Rússlandi árið
1904. Fjölskyldan hét upphaflega
Schoylar, en nafnið reyndist
dönsícum yfirvöldum of framandi
og var breytt í Skoller. í Dan-
mörku höndlaði faðir Eddies
með skinn fram til ársins 1939, en
flutti þá fyrirtæki sitt til Banda-
ríkjanna vegna ótryggs ástands í
Evrópu. Sex ára var Eddie send-
ur í skóla í Danmörku, hefur ver-
ið búsettur þar síðan og þykir
búnaðarvöru, í undirbúningi á
vegum ráðuneytisins. Þeir sem
vildu mættu eiga aðild að honum.
Að sögn ráðherrans er það al-
mennt viðurkennt sem örygisatr-
iði og sjálfstæðismál á meðal
þjóða, að þær framleiddu sem
mest af sínum landbúnaðar-
vörum sjálfar. Strangar takmark-
anir hefðu verið hér við innflutn-
ingi vegna sjúkdómahættu og
þannig komist hjá ýmsum sjúk-
dómum í plöntum og dýrum.
Landbúnaðurinn væri uppsretta
verðmæta og atvinnu og hann
myndi þurfa að láta segja sér það
tvisvar eins og Njáll ef forystu-
menn í verkalýðshreyfingunni
færu fram á að framleiðsla á
ákveðnum landbúnaðarvörum
verði lögð af. Það væri furðuleg
krafa í ljósi þess að landbúnaður
skapaði þúsundir starfa og í ljósi
mörgum hann vera geysilega
danskur.
Hann útskrifaðist úr Verslun-
arháskólanum í Kaupmannahöfn
en leiddist skrifstofuvinnan.
Hann átti sér þá ósk heitasta að
verða skemmtikraftur eins og
Victor Borge og er mál manna að
það hafi tekist, í það minnsta
mun Borge ekkert hafa á móti því
að heyra Skoller líkt við sig.
Skoller hefur skemmt víða um
lönd, í Evrópu, Bandaríkjunum,
þess ótrygga atvinnuástands sem
nú ríkti. Hann vildi skoða þessi
mál öll í heild.
Ráðherrann sagði mörg teikn á
lofti um að verð á landbúnaðar-
vörum fari hækkandi á næstunni
erlendis. Nágrannalöndin væru
nú að reyna að losa sig úr kerfi
styrkja og niðurgreiðslna og kröf-
ur um aðbúnað dýra og hollustu-
hætti myndu ásamt því leiða til
verðhækkana.
Steingrímur sagðist vilja vekja
athygli á því að íslendingar fram-
leiddu mun betri og hollari land-
búnaðarvörur en flestir aðrir.
Enginn gerði kröfu til þess að fá
Bens á verði Trabants. Á móti
mætti réttilega segja að ekki
hefðu allir efni á Bens og þess
vegna þyrfti að kappkosta að
finna leiðir til að lækka verð land-
búnaðarvöru. -hmp
Rússlandi, Ástralíu og Austur-
löndum nær og fjær. Hann kom
hingað til lands fyrir um tveimur
árum, var ákaflega vel tekið og
líkar að sögn vel við íslenska
áheyrendur.
Hljómleikar Skollers hefjast
kl. 20:30 á laugardag og sunnu-
dag, miðasala er þegar hafin í
Gamla bíói og er opin daglega kl.
15-19.
Allur ágóði af hljómleikunum
rennur til líknarmála.
Dómskerfið
Bráða-
birgðalög
Fimm nýir héraðsdómarar
hafa verið settir í embætti í sam-
ræmi við bráðabirgðalög um að-
skilnað dómsvalds og umboðs-
valds í héraði, sem forseti íslands
undirritaði um helgina. Bráða-
birgðalögin voru sett í kjölfarið á
úrskurði Hæstaréttar á dögunum
þegar sakamáli úr Árnessýslu var
vísað aftur heim í hérað til nýrrar
meðferðar vegna þess að sá sem
kvað upp dóminn hafði einnig af-
skipti af lögreglurannsókn máls-
ins.
Nýju dómararnir fimm skipta
með sér störfum við um tuttugú
embætti. Ragnheiður Thorlaci-
us, fulltrúi sýslumannsins í Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu, mun
starfa við embætti sýslumann-
anna í Vestur-Skaftafellssýslu,
Rangárvallasýslu, Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu, Snæfells- og
Hnappadalssýslu, og Dalasýslu.
Auk þess mun hún starfa við
embætti bæjarfógetanna á Akra-
nesi og í Ólafsvík.
Adólf Adólfsson, bæjarfógeti í
Bolungarvík, var settur í embætti
héraðsdómara hjá sýslumönnum
í Bolungarvík, ísafjarðarsýslu og
Strandasýslu, og hjá bæjarfógeta
á ísafirði.
Ólafur Ólafsson, fulltrúi
bæjarfógeta á Akureyri, verður
dómari við embætti sýslumanna í
Húnavatnssýslu, Skagafjarðar-
sýslu og Þingeyjarsýslu, og við
embætti bæjarfógetanna á
Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafs-
firði og Húsavík.
Ólafur K. Ólafsson, bæjarfóg-
eti í Neskaupstað, var settur hér-
aðsdómari við embætti sýslu-
manna í Norður-Múlasýslu,
Suður-Múlasýslu og Austur-
Skaftafellssýslu, og við embætti
bæjarfógeta á Seyðisfirði og í
Neskaupstað.
Loks hefur Jón Finnbjörnsson,
fulltrúi yfirborgarfógeta í
Reykjavík, verið settur héraðs-
dómari við embætti lögreglu-
stjórans á Keflavíkurflugvelli.
Þá hefur Pétur Hafstein, sýslu-
maður á ísafirði, verið settur
bæjarfógeti á Bolungarvík í stað
Adólfs Adólfssonar, og Sigurður
Eiríksson sýslumaður hefur tekið
við embætti bæjarfógetans í Nes-
kaupstað.
Héraðsdómararnir nýju hafa
aðsetur á þeim stöðum þar sem
þeir voru íýrir en munu ferðast á
milli embættanna eins og þörf
krefur.
Sjá nánar um breytingar á
dómskerfinu á bls. 3.
~gb
Málfríður hjá Sævari
Málfríður Aðalsteinsdóttir sýnir
textílverk í galleríi Sævars Karls,
Bankastræti 9, um þessar mund-
ir. Málfríður er fædd í Reykjavík
árið 1960 og stundaði nám við
Statens Handverks- og kunstind-
ustriskole í Osló. Hún útskrifað-
ist frá textildeildinni 1987. Mál-
fríður hefur sýnt verk í Þýska-
landi og á Norðurlöndunum.
Sýningunni lýkur 25. janúar og er
opin á verslunartíma.
Drullumall
og Tippafluga
Nýlega kom út bók eftir tvo valin-
kunna poppara, þá Gunnar
Hjálmarsson og Birgi Baldurs-
son, en þeir eru þekktir fyrir leik
sinn með hljómsveitunum Svart-
hvítum draumi og Bless. Bókin
geymir tvær sögur, Drullumall
eftir Gunnar og Tippafluguna
eftir Birgi. Höfundarnir gefa
sjálfir út.
Málverkauppboð
Gallerí Borg heldur málverka-
uppboð fimmtudaginn 1. febrúar
að Hótel Sögu kl. 20.30. Tekið
verður á móti verkum á uppboðið
fimmtudaginn 25., föstudaginn
26. og mánudaginn 29. janúar í
Gallerí Borg, Pósthússtræti 9.
Leiðrétting
í forsíðufrétt Þjóðviljans á laug-
ardag var sagt að Ballskákstofan
að Grensásvegi væri í 1.100 fer-
metra sal án brunaveggs og að
salir yfir 540 fermetrum yrðu að
hafa slíkan vegg samkvæmt
lögum. Gylfi Guðmundsson
eigandi Ballskákstofunnar segir
að stofan sé í 800 fermetra sal þar
sem tveir eldvarnarútgangar séu
og að hann hafi öll tilskilin leyfi
og vottorð til rekstrarins.
Engar klámmyndir
Stöð 2 hefur ákveðið að hætta
sýningu svokallaðra blárra
mynda, en þeir hafa undanfarna
mánuði sýnt eina slíka í mánuði
við misjafnar undirtektir. Nk.
laugardag átti slík mynd að vera á
dagskrá Stöðvar 2 en nú hefur
verið ákveðið að taka hana af
dagskrá vegna þess að sýning
þessara mynda er í athugun hjá
saksóknara ríkisins. Mun Stöð 2 í
framhaldi af niðurstöðu þeirrar
athugunar svo taka ákvörðun um
hvort framhald verði á bláu
myndunum.
Samkeppni
um smásögur
Útgáfufélag framhaldsskóla-
nema og ríkisútvarpið efna til
samkeppni um smásögur og ljóð í
þriðja skipti um þessar mundir.
Tilgangur samkeppninnar er að
tendra sköpunarþrá í brjósti
framhaldsskólanema og fá þá til
þess að leggja hugverk sín undir
óvilhallan dóm. Keppnin er opin
öllum nemendum í framhalds-
skólum íslands og eru vegleg
verðlaun í boði. Fyrstu verðlaun
fyrir smásögu eru 50 þúsund
krónur, önnur verðlaun 35 þús-
und og þriðju verðlaun 20 þús-
und. Fyrstu verðlaun fyrir ljóð
eru 40 þúsund, önnur verðlaun 25
þúsund og þriðju verðlaun 10
þúsund. Verk skulu merkt dul-
nefni en rétt nafn, heimilsifang,
sími og skóli fylgja með í lokuðu
umslagi merktu dulnefninu.
Skilafrestur rennur út 15. febrú-
ar. Dómnefnd skipa rithöfund-
arnir Pétur Gunnarsson og Gyrð-
ir Elíasson og Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir dagskrárgerðarmað-
ur. Verðlaunasögur og ljóð verða
gefin út í bók ásamt völdu efni.
Afhending verðlauna verður í
beinni útsendingu á Rás 2.
Jón Baldvin
í Ólafsvík
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra heldur áfram yfir-
reið sinni um landið til að kynna
viðræður EF'l A-ríkj anna við
Evrópubandalagið. Föstudaginn
19. janúar verður hann staddur í
Ólafsvík og mun halda upplýsing-
afund í félagsheimilinu kl. 21.00.
2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 17. janúar 1990