Þjóðviljinn - 17.01.1990, Page 4

Þjóðviljinn - 17.01.1990, Page 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Aðferðir í kjarabaráttu Tvö dæmi blasa nú við almenningi um aðferðir í kjarabaráttu launafólks: Stofnun Félags símsmiða og verkfallsaðgerðir þeirra og Sleipnis, félags langferðabílstjóra. Enginn dregur í efa rétt og nauðsyn þess að hvorir tveggja aðilanna fái notið betri kjara og réttinda. Meiri hluti símsmiða taldi réttindabaráttu sinni betur borgið með því að ganga úr Félagi íslenskra símamanna og stofna nýtt félag innan Rafiðnaðarsambandsins. Þessi leið, að skapa sérfélag, til að ná betri árangri en í samfloti, hefur oft verið hugleidd og farin áður og skilað beinum árangri í launum. Gleggsta en um leið hróplegasta dæmið er nú um tæknimenn sem sinna sömu störfum hlið við hlið innan Ríkisútvarpsins, en launamunur þeirra getur skipt hundruðum þúsunda á ári, eftir því í hvaða stéttarfélagi þeir eru. Akkillesarhællinn á þessari aðferð er sá, að hún gefst ekki ævinlega vel til lengdar, hvorki sem kjaratrygging né félagsleg aðgerð. Skammtímasigrar þeir sem nást með því að sundra verkalýðsfélögum hafa oft gagnast atvinnurekendum betur en launamönnum þegar til lengdar lét. Þar að auki getur þessi vinn- uaðferð magnað upp skaðvænlega misklíð og innbyrðis togstreitu launamanna. Langferðabílstjórum í Sleipni tókst síðan að vekja athygli á málstað sínum með 3 daga verkfalli. Hins vegar beittu þeir að hluta vanhugsuðum aðferðum. Niðurstaðan er sú, á þess- um viðkvæmu tímum í samningamálum, að gagnrýnisraddir heyrast á þessi tvenn samtök. Öryggismál farþega og ökumanna í vöruflutninga- og langferð- abílum hafa nokkrum sinnum komist í sviðsljósið vegna óhappa sem rekja má til þreytu bílstjóranna. Vinnuálag á þá er geysilegt á ákveðnum tímum ársins. Fram hefur komið í rannsóknum er- lendis, að bæði starfsævi og lífaldur strætisvagnastjóra er skemmri en viðmiðunarstétta. Það er rakið til streitu í erfiðu og ábyrgðarmiklu nákvæmnisstarfi. Hins vegar eru slys og óhöpp almennt fátíðari hérlendis hjá atvinnubílstjórum en ökumönnum einkabifreiða. Augljóst er, að grunnlaun langferðabílstjóra hafa verið of lág og þeir neyðst til að sinna mikilli aukavinnu, auk þess sem þeir gegna þjónustustörfum í bifreiðunum, viðgerðum og sinna einatt ómetanlegri aðstoð við fararstjórn. Það er ekki aðeins mikilvægt bílstjórum að fá leiðréttingu á kjörum sínum, heldur brýnt öryggis- atriði bæði fyrir bílstjóra og farþega þeirra. Baráttumál félaga í Sleipni eru mörg og flest sanngjörn. Bændur og matarverð Þær alvarlegu rangfærslur eru nú síendurteknar á opinberum vettvangi, að helstu ríkisútgjöld til landbúnaðar- og viðskiptaráðu- neytis gangi beint til bænda. Það er óviðunandi málflutningur að eigna bændum landsins allt það fé til margvíslegustu málaflokka, deila í summuna með fjölda bænda og fullyrða síðan að þeir þiggi 1 ráðherralaun af skattfé almennings. Með sömu röksemdafærslu væri hægt að skrökva því upp að hver læknir á íslandi fengi 23 milljón króna styrk frá ríkinu á ári, með því að deila fjölda þeirra upp í áætlaðan kostnað við heilbrigðiskerfið. Á sama hátt er það ámælisvert framferði, að búa þjóðina með órökstuddum tainadæmum undir að nota frjálsan innflutning á eggjum, kjúklingum og svínakjöti sem skiptimynt í samningum okkar um tollfrjálsan innflutning á fiski til Evrópubandalagsins. Margoft hefur komið fram í skoðanakönnunum, að íslendingar vilja ekki fremur en aðrar eyþjóðir treysta á innflutt matvæli. Auk þess eru tölur um margra milljarða sparnað við innflutning á þessum vörum ekki líklegar til að standast nákvæma rýni. Stéttarsamband bænda hefur ítrekað lagt áherslu á lækkun matarverðs hérlendis og rannsókn á verðmyndun, síðast á aðal- fundi sínum í sept. sl. og í bréfi til forsætisráðherra í kjölfarið. Sl. vor skoraði Stéttarsambandið árangurslaust á ASÍ og BSRB að nýta lögbundinn rétt sinn til setu í verðlagsnefnd búvara, til að styrkja hlut og aðstöðu neytenda við umfjöllun og úrskurði þar. Kostnaðurinn á bóndabænum er eini þátturinn í verðmyndun búvara sem hefur stöðugt dregist saman undanfarin ár. Baráttu- menn fyrir lægra matarverði gætu margt af hagræðingu bænda lært, í stað þess að ófrægja þá með ósannindum um ríkisframlög. ÓHT KLIPPT OG SKORIÐ WHAT'S WRONG WITH THIS PICTURE? ARTISTS RESPOND TO CENSORSHIP ÉÉÉSÉ ‘A ,T Eitt af mótmælaspjöldunum gegn hömlum á listrænni tjáningu í Bandaríkjunum Hinn nýi f jandi í guðs eigin landi í Information fyrir viku er merkileg grein eftir Lars Movin um splunkunýjan fjandmann hins þögla meirihluta (sem ekki þegir alltaf) í Bandaríkjunum. Hún hefst á þessa leið: „Ritskoðun? í dönskum eyrum hljómar þetta orð eins og það sé frá Austur-Evrópu eða úr fjar- lægri fortíð ... En fyrir banda- ríska listamenn hafa hömlur á listrænni tjáningu verið partur af hvunndeginum síðan í október. Þá fékk repúblíkanski öldunga- deildarþingmaðurinn Jesse Helms samþykkt lagafrumvarp sem á að koma í veg fyrir að hið opinbera styrki ósæmilega („of- fensive") list. Og allt haustið létu listrænir viðburðir verulega reyna á stjórnarskrárbundið tján- ingarfrelsi þar í landi. Svo rammt kveður að þessu að virðuleg stofnun eins og Whitney Museum for American Art sá sig tilneydda að splæsa 70.000 dölum á heilsíðuauglýsingu í New York Times þar sem almenningur er hvattur til að senda þingmönnum sínum mótmælabréf undir fyrir- sögninni: Ætlarðu að láta stjórnmálamenn drepa listina? Eitt nýjasta dæmið um árekst- ur listar og stjórnmála varð í New York í byrjun nóvember þegar nokkrir listamenn með eyðni héldu sýningu í sýningarsalnum Artists Space undir heitinu Witn- esses against our Vanishing (Vitnisburður gegn eyðingu okk- ar). Tilgangurinn var að benda á tregðu stjórnvalda til að taka eyðnivandann föstum tökum og listamennirnir fengu styrk úr sér- stökum ríkissjóði, National Endowment for the Arts (NEA). En í sýningarskránni réðst einn listamaðurinn persónulega á nokkra menn, m.a. fyrrnefndan Jesse Helms og 0‘Connor sem hefur barist harkalega gegn her- ferðinni fyrir öruggu kynlífi. Af- leiðingin af þessum skrifum varð sú að NEA dró styrk sinn til baka, en það gekk auðvitað ekki þegjandi og hljóðalaust." Ekkert nýtt Og þetta er ekkert einsdæmi á okkar nýmórölsku hægrisinnuðu tímum, segir Lars Movin. Reag- an hefur verið kennt um þessa bylgju en það er of mikill heiður fyrir gamla leikarann. Hins vegar fengu krossferðirnar gegn öllu sem ekki flokkast undir hvíta, gagnkynhneigða miðstéttarsið- fræði aukin völd og áhrif á stjóm- arárum hans. Lars nefnir nokkur dæmi um upphlaup siðavandra undanfarin ár og heldur svo áfram: „Síðan kom að listinni. Það hafði borist Bandarísku fjöl- skyldusamtökunum til eyrna að NEA hefði styrkt ljósmyndarann Robert Mapplethorpe, sem nú er látinn úr eyðni ... og ákveðið verk eftir Iistamanninn Andres Serrano sem heitir Piss Kristur. Eins og nafnið bendir til er lista- verkið sett saman úr krossi sem stendur ofan í hlandkoppi. Þessar fréttir fylltu mælinn. Á einum degi söfnuðu Fjölskyldusam- tökin 4000 undirskriftum og á skömmum tíma bárast yfir 80 000 bréf til þingmanna þar sem fólk mótmælti hvemig fé sjóðsins væri varið. Þetta var of stór konfektmoli til að láta liggja undir skemm- dum, og ekki leið á löngu áður en Jesse Helms var tilbúinn með lag- aframvarpið sitt sem á að tryggja að andkristið svínarí verði ekki oftar styrkt af opinberu fé. Engu breytti þótt nýlega væri búið að afhjúpa frægustu sjónvarpspre- dikara landsins fyrir subbuleg kynlífsævintýri og vægast sagt vafasamar fjárreiður. Listin má ekki gagnrýna trúmál í Banda- ríkjunum.“ Umdeild verk á nemendasýningum Og það er ýmislegt fleira sem listin má ekki í henni Ameríku, samkvæmt grein þessari. Að því hafa menn komist í stærsta lista- skóla Bandaríkjanna, The Art Institute of Chicago. Þar hefur dyggur vörður verið staðinn um listrænt frelsi nemendanna alla Jesse Helms. tíð, en tvö haust í röð hefur hrein- lega allt orðið vitlaust út af verk- um á nemendasýningum. Annað var mynd af svörtum borgarstjóra Chicago í kvennær- fötum. Þessi maður var látinn en hafði verið í miklum metum hjá svörtum íbúum borgarinnar. Ör- lög myndarinnar urðu þau að svartir borgarstjórnarmenn réð- ust inn á sýninguna og eyðilögðu hana. Svo hótaði borgarstjórnin að svipta skólann öllum styrkjum og skólastjórinn þorði ekki ann- að en afneita verkinu í heilsíðu- auglýsingum í stærstu dagblöðum Chicago. „Sem í raun er viðurkenning á því,“ segir Mindy Faber kennari við skólann, „að það sé allt í lagi að eyðileggja listaverk sem mað- ur er ekki sáttur við.“ Hitt var samsett verk sem bar titilinn Hvernig á að sýna banda- ríska fánann? Fólk mátti svara spurningunni skriflega á þar til gerða bók, en þá varð það að standa á fána sem lá á gólfinu meðan það skrifaði. Þessu reiddust uppgjafahermenn heiftarlega og ætluðu að fara eins að og borgarráðsmennirnir, en í þetta skipti varði skólinn rétt nemenda til óheftrar listsköpu- nar. Fyrir vikið missti hann styrk- inn frá borginni. „Er þetta ekki skondið“, spyr Mindy. „Það fyrsta sem þýsku nasistarnir gerðu þegar þeir kom- ust til valda var að brenna mál- verk og setja lög til verndar þjóð- fánanum." Góður sjóður gerður ónýtur Opinbert framlag til lista í Bandaríkjum Norður-Ameríku núna er lægra en í Mexíkó, tæpar þrjátíu krónur á mann á ári. Þeg- ar NEA-sjóðurinn var stofnaður 1965 voru engir styrkir greiddir listamönnum. „Þáákváðu nokkr- ir sterkefnaðir listaverkasalar hvað væri góð list og hvað slæm list, og þar með hvað væri banda- rísk list. Takmark sjóðsins var að styrkja alls konar öðruvísi list en þeir viðurkenndu, framúrstefnu, alþýðulist, list í skólum og íbúð- arhúsum," segir Mindy enn, og hann hefur haft geysilega mikið að segja. „En það leiðir af sjálfu að margir þessara öðruvísi lista- manna era vinstrisinnaðir, svartir og svoleiðis, þess vegna styður sjóðurinn stundum listaverk sem gagnrýna ríkjandi kerfi. Það finnst Helms ekki viðeigandi notkun á fé skattborgara, og nú verður slíkt ekki.liðið lengur.“ í lok greinarinnar segir Mindy Faber um ritskoðunartilhneig- inguna í heimalandi sínu: „Það má lýsa þessari þróun með lítilli dæmisögu. Maður set- ur vatn í pott og lítinn frosk ofan í vatnið. Svo hitar maður vatnið hægt og hægt þangað til það fer að sjóða. Vatnið hitnar svo hægt að froskurinn tekur ekki eftir því fyrr en um seinan - þá er hann dauður. Eitthvað þessu líkt gerð- ist í Þýskalandi nasismans. Fólk lét smám saman af hendi smábita af frelsi sínu þangað til það bjó allt í einu við alræði. Ef við lítum í austur höfum við núna undanfarið séð það sem okkur dreymdi aldrei um að sjá. Skyldum við þurfa að sjá á eftir bandarískum listamönnum flýja til Austur-Evrópu á næsta ára- tug?“ SA þJÓDVILJINN Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltatjórar: Árni Bergmann, ólafur H. Torfason. Fréttaatjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrlr blaöamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMárPótursson, Hildur Finnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrtfatofuatjórl: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrffatofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjórl: Olga Clausen. Auglýaingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðala: Ðára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla6, Reykjavík, símar:68 13 33 & 68 16 63. Símfax: 68 1935 Auglýaingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog aetning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áakriftarverö á mánuði: 1000 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 17. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.