Þjóðviljinn - 18.01.1990, Page 1

Þjóðviljinn - 18.01.1990, Page 1
Fimmtudagur 18. janúar 1990 12. tölublað 55. órgangur Gróðurhúsaáhrif Gætu valdið kólnun Dr. Warren M. Washington: A ukning koltvísýrings íandrúmsloftigœti valdið tímabundinni kólnun á Norður-Atlantshafi. Traustijónsson: Efast minna um gildi tölvulíkananna en áður Doktor Warren M. Washing- ton frá Alþjóðastofnun um rann- sóknir á andrúmsloftinu í Bolder í Colarado, segir aukningu koltví- sýrings í andrúmsloftinu hugsan- lega geta valdið því að það kólni í veðri á Norður Atlandshafi um allt að 4 gráður yfír vetrartímann og koma þessar niðurstöður tölu- vert á óvart þar sem hingað til hefur verið gengið út frá því að gróðurhúsaáhrifin yllu jafnri hit- aaukningu um alla jörðina. staðan úr reiknilíkaninu gerir raunar ráð fyrir tveimur kulda- pollum á jörðinni, því Washing- ton sagði gróðurhúsaáhrifin einn- ig eiga að valda kólnandi loftslagi í Norður-Kyrrahafi. Trausti Jónsson veðurfræðing- ur var einn framsögumanna á ráðstefnunni. Hann sagði Þjóð- viljanum að hann hefði hingað til haft miklar efasemdir um gildi reiknilíkana og þær ályktanir sem menn hefðu dregið af þeim varð- andi gróðurhúsaáhrifin. En ný kynslóð líkana, þar á meðal líkan Washingtons, kæmu meira heim og saman við það sem menn væru vitni að í veðurfari í dag, þar sem loftslag á íslandi og í Norður- Skandinavíu hefði ekki hlýnað á undanförnum áratug eins og gerst hefði annars staðar í Evr- ópu. Það kom fram á ráðstefnunni að vísindamenn eru almennnt sammála um að aukning koltví- sýrings í andrúmslofti veldur heitara loftslagi. Hins vegar sé ekki ljóst hversu hratt þetta gerist og hve mikil áhrifin verða. Líkan Washingtons byggir á upplýsing- um sem fást með mælingum á hegðun og efnasamsetningu hafs og andrúmslofts. En þeir mæli- punktar sem stuðst er við eru enn sem komið er frekar strjálir. Þetta sagði Washington standa til bóta. íslenska vatnafræðinefndin var skipuð til fjögurra ára árið 1986 af þáverandi menntamálaráð- herra Sverri Hermannssyni og er henni ætlað að fara með alþjóð- legt samstarf á sviði vatnafræði innan UNESCO og Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. -hmp Kristinn Einarsson deildarstjóri Múlasímstöð gerir verkfallsvörðum símsmiða grein fyrir neyðarþjónustu sem þar er rekin. Mynd: Jim Smart. Símsmiðir Aukin harka í deiluna Fjármála- og samgönguráðuneyti ekki í vafa um að verkfall símsmiða erólöglegt. Símsmiðir halcla verkfalli áfram vegna grundvallar mannréttinda. Símamenn telja verkfallið vekja sundrung Washington kynnti þessa niðurstöðu á ráðstefnu sem ís- lenska vatnafræðinefndin hélt í Reykjavík í gær og byggir hún á reiknilíkani sem Washington og samstarfsmenn hans hafa hann- að. Líkanið segir til um hugsan- legt hitastig ef koltvísýringur tvö- faldast í andrúmsloftinu en Was- hington setur fyrirvara við niður- stöðurnar vegna þess að koltví- sýringur sé aðeins einn þáttur sem haft geti áhrif á hitastig. Veðurfræðilega séð er ástæða loftslagsbreytinganna mjög flók- in en niðurstaða Washingtons gengur út frá því að norðanáttir verði meira ríkjandi á Norður- Atlantshafi vegna breytinga á loftþrýstingi og þess vegna kólni í veðri þar. Washington sagði hér aðeins um tímabundið ástand að ræða en vildi ekki nefna nein tímamörk í þeim efnum. Niður- Þýsk-íslenska Fjármála- ráðheira mótmælir Fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ómars Kristjánssonar fram- kvæmdastjóra og yfirlýsinga frá Þýsk-íslenska. Mótmælir hann staðhæfingum sem þar eru hafð- ar uppi. Ólafur Ragnar Grímsson segist hvorki fyrr né síðar hafa haft af- skipti af meðferð embætta ríkis- skattstjóra og ríkissaksóknara á skattamálum Þýsk-íslenska. Lok- un fyrirtækisins í júní sl. vegna vanskila á söluskatti séu óháð því dómsmáli sem nú er rekið gegn því. í júní 1980 hafi verið gefin út almenn fyrirmæli um hertar að- gerðir við innheimtu vegna van- skila á söluskatti, og Þýsk- íslenska verið í þeim hópi, sem ekki hafði gert skil. Ríkisskatta- nefnd hafði vísað kæru fyrirtækis- ins vegna álagningar frá, og inn- sigli voru rofin strax og skil höfðu verið gerð. Fjármálaráðherra segir síðan: „Fullyrðingar um sérstakar pólit- ískar ofsóknir í garð fyrirtækisins eru úr lausu lofti gripnar. Ég hef fylgt þeirri stefnu sem fjármála- ráðherra að móta almennar regl- ur um skattamál og innheimtu, en hef forðast afskipti af málefn- um einstakra aðila.“ ÓHT Fjármálaráðuneytið og sam- gönguráðuncytið áréttuðu í gær að verkfall símsmiða stæðist ekki lög og segjast ekki ganga til samninga við Félag símsmiða þarsem samningsréttur þeirra fellur undir lög um opinbera starfsmenn. Símsmiðir munu hinsvegar ekki draga verkfall sitt til baka og halda því áfram sams- konar aðgerðum og síðustu daga. f gær héldu verkfallsverðir símsmiða áfram starfsemi sinni og vöktuðu ma. slitna símstreng- inn sem tengir um 200 notendur í Garðabæ. Þá komu þeir í veg fyrir að símsmiðir væru að störf- um í Múlastöð, nema hvað tveir menn gátu sinnt neyðarþjónustu. Verkfallsverðir fengu reyndar ekki að dvelja á vinnustaðnum vegna ýmissa trúnaðargagna sem þar er að finna. Símsmiðir segja verkfall þeirra ekki snúast um krónutölur heldur um grundvall- ar mannréttindi um stéttarfélög. Þannig ætli þeir að halda verkfalli sínu áfram, hvað sem ráðuneytin segja. Ráðuneytin telja verkfallið ólöglegt á mörgum forsendum. Þeir sem eru í verkfalli hafi þegar sagt upp störfum sínum og hafi því ekki rétt til verkfalls og segja Félag símsmiða ekki hafa farið réttu leiðina ef komi ágrelningur upp um á hvaða grundvelli eigi að heyja kjarabaráttu. Þá segja ráðuneytin það gilda einu þótt símsmiðir hafi gengið í Rafiðnað- arsambandið, því það geti ekki farið með umboð fyrir opinbera starfsmenn. Þá sendi Félag íslenskra síma- manna frá sér yfirlýsingu þarsem skorað er á alla félagsmenn að þjappa sér saman til að bæta kjör allra félagsmanna. Félagið hafn- ar allri ólöglegri starfsemi og segir það aðeins sundra launa- fólki og harmar hve margir síms- miðir hafa sagt upp störfum. Þá telur félagið framkomu forystu Rafiðnaðarsambandsins veikja stöðu símamanna með ver- kfallsaðgerðum. -þóm ASÍ-BSRB Saman við borðið Eiginlegar samningavið- rœður hefjast á sunnu- dag. BSRB tekur þátt í viðrœðunum Eftir miðstjórnarfund Alþýð- usambandsins í gær var haldinn fundur með forystumönnum VSI og VMSÍ þarsem ákveðið var að færa samningaviðræður yfir í hús sáttasemjara og verður fyrsti fundurinn á sunnudag. Samn- ingsaðilar þurfa aukið húsnæði til viðræðna, en BSRB mun einn- ig taka beinan þátt í þeim. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði eftir fundina að nú yrði reynt til þrautar hvort hægt væri að fara þá leið sem rædd hefur verið til að ná samningum. Að- spurður um hvort ganga eigi inn í samning BHMR vegna of mikilla launahækkana sagðist Ásmundur hvergi hafa heyrt rök fyrir því að háskólamenn fái meiri launa- hækkanir en aðrir launamenn. Fulltrúar ASÍ munu á næstu dögum fara til sem flestra staða á landinu til að kynna helstu atriði viðræðnanna og leita þannig um- boðs um svipað framhald. Aðilar á Vestfjörðum og á Hornafirði telja þó ekki ástæðu til að fá for- ystumennina í heimsókn. Engu að síður er mjög líklegt að verka- lýðsfélögin samþykki framhald viðræðna verði örugg trygging fyrir kaupmætti í samningum. -þóm Loðna Veiði ef viðrar Heildaraflinn á loðnuvertíð- inni var í gær orðinn um 175 þús- und tonn en engin veiði var í fyrri- nótt vegna brælu á miðunum. Hins vegar fengu 21 skip sam- tals 15.030 tonn nóttina þar á undan. Aðalveiðisvæði flotans er sem fyrr á miðunum út af Gerpi og er loðnan feit og góð í bræðslu. -grh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.