Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Borgarnes Verkafólk í sérframboð Jón A. Eggertsson: Nauðsynlegt að sjónarmið almenns verkafólks nái inn í raðir sveitar- og bœjarstjórna. Verkafólk sniðgengið af stjórnmálaflokkum við val á frambjóðendum eir aðilar sem boðið hafa fram við sveitarstjórnarkosningar í Borgarnesi hafa sjaidnast valið verkafólk í sæti ofarlega á listana. Ef engin breyting verður á þessu getur vel svo farið að verkafólk bjóði fram sérstakan lista við bæjarstjórnarkosningarnar í Borgarnesi, segir Jón A. Eggerts- son formaður Verkalýðsfélags Borgarness í síðasta tölublaði Borgfirðings. Ekki hefur enn verið tekin formleg ákvörðun um að bjóða fram sérstakan lista verkafólks í Borgarnesi en að sögn Jóns A. hafa margir haft samband við hann út af þessu og lýst yfir stuðn- ingi við hugmyndina. Jón sagði það löngu tímabært að sjónarmið verkafólks nái inní raðir sveitar- og bæjarstjórna og þá ekki síður í atvinnumálanefndir þeirra. Að- spurður hvort hreyfing væri fyrir sérframboði verkafólks á öðrum stöðum á landinu sagðist hann ekki hafa heyrt um það en taldi ekki ólíklegt að það h'tfi hvarflað að einhverjum í ljósi þess ótrygga atvinnuástands sem víða er. Þessi hugmynd að verkafólk bjóði fram sérstaklega við sveitar- og bæjarstjórnarkosning- ar er ekki ný af nálinni og hefur hún áður komið fram í Borgar- nesi. Jón A. sagði að sér virtist sem það viðhorf væri ríkjandi hjá stjórnmálaflokkunum að hafa ekki almennt verkafólk á fram- boðslistum. „Þetta er svona hlið- stætt og var fyrir daga Kvenna- listans þegar konur áttu erfitt uppdráttar innan flokkanna. En um leið og konurnar byrjuðu að bjóða fram sér þá hafa allar flóð- gáttir opnast og ekki til sá flokkur sem hampar ekki konu í einu af efstu sætunum,“ sagði Jón A. Eggertsson -grh Ferðamálaráð w —------------ Ovissa vegna fjárskorts Kristín Halldórsdóttir: Óvissa um kynningarstarfsemiFerðamálaráðs vegna fjárskorts. Útíhöttað notaekkiviðburð eins og heimsókn Bretlandsdrottningar Ferðamálaráð íslands er illa í stakk búið til að sinna land- kynningarmálum vegna þess að því hafa ekki verið tryggð lög- bundin framlög til starfseminnar á þessu ári, að sögn Kristínar Halldórsdóttur formanns ráðs- ins. Hún segir hóp sem skipaður var í september eða október vinna að almennum tillögum um hvern- ig standa skuli að landkynningu og hópurinn viti af heimsókn Elís- abetar II Bretlandsdrottningar en hendur ráðsins séu bundnar vegna fjárskorts. Kristín sagði Ferðamálaráð hafa lagt fram ramma eða drög að því hvernig það hygðist skipta því fjármagni sem það á að fá sam- kvæmt lögum, sem er 10% af tekjum Fríhafnarinnar. 1 drögun- um hefði drjúgur hluti átt að renna til landkynningar. Ferða- málaráð hefði hins vegar aðeins fengið hluta þess fjármagns sem það teldi sig eiga rétt á. „Þess vegna getum við gert mun minna en við ætluðum okkur,“ sagði Kristín. Ef gera á eitthvert sérstakt átak í tengslum við heimsókn Bretlandsdrottningar í sumar, þá verður það á vegum annarra aðila en Ferðamálaráðs, en sjálfsagt í samstarfi við það, sagði Kristín. Tillögur ráðsins lægju ekki fyrir vegna þess að þar vissu menn ekki hvað þeir hefðu í höndun- um. Að mati Kristínar er mikill Birting Látum fólkið ráða Skorað á Kvennalistann að skoða hugsinn gaumgæfilega Stjórn Birtingar skorar á Kvennalistakonur að skoða hug sinn gaumgæfilega gagnvart sterku framboði lýðræðisaflanna í Reykjavík og fagnar jafnframt þeim síaukna áhuga á slíku fram- boði í vor. I ályktun frá stjórn Birtingar segir að félagið sé reiðubúið að ganga til þeirra viðræðna sem óskað er eftir í bréfi Alþýðu- flokksmanna í borginni til Birt- ingar, ABR og fleiri. „Það einstæða tækifæri sem félagshyggjumenn og lýðræðis- sinnar hafa nú í borgarmálum má ekki ganga okkur úr greipum vegna sérhyggju eða þröngra skammtímahagsmuna einstakra flokka eða samtaka. Þeir tímar sem við lifum nú ættu að minna okkur á að það er fólkið sjálft sem á að ráða, ekki fámennir hópar í flokksforystu,“ segir orð- rétt í ályktuninni og er bent á að happadrýgsta leiðin sé sú að flokkarnir bjóði ekki fram sjálfir, heldur beini kröftum félaga sinna að óháðu framboði á grundvelli málefnasamkomulags og að frambjóðendur séu valdir með al- mennu prófkjöri félaga úr flokk- unum og óflokksbundinna stuðn- ingsmanna. Þá er því beint til Framsóknar- manna og félaga í ABR að láta ekki persónuvanda og tæknileg úrvinnslumál letja sig í samvinnu til sigurs. -Sáf Norrœna húsið Vetrarstríðið fimmtugt Fyrirlestur og kvikmyndasýn- ing verða í Norræna húsinu á sunnudaginn í tilefni þess að um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að vetrarstríðið var háð í Finnlandi (1939-40). Fyrirlesturinn heldur Jarl Kronlund liðsforingi, hernaðar- sagnfræðingur frá Helsinki, en Kronlund stundar rannsóknir við sagnfræðistofnun liðsforingja- skólans í Helsinki. Undanfarin ár hefur verið unnið að rannsóknum á Vetrarstríðinu og munu menn hafa komist að nýjum niðurstöð- um, sem birtar voru fyrir skömmu. Að loknum fyrirlestrinum, sem hefst kl. 16, verður sýndur um 20 mínútna útdráttur úr nýrri finnskri kvikmynd, sem mikla at- hygli hefur vakið. Myndin er gerð eftir skáldsögu finnska rithöfund- arins Antti Tuuri, Talvisota og ber íslenska heitið Vetrarstríðið. LG fengur í heimsókn Elísabetar, ís- lendingar ættu að þekkja það af áhrifum heimsókna Vigdísar Finnbogadóttur erlendis. Reynsla þeirra sem störfuðu að ferðamálum væri líka sú að betri auglýsing fengist ekki. Kristín sagðist reikna með að hið sama gilti um bresku drottninguna, þar sem Bretar fylgdust mjög vel með henni og það væri út í hött að nota ekki heimsóknina til að kynna ís- land og það sem það hefði upp á að bjóða. Ferðamálaráð fékk á fjár- lögum þessa árs uþb. 1/3 af lög- bundnum framlögum að sögn Kristínar. En Ferðamálaráð er með verkefni á sviði landkynn- ingar, fræðslumála og landvernd- ar. Þá væri ekki búið að ganga frá skuldahala sem nýskipað Ferð- amálaráð tók við frá því í fyrra og ef Ferðamálaráði væri gert að greiða hann væri það verulega illa sett. Ráðið væri með skrifstofur í Frankfurt og New York ásamt upplýsingamiðstöð í Reykjavík og meiningin hefði verið að koma slíkum stöðvum víðar um landið. Ef greiða ætti skuldahalann þá rétt dygði framlagið í ár til þess og til að greiða kostnaðinn við rekst- ur þessara skrifstofa. -hmp Skúlptúrar Jóhanns Eyfells á sýningunni í Ásmundarsal. Mynd: Jim Smart. Ásmundarsalur Islenskir arkitektar eriendis Sýning á verkum átta íslenskra arkitekta sem starfa erlendis Nú stendur yflr í Asmundarsal við Freyjugötu sýning á verk- um átta ísienskra arkitekta sem starfa erlendis. Tilgangur sýning- arinnar er að gefa mönnum færi á að glöggva sig á framlagi ís- lenskra arkitekta til byggingar- listar á erlendum vettvangi, en verk á sýningunni eiga fulltrúar íslenskra arkitekta í Bandaríkj- unum, Noregi, Frakklandi, Þýskalandi og Sviss. Jóhann Eyfells, Bandaríkjun- um, sýnir arkitektóníska málm- skúlptúra, sem reyndar eru unnir sérstaklega fyrir sýninguna. Guð- mundur Jónsson, sem starfar í Noregi, sýnir ýmsar teikningar, sem hafa hlotið viðurkenningar og verðlaun, svo sem miðbæjar- skipulag í Drammen, flugstöðv- arbyggingu í Hurum og verð- launatillögu íslands í samkeppn- inni NordForm ‘90. í Noregi starfar einnig Kolbrún Ragnars- dóttir, sem sýnir verðlaunateikn- ingar sínar að Norræna húsinu í Færeyjum auk einbýlishúsa í Þrándheimi og Tromsö. Einn fulltrúi íslenskra arki- tekta í Frakklandi á verk á sýn- ingunni, en það er Högna Sigurð- ardóttir, sem sýnir teikningar að nýjum skóla í úthverfi Parísar. Bjarki Zóphoníasson, sem starf- ar í Sviss sýnir ýmis verk sem hann hefur undanfarið sent til þátttöku í samkeppnum. Þrír arkitektar sem starfa í Þýskalandi sýna verk sín. Gunn- laugur Baldursson sýnir meðal annars verðlaunateikningar að iðnskóla, teikningar að íbúðar- húsum í Þýskalandi og á íslandi, meðferðarheimili og skóla. Jór- unn Ragnarsdóttir sýnir íbúðar- hús í Fellbach og Stuttgart í Þýskalandi, símstöðvarviðbygg- ingu, leikskóla og fleira. Sigur- laug Sæmundsdóttir sýnir bókina Architektinnen, Ideen - Pro- jekte - Bauten, en þar eru verk Sigurlaugar kynnt ásamt verkum fleiri kvenkyns arkitekta, sem starfa í Þýskalandi. LG 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. janúar 1990 ATVR Tíu milj- arðar í vín og tóbak Aukning milli ára í sölu áfengis hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á síðasta ári nam 194% í lítrum talið en 24,8% í alkólítr- um. Aftur á móti varð samdrátt- ur í sölu tóbaks. Heildarsala áfengis og tóbaks á síðasta ári nam 9.947 miljónum króna og þar af nam sala áfengis 6.464 miljónum króna og tó- bakssalan 3.483 miljónum króna. í lítrum talið voru seldir 9.499 lítrar á nýliðnu ári eða 1.044.970 alkólítrar. Sambærilegar tölur fyrir árið 1988 eru 3.288 þúsund lítrar eða 836.051 alkólítrar. Aukning sölu á hvern einstakling 15 ára og eldri í alkólítrum talið nemur 22,99%. Heildarsala vindlinga nam 418.301 þús. Sambærileg tala fyrir 1988 er 413.377 þúsund. Samdrátturinn nemur því 3.04%. Á síðasta áratug seldust flestir vindlingar árið 1984 eða 447.210 þúsund. Sala á mann 15 ára eldri er 13% minni árið 1989 en árið 1984. ÁTVR miðar sínar sölu- tölur á mann við 15 ára og eldri, þótt ungmennum undir 20 ára aldri sé bönnuð samkvæmt lögum meðferð og neysla áfengis, er gert til samræmis við þær upplýs- ingar sem verslunin hefur birt á undanförnum árum. Þá nam sala á áfengum bjór frá 1. mars til áramóta 6.947 þúsund lítrum eða 359.939 alkólítrum. Um það hvort tilkoma bjórsins^ hafi leitt til aukinnar áfengis-' neyslu eða ekki telur ÁTVR sig ekki geta dregið neinar ályktanir sökum margra óvissuþátta þar um. -grh Tónlistarfélagið Tónlist fyrir og píano Einar Jóhannesson og Philip Jenkins halda tónleika í ís- lensku óperunni Einar Jóhannesson klarinett- leikari og Philip Jenkins píanó- leikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í íslensku ópe- runni á sunnudaginn. Leika þeir Einar og Philip verk eftir Carl Maria von Weber, Norbert Bur- gmuller, Darius Milhaud, Bo- huslav Martinu og Johannes Brahms. Einar verður á næstunni á ferð- inni í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem hann mun halda ein- leikstónleika og leika með hljóm- sveitum. Philip Jenkins var um árabil búsettur á Akureyri og heldur enn tengslum við íslenska tónlistarmenn. Tónleikamir hefjast kl. 17 á sunnudag og eru miðar seldir við innganginn. LG Einar Jóhannesson klarinettleikari heldur á morgun tónleika ásamt Phil- ip Jenkins pianóleikara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.