Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 9
VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðiö hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf í félaginu fyrir árið 1990 og er hér með auglýst eftir tillögum um félagsmenn í þau störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 5. febrúar 1990. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félags- manna. Listum ber að skila á skrifstofu félags- ins, Skipholti 50a. Stjórnin Félagsráðgjafar Á Félagsmálastofnun Kópavogs eru lausar til umsóknar 2 stöður félagsráðgjafa í afleysingar: 1. 100% starf frá 1. apríl n.k. til ágústloka 1991. 2. 50% starf frá 1. maí n.k. til janúarloka 1991. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar n.k. Upplýsingar veitir deildarfulltrúi fjölskyldu- deildar í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs Garðbæingar 60 ára og eldri Framkvæmdir við íbúðir fyrir Garðbæinga 60 ára og eldri við Kirkjulund 6-14 eru vel á veg komnar. Óseldar eru fáeinar íbúðir 2, 3 og 4 herbergja. Garðbæingum 60 ára og eldri gefst kostur á forgangskaupum til 5. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veitir Guðfinna Snæbjörns- dóttir á skrifstofu félagsmála í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli, símar 656622 og 656653. Stjórn Byggingafélags eldri íbúa í Garðabæ Heilsugæslustöð á Blönduósi Tilboð óskast í að fullgera húsnæði á 1. hæð heilsugæslustöðvar á Blönduósi, sem nú er til- búin undir tréverk. Flatarmál hússins er um 700 m2. Verkið skal unnið af einum aðalverktaka. Verktími er til 1. maí 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7 Reykjavík til og með föstudegi 15. febrúar 1990 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 20. febrúar 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Boraartúni 7. sími 25844 Neytendasamtöki n hafa flutt starfsemi sína að Skúlagötu 26,3. hæð. Nýttsímanúmerer 625000 telefaxnúmer 624666 DAGSBRÚNARMENN Leiðbeiningar við framtalsgerð Verkamannafélagið Dagsbrún gefur félags- mönnum sínum kost á leiðbeiningum við gerð skattframtala með sama hætti og undanfarin ár. Þeir sem hafa hug á þessari þjónustu eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Dagsbrúnar ogf láta skrá sig til viðtals fyrir 2. febrúar. Síminn er 25633. Verkamannafélagið Dagsbrún Allsherjar- atkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir næsta kjörtímabil. Tillögur skulu vera samkvæmt B-lið 19. greinar í lögum félagsins. Tillögum, ásamt meðmælum hundrað fullgildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16, eigi síðar en kl. 11 fyrir há- degi þriðjudaginn 6. febrúar 1990. Kjörstjórn Iðju Hef opnað lækningastofu að Lágmúla 5 Tímapantanir frá kl. 10-12 virka daga í síma 34354. Vigfús Magnússon geðlæknir dagvistbarm Forstaða leikskóla Dagvist barna auglýsir lausar stöður forstöðu- manna við tvo nýja leikskóla, Klettaborg við Dyrhamra og Heiðarborg við Selásbraut sem áætlað er að taki til starfa í apríl næstkomandi. Um er að ræða leikskóla þar sem byggt verður á nýbreytni í leikskólastarfi bæði hvað varðar innra starf og húsnæði. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita fram- kvæmdastjóri og deildarstjóri Dagvistar barna í síma 27277. Psoriasis sjúklingar Ákveðin er ferð fyrir psoriasis-sjúklinga 10. apríl nk. til eyjarinnar Lanzarote, á heilsugæslu- stöðina Panorama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafn- númeri og síma til Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 28. febrúar. Tryggingastofnun ríkisins FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNETYTINU Auglýsing um starf námstjóra tónlistar- fræðslunnar Samkvæmt ákvæðum 71. greinar laga um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, nr. 87/1989, er hér með auglýst til umsóknar starf námstjóra tónlistarfræðsl- unnar. Samkvæmt áðurgreindum lögum er verksvið námstjóra tónlistarfræðslunnar yfirstjórn námskrár- og námsefnis- gerðar, samræming náms, prófa og réttinda er þau veita, aðstoð varðandi ráðningar kennara, ráðgjöf varðandi starfs- og fjárhagsáætlanir skóla, upplýsingamiðlun og erlend samskipti. Jafnframt skal námstjóri tónlistar- fræðslunnar sinna ráðgjafar- og leiðbeiningarstörfum fyrir kennara og skólastjóra tónlistarskóla. Samkvæmt áðurn- efndum lögum er námstjóri tónlistarfræðslunnar jafnframt formaöur fimm manna samstarfsnefndar tónlistar- fræðslunnar svo sem nánar er kveðið á um í lögunum. Ráðið er í starf námstjóra tónlistarfræðslunnar til fjögurra ára í senn. Um er að ræða hálfa stöðu. Umsækjendur skulu hafa lokapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík eða sambærilega menntun. Áskilin er menntun í upeldis- og kennslufræðum og starfsreynsla við kennslu- störf í tónlistarskóla. Umsóknir ásamt afritum af prófskírteinum og upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast menntamála- ráðuneytinu fyrir 20. febrúar 1990. Umsækjendur þurfa að geta tekið við starfi sem fyrst. Styrkir til umhverfismála Landvemd mun á næstunni úthluta styrkj- um úr Pokasjóði Landverndar. 1. Úthlutun er bundin verkefnum á sviöi um- hverfismála, svo sem landgræðslu, skóg- rækt, friðun, verndun, fegrun og snyrtingu lands og til fræðslu og rannsókna. 2. Verkefni sem sótt er um styrk til að þurfa að vera vel afmörkuð og skilgreind. Styrkumsókninni þarf að fylgja verk- og fjár- hagsáætlun. 3. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörk- um mótframlag sem getur falist í fjár- framlögum, vélum, tækjum, efni eða vinnu. 4. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir lok úthlutunarárs. 5. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Landverndar fyrir 15. febrúar 1990. Landvernd Skóiavörðustíg 25 101 Reykjavík Félag járniðnaðarmanna Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Félags jámiðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðar- mannaráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 75 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félags- ins og auk þess tillögur um 14 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18:00 þriðjudaginn 7. febrúar 1990. Stjórn Félags járniðnaðarmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.