Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 3
___FRÉTTIR__ y Vargfugl Ahlaupið undirbúio Vargfuglinn á höfuðborgar- svæðinu má fara að vara sig. Embætti veiðistjóra undirbýr nú allsherjar fækkun á þessum vá- gesti í haust og ætlar að fylgja þeim aðgerðum fast eftir á næsta ári. Fyrsti liðurinn í þeirri her- ferð eru merkingar á fuglinum, til að átta sig á hegðun hans, og hefj- ast þær á allra næstu vikum. Helsti vargfuglinn á höfuð- borgarsvæðinu er sílamávurinn, en silfurmávurinn, svartbakurinn og hrafninn eru einnig til mikils ama. Fyrsta stórátakið í útrýmingu vargfuglsins fór fram í fyrra. Þá voru drepnir milli tíu og tólf þús- und mávar á Reykjavíkursvæð- inu, en tæplega 45 þúsund á landinu öllu. Áður voru aila jafna drepnir tíu til tólf þúsund mávar á ári um land allt. „Það er öllum brögðum beitt og reynt að gera þetta sem hættu- minnst. Þetta er gert af ákveðn- um mönnum sem hafa reynslu í þessu,“ sagði Þorvaldur Björns- son, fulltrúi veiðistjóra, þegar hann var spurður hvernig vargur- inn væri drepinn. Hann sagði að beitt væri skotvopnum í barátt- unni og einnig væri fuglinum gef- ið svefnlyf og honum síðan safn- að saman. Ekki vildi Þorvaldur geta sér neitt til um fjölda varg- fugla á höfuðborgarsvæðinu nú. Hann sagði að merkingarnar væru liður í því að kanna fjölda þeirra. -gb ABR Svanur Jóhannesson, formaður öryggisnefndarinnar, skýrir á námskeiði með kollegum sínum hvernig soja-olía er notuð tll hreinsunar. Mynd: Kristinn. Prentiðnaður Tímamót í hreinsun Soja-olía getur haft grundvallaráhrif á öryggismálprentara. Svanur Jóhannesson: Hefur einnig margvísleg þœgindi í för með sér Alþýðuflokkurinn svarar Stefanía Traustadóttir, for- maður Alþýðubandal- agsfélagsins í Reykjavík, skýrði Þjóðviljanum frá því að ABR hefði borist svar frá stjórn Fullt- rúaráðs Alþýðuflokksins við bréfí ABR um sameiginlegt fram- boð til borgarstjórnar Reykjavík- ur í vor. Þar kemur fram að Al- þýðuflokkurinn er tilbúinn til viðræðna, en ekki fyrr en for- sendur hans fyrir framboðinu hafa verið samþykktar. Þar er um að ræða fyrirkomulag á próf- kjöri, að fólkið á framboðslistan- um ráði afstöðu tU mála en ekki flokkarnir osfrv. Allir flokkarnir sem ABR leitaði til eru tilbúnir í viðræður, sé vissum skilyrðum fullnægt og ákveðnar forsendur fyrir hendi. Ekki er enn hægt að útiloka Kvennalistann, hann hefur í raun ekki hafnað sameiginlegu fram- boði alfarið, heldur við núver- andi forsendur. Ráða má af því, að breytist forsendur nægilega, kæmi til greina að hann endur- skoðaði afstöðu sína. ÓHT betta virðist vera meiri- Jdj náttar galdravökviogget- ur haft grundvallaráhrif á örygg- ismál prentiðnaðarmanna,“ sagði Svanur Jóhannesson for- maður öryggisnefndar Félags prentiðnaðarmanna um notkun soja-olíu tU hreinsunar á prent- vélum. í prentiðnaði eru notuð um 2500 mismunandi efni, sem mörg hver eru mjög hættuleg. Öryggi hefur lengi verið ábótavant við hreinsun prentvéla, en það virð- ist ætla að fara stórbatnandi með notkun soja-olíu. Hún var kynnt hér á landi á námskeiði sem ör- yggisnefndin hélt hjá Vinnueftir- litinu vegna öryggismála prent- ara. Að sögn Svans var það Daninn Kre Hendriksen, kennari við Iðnskóla Kaupmannahafnar, sem komst að þessu eftir að félagi hans hafði látist vegna eiturefna í pretiðnaði. í skýrslu sinni segir Hendriksen að litavalsar verði hreinni með notkun soja-olíu og aðeins þurfi eina umferð þegar farið er úr bláum lit í gulan í stað tveggja til fjögurra. Samkvæmt athugun hans hefur olían engin áhrif á prentgæðin heldur eru þvert á móti horfur á að valsar verði mýkri, endist lengur og prentun verði fallegri en þegar notuð eru lífræn leysiefni. Þó er aðeins hægt að nota soja- olíu við hreinsun en litir verða áfram á völsum. Danir virðast manna fremstir í þessari þróun og eru þeir nú að reyna að finna þynnri olíu, sérstaklega vegna hreinsana á gúmmídúkum. -þóm Guðrún Einarsdóttir: Hvort verk er tilbúið er fyrst og fremst spurning um tíma og tilfinningu. Mynd: Jim Smart. Myndlist Hvítir fletir - og svartir Guðrún Einarsdóttir: Þetta er bara einn hlekkurinn í keðjunni Þessi verk eru eins konar til- raunir, segir Guðrún Einars- dóttir, sem í dag opnar málverk- asýningu í Nýhöfn, Hafnarstræti 9. Guðrún vinnur í olíu, hvíta fleti og svarta, sem hún kallar olíuverk. - Ég hef í augnablikinu engu við þessi verk að bæta, en hvort verk er tilbúið eða hvort það má bæta einhverju við það er fyrst og fremst spurning um tíma og tilfínningu, segir hún. - Ég hef náð fram því sem ég ætlaði mér en komist ég á aðra skoðun eftir tvo til þrjá mánuði get ég alveg eins fundið upp á að bæta einhverju við, því þetta stig sem þær eru á núna er bara einn hlekkurinn í keðjunni. Það er ekki þar með sagt að myndirnar verði betri af viðbót. - Þetta er fyrsta sýningin sem ég vinn gagngert fyrir. Ég útskrif- aðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskólans vorið 1988 og sýndi síðan í Hafnargalleríi um haustið, nánast fyrir tilviljun. Eftir það bætti ég við mig einu ári í skólanum, í fjöltæknideild, og tel mig hafa haft mikið gagn af því. Þar var fjallað um hlutina frá öðrum sjónarhóli en í málara- deildinni, til dæmis rými og rým- isnotkun. - Síðan ég lauk skólanum hef ég eingöngu unnið við málverkið því ég lít svo á að til að ná árangri verði maður að sinna því sem fullu starfi. En það er auðvitað komin lítil reynsla á þetta hjá mér. Eftir sýninguna sé ég hvar ég stend og get ákveðið hvert framhaldið verður, hvaða stefnu ég tek með mín verk. - Framtíðin er óráðin. Ég hef ekki gert neinar áætlanir um að fara til útlanda í skóla, þótt auðvitað hefði ég eins og allir aðrir gott af að skipta um um- hverfi. En í svona málum verður hver og einn að taka mið af sjálf- um sér. Það hentar ekki öllum það sama. Hér á landi er heil- mikið myndefni og sem stendur hef ég mestan hug á að halda mig við það. LG Laugardagur 27. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 HELGARRÚNTURINN UNNENDUR íslenskrar leikritunar hafa ástæðu til að kætast þessa helgina. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Kjöt, nýtt leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, í gær og næsta sýning verður á sunnudagskvöld. Ljós heimsins verður sýnt í kvöld og annað kvöld, og Höll sumarlands- ins í kvöld. Barnaleikritið Töfrasprotinn er sýndur kl. 14 í dag og á morgun. Þjóðleikhúsið sýnir Lítið fjölskyldufyrirtæki í kvöld og Hús Vernhörðu Alba á sunnudagskvöld. Og Leikfélag Akureyrar sýnir svo Eyrnalanga og annað fólk. Leikfélag Kópavogs ætlar að sýna gaman- leikinn Blúndur og blásýru í Félagsheimili Kópavogs á sunnudags- kvöld kl. 20... TÓNLIST ARLÍ FIÐ heldur áfram sínum blómlega vanagangi um helg- ina. Félagarnir Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Philip Jenkins píanisti halda tvenna tónleika. Þeir fyrri verða í Borgarneskirkju í dag kl. 16, á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Hinir síðari verða í íslensku óperunni á sunnudag kl. 17 og þeir eru haldnir á vegum Tónlistarfélags Reykjavíkur. Listvinafélag Hallgrímskirkju gengst einnig fyrir tónleikum á sunnudag kl. 17. Þá ætlar Hörður Áskelsson organisti kirkjunnar að leika verk eftir gamla meistara, þeirra á meðal Jóhann Sebastían Bach. Ljóðatónleikar verða haldnir í Gerðubergi í dag kl. 15 og þar syngur John Speight við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar. Þeir sem heldur vilja dægurtónlist eða djass geta brugðið sér í Pottinn í Duus húsi á sunnudagskvöld þar sem Kristján Magnússon og félagar hans ætla að taka þorrasveiflu. Á Fógetanum syngur svo skoskur skemmtikraftur, Angus Rollo. Á Kjarvalsstöðum á sunnu- dagskvöld verður haldin kvöldvaka undir yfirskriftinni Upphaf aldar- loka. Kvöldvakan er haldin í tengslum við málverkasýningu Tolla og fram koma þekktir tónlistarmenn, bæði klassískir og popparar. Þar verða Bubbi, Megas og Diddú, auk annarra, þeirra á meðal tvö skáld. Gleymum ekki Bjartmari Guðlaugssyni sem heldur tónleika í Klifinu í Ólafsvík í kvöld kl. 23... TOLLI opnar sýningu á nýjustu málverkunum sínum á Kjarvalsstöð- um í dag og eru þau máluð í olíu. Tolli hefur haldið fjölda einkasýn- inga, þar á meðal eina í Seúl á meðan Ólympíuleikarnir fóru þar fram. í dag verður opnuð önnur sýning á Kjarvalsstöðum. Þar er á ferðinni Guðný Magnúsdóttir og ætlar hún að sýna skúlptúr og veggmyndir úr leir. Guðrún Einarsdóttir opnar málverkasýningu í Nýhöfn í dag og vestur á ísafirði er sýning á verkum hollenska listamannsins Jean-Paul Franssens í Slúnkaríki. Bankamenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja, því á sunnudag opnar Gunnsteinn Gíslason sýningu á múrristum í húsakynnum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við Álfabakka... BÍÓBÓSAR hafa úr ýmsu að moða þessa helgina. Auk tveggja nýrra og ágætra bandarískra mynda, Losta og Jonna myndarlega, og allra hinna, býður Norræna húsið upp á tuttugu mínútna útdrátt úr finnskri bíómynd um Vetrarstríðið í Finnlandi. A undan verður haldinn fyrir- lestur um þetta sama stríð. Kvikmyndaklúbburinn sýnir svo úrvals- mynd eftir Grikkjann Angelopoulos á sunnudag... KEFLVÍKINGAR fá að skemmta sér á laugardag við söng og gleði í' Rokki, svita og pilsaþyti. Sýningin verður í Glaumbergi. Grínistarnir Ómar Ragnarsson og Laddi verða á Hótel Sögu um helgina. Þeir ætla að bjóða gestum í hressilega sjóferð og skemmtilega og áfangastaður- inn er Horrimolinos. Þeir félagar ætla að bregða sér í allra kvikinda líki á leiðinni. Og meðal farþega verður m.a. Leifur óheppni...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.