Þjóðviljinn - 27.01.1990, Side 5
VIÐHORF
Hverjir vilja fríverslun með fisk?
Fríverslun þýðir
óheftan útflutning
Nú er hafin mikil orrusta.
Utanríkisráðherra með umboð
frá ríkisstjórninni í hendi stefnir
að þvi, helst áður en þetta ár er
liðið í aldanna skaut, að koma
íslandi inn í svonefnt Evrópskt
efnahagssvæði (EES). í þessu
skyni hefur nú verið settur til
verka mikill herskari embættis-
manna og sérfræðinga til að lesa
sér til og túlka þau fræði sem til
þarf. Um er að ræða um 40 þús-
und blaðsíður af texta frá Brussel
sem varðar innri markað Evrópu-
bandalagsins, lög og laga-
skýringar, sem nú á að íslenska
með hraði. Sérstök þýðingarmið-
stöð á að glíma við það verk að
koma þessu torfi á tungu Snorra á
fáeinum vikum. Boðskapurinn á
þessum 40 þúsund síðum fjallar
um það fjóreina frelsi varðandi
vörur, peninga, þjónustu og bú-
setu, sem ríkja skal óheft og án
landamæra í hinni endurbornu
Evrópu, sem ráðherrann vill að
ísland verði hluti af.
Hluti af þessu, þó ekki nema
um 300 blaðsíður, kann fyrr en
varir að verða partur af íslenska
lagasafninu og ryðja út röskum
fimmtungi þess. Með því yrði
gildur hluti af ákvæðum Rómar-
samningsins lög á íslandi og þar
að auki fjöldi reglugerða og til-
skipana sem nú hafa lagagildi í
Evrópubandalaginu. Alþingi ís-
lendinga fengi það hlutverk að
stimpla þennan pakka á einu
bretti sem samning með lagagildi
og kæmi hann í staðinn fyrir
fjölda lagabálka sem nú gilda á
íslandi. Pyrftum við fávísir al-
Hjörleifur Guttormsson skrifar
þingismenn ekki að hafa meiri
áhyggjur af þeim málum, því að
við þessum fimmtungi lagasafns-
ins yrði ekki framar hróflað af
Alþingi íslendinga.
og féll það á borða sem á var letr-
að: Fríverslun með fisk. Þarna
var fundinn fimmti frelsis-
þátturinn, sérhannaður fyrir okk-
ur íslendinga. Meira að segja hin
þetta frelsi sem fyrsta skilyrði
fyrir inngöngu íslands í Evrópu
iðnjöfranna: „Ef við eigum að
hafa eitthvert hagræði eða gagn
af þessum samningum, þá verði
. ekki er víst aðfríverslun meðfisk
yrði sá hvalrekifyrir okkur sem afer
látið, heldur gœtiþvertámóti orðið Æ & jf
hefndargjöf‘
Aðhald að inn-
lendri hagstjórn
Allt er þetta nokkuð nýstár-
legt, enda flutt sem fagnaðar-
boðskapur af þeim sem séð hafa
ljósið í EES og vilja láta það falla
á okkur óstýriláta fslendinga. Jón
sem fer með viðskiptamál orðaði
þetta hnyttilega í þingræðu á dög-
unum þegar hann fagnaði því sér-
staklega að fá loks með þessum
hætti „aukið aðhald að innlendri
hagstjórn". Til eru þó þeir sem
hafa leyft sér að spyrja, hvort það
sé alveg víst að þessar reglur, sem
sniðnar eru að þörfum fjölþjóða-
fyrirtækja í helstu iðnríkjum
Vestur-Evrópu, henti fámennri
fiskveiðiþjóð á norðurhjara.
Jafnvel forsætisráðherra okkar
var í vafa um tíma að svo væri. En
þá kviknaði á nýju ljósi, sterkara
en hinum fjórum samanlögðum
EFTA-ríkin lögðust á sveif með
okkur og féllust á að gera þessa
kröfu að sinni, sum nauðug vilj-
ug. Af efndum hefur enn lítið
spurst á þeim bæjum, nema hvað
Norðmenn hafa skilið þennan
boðskap öðrum skilningi og
breytt í þveröfuga átt með því að
stórauka ríkisstyrki við sinn
i sjávarútveg.
Sjávarútvegsstefna
EB andhverfafrí-
verslunar
Á fundum sem utanríkis-
ráðherra hefur látið ráðuneyti sitt
standa fyrir að undanförnu í
skólum og samkomuhúsum, hef-
ur hann lagt sérstaka áherslu á
frelsi fisksins. í endursögn Tím-
ans 17. janúar sl. af fundi utan-
ríkisráðuneytisins í Glaumbergi á
Suðurnesjum nefndi ráðherrann
það að byggjast á því að við fáum
viðurkenningu á reglunni um frí-
verslun með fiskafurðir, sem er
miljarðamál fyrir íslenskan sjáv-
arútveg."
Nú vill svo til að á sama tíma og
frelsið fjóreina er að fá lagastoð
innan Evrópubandalagsins byggt
á ákvæðum Rómarsáttmálans, er
fiskimálastefna bandalagsins af
allt öðrum toga. Hún er byggð á
ómældum styrkjum, beinum og
óbeinum til sjávarútvegs land-
anna, auk nokkurra tollmúra.
Fiskveiðilögsaga utan 12 mflna er
sameiginleg fyrir veiðiflota
bandalagsins og í samningum við
ríki utan bandalagsins er reynt að
afla fiskveiðiréttinda gegn tolla-
ívilnunum. Kröfu EFTA um frí-
verslun með fisk hefur EB þegar
svarað með því að vísa til þessar-
ar stefnu. Það er raunar viður-
kennt nú af flestum sem nálægt
þessum málum koma hérlendis,
að tómt mál sé að tala um fríversl-
un með fisk sem eitthvert prinsip-
mál í samningaviðræðum við EB.
Sérkennilegust er hins vegar sú
uppákoma, að nú hafa ráðherrar
í ríkisstjórn íslands, sem mest
lögðu upp úr þessari kröfu fyrir
tæpu ári, loks áttað sig á því, að
ekki er víst að fríverslun með fisk
yrði sá hvalreki fyrir okkur sem af
er Iátið, heldur gæti þvert á móti
orðið hefndargjöf. Fríverslun
tengist ekki aðeins afnámi styrkja
og tolla, heldur er jafnframt úti-
lokað að setja hömlur á verslun
með fisk og fiskafurðir, þar með
talið kaup og útflutning á óunn-
um afla úr landi. Þannig gætu t.d.
Spánverjar og Portúgalir og aðr-
ar þjóðir á EES-svæðinu boðið í
fisk hérlendis, jafnvel í íslenskum
veiðiskipum, og unnið úr honum
að vild heima fyrir. Þar við bætist
að afnema á hömlur við fjár-
magnsflutningum og fjárfesting-
um útlendinga á EES-svæðinu,
og því viðbúið að útlendingar nái
fyrr en varir ítökum í sjávar-
útvegsfyrirtækjum hérlendis.
Samþykkt EFTA um fríversl-
un með fisk var hampað sem
miklum sigri hérlendis eftir fund-
inn í Ósló í mars í fyrra. Hún átti
að gilda sem einskonar pólitískur
aðgöngumiði að samningum um
frelsið fjóreina og aðild okkar að
EES. Nú hefur að vísu slegið
nokkuð í bakseglin eftir að dofn-
að hefu: yfir þjóðráðinu fríversl-
un með fisk. Það hefur hins vegar
engin minnstu áhrif á utanríkis-
ráðherrann, enda er hann að
flytja fagnaðarerindi, þar sem
það eitt skiptir máli að sjá ljósið,
hvert svo sem það leiðir okkur.
Hjörleifur Guttormsson er þingmað-
ur Alþýðubandalagsins á Austur-
landi.
Samfylking á íslenskum forsendum
Úr því að nokkur orða minna á
fundi ABR í síðustu viku voru
tíunduð hér í blaðinu á laugar-
daginn, er hreinlegast að gera
skýrari grein fyrir afstöðu sinni.
Tilefni þeirra orða var sú stað-
hæfing Kristínar Á. Ólafsdóttur,
að andstæðingar sameiginlegs
framboðs væru „fastir í fortíð“.
Ég er hinsvegar fylgjandi sam-
eiginlegu framboði, ekki síst
vegna þess að ég ber virðingu
fyrir baráttu gamalla eða látinna
félaga, sem í fortíðinni börðust
fyrir bættum kjörum alþýðu í
krafti samfylkingar. Frá því ég
var í æsku háðu sósíalistar þessa
baráttu undir kjörorði og kröfu
um samfylkingu vinstri þjóðfé-
lagsafla. Þá var sífellt leitað eftir
sameiginlegu framboði með kröt-
um, og voru þeir þó sýnu ókræsi-
legri þá en nú. En kratar höfnuðu
ætíð þessum málaleitunum og
voru réttilega skammaðir í hvert
sinn fyrir að láta atkvæði fjölda
alþýðumanna falla óvirk.
Nú virðast orðin endaskipti á
hlutunum. Nú eru það kratar sem
leita eftir sameiginlegu framboði
Árni Björnsson skrifar
í Reykjavík, en nokkur hópur í
Alþýðubandalaginu snýst gegn
því. Sá hópur er farinn að minna
því sambandi. Úr því að ekki er
teljandi ágreiningur um bor-
garmálefni árið 1990, þarf ekki
sumarið 1968“. Á því varð engin
breyting, nema síður væri.
Það er sömuleiðis heldur yfir-
„Sigrar vinstri manna, sem lögðu
grundvöll að velferðarkerfi samtímans,
unnust eðlilega helst með samfylkingu“
á einangrunarsinna á fjórða ára-
tugnum, sem Jón Rafnsson sagði
skopsögur af, en hann og aðrir
einingarsinnar börðust gegn. Sig-
rar vinstri manna, sem lögðu
grundvöll að velferðarsamfélagi
nútímans, unnust eðlilega helst
með samfylkingu. Sú samfylking
var ævinlega miðuð við þarfir ís-
lenskrar alþýðu og þróun mála
utan landsteina var aukaatriði í
FRA MENNTAMÁLA-
RÁÐUNEYTINU:
Laus staða
Dósentsstaða (37%) isýklafræði við læknadeild Há-
skóla íslands er laus til umsóknar.
Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. júlí 1990.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms-
feril og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 23. febrúar n.k.
Menntamálaráðuneytið
25. janúar 1990
____________________________—------------
aðra röksemd fyrir sameiginlegu
framboði nú fremur en áður.
Röng forsenda
Það er því einkennilegt að
heyra suma talsmenn benda á at-
burði í Austur-Evrópu síðustu
mánuði sem einhverja nýja rök-
semd fyrir sameiginlegu fram-
boði vinstri manna á íslandi! í
hvers konar hugarheimi lifir það
fólk, sem álítur að löngu tíma-
bært hrun flokksræðis í Austur-
Evrópu komi íslenskum sósíalist-
um fremur við en öðrum landsins
börnum?
Sem manneskjur gleðjumst við
yfir afnámi kúgunar á fólki í A-
Þýskalandi og Tékkóslóvakíu.
Það kemur okkur við sem
bræðrum þeirra og systrum. Og
það kemur okkur nákvæmlega
jafnmikið við, hvort sem við
kjósum Alþýðubandalag, Fram-
sóknarflokk eða Sjálfstæðis-
flokk. Því var beinlínis lýst yfir
þegar Alþýðubandalagið var gert
að flokki fyrir meira en tuttugu
árum, að það „gæti ekki átt nein
stjórnmálaskipti við valdaflokka
þeirra ríkja sem stóðu að
innrásinni í Tékkóslóvakíu
borðslegt að tala um „hrun
kommúnismans“ í A-Evrópu.
Kommúnismi hefur hv^rgi verið
til nema í hugum manna. Jafnvel
spilltir valdhafar þar eystra voru
ekki svo óforskammaðir að nefna
kerfi sitt kommúnisma, þótt þeir
þættust stefna í þá átt. Á síðari
árum kölluðu þeir þetta „real-
socialismus“ - einsog það var nú
þokkalegt. Lögregluríki hefði
verið réttari nafngift. Það er
kannski sök sér að tala um lenín-
isma, þótt ekki sé það heiti frá
Lenín kallinum komið. Að hon-
um dauðum tóku óprúttnir eftir-
menn nokkrar tilskipanir hans úr
styrjöld byltingaráranna saman í
einskonar „fræði Leníns hin
minni" og gerðu að
stjórnmálakreddu.
Fréttamönnum og öðrum er
hinsvegar nokkur vorkunn þótt
þeir éti þetta orðabrjál hver eftir
öðrum. Rétt einsog hlutlaust orð
á borð við „þefur“ getur fengið
merkinguna „óþefur" sé það sí-
fellt notað í ógeðfelldri merk-
ingu, hefur austrænum og vest-
rænum málföntum tekist að gjör-
spilla orðum einsog „kommún-
ismi“ með áratuga misþyrmingu.
Ályktun
íslenskir vinstri menn eiga að
samfylkja til að ná betra árangri
við jöfnun lífsgæða í þágu ís-
lenskra hagsmuna, hver svo sem
veltir hverjum úti í heimi.
Árni Björnsson er þjóðhátta-
fræðingur.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar
Ólafs Inga Jónssonar
Sefgörðum 22
Seltjarnarnesi
Sérstakar þakkir
spítalanum.
til starfsfólks á deild 11E Land-
Sigríður Sigurjónsdóttir
Anna Sigurborg Ólafsdóttir
Ingi Rafn Ólafsson
Sigurjón Ólafsson
Helga Guðjónsdóttir
Málfríður Jónsdóttir
Anna Jónsdóttir