Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 11
VIÐHORF IDAG Kvennalistinn og sam- fylkingariiugmyndin Þau rök sem voru fyrir stofnun kvennalista á sínum tíma og byggðu á þörf kvenna til að ein- angra sig frá valdakerfi og vinnu- brögðum karla innan flokkanna eru að sjálfsögðu ennþá í fullu gildi. Hinsvegar hef ég þá skoðun að þau eigi einfaldlega ekki við, þegar rætt er um samfylkingu um framboðslista. Slík samfylking hefur ekki í för með sér sameiningu stjórnmála- afla og samtök og flokkar sem að henni standa munu eftir sem áður starfa á sínum eigin forsendum þótt fulltrúar þeirra í stjórn borg- arinnar séu hluti af formlegu samstarfi. Ef rökin um nauðsyn kvenna til að einangra sig frá rótgrónu karlaveldi og karllegum vinnu- brögðum eins og hanaderrings- hætti þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars á Hótel Sögu hér á dögunum (með fullri virðingu fyrir Ólafi Ragnari), eiga að standa í veginum fyrir samfylk- ingu um framboð, er í raun verið að segja að kvennalistinn treysti sér ekki til að taka þátt í annars- konar samfylkingu eins og ríkis- stjórn. Kvennalistinn hlýtur því að taka afstöðu með eða móti sam- fylkingu um framboð á grundvelli málefna og niðurröðunar á fram- boðslista. Kvennalistinn hefur hlutverki að gegna um ókomin ár og sem gamall stuðningsmaður listans bið ég þær að endurskoða afstöðu sína og vera með í sam- eiginlegu framboði til borgar- stjórnar. Framboði sem ekki er beint gegn einum né neinum, flokknum við hið villimannslega valdakerfi blóðsugunnar frá Rúmeníu. Davíð Oddsson og Ce- ausescu eiga álíka margt sam- eiginlegt og Ólafur Ragnar og Hitler. Satt best að segja hélt ég „.. .sem gamall stuðn- ingsmaður listans bið égþœraðendur- skoða afstöðu sína og vera með ísameigin- leguframboði til borgarstjórnar" hvorki framkvæmdaforkinum Davíð Oddssyni né frændum okkar og vinum í Sjálfstæðis- flokknum, heldur framboði sem beint er að félagslegum gildum og jákvæðu mannlífi í Reykjavík fyrir alla þegna hvar í flokki sem þeir standa. Að lokum hlýt ég að fordæma að leiðtogar þeirra afla sem ég samfylki nú með skyldu líkja Davíð Oddssyni og Sjálfstæðis- að öfgafullir íhaldsmenn og frjálshyggjumenn hefðu einka- rétt á fáránlegum samlíkingum á borð við þessa, enda ófá þau skipti sem íslenskum jafnaðar- mönnum hefur verið líkt við Stal- ín og aðra glæpamenn sem framið hafa ódæði sín undir merkjum jafnréttis og félagshyggju. Ásgeir Rúnar Helgason er upplýs- ingafulltrúi I VIKULOKIN Lýst er eftir norn með skotthúfu Opinskáar jólabókajátningarnar hafa haft áhrif á mig. Djúp áhrif meira að segja. Mér hef ur skilist að hér á landi sé enginn maður með mönnum nema hann Játi. Opinberlega. Þess vegna ætla ég að segja f rá leyndarmáli mínu þó það sé gasalega skammarlegt. Ehem... Égskilekkihvernig meðaljón- arogmeðalgunnurfaraððíaðlifaafáþessulandiog égskilekkiheldurhvernigþeirsemerufyrimeðan meðallagiðfaraððí. Punktur. Þáerþaðsagt. Ég hef nú stundað rannsóknir á þessu fyrirbæri í nákvæmlega tvö ár, þrjá mánuði og sextán daga og játa mig sigraða. Migekkiskilja. Nei. Nákvæmur samanburður á launum og verðlagi í landinu, enda- lausir útreikningar tekna og útgjalda mín og annarra (það sem er látið uppi) leiðir allt til sömu niðurstöðu: Þettaerekki hægt. Eg hef náttúrlega alltaf verið svona heldurfyrirneðan meðallag íreikningi og nú er svo komið að mér f innst ég ekki vera betur sett en Marsbúi, sem hefði brotlent hér diski sínum fyrir slysni. (Hann myndi sjálfsagt bjarga sér betur.) Ég er hætt að þora að spyrja fólk hvernig það fari að. Og lengi hef ég ekki þorað að vera að koma með einhvern samanburð við önnur lönd eða lauma útúr mér að ég skilji þetta ekki. Slíkt þykir nef nilega hinn argasti dónaskapur, eða eitthvað þaðan af verra. Svoleiðis pakk fær gjarnan að heyra að úrþví það sé sona óánægt geti það bara hundskast aftur þangað sem allt sé svona gott, það sé hvort eð er orðið útlendingar (lesist landráðamenn og dónar). Ég get samt ekki sleppt því alveg að velta þessu fyrir mér. Reyna að skilja. Skilningsleit mín hef ur leitt mig vítt og breitt um huglæg og hlutlæg fyrirbæri þessa lands, og á dög- unum, þegar islenskir kvikmyndagerðarmenn (enn eittóskiljanlegtfyrirbærið) boðuðu til ráðstefnu í tilefni tíu ára samfelldrar kvikmyndasögu íslenskrar fékk ég hugmynd. Við skulum kalla hana drög að lausn. Skilningsvandans ekki þess ökónómíska, hann hef ég gef ið f rá mér í bili, hann gerir mig græna, - einsog Marsbúa. Hérna í árdaga, áður en veðrið varð vont, sá ég nefnilegabíómynd, sem átti eftirað hafaómæld áhrifádraumamínajafntívökusemsvefniímörg ár. Tók við af Grýlumartröðinni. Þetta mikla upplif- elsi fórfram ÍTjarnarbíói og hét Síðasti bærinn í dalnum, byrjar að þvíer mig minnirá upphrópun- innkBeeeerguuuuur..! Reyndar eru minningar mínar f rá þessari fyrstu íslensku kvikmynd lífs míns ærið þokukenndar, ef til vill vegna þess að inní minninguna um myndina blandast reiðileg rödd systur minnar, nöldrandi einsogvenjulegayfirósanngjarnritilvistminni._ Nokkuð sem hefur ekki haft nein áhrif á líf mitt. Ég skil ekki heldur hvers vegna ég er til. Hinsvegar var í myndinni atriði sem prentaðist inní sál mína og hef- ur haft þar ómæld áhrif: Einhverjir krakkar í sauðar- litunum f lugu um á töf rakistu. í mínum huga er þessi kista blá og rósamáluð á lokinu og árum saman var ég sannfærð um að æfti maður slíkan grip gæti maðurflogið. Úníform farþeganna kærði ég mig hinsvegar kollótta um, sem er náttúrlega misskiln- ingur. Þegar ég komst til vits og ára einsog það heitir gleymdi ég töf rakistunni enda asnalegt að vera að skríða uppí eitthvert trog þegar hægt er að taka flugvél. Þó hefði ég átt að álpast til að muna eftir kisturæf linum því ég held að þar haf i höf undur myndarinnar séð inní f ramtíðina og gert alveg f rá- bæra lýsingu á íslensku þjóðfélagi anno tæplega 2000. Hvernig? Jú, krakkaræflarnir voru plötuð í kist- una, lokinu skellt á og svo var allt heila klabbið sent á loft. Fyrir þeim framkvæmdum stóð einhver norn sem var endalaust að spinna, gott ef það var ekki Giiitrutt í eigin persónu, en þar er ég kannski farin að Ijúga uppá myndina. En hún var allavega að hlunnfara þau án þess að þau tækju eftir því, eða þannig. Lausnin, drög mín að skilningi á þessu öllu sam- an felst í því að ég held að þetta haf i gerst einhvern tíma á þessum tíu prósentum af öld sem ég var fjarverandi. (slenska þjóðin hefurverið plötuðuppí töf rakistu sem er að f Ijúga með hana eitthvað útí buskann, samanbersauðalitina. Þessvegnaerég eina manneskjan sem skil ekki neitt. Ég komst ekki með út að fljúga. Til að leysa málið þarf ég bara að f inna leið til að komast í töf rakistuna líka. Það ætti að vera auðvelt að f inna þessa norn. Það geta fjandakornið ekki vera margir núorðið sem spinna myrkranna á milli. Svo var hún Ifka með skotthúfu. lg IMÓÐVILIINN FYRIR 50 ÁRUM 27.janúar Tveirleikararog einn Ijósamaður gerasig hlægilega. Leikfélag Reykjavíkur vill ráða gagnrýni blaðanna, annars auglýsir það ekki. Hin háastjórn Leikfélags- ins, leikararnir Gestur Pálsson og Brynjólfur Jóhannesson og Ijósamaðurinn HallgrímurBach- mann hafa ákveðið að auglýsa ekki í Þjóðviljanum og hafafært þá ástæðu til, að þeim hafi ekki líkaðgagnrýni Þjóðviljansásýn- ingum félagsins. laugardagur. 27. dagur ársins. 15. vika vetrar hefst. Sólarupprás í Reykjavík kl. 10.23 - sólarlag kl. 16.58. Viöburðir Verslunarmannafélag Reykja- víkur stofnað árið 1891. Kven- réttindafélag íslands stofnað árið 1907. DAGBOK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 26.jan.-1.febr. 1990eríLyfjabergiog IngólfsApóteki. Fy rrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardogum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN ' Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur......................sími 4 12 00 Seltj.nes.........................sími 1 84 55 Hafnarfj..........................sími 5 11 66 Garðabær.......................simi 5 11 66 Slökkviliö og sjúkrabílar: Reykjavík.......................sími 1 11 00 Kópavogur......................sími 1 11 00 Seltj.nes.........................sfmi 1 11 00 Hafnarfj..........................sími 5 11 00 Garðabær.......................sími 5 11 00 LÆKNAR Lœknavakt fyrir Reykjavík, Sef- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga f rá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyf japjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vaktvirkadagakl.8- 17 og fyrir pá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknarjímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: vi rkadagal 8.30-19.30, helgar 15-18, ogeftir samkomulagi. Fæ&ingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Hellsuverndarstöðinvið Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Bamadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftaiinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-1élagiðÁlahdi13.0piðvirkadagafrá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaraðgjótrn Hlaðvarpanum Vestur- götu3.OpiðÞriðjudagakl.20-22, : fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þoirr a sem oröið hafa fyrirsifjaspellum, s.21500,símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beir'sambandviðlækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt raímagns-oghiiaveitu.s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260 allavirkadagakl. 1-5. Lögf ræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinss júklinga Skógarhlfð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 allavirkadaga. GENGIÐ 26. jan. 1990 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar...................... 60.61000 Sterlingspund....................... 100.52200 Kanadadollar.......................... 50.73000 Dönskkróna........................... 9.28890 Norskkróna............................ 9.30030 Sænskkróna.......................... 9.85130 Finnsktmark........................... 15.23820 Franskurfranki........................ 10.57630 Belgískurfranki....................... 1.71780 Svissneskurfranki................... 40.63690 Hollensktgyllini....................... 31.89580 Vesturþýsktmark.................... 35.93830 Itölsklíra................................. 0.04831 Austurriskursch...................... 5.10290 Portúg. Escudo....................... 0.40790 Spánskurpeseti...................... 0.55400 Japansktyen.......................... 0.42241 (rsktpund................................ 95.11200 i^ZTj Hafirðu ^^smakkað víh - láttu þér þá ALDREI detta í hug að keyra! IUMFERÐAR 'RÁO Laugardagur 27. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.