Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Azerbaijan Sovétforystan klofin Leiðtogar Sovétríkjanna eru klofnir í afstöðunni til þess hvernig leysa beri þjóðernisá- tökin í Azerbaijan. Dmitry Yazov varnarmálaráð- herra Sovétríkjanna lýsti yfir í gær að markmiðið með því að beita sovéska hernum í Azerbai- jan væri að brjóta Alþýðufylk- ingu Azera á bak aftur. Á sama tíma lögðu aðrir hátt settir emb- ættismenn áherslu á mikilvægi þess að viðurkenna Alþýðufylk- inguna og finna friðsamlega lausn á þjóðernisdeilunum í Azerbai- jan. Sovéskir fjölmiðlar hafa við- urkennt að hún nýtur fjöldafylgis í Azerbaijan og ræður lögum og lofum í stórum hlutum þess. Vadim Bakatin innanríkisráð- herra Sovétríkjanna hefur sagt að nauðsynlegt sé að hafa samvinnu við Alþýðufylkinguna til að koma á friði í Azerbaijan. Yazov varnarmálaráðherra sagði hins vegar á fréttamanna- fundi í Baku í gær að Alþýðufylk- ingin hefði stefnt að því að taka völdin í Azerbaijan. Hernum bæri skylda til að leysa upp valda- kerfi hennar í fyrirtækjum og verksmiðjum. Ummæli varnarmálaráðherr- ans voru birt á sama tíma og Tass- fréttastofan tilkynnti að leiðtogar hryðjuverkasveita hefðu verið handteknir víðsvegar í Azerbai- jan f gær og að öryggissveitir hefðu komið í veg fyrir áætlun Alþýðufylkingarinnar um að taka yfir stjórnarskrifstofur og fangelsi. Reuter/rb Japan Tvísýn kosningabarátta Kosningarnar sem nú standa fyrir dyrum í Japan 18. febrú- ar eru þær tvísýnustu frá því að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn komst til valda með sameiningu tveggja íhaldsflokkar árið 1955. Jafnvel þótt skoðanakannanir spái stjórnarflokknum meirihluta er svo mjótt á munum að hann gæti auðveldlega tapað ef hluti kjósenda hans sitja heima. Fylgishrun Frjálslynda lýðræð- FRÉTTASKÝRING isflokksins stafar fyrst og fremst af óvinsælum breytingum á skattakerfinu og tengslum flokksleiðtoga við mikið fjármál- ahneyksli. Á síðastliðinu ári kom í ljós að allir helstu forystumenn flokksins höfðu þegið stórar fjárhæðir frá fyrirtækinu Recruit sem meðal annars hefur hagnast á lóða- braski í Tokyo. Sumir þeirra höfðu líka keypt hlutabréf í fyrir- tækinu skömmu áður en þau voru sett í sölu á almennum hluta- bréfamarkaði. Við það margföld- ust hlutabréfin í verði og stjóm- málaleiðtogarnir græddu tugmilj- ónir hver á einni nóttu. Recruit hafði mikilla hags- muna að gæta við gerð laga um fasteignaviðskipti. Er talið að náin tengsl þess við stjórnmála- menn hafi orðið til þess að tefja iagasetningu sem takmarkaði gróðamöguleika lóðabraskara. Nokkrir yfirmenn fyrirtækisins voru handteknir og aðstoðar- menn stjórnmálamanna sömu- leiðs. Stjórnmálaleiðtogarnir sluppu hins vegar við ákæru þar sem þeir þóttust ekkert vita um athafnir undirmanna sinn sem sæju um fjáröflunarmál. Hin höfuðástæðan fyrir fylgis- hruni Frjálslynda lýðræðisflokks- ins er nýr þriggja prósenta virðis- aukaskattur sem reynst hefur mjög óvinsæll. Hann varð til þess að mörg fyrirtæki í viðskiptalífinu sneru baki við flokknum og fóru að veita fé í kosningasjóði stjórn- arandstæðinga. Skatturinn varð til þess að verðbólga á síðasta ári varð 2,4 prósent þrátt fyrir fullyrðingar stjórnarinnar um að hann myndi engin áhrif hafa á verðlag. Japan- skur almenningur er óvanur slíkri “óðaverðbólgu“ enda er þetta mesta verðbólga í Japan í meira en hálfan áratug. Um tíma í fyrra urðu óvinsæld- ir stjórnarinnar slíkar að minna en fimm prósent kjósenda lýstu yfir stuðningi við hana í skoðana- könnunum. Pá skipti flokkurinn hið snarasta um forsætisráð- herra. Það var hægara sagt en gert því að allir helstu leiðtogar hans voru flæktir í Recruit- hneykslið. Að lokum var valda- lítill stjórnmálamaður í minnsta flokksbrotinu innan flokksins, Toshiki Kaifu, gerður að forsæt- isráðherra. Undir forystu hans hefur flokkurinn endurheimt nokkuð af fyrra fylgi. Þrátt fyrir það er Kaifu ekki spáð langlífi sem flokksleiðtoga vegna þess hvað hann er áhrifalítill, auk þess sem hann þykir mjög litlaus stjórnmálamaður sem hafi lítið til málanna að leggja. Helsti stuðningurinn við á- framhaldandi stjórn Frjálslynda Frá lögmönnum Höfðabakka Hreinn Loftsson, héraösdómslögmaöur, sem rekiö hefur eigin lögmannsstofu aö Suöur- landsbraut 22, Reykjavík, hefur frá og meö 15. janúar 1990 gerst meðeigandi í Lögfræðistof- unni Höfðabakka 9 sf. Mun hann því héðan í frá reka lögfræðistofuna í félagi við Vilhjálm Árna- son hrl., Ólaf Axelsson hrl., EiríkTómasson hrl. og Árna Vilhjálmsson hdl. Jafnframt hefur verið ákveðið frá og með sama degi, að breyta nafni félagsins í Lögmenn Höfð- abakka sf. Reykjavík, 26. janúar 1990 LÖGMENN HÖFÐABAKKA Vilhjálmur Árnason hrl. Ólafur Axelsson hrl. Eiríkur Tómasson hrl. Árni Vilhjálmsson hdl. Hreinn Loftsson hdi. Toshiki Kaifu forsætisráðherra Japans fór í opinbera heimsókn til fjölda Evr- ópuríkja í mánuðinum með það fyrir augum að auka eigið fylgi heima í Japan. lýðræðisflokksins felst í klofningi stjórnarandstöðunnar og flóknu kosningafyrirkomulagi sem gerir flokkum erfitt að nýta sér stórar fylgissveiflur. Stjómarandstæðingar skiptast í fjóra höfuðflokka auk þess sem nokkrir þingmenn eru ekki flokksbundnir. Sósíalistar eru stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn. Næst kemur Samvinnuflokk- urinn, Komeito, sem tengist búddistasamtökum náið, þá koma sósíaldemókratar og að lokum kommúnistar. Þrátt fyrir miklar umræður um mikilvægi þess að sameina kraft- ana gegn alræði Frjálslynda lýð- ræðisflokksins hefur stjórnarand- stæðingum ekki tekist að mynda breiða samfylkingu og erfitt að sjá hvernig þeir geti stofnað sam- steypustjóm jafnvel þótt þeir næðu meirihluta. Þótt flestir frambjóðendur séu flokksbundnir er kosningin pers- ónubundin, þ.e. kjósendur greiða einstaklingum atkvæði en ekki flokkum. I flestum kjör- dæmum eru kosnir þrír til fimm þingmenn og ákveðst kjör þeirra af persónufylgi en ekki flokks- fylgi. Rétt kjörnir þingmenn fimm manna kjördæmis eru ein- faldlega þeir fimm menn sem fá mest fylgi. Ef tveir menn bjóða til dæmis fram í fimm manna kjör- dæmi og fá samtals tuttugu prós- ent atkvæða, þ.e. fimmtung at- kvæða, er líklegt að hvorugur þeirra komist inn ef atkvæðin hafa skipst jafnt á milli þeirra. Flokkamir eru þess vegna ragir við að bjóða fram fleiri en einn frambjóðanda í hverju kjördæmi af ótta við að fylgið dreifist þann- ig að enginn þeirra nái kosningu. Jafnvel þótt svo ólíklega færi að yfir fimmtíu prósent kjósenda greiddu sósíalistum atkvæði í kosningum í febrúar þá myndi það samt ekki duga til að flokkur- inn næði meirihluta á þingi. Hann hefur einfaldlega ekki nægjan- lega marga frambjóðendur til þess. Það er athyglisvert að bæði stjórnarflokkurinn og stjórnar- andstæðingar nota hrun komm- únistastjómanna í Austur- Evrópu óspart í kosningabarátt- unni. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn sakar japanska sósíalista og kom- múnista um að vilja byggja upp kommúnískt þjóðfélag eins og það sem hafi beðið skipbrot í Austur-Evrópu. Stjórnarandstæðingar segja hins vegar að spillingin, sem hef- ur opinberast í stjórnkerfi komm- únista í Austur-Evrópu, sýni ljós- lega þá hættu sem sé samfara langvarandi stjórnarsetu eins og sama flokksins. Ragnar Baldursson Súkkulaðikosningabarátta Sósíalistaflokkur Japans til- kynnti í gær að flokkurinn myndi beita sætum baráttuaðferðum fyrir kosningarnar í febrúar. Flokkurinn ætlar að dreifa 40.000 súkkulaðipökkum í von um að það bræði hjörtu ungra kjósenda. Sósíalistar vonast til að fram- takið skili líka fé í kosningasjóði þeirra því að á súkkulaðipakkann er skrifað númer á bankareikn- ingi flokksins sem kjósendur geta sent framlög til. Flokkurinn ætlar líka að gefa út geisladisk með ástarlögum eftir bandaríska lagahöfundinn Jimmy Johnson. Sósíalistar segja að þetta sýni að þeir séu fylgjandi kærlíksríkum samskiptum fólks. Hagnaðurinn af plötusölunni rennur í kosningasjóð flokksins. Reuter/rb 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. janúar 1990 Náttúruhamfarir Mann- skaða- veður Að minnsta kosti áttatíu manns fórust og mörg hundruð slösuðust þegar ofsaveður gekk yfír Bret- landscyjar og norðanverða Evr- ópu í fyrrinótt. Mannskaðinn var mestur í Bretlandi þar sem að minnsta kosti 45 létust samkvæmt upplýs- ingum lögreglu. Stormurinn reif upp tré með rótum, feykti húsum um koll og sleit rafmagnslínur í Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Sænskir veðurfræðingar segja þetta versta storm sem gengið hafi yfir Svíþjóð í tvo áratugi. Reuter/rb Þjóðernisdeilur Róstur í Kasmír Á undanförnum dögum hafa miklar róstur verið í Kasmír á Indlandi. Um 50 manns hafa fall- ið í höfuðborginni Srinagar í átökum lögreglu og heittrúaðra múslima. Útgöngubann hefur verið í gildi í nokkra daga í Srinagar en það var ekki fyrr en í gær að það tókst að framfylgja því. Ind- verska stjórnin hefur sent fjöl- mennt herlið til borgarinnar. Það er samt ekki víst að það sé höfuð- ástæðan fýrir því að almenningur virti útgöngubannið því að Frels- isfylking Jammu og Kasmír-ríkis hvatti fólk til að halda sig inni í gær í tilefni af því að þá héldu Indverjar upp á fjörutíu ára sjálfstæðisafmæli sitt. Átökin hafa breiðst út til fleiri bæja. Að minnsta kosti níu létust og fjörutíu særðust í gær þegar öryggissveitir skutu á mörg þús- und manns sem réðust á bíl hlað- inn matvælum í smábænum Handawor skammt frá pakist- önsku landamærunum. Reuter/rb Pólland Kommúnistar ekki öreigar Pólska þingið ákvað í gær eftir harðar deilur að leyfa kommún- istaflokknum að halda eigum sín- um.Hægrimenn á þingi höfðu kraflst þess að eigur flokksins, sem eru metnar á miljarða króna, yrður gerðar upptækar. Um tíma leit út fyrir að tillaga um þjóðnýtingu eigna kommún- istafiokksins næði fram að ganga. Leiðtogar kommúnista sökuðu Samstöðuþingmenn um stalín- isma og gerræði að ætla að gera flokkinn eignalausan eftir að hafa verið öflugasta stjórnmálaafl í Póllandi áratugum saman. Til- lagan var að lokum felld eftir að samsteypustjórnin í Póllandi lagðist gegn henni. Þess í stað var samþykkt að setja á laggirnar nefnd til að gera tillögur um leiðir til að skila aftur eignum sem kommúnistaflokkurinn hefði sölsað undir sig frá ríkinu og öðr- um aðilum. Embættismenn kommúnista- flokksins segja að eignar flokks- ins séu metnar á jafnvirði 4,4 miljarða íslenskra króna. Áf þeim 453 byggingum, sem flokk- urinn noti, séu 279 í ríkiseign. Nú um helgina koma kommún- istar saman til að taka ákvörðun um að leggja kommúnistaflokk- inn niður og stofna í hans stað nýjan flokk sem sé ekki marxísk- ur. Reuter/rb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.