Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 12
þJÓÐVIUINN SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 íslenskar kvikmyndir Leikmynd erlendra mynda lOárfrá upphafi „kvikmyndavorsins“. ÞorsteinnJónsson: íslenskar kvikmyndir hafafengið 2,6 miljónir áhorfenda. Stjórnvöld svíkja þjóðina með því að nýta þetta ekki Þorsteinn Jónsson: Munum segja hverri einustu ríkisstjórn að hún sé að missa af strætisvagninum. Mynd: Jim Smart. SPURNINGIN Hver er besta íslenska kvikmyndin sem þú hef- ur séð? Eyjólfur Rósmundsson rafvirki: Ætli það sé ekki mynd þeirra Stuðmanna Með allt á hreinu. Þetta er létt og skemmtileg mynd sem kemur manni í gott skap. Njörður Snæhólm bankastarfsmaður: Óðal feöranna eftir Hrafn Gunn- laugsson. Af því að hún er sýnd í lit. Jóhanna Jóhannsdóttir atvinnulaus: Dalalíf eftir Þráin Bertelsson er sú besta sem ég hef séð. Sjálf er ég úr sveit og þykir hugmyndin að baki myndarinnar mjög góð sem og annað sem í henni er. Gunnar Þór Gunnarsson sjómaður: Ég hugsa að kvikmyndin Magnús eftir Þráin Bertelsson sé einna skást af þeim sem ég hef séð. Af þvi að hljóðið í myndinni er gott sem og önnur tæknileg atriði. Rósa M. Sigursteinsdóttir bankastarfsmaður: Sjónvarpskvikmyndin Steinbarn sem Egill Eðvarðsson leikstýrði. Handritið að er gott og vel út- færður leikur. Mynd sem maður lifir sig inní. íslenskir kvikmyndagerðar- menn héldu uppá merkis áfmæli i gær, en kvikmyndin Land og synir var f rumsýnd 26. janúar 1980. Með henni hófst „vorið" í íslenskri kvikmyndagerð og þannig á samfelld kvikmynda- gerðáíslandinú 10áraafmæli. Af því tilefni hélt Félag kvik- myndagerðarmanna ráðstefnu í gær þarsem litið var um öxl og áratugurinn rifjaður upp. Sýnd var stutt mynd, klippt saman úr 30 íslenskum kvikmyndum, og stefna stjórnmálaflokkanna í kvikmyndamálum var sýnd af myndbandi. Fleira vartil skemmtunar, en ávörpfluttu Þor- steinn Jónsson formaður FK, Vigdís Finnbogadóttir, Ágúst Guðmundsson formaður SÍK, Þráinn Bertelsson og Svavar Gestsson. Skömmu áður var Þorsteinn króaður af og spurður spjörunum úr sem formaður Fé- lags kvikmyndagerðarmanna. Lesendur dagblaða hafa orðið varir við auglýsingaherferð ykk- ar um íslenska kvikmyndagerð. Hvert er markmiðið með henni? - Það er nokkuð síðan við ákváðum að halda þessa ráð- stefnu í tilefni 10 ára afmælis sam- felldrar kvikmyndagerðar. Við fengum þá hugmynd að taka sam- an efni um hversu mikil atvinnu- starfsemi hefur verið í kringum þessa listgrein. Þetta er ekki bara listgrein heldur einnig atvinnu- starfsemi sem hefur mikið auglýs- ingagildi fyrir alla aðra starfsemi í landinu. Við höfum komist að því að þessar 27 myndir sem við höf- um framleitt á 10 árum hafa feng- ið 2,6 miljónir áhorfenda á okkar helstu markaðssvæðum. Þetta eru óbeinar gjaldeyristekjur, sem að vísu er mjög erfitt að áætla, en vægt áætlað teljum við að hver króna sem ríkið hefur sett í Kvik- myndasjóð - sem er aðeins lítill hluti þess sem hefur verið lagt í kvikmyndir- hafi skilað sjö krón- um í gjaldeyri. Þið eruð því greinilega ekki ánægð með ykkar hlut? - Við viljum vekja athygli á að okkur líður ekkert vel að vera alltaf einsog ölmusumenn sem ætla að eyða þessum peningum í óráðsíu. Málið er að okkur finnst þessum peningum vera vel varið og okkur finnst það vera svik við þjóðina að nýta þetta ekki. Okk- ur finnst að stjórnvöld hafi gert skyssu með því að veðja ekki á þessa grein. I hvert skipti sem ís- lendingur birtist í sjónvarpi er- lendis hrópa markaðsfræðingar: ókeypis auglýsing, tugmiljóna virði! En við stöndum fyrir stærstu auglýsingunni og fáum sífellt minna og minna. Getið þið áætlað hvað væri við- unandi fjárhæð frá ríkinu á ári? - Við höfum stungið uppá að framlagið í ár væri 150 miljónir í stað 70, á næsta ári 300 miljónir og við teljum að stefna eigi að 500 miljóna framlagi á ári til að gera þetta að atvinnustarfsemi með fastan grundvöll. Framlagið í ár nægir bara fyrir þau örfáu verk- efni sem þegar eru farin af stað, þannig að staðan er í raun á núlli. En höfum við náð einhverjum framförum í kvikmy ndagerð á tíu árum? - Það má deila um það, en mér finnst ekki nóg. Ég held að ástæð- an sé einmitt þessi fátækt, við höfum ekki haft efni á að vinna þetta einsog menn og þessi fjár- hagslega áhætta hefur haft það í för með sér að undirbúningi hef- ur verið áfátt. Þótt við fáum styrki vitum við ekki hve dýr myndin má vera. Þú ferð af stað og veist ekki hvort myndin má kosta 20 miljónir eða 100 miljón- ir. Þannig getur þú ekki skipulagt vinnuna fram í tímann. Það þýðir ekki að byrja með einhverjar 10 miljónir úr Kvikmyndasjóði og vonast síðan eftir að fá meira. Þetta sést á myndunum. Nú hefur kvikmyndum í fullri lengd fækkað í aðeins tvær á ári. Er það ekki líka mjög slæmt? - Jú, sko við gerðum fyrst þrjár myndir á ári og allt uppí fimm myndir árið 1984. Eftir það höfum við gert 1-2 myndir á ári sem er alltof lítið. Við þurfum að gera minnst fjórar á ári til að halda þessari starfsemi uppi sem atvinnu. Það er lágmark til að geta haft tæki í landinu og til að reynslan nýtist á milli mynda. Þetta hefur verið þannig að menn eru að gera myndir á fjögurra ára fresti og þeir bara detta út. Við erum í þeirri stöðu sem listamenn að þurfa að taka megin áhættuna af okkar starfsemi sjálfir á meðan aðrir ganga að því vísu að hafa engar áhyggjur af því hvort sýn- ingin - eða hvað það nú er - gangi upp fjárhagslega. Eigum við þá von á því að ís- lendingar leiti meira til útlanda í leit að fjármagni? - Já, við gerum það. Þetta flyst allt til útlanda nema stjómvöld taki þá ákvörðun að vera með okkur í þessu. Annars verður Is- land notað sem ódýr leikmynd í erlendar myndir og við fáum kannski að vinna við leiktjöldin. En ég veit ekki hvort íslensk menning græðir mikið á því. Hvað með norræna kvik- myndasjóðinn? - Við sækjum einnig þangað, en hann bjargar engu hér. Enda var það skýrt tekið fram í reglum sjóðsins að hann á að koma ofan á það sem fyrir er í löndunum og alls ekki ætlast til þess að hann komi í stað fyrri sjóða. Núverandi ríkisstjórn hefur greinilega brugðist ykkur einsog aðrar. Eigið þið einhverja von um betri tíma? - Jú, jú. Við vitum að fyrr eða síðar rennur upp fyrir stjórmála- mönnum að við erum komin á nýtt tímaskeið, tímaskeið mynd- máls, sem er orðið miklu sterkari miðill en ritmálið í öllum áróðri og þann miðil verður að virkja. Við höldum áfram að segja hverri einustu ríkisstjórn að hún sé að missa af strætisvagninum og við höldum áfram þar til einhver skilur það. _þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.