Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.01.1990, Blaðsíða 7
_____MINNING____ Bjami Jónsson Fœddur 2. sept. 1908 - Bjarni Jónsson, bóndi í Bjarn- arhöfn, Helgafellssveit á Snæ- fellsnesi, var einn af þessum hæ- versku áhrifamönnum sem ör- ðugt er að lýsa eða skilgreina. Fágaður og heilsteyptur bóndi og fiskimaður? Umhverfisverndars- inni? Hugsjónamaður? Orðin skreppa saman og ná aldrei að fanga það sem þeim er ætlað. Með hógværð sinni, kímni og öguðu málfari þroskaði Bjarni hvem mann sem fékk að vera ná- vistum við hann. Hann flutti að manni fannst keim liðinnar aldar með sér um borð í Síldinni, happ- afleytunni, einum elsta sjófæra báti landsmanna. Um sauðféð ræddi hann af sérstökum hlýleika og virðingu, eins og reyndar lífið allt. Bjarni var nákunnugur lífs- háttum hafarnarins, og þótt hann ylli búinu í Bjarnarhöfn talsverð- um búsifjum fyrstu árin hans þar, sættist Bjarni við þennan glæsi- lega granna og var gerður að heiðursfélaga Fuglavemdarfé- lags íslands fyrir framlag sitt til vemdar amarstofninum. Bjarni fæddist 2. september 1908 á Svanshóli í Kaldrananes- hreppi, en fluttist að Asparvík í sömu sveit árið 1915 með foreldr- um sínum, Jóni Kjartanssyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur. Bjarni var síðan bóndi í Asparvík á árunum 1935-1951. Hann kvæntist á höfuðdaginn, 29. ágúst 1936 eftirlifandi eiginkonu sinni, Laufeyju Valgeirsdóttur úr Norðurfirði og eignuðust þau 10 börn sem öll komust til fullorð- insára. Börn Bjarna og Laufeyjar em þessi í aldursröð: Aðalheiður, húsmóðir í Stykkishólmi og áður á Kóngsbakka í Helgafellssveit, maki Jónas Þorsteinsson, fyrmm bóndi þar; Hildibrandur bóndi í Bjarnarhöfn, maki Hrefna Garð- arsdóttir; Reynir, fyrmm náms- Dáinn lO.jan. 1990. lands. Bjarni var einn af heimild- armönnum fslenskra sjávarhátta, enda margfróður um atvinnu- hætti og orðfæri liðinna tíma. Hafði hann yndi af því að miðla slíku til yngra fólksins. Bjarni og Laufey fluttu búferl- um 1951 með fjölskyldu sína í landnám Bjarnar austræna, til Bjamarhafnar á norðanverðu Snæfellsnesi. Þar bjó Bjarni myndarbúi ásamt afkomendum sínum til æviloka. Fjöldi þekktra íslendinga hefur búið í Bjamar- höfn til lengri eða skemmri tíma og þar var um skeið læknissetur. Enn standa fjárhús þau sem Thor Jensen lét byggja á öðrum áratug aldarinnar, glæsilegustu og stærstu fjárhús síns tíma. Áhrifa- mikið er jafnan að koma inn í nútímafjárhúsin í Bjarnarhöfn, þar sem hátt í þúsund fjár rúmast þægilega í einum sal. Þeir feðgar eru kappsfullir ræktunarmenn og hafa ræktað góðan stofn af mikilli alúð. Sömuleiðis hafa þeir jafnan haldið tamda fjár- og minka- hunda og notfært sér tækni og hugvit í hvívetna við búskapinn. Bjarni tók ríkan þátt í félags- og framfaramálum, bæði á Ströndum og Snæfellsnesi. Hann gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum og var m.a. oddviti Helgafellssveitar í 8 ár. í Bjarnar- höfn er ein örfárra af kirkjum landsins sem eru í bændaeign og var hún Bjarna afar kær. Lét hann sér mjög annt um fegrun kirkjugarðs og verndun, endur- byggingu kirkjunnar og varð- veislu gripa hennar. Bjarni Jónsson var einn þeirra öðlinga sem ég met einna mest að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast og jafnvel starfa örlítið með. Fjölskyldunni votta ég innilega samúð fjölskyldu okkar. Blessuð sé minning hans. Ólafur H. Torfason. stjóri í líffræði, en hann lést á besta aldri, ekkja hans er dr. Si- billa Bjarnason, tannlæknir í Gautaborg; Ásta, húsmóðir á Stakkhamri í Miklaholtshreppi, maki Bjarni Alexandersson bóndi; Sesselja, húsmóðir og rannsóknamaður á Hvanneyri, maki dr. Ríkharð Brynjólfsson, á Hvanneyri, nú við framhaldsnám í Wales; Jón, skólastjóri Bænda- skólans á Hólum, maki Ingibjörg Kolka Bergsteinsdóttir; Karl, framkvæmdastjóri Loðskinns hf. á Sauðárkróki, maki Jóhanna Karlsdóttir; Guðrún, meina- tæknir í Reykjavík; Signý, líf- fræðingur á Sauðárkróki, maki sr. Hjálmar Jónsson, prófastur Skagfirðinga; Valgeir, líffræðing- ur og yfirkennari við Bænda- skólann á Hólum í Hjaltadal. Eins og sjá má á þessari upp- talningu hafa Bjarnarhafnar- hjónin lagt fram myndarlegan skerf í þjóðlífið. Afkomendur þeirra eru nú alls 44, nákvæmlega 22 af hvoru kyni,- barnabörnin eru 27 talsins og bamabarna- börnin 7. Jafnframt búskapnum í Aspar- vík sótti Bjarni ævinlega sjó og þótti sérlega heppinn formaður og með eindæmum veðurglögg- ur. Hann sótti bæði fisk og hákarl á Húnaflóa, og er útgerð hans, eða veiðarfæri á nútímamáli, varðveitt á Þjóðminjasafni ís- ÞATTTAKA TRYGGINGASTOFNUNAR RÍKISINS í KOSTNAÐIVIÐ TANNRÉTTINGAMEÐFERÐ Vegna nýrra laga um greiöslur Trygginga- stofnunar ríkisins fyrir tannréttingar vill stofnunin hvetja forráöamenn barna og unglinga til þess aö fresta því aö leggja út í kostnað við nýja tannréttinga- nrieöferö þartil nýjar endurgreiöslureglur hafa veriö auglýstar. Aö því loknu skal fólki bent á aö afla sér úrskurðar Tryggingastofnunar um mögulega greiösluþátttöku stofnunarinnar áöur en meðferð hefst. Tekið skal fram, að tann- réttingameðferð, sem sannanlega hófst fyrir 1. nóvember 1989 veröur áfram endurgreidd samkvæmt eldri reglum. éPSÉ Auglýsið í Nýju Helgarblaði TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS AT.ÞÝPUBANDALAGIÐ Margrét Alþýðubandalagið Hveragerði Opið hús Opið hús í sal Verkalýðstélagsins Boðans, Austurmörk 2, Hveragerði, laugardaginn 27. janúar kl. 10-12. Margrét Frímannsdóttir ræðir landsmála- pólitíkina og Ingibjörg Sigmundsdóttir bága stöðu bæjarins og komandi kosningar. Heitt á könnunnin. Stjórnin Ingibjörg Akureyri og nágrenni Almennur stjórnmálafundur Akureyri og nágrenni. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráðherra verða á almennum stjórnmálafundi í Alþýðuhúsinu Akureyri, sunnudaginn 28. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Fundarboðendur Svavar Alþýðubandalag Vestmannaeyja Forval Minnum á forvalið sem fer fram í Kreml við Bárugötu laugardaginn 27. janúar og sunnudaginn 28. janúar kl. 15-18. Uppstillinganefnd Alþýðubandalagið Kópavogi Opið hús Opið hús. Rabbfundir alla laugardaga milli 10 og 12 á skrifstofunni í Þinghóli, Hamraborg 11. Verið velkomin. Stjómin Alþýðubandalagið Kópavogi Þorrablót Hið vinsæla þorrablót Alþýðubandalags Kóþavogs verður haldið í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 3. febrúar. Húsið opnað kl. 19. Tríó Þorvaldar Jónssonar og Vordís leika fyrir dansi. Miðaverð sama og í fyrra, 2.500 krónur. Miðarnir seldir á skrifstofu ABK í Þinghóli. Tryggið ykkur miða í tíma. Undirbúningsnefndin Alþýðubandalagið Kópavogi Skrifstofa félagsins verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga. Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fréttir af málefnum bæjarfélagsins og greiða félagsgjöldin. Sími 41746. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Alþýðubandalagið ísafirði Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 28. janúar kl. 16 á Hótel fsafirði. Dagskrá: 1. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga. 2. Önnur mál. Félagar mætum öll. Stjórnln Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7 laugardaginn 27. janúar kl. 14. Dagskrá: Bæjarstjórnarkosningar í vor. Uppstillingarnefnd Miðstjórnarfundur Sveitarstjórnarmenn sérstaklega hvattir til að sitja fundinn Spilakvöld Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur annað spilakvöld í þriggja kvölda keppni mánudaginn 29. janúar klukkan 20.30 í Þinghól Hamraborg 11. Allir velkomnir. Stjórnin Laugardagsfundir ABR Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur opinn umræðufund laugar- daginn 27. janúar, kl. 11 að Hverfisgötu 105, efstu hæð Atburðirnir í Austur-Evrópu og barátta sósialista. Málshefjendur: Arni Bergmann, ritstjóri Jórunn Sigurðardóttir, leikari Sveinn Rúnar Hauksson, læknir Eftir stuttar framsögur verða fyrirspurnir og umræður. Umræðustjóri verður Ragnar Stefánsson, Alþýðubandalagið í Reykjavík Árni Bergmann Jórunn Sigurðar- Sveinn Rúnar Hauksson Eoðað er til fundar í miðstjórn Alþýðubandalagsins dagana 9. - 11. febrúar 1990 í Þinghóli, Kópavogi. Nánari tímasetning verður auglýst síðar. Fundarins bíða mörg mikilvæg verkefni, en aðalefni nans verða: 1. Stjórnmálaástandið. 2. Sveitarstjórnarmálefni 3. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninganna í vor. Fundarboð og dagskrá verða send miðstjórnarmönnum í næstu viku. Mikilvægt er að miðstjórnarmenn mæti sem best. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur Alþýðubandalagið í Reykjavík boðar til félagsfundar miðviku- daginn 31. janúar klukkan 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Kosning kjörnefndar og fulltrúa ABR í miðstjórn Alþýðubanda- lagsins. 2. Staðan í framboðsmálum fyrir komandi borgarstjórnarkosn- ingar og kynning á fundarsamþykkt Alþýðuflokksfélaganna. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin minnir á ákvæði félagslaga um rétt- indi sem fylgja greiddum félagsgjöldum. Stjórnin Auglýsið í Bnii]ii'iiui;i:i _ m , ~ m „ Siðumúla 6 Þjoðviljanum 0 6813 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.