Þjóðviljinn - 31.01.1990, Side 3

Þjóðviljinn - 31.01.1990, Side 3
________FRÉTTIR___________ Almenningssamgöngur Sex sveitarfélög saman í strætó Fyrstu vagnarnir aka af stað 1. janúar 1992 Nýtt fyrirtæki um almennings- samgöngur á höfuðborgar- svæðinu verður formlega stofnað í næstu viku. Að því standa sex sveitarfélög í nágrenni Reykja- víkur: Hafnarfjörður, Bessa- staðahreppur, Garðabær, Kópa- vogur, Mosfellsbær og Kjalarnes- hreppur. Fyrstu vagnar hins nýja fyrir- tækis, sem heitir BS, hefja akstur þann 1. janúar 1992, en þá renna út sérleyfi Landleiða til farþega- flutninga frá Hafnarfirði, og Mosfellsleiðar frá Mosfellsveit. Tíminn þangað til verður notaður til margháttaðs undirbúnings. Stofnkostnaður BS er áætlaður um 300 miljónir króna á verðlagi í september 1989 og velta fyrirtæk- isins áætluð um 200 miljónir króna á ári. Alls munu kringum 25 vagnar verða í áætlunarferð- um milli sveitarfélaganna sex og er gert ráð fyrir að þeir flytji tvær miljónir farþega á ári. íbúafjöldi þessara sveitarfélaga er nú nálægt 50 þúsundum. Jónas Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, sagði í samtali við Þjóðviljann að hugs- unin á bak við fyrirtæki þetta væri m.a. sú að gera íbúunum kleift að ferðast á milli sveitarfélaganna án þess að þurfa alltaf að fara um miðborg Reykjavíkur. Stefnt er að því að hafa tvær aðalskipti- stöðvar í Reykjavík, í Mjóddinni í Breiðholti og á Hlemmi. Þá sagði Jónas að forráðamenn SVR hefðu lýst sig reiðubúna að ræða ákveðna samræmingu á ferðum vagna fyrirtækjanna tveggja. Hugmyndir að almennings- samgöngufyrirtæki sem þessu hafa verið lengi í bígerð. Á aðal- fundi SSH 1988 var ákveðið að stofna nefnd um málið og var niðurstaða hennar kynnt á aðal- fundinum í október í fyrra. í des- ember síðastliðnum höfðu svo áðurnefnd sex sveitarfélög ákveðið að taka þátt í fyrirtæk- inu. -gb Afengisúttektir ráðuneyta Ófullnægjandi skýringar Helmingur ráðuneyta gafekkifullnœgjandi skýringar á áfengisúttektum á kostnaðarverði Helmingur ráðuneytanna gaf ekki fullnægjandi skýringar á áfengisúttektum sínum á árinu 1988, en Ríkisendurskoðun hefur yfirfarið alla reikninga aðalskrif- stofa ráðuneytanna yfir áfengis- úttektir á kostnaðarverði. Þau ráðuneyti sem hér um ræðir eru forsætisráðuneytið, fjármálaráðuneytið, sjávarút- vegsráðuneytið, samgönguráðu- neytið, utanríkisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Hin sex ráðuneytin; menntamála-, land- búnaðar-, dómsmála-, félags- mála-, iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið gáfu hinsvegar fullnægjandi skýringar á áfengis- úttektum sínum á árinu 1988. Þótt ráðuneytin hafi ekki gefið fullnægjandi skýringar á áfengis- úttektum sínum telur ríkisendur- skoðun að fyrir liggi fullnægjandi skýringar á tilefnum risnuhalds í flestum tilvikum. Hins vegar séu í nokkrum tilvikum ekki fyrir hendi aðrar skýringar en þær, að úttektir séu vegna risnu ráðherra eða ráðuneyta. Ríkisendurskoðun fram- kvæmdi þessa athugun að beiðni yfirskoðunarmanna ríkisreikn- ings 1988. Segjast yfirskoðunar- menn ekki sjá ástæðu til frekari athugasemda vegna þessa máls. Þeir ítreka þó kröfur sínar um bættan frágang greiðsluskjala varðandi risnukostnað ráðuneyta og stofnana ríkisins. Þá ítreka þeir að ríkinu beri að hætta öllum viðskiptum með áfengi á kostn- aðarverði fyrir sjálft sig og bók- færa slík viðskipti á venjulegu út- söluverði einsog aðrir aðilar er standa fyrir risnu. -Sáf Misskilningur leiðréttur Smá misskilnings gætti í frétt Þjóðviljans fyrr í vikunni um málefni fyrrum starfsmanns Ríkisendurskoðunar. Starfsmað- urinn hefur farið fram á það við dómsmálaráðherra að hann skipi setusaksóknara til að rannsaka atriði tengd brottvikningu sinni úr starfi snemma árs 1984.1 frétt- inni var sagt að starfsmaðurinn treysti ekki saksóknara til að rannsaka málið þar sem embætti hans sé undir Ríkisendurskoðun sett vegna fjármálalegs eftirlits. I opnu bréfi sem lögmaður starfsmannsins fyrrverandi sendi Óla Þ. Guðbjartssyni dómsmála- ráðherra stendur eftirfarandi um ástæður þess að farið er fram á sérstakan setusaksóknara: „Beiðninni er beint til dómsmálaráðherrans með vísun til meginákvæða laga, sem koma fram m.a. í 22. gr. laga nr. 74/ 1974 um meðferð opinberra mála og þess sérstaklega, að hinn skipaði ríkissaksóknari er undir Rikisendurskoðunina settur, vegna fjármálalegs eftirlits. Einnig vegna þess að umbj. minn telur, að misbrestir hafi orðið við starfrækslu Ríkissaksóknara- embættisins, þegar þurft hefur að vinna í málum, sem tengjast skylduliði skipaðs ríkisendur- skoðanda, Halldórs V. Sigurðs- sonar. Hafi það gerst þegar upp- víst varð um meinta fjármálaór- eiðu sonar ríkisendurskoðandans á árunum 1983/1984, en sonurinn var þá starfsmaður Ríkisendur- skoðunarinnar. Telur umbj. minn, að blaðaskrif um fjármála- óreiðu ónafngreinds starfsmanns Ríkisendurskoðunarinnar hafi verið tengd umbj. mínum, vegna fyrirvaralausrar brottvikningar hans snemma árs 1984. Þá hefur legið fyrir a.m.k. síðan í ársbyrj- un 1989, að tengdasonur ríkis- endurskoðandans var talinn upp- vís að meintri fjármálaóreiðu sem starfsmaður Orkubús Vest- fjarða. Hvorugt þessara mála virðist enn hafa fengið lögmæta meðferð hjá Ríkissaksóknara- embættinu, þótt ýmsum nýrri málum hafi verið lokið með dómi, eða ákæra a.m.k. gefin út.“ Hlutaðeigandi eru beðnir vel- virðingar á misskilningnum. Tekist á um þjóðarhagsmuni Eins og viþ mátti búast hefur Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra ákveðið að leggja fram á Alþingi á næstunni frum- varpsdrögin til laga um stjórnun fiskvciða svo til alveg óbreytt frá því þau komu út í haust. Þá voru þau send út til kynningar og um- sagnar hjá hinum ýmsu hagsmunahópum í sjávarútvegi. Þar með hefur ráðherrann að engu þær aðfinnslur og breyting- artillögur sem fram komu í ráð- gjafanefndinni, enda þær vel flestar í andstöðu við hans eigin hugmyndir um stjórn fiskveiða. Þar má nefna kröfuna um byggðakvóta í stað þess að kvóti fylgi skipi, kvótasala verði bönnuð og að eftirlit með fram- kvæmd fiskveiðilaganna verði ekki undir stjórn sjávar- út vegsráðuney tisins. Því má ætla að mikið verk bíði alþingismanna á næstunni þegar frumvarpsdrögin verða lögð fram í frumvarpslíki nema ef satt reynist sem einstaka alþingis- maður hefur haldið fram að þing- menn séu aðeins strengjabrúður í taumi hagsmunahópa. Ef svo er þarf ekki að fara í neinar graf- götur um það að samþykktir 39 manna á Fiskiþingi fyrr í vetur munu vega þungt þegar að því kemur að ákvarðanir verði tekn- ar um þá auðlind sem að nafninu til er sögð í eigu þjóðarinnar en útgerðarmenn hafa stjórnað nán- ast að eigin geðþótta þann tíma ingar sem telur að kvóti eigi og skuli fylgja skipi. í því máli mun hann trúlega njóta stuðnings frá þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins. En eins og kunnugt er lét fyrrum blaðafulltrúi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og einn af núverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Guðmundur H. Garðarsson, bóka það í ráðgjafanefndinni að flokkurinn væri skoðanalaus um málið að svo stöddu og mundi ekki taka afstöðu til þess fyrr en það kæmi til meðferðar Alþingis. Kvótasala býður uppá brask Frá því kvótalögin komu fyrst til framkvæmda í ársbyrjun 1984 hafa afleiðingar kvótakerfísins sífellt verið að koma betur í ljós og að margra dómi hefur nánast allt sem það átti að koma í veg í BRENNIDEPLI fyrir mistekist. Fiskiskipastóllinn heldur áfram að stækka, fiskur- inn í sjónum verður sífellt léttari og fleiri físka þarf í hvert tonn, kvótasölur útgerðarmanna valda byggðaröskun þar sem síst má við, fyrir utan allt það brask sem fylgir sölu á óveiddum fiski. Þá er bandsins auk hinna fjölmörgu einstöku félaga undir- og yfir- manna vítt og breitt um landið ályktað um frumvarpsdrögin út frá sínum hagsmunum. Þá voru frumvarpsdrögin rædd ítarlega á þingi Verkamannasambandsins í vetur sem og á aðalfundi Sam- taka fiskvinnslustöðva. Auk þess hafa háskólamenn verið iðnir við að skrifa greinar í blöð og tímarit um nauðsyn á sölu veiði- leyfa og bent á hversu mikið ranglæti það sé að útvegsmenn skuli fá nánast frían aðgang að þessari auðlind án þess að greiða krónu fyrir. Aftur á móti geta út- vegsmenn selt hæstbjóðanda sitt veiðileyfi og hefur trúlega enginn annar aðili eftirlaun sín jafn vel tryggð og útgerðarmenn hafa í skjóli fiskveiðilaganna. En umræðan um kvótann snertir ekki aðeins sjómenn og útvegsmenn heldur og einnig það fólk sem vinnur úr hráefninu í landi, fiskvinnslufólkið. Hingað til hefur þætti þess verið lítill gaumur verið gefinn en það er sem betur fer farið að breytast til hins betra. í álitsgerðum sínum í ráðgjafanefndinni vilja fulltrúar Alþýðubandalagsins, Kvenna- listans og Verkamannasam- bandsins að ísfísksala verði tak- mörkuð. f áliti Jóns Kjartans- sonar formanns verkalýðsfélags Vestmannaeyja og fulltrúa VMSÍ í ráðgjafanefndinni segir orðrétt: „Einnig vill VMSÍ benda á að Þó að kötturinn sé í þorsklíki er of snemmt að fullyrða hvort frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórnun fiskveiða verður samþykkt í skötulíki. sem kvótinn hefur verið við lýði eða frá ársbyrjun 1984. Meirihluti fyrir byggðakvóta Sé aftur á móti tekið mið af þeim sérálitum og athuga- semdum sem fram komu hjá fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna í ráðgjafanefndinni varðandi ein- stök atriði frumvarpsdraganna má ljóst vera að kvótasala, sala á óveiddum fiski, nýtur ekki stuðn- ings hjá fulltrúum Alþýðubanda- lagsins og Borgaraflokksins. Auk þess er Kvennalistinn andvígur þessari sölu á kvóta. Síðan er það spurning hvort það gengur eftir í meðförum þingsins þegar frum- varpið verður þar til umfjöllunar og endanlegrar afgreiðslu. Þá hefur Farmanna- og fiskimanna- sambandið lýst yfir eindreginni andstöðu við kvótasölu sem og Sjómannasambandið, Lands- samband smábátaeigenda og Verkamannasambandið. Á 34. þingi FFSÍ var fróðlegt að heyra álit formælanda sjávarútvegs- nefndar þegar hann mælti fyrir áliti hennar um frumvarpsdrögin. Þau voru eitthvað á þá leið að nefndarmenn væru sammála 1. grein draganna en síðan væri allt það sem á eftir kæmi aðeins mis- munandi útfærslur á því hvemig braska ætti með þjóðarauðinn. Þá eru fulltrúar þriggja flokka af fjórum, sem að ríkisstjórninni standa, fylgjandi því í sínum álitum í ráðgjafanefndinni að kvóti verði tengdur byggðar- lögum. Eftir stendur aðeins Framsóknarflokkurinn með sjáv- arútvegsráðherra í broddi fýlk- nú svo komið, ef frumvarpið verður samþykkt nær óbreytt, að engan físk má orðið veiða hér við land nema með leyfum sjávarút- vegsráðuneytisins, ef undan- skilinn er marhnúturinn. Þess vegna má alveg eins búast við því að afli ungdómsins við bryggj- ur landsins þar sem alltaf er ein- hver slægur af ungufsa og bútungi verði gerður upptækur af sér- stökum veiðieftirlitsmönnum ráðuneytisins í sumar. Því hlýtur það að vekja furðu að almenning- ur skuli ekki hafa látið meira í sér heyra þegar þess er gætt að gert er ráð fyrir að gildistími nýju lag- anna verður óákveðinn. Þdð þýð- ir að lögin muni ekki gilda í eitt ár eða tvö heldur jafnvel út öldina og nokk betur. Frá því frumvarpsdrögin voru birt í októberbyrjun hafa hagsmunaaðilar svo sem Fiski- þing, aðalfundur Landssam- bands útvegsmanna, aðalfundur Landssambands smábátaeigenda og 34. þing Farmanna- og fiski- mannasambandsins, sambands- stjórnarfundur Sjómannasam- Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar en ekki ein- hverra útvalinna hópa sem geta ráðskast með auðlindina að eigin geð- þótta eins og raunin hefur því miður verið til þessa óhóflegur útflutningur á óunnum físki hefur þegar valdið umtals- verðu atvinnuleysi fiskvinnslu- fólks víðsvegar um landið og tel- ur Verkamannasambandið það ekki í anda laganna um fisk- veiðistefnu að byggja upp at- vinnulíf á Humbersvæðinu og í Norður-Þýskalandi meðan „eig- endur“ auðlindarinnar ganga um atvinnulausir". Þessi mikli fiskútflutningur hefur líka orðið til þess að utan- ríkisráðuneytið og viðskiptaskrif- stofa þess undir forystu formanns Alþýðuflokksins hefur ekki vilj- að láta fulltrúa sjómanna, útvegs- manna og fiskvinnslunnar vera einráða um stjórn Aflamiðlunar sem þessir aðilar hafa beðið lengi eftir að komist á koppinn. Ástæð- an er að þessir aðilar eiga allir hagsmuna að gæta varðandi út- flutning á ferskum fiski og gott ef fiskvinnslan sjálf er ekki með þeim stærri í þessum bransa. Allt þetta bitnar á atvinnuöryggi land- verkafólks sem er þar fyrir utan sá hópur launamanna sem lé- legust hafa kjörin. Áf framansögðumá ljóst veraað mikið mun ganga á þegar kvótinn kemur til umræðu á Alþingi enda skoðanir stjórnmálaflokkanna og einstakra þingmanna vægast sagt afar skiptar. Þó skiptir mestu við afgreiðslu frumvarpsins að þröngir sérhagsmunir verði látnir víkja fyrir hagsmunum heildar- innar. Fiskimiðin í sjónum eru sameign þjóðarinnar en ekki ein- hverra útvalinna hópa sem geta ráðskast með auðlindina aðeigin geðþótta eins og raunin hefur því miður verið til þessa. -grh Mlðvikudagur 31. janúar 199Ó ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.