Þjóðviljinn - 02.02.1990, Síða 2
SKAÐI SKRIFAR
Ég snýaftur
í prófkjörs-
hasarinn
Ekkert má maöur. Ekki má maður bregða
sér af bæ stundarkorn, þá er köttur kominn í
ból bjarnar eða ég veit ekki hvaða kykvendi.
Ég á við þessa systur mína, sem hefur verið
að þenja sig hér undanfarna föstudaga með
ósæmilegum væl um karlrembu mína og
íhaldssemi og yfirgang og allt það.
Það á nefnilega ekki að vera að væla yfir
staðreyndum. Ég, Skaði, skal fúslega heita
ihaldspungrotta og ofbeldismaður hjá öllu
þessu bleika og kvenlega og kvensama
pakki sem helst vill eiga þetta blað. Ég er sá
sem ég er, og á það sameiginlegt með Davíð
mínum Oddssyni og fleiri góðum mönnum.
Svo var verið að koma upp um það að ég
ætti systur og meira að segja kerlingartetur,
sem ég kalla að vísu aldrei Gubbu heldur
Guðbjörgu Karítas eins og hún heitir. Ég hefi
aldrei minnst á þessar kvenpersónur af því
að ég er á móti þessum billega bersöglismór-
al sem nú er í tísku. Ég vil að einkalíf merkra
manna sé sveipað vissri fjarlægð og dulúð.
Ég ætlaði til dæmis að hlífa systur minni (hún
heitir Rósa fyrst þið viljið endilega vita það)
við því að lenda í tönnunum á fjölmiðlahakka-
vélinni. En þangað vildi hún og þá það. Þetta
er frjálst land. Hver og einn gengur af göflum
á sinn hátt. Annars fórum við Rósa að
rífast um framboðsmálin hér í borginni strax
og ég kom heim. Hún Rósa er nefnilega ein
af þessum félagsmálastelpum sem finnst að
betra sé illt að gera en ekki neitt. Síðasta
uppátækið hjá henni er að berjast fyrir því, að
þetta vinstrapakk í borginni samfylki gegn
honum Davíð mínum Oddssyni með einn
lista og hún talaöi um þetta af svo miklum
æsingi að það var engu líkara en hún tryði
því, að Davíð væri ekki sama um það hvort
þessir listar eru einn eða átján.
Og hvað er svona merkilegt við svona
framboð? spurði ég.
Það er nýmæli, sagði hún. Fólkið raðar
sjálft á listann í lýðræðisgleði meöan þið
íhaldsmenn takið aftur upp forræðiseinokun-
argikkshátt eins og hver annar Sjáseskú eða
Stalín.
Bull er þetta í þér stelpa, sagði ég. Við
þurfum ekkert prófkjör af því að við erum
þegar búnir að finna hina bestu og vitrustu
menn. Hjá okkur hefur ræst sá draumur um
bestu manna ráð sem þeir voru að velta fyrir
sér í fornöld, þeir Plató og Njáll á Bergþórs-
hvoli.
Ég gæti gubbað, sagði Rósa.
Gubba þú þína lyst góða, sagði ég. Varst
þú ekki alltaf að hamast gegn prófkjörum hjá
okkur og sagðir að þau væru svindl og fjar-
stýring ríkisbubba sem kostuðu rándýrar
skrumherferðir fyrir einhverja aumingja sem
þeir ætluðu svo að hafa í vasanum?
Að sjálfsögðu sagði ég það, sagði Rósa.
En það verður allt öðru vísi hjá okkur.
Hvernig þá? sagði ég.
Það mun enginn reka neinn áróður fyrir
neinum hjá okkur, sagði Rósa.
Ekki það nei, sagði ég.
Nei, sagði hún. í fyrsta lagi erum við vinstri-
menn ekki neinir metorðapotarar eins og
(haldið. Og ef svo ólíklega vildi til að einhverj-
ir slíkir findust þá höfum við ráð við því.
Hvaða óráð eru það? spurði ég.
Það er ósköp einfalt. Fyrst munum við
ganga í hvert hús í borginni og spyrja hvern
mann, hvort hann vilji gefa kost á sér í opið
prófkjör. Svo setjum við saman lista, svona
400-500 manna og röðum fólkinu í staf-
rófsröð. Svo er bannað að reka áróður: eng-
inn má auglýsa, allir þátttakendur verða aó
fara í skrifbindindi gagnvart blöðum, enginn
má senda umburðarbréf eða bæklinga í pósti
sér til áróðurs eða upphefðar og sérstök pól-
itísk siðgæðisnefnd mun sjá um þetta eftirlit.
Búa menn þá ekki bara til símabandalög?
spurði ég.
Við kunnum líka ráð við því, sagði Rósa.
Símamenn ætla að fara í verkfall fyrir okkur
svo að enginn freistist til að vera að hringja út
og suður og frægja menn eða ófrægja.
Þú segir nokkuð, sagði ég. Og ætlastu til
þess að ég trúi því að það verði ekki ófriður
um lista sem þannig verður tii?
Það verður ekki ófriður um listann Skaði,
sagði Rósa, en það verður svo hart barist
fyrir samstöðu um hann aö ekki mun standa
steinn yfir steini.
IÞessi boðsferðfJáogTkvöíd'
«1 Moskvu var' er okkur ^,0
himnasending^ ag kynnast
matreiðslu
r innfæddra.
Ég hef heyrt að
rauðrófufusúpan þeirra
sé frábær og sennilega
verðum við látnir skola,
henni niður með vodka
w
/t
T RÓSA-
GARÐINUM
LEITIÐOG ÞÉR
MUNUÐ FINNA
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra boðar stórfelldan
gullfund: Hafa fundist fjórir
milljarðar í Landsvirkjun?
Fyrírsögn í Tímanum
FUNDIÐ SAMEIN-
INGARTÁKN
Fulltrúar íhalds og komma tóku
höndum saman um ríkiskassann
á alþingi í gær.
Tíminn
ÞAR FINNUR HANN
LOKS HEIMSVELDI
HINS ILLA
Leikur Ronald Reagan í Bat-
man?
Fyrírsögní
Morgunblaðinu
RAUNSÆISKRAF.
AN GERIRSIG
BREIÐA
Ferðalag töfraskápsins sem ekki
þurfti rafmagn fannst mér líka
óþarft. Var ekki hægt að leysa
málið með því að hafa tvo ís-
skápa?
Leiklistarrýni í DV
ENGUERAÐ
TREYSTA
Mogginn er búinn að gera Ce-
aucescu og hans nóta að hægri
manni og þar með andstæðingi
vinstri mannúðarstefnu.
Tíminn
FRAMSÓKN
FRELSISINS
Það næsta sem kemur á markað-
inn er nefnilega tæki sem gefur
þér kost á að velja um: 1) hvort
JR sefur hjá fimm í einum Dallas-
þætti, 2) hjá tveimur, 3) hjá Sue
Ellen einni ( það teljum við ekki
með) eða 4) er náttúrulaus.
Morgunblaðió
TILKOMIÓLI
SKATTMANN
Ný fyrirtæki þurfa tannfé.
Fyrírsögn í
Morgunblaðinu
ÁHRIF FRÁ STÖÐ
TVÖ?
Lostafullir hrútspungar hreiðra
um sig hlakkandi milli hams-
lausra hangilæra.
Matseðill á þorrabióti
á Blönduósi
ÞARHEFURFISK-
URINN FJÁRMÁLA-
VIT
Enn fæst enginn þorskur í Alaska
til að vinna um borð í Andra BA.
Útvarpsfrétt
HAFA LÍKA ÞYNGD-
ARLÖGMÁLIÐ MEÐ
SÉR
Samtök ofæta festa sig í sessi.
Þjóöviljinn
2 SIÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. febrúar 1990