Þjóðviljinn - 02.02.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 02.02.1990, Side 6
Um hvað var samið? Samningarnir undirritaðir um miðnœturskeið. Eru samningar samkvœmt núll-lausn tímamótasamningar eða selur verkalýðsforystan sálu sína? Verður þeim rift í haust? Nú er lokið nokkuð óvenjulegri samningalotu aðila á vinnumark- aði. Krafan var ekki um miklar launahækkanir og þíðan hefur verið meiri á milli samningsaðila en venja er. Enda þótt verkalýð- sforystan hafi náð nokkuð vel sín- um markmiðum eru samningarn- ir mjög umdeildir og telja þeir róttækustu forystusauðina vera að selja sálu sina. í dag er erfitt að segja til um það og áhöld eru um hvort verkalýðshreyfing og at- vinnurekendur eru gengnir í eina sæng eða hvort nú er verið að gera tímamótasamninga fyrir launafólk og fyrirtæki í landinu. Altént verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála á vinnumarkaði á næstunni. Núll-lausn Þegar ákveðið var að reyna að semja samkvæmt svokallaðri núll-lausn voru helstu forsendur í mun víðara samhengi en oftast áður. Tryggja átti rekstrargrund- völl fyrirtækja þannig að hægt væri að halda nægri atvinnu í landinu, en um leið átti að halda kaupmætti með lækkun eða fryst- ingu verðlags, ss. óbreyttu bú- vöruverði (sunnudagsjógúrt ku innifalin!). Með minni verðbólgu væri síðan hægt að ná hagstæðari viðskiptakjörum og halda gengi stöðugu. f>að var því strax ljóst að ekki yrði samið um miklar launahækk- anir. Kaupmætti ætti að halda með öðrum hætti, en ekki var laust við að menn gagnrýndu þá ætlan að viðhalda lægsta kaup- mætti sem þekkst hefur um ára- bil. En niðurstaðan varð sú að samkvæmt samningi ASÍ, VSÍ og VMS, sem gildir til 20 mánaða eða frá áramótum til 1. septemb- er 1991, munu laun hækka um 9,5% á samningstímanum. Fyrst um 1,5% við undirskrift, annað eins 1. júní og um 2% 1. desemb- er. Á næsta ári hækka laun síðan um 2,5% 1. mars og um 2% 1. júlí. Enda þótt þessar prósentu- tölur líti ekki vel út segja forystu- menn ASÍ samninginn eiga að létta undir þeim sem lág hafa launin og bera þunga skulda- bagga vegna íbúðakaupa ofl. Pessi samningur gerir ráð fyrir um 5-7% verðbólgu á þessu ári, en fari hún umfram það eiga laun að hækka sem því nemur. Til þess eru svokölluð rauð strik í samn- ingnum 1. maí, 1. september og 1. maí 1991. Við þau tímamörk mun sérstök launanefnd athuga hvort forsendur samningsins hafí breyst og gera breytingar sé þess þörf. Fróðlegt verður að sjá hvernig þessi nefnd mun vinna því í henni mun Alþýðusamband- ið hafa oddamann en atvinnurek- endur geta sagt upp samningnum verði þeir ósáttir um niðurstöðu. Þá geta báðir aðilar sagt upp samningnum fyrir 1. desemberen hann verður endurskoðaður í nóvember. Á maraþonfundinum síðustu tvo daga náðist samkomulag um láglaunabætur, desember- og or- lofsuppbætur. Ákveðið hefur verið að láglaunabætur hljóti þeir sem hafa laun undir 60 þúsund krónum á mánuði. Þær skuli greiðast þrisvar á samningstím- anum og munu þær í hvert skipti nema helmingi þeirrar upphæðar sem á vantar í 60 þúsundin. Þann- ig mun launamaður með 45 þús- und á mánuði fá 7500 krónur greiddar þrisvar næstu 19 mánuð- ina, en láglaunabætur munu aldrei verða hærri en 10 þúsund krónur í hvert skipti. Þá var ákveðið eftir mikið streð að hækka desemberuppbót í 10 þús- und krónur og orlofsauka í 7500 krónur. Margir áhrifavaldar Þótt samkomulag hafi nú náðst á almennum vinnumarkaði er samt margt sem getur haft áhrif á framvindu mála. í fyrsta lagi er alls óvíst hvort samningarnir verða samþykktir í einstökum verkalýðsfélögum. Einnig eiga mörg félög enn einn eða tvo mán- uði eftir af sínum samningstíma og getur þannig orðið erfitt að framfylgja kröfunni um að eitt eigi yfir alla að ganga. í þriðja lagi má benda á að fyrirvararnir í samningnum eru svo margir að fátt þarf að fara úrskeiðis í efna- hagslífi þjóðarinnar til að honum verði rift. Það fyrstnefnda hefur legið fyrir allan tímann frá því samn- ingsaðilar hófu umræðu um núll- lausnina, hvort heldur um undirbúnings- eða formlegar við- ræður hefur verið að ræða. Þegar hafa félagar í Verkalýðsfélaginu Dagsbrún látið í ljós óánægju sína og telur Halldór Björnsson varaformaður Dagsbrúnar að það muni reynast mjög erfitt að fá samningana samþykkta á þeim vígstöðvum. Þá hafa nokkrir trúnaðarmenn, sérstaklega af yngri kynslóðinni, gagnrýnt verkalýðsforystuna harkalega fyrir vinnubrögð sín. Þórir Karl Jónasson er einn þeirra og sagði hann í Þjóðviljanum fyrir skömmu forystumennina vera úr tengslum við verkafólkið í landinu og yrðu þeir að lokum dregnir til ábyrgðar fyrir samn- ingana. Hvort sú verður raunin skal ósagt látið en greinilegt er að átök eru framundan meðal verkafólks um hvort samþykkja eigi samningana. Þessi óánægja virðist öllu minni úti á landsbyggðinni, en þar hefur verkafólk meiri áhyggj- ur af atvinnuleysi en á höfuð- borgarsvæðinu. En þarsem Verð- lagsráð sjávarútvegsins hefur ekki náð samkomulagi um fisk- verð er mögulegt að það geti haft áhrif á afstöðu fiskverkafólks. Ráðið fundaði í gær og verður þeim viðræðum haldið áfram í dag. ðlíklegt er að verkalýðsfélög, sem enn eiga einhvern tíma eftir af samningi sínum, nái að semja á Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins í Karphúsinu í gærkvöldi eftir rúmlega 30 tíma fundalotu. Ljósm. Kristinn. Guðlaugur Þorvaldsson sátta- semjari með nokkrum fulltrúum atvinnurekenda í Karphúsinu í gærkvöldi. Ljósm. Kristinn. annan hátt en ASÍ. Þó er ljóst að ýmsir hópar ætla sér stærri bita af kökunni og má í því sambandi nefna starfsmenn í Alverinu (sem vitaskuld vilja njóta arðsemi fyrirtækisins), og bankamenn, að ógleymdum bifreiðastjórum í Sleipni. í gær náðist samkomulag varðandi starfsmenn Álversins, Rafmagnsveitu ríkisins og í ríkis- verksmiðjum, en að óbreyttu hefðu þessir starfsmenn fengið tveggja prósenta launahækkun í gamla samningnum á meðan flestir fá ekkert. Þá hafa bankamenn ákveðið að leita verkfallsheimildar og stefna að því að boða verkfall á næstunni, verði illa tekið í kröfur þeirra. Þeir stefna að því að ná aftur þeim kaupmætti sem þeir höfðu í júní árið 1988 og segjast þeir þurfa 10% launahækkun strax við undirritun samnings. Mjög ólíklegt verður að telja að þeim verði ágengt með hefð- bundnum viðræðum en 3500 fé- lagar í Samtökum íslenskra bankamanna gætu örugglega myndað þungan þrýstihóp ef til verkfalls kæmi. Verði samningur ASÍ, VSÍ og VMS samþykktur í verkalýðsfé- lögum búast samningsaðilar við að stöðugleiki verði kominn í efnahagsmálin fyrir sumarið. Sveiflur í íslensku efnahagslífi hafa hinsvegar verið mjög miklar og þarf ekki mikið að gerast á erlendum viðskiptamarkaði til að sitthvað fari úrskeiðis. Margir eru enn mjög efins um að hægt verði að ná verðbólunni niður í stöðug 6%, einfaldlega vegna fyrri reynslu. Þannig er ekki ólík- legt að reyna þurfi á rauðu strikin í samningnum og að koma þurfi til kasta launanefndarinnar. Eftir úrskurð hennar gætu samningar losnað vegna ósættis og einnig í endurskoðunarákvæðinu í nóv- ember. Það er því ljóst að þessi langtímasamningur er háður mjög mörgum þáttum og hver veit nema hin árlega samninga- lota hefjist aftur fyrir næstu jól. Raunvaxtalækkun mikilvæg Þegar þetta er skrifað er búist við að BSRB, samninganefiid sveitarfélaga og ríkið nái samn- ingum í kjölfar samninga ASÍ og VSÍ. í stórum dráttum eru ákvæði þess samnings þau sömu, enda höfðu forystumenn þessara stóru verkalýðssamtaka samráð um hvernig halda mætti kaup- mætti með þessum hætti. BSRB gerði þó þá kröfu um- fram þær sem ASÍ setti fram að raunvextir lækkuðu á næstunni. Þetta verður að teljast mjög eðli- leg krafa og um leið undarlegt að ASÍ skuli ekki hafa fylgt þar að máli. Nafnvextir segja h'tið um greiðslubyrðina nema tekið sé til- lit til verðbólgu og lækkandi verðbólgu fylgja lækkandi vextir í öllum siðmenntuðum samfé- lögum. Að vísu hafa bankar vanalega lækkað vexti talsvert á eftir verðbólgunni og er það vissuleg bót að þeir skuli nú lækka nafnvexti við undirskrift og hafa þannig hvetjandi áhrif á minnkun verðbólgunnar. En það eru raunvextir sem hafa mest áhrif á greiðslubyrði lántakenda og það getur varla talist eðlilegt að þeir haldist í 7-8% á meðan verðbólgan á að falla úr þetta 25% í 6%. Krafa Ögmundar Jónassonar og félaga í BSRB verður því að teljast mjög réttmæt og umfram allt nauðsynleg í samningavið- ræðum sem eiga að létta greiðslu- bvrði launafólks. í gær fékk BSRB óformlega tilkynningu frá ríkisstjórninni þarsem hún sagð- ist mundu beita sér fyrir lækkun raunvaxta á næstunni. Á sama hátt ætlar ríkisstjórnin að gera átak í húsnæðismálum fatlaðra, en sú krafa var eindregin af hálfu BSRB. Einnig sendi BSRB ríkis- stjórninni bréf þarsem lögð var áhersla á að aðhald og hagræðing í samfélaginu verði ekki til þess að rýra þá félagslegu þjónustu sem velferðarþjóðfélag byggir á. Eftir þetta hjal hljóta sigurveg- arar kjarabaráttunnar samt að vera félagar í BHMR. Þeir náðu að semja til lengri tíma en aðrir og ekkert virðist geta komið í veg fyrir að laun þeirra hækki um- fram aðra hópa, þótt þeir njóti vitaskuld góðs af mörgum þáttum þessara samninga. En það væri banabiti verkalýðshreyfingarinn- ar ef hún ætlaði sér að fá samningi BHMR rift og varla hægt að ætla neinum slíkt brot á grundvallar mannréttindum. -þóm 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐj Föstudagur 2. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.