Þjóðviljinn - 02.02.1990, Qupperneq 3
Sólrún
til Hannover
Sólrún Bragadóttir sópran-
söngkona hefur verið ráðin
við Óperuna í Hannover í
Þýskalandi. Samningurinn við
hana hjóðar upp á þriggja ára
ráðningu og fyrsta hlutverkið
sem hún tekur að sér er Pam-
ina í Töfraflautu Mozarts sem
frumsýnd verður í október nk.
Sl. þrjú ár hefur Sólrún starfað
við Operuna í Keiserslaut-
ern.B
Samkeppni
sjónvarpsstöðva
Það getur munað miklu fyrir
sjónvarpsstöðvarnar að vera
vakandi fyrir fréttum allan sól-
arhringinn. Það fékk frétta-
stofa Sjónvarpsins að reyna í
vikunni þegar hún missti af
æsifréttinni um byssumann-
inn í Hafnarhúsinu, en keppin-
auturinn náði öllu á band.
Morguninn _ eftir atburðinn
varð Bogi Ágústsson frétta-
stjóri Sjónvarpsins æfur yfir
sofandahætti sinna manna og
lét reiði sína bitna á ýmsum
innanstokksmunum. Það var
nefnilega nokkuð ergilegt að
báðar stöðvarnar voru með
upptökugengi í næsta ná-
grenni, í ráðherrabústaðnum
við Tjarnargötu, bíðandi eftir
yfirlýsingu frá ríkisstjórninni
varðandi búvöruverð. Ómar
Ragnarsson á Stöð 2 var
hinsvegar mættur tímanlega í
Tryggvagötuna og með hjálp
farsímans gat hann náð í fé-
laga sína í ráðherrabústaðn-
um, sem höfðu auðvitað vit á
að þegja yfir fréttinni. í svona
málum er engin elsku mam-
ma, enda neitaði Sigurveig
Jónsdóttir varafréttastjóri
1 Stöðvar 2 beiðni Boga um að
fá myndirnar lánaðarlB
sagði hann sig úrflokknum og
gekk til liðs við krata. ( þeim
herbúðum nálgast nú óðum
prófkjör og er slagurinn þegar
byrjaður. Segir sagan að þrír
efstu menn á lista krata, þau
Guðmundur Árni Stefánsson
bæjarstjóri, Jóna Ósk Guðj-
ónsdóttir, forseti bæjarstjórn-
ar og Ingvar Viktorsson bæj-
arfulltrúi, hafi myndað með
sér óformlegt bandalag og
nokkuð víst sé að þau haldi
sínum sætum. Það er hins-
vegar spurning hvort bæjar-
fulltrúunum Valgerði Guð-
mundsdóttur og Tryggva
Harðarson tekst að haltía
sínum hlut því nokkrir kandi-
datar hafa hug á að krækja í
sæti þeirra. Þar eru til nefndir
þeir Eyjólfur Sæmundsson,
forstöðumaður Vinnueftirlits-
ins, Árni Friðfinnsson, for-
maður fræðsluráðs Hafnarf-
jarðar, og áðurnefndur Láki
sem gengur nú manna á milli
og kynnir sig og sínar hug-
myndir og mun hann vafa-
laust setja mikinn svip á
slaginn, en kratar munu misá-
nægðir með þessa himna-
sendingu frá framsókn.B
Skipulags-
stjórn móðguð
Það vakti athygli í vikunni að
Skipulagsstjórn ríkisins skyldi
ekki fara að fyrirmælum Dav-
íðs Oddssonar borgarstjóra
og samþykkja breytingu á að-
alskipulagi borgarinnar svo
hægt yrði að halda áfram með
háhýsið við Hátún sem fé-
lagsmálaráðherra stöðvaði
framkvæmdir við á dögunum
vegna þess að nýbyggingin
fór heil 75% fram úr leyfilegu
nýtingarhlutfalli. Sjálfstæðis-
flokksmenn eru í meirihluta
Skipulagsstjórnar en Davíð
var ekkert að hafa fyrir því að
tala við þá heldur lét nægja að
gefa Sigurgeir Sigurðssyni,
formanni Sambands
sveitarfélaga og bæjarstjóra
Sjálfstæðisflokksins á Sel-
tjarnarnesi, þau fyrirmæli að
komaþesumáliígegn. Sjálf-
stæðismennirnir urðu móð-
gaðir þar sem þeim fannst
Davíð ætla að nota Skipu-
lagsstjórn sem afgreiðslust-
ofnun og lögðust því gegn til-
lögunni og að lokum sá Sig-
urgeir að hann myndi einn
standa með tillögunni og
snerist því á sveif með hinum
og samþykkt var samhljóða
að auglýsa þyrfti breytinguna
og taka tillit til athugasemda
nágranna. Þessi málsmeð-
ferð getur tekið marga mán-
uði og á meðan tefjast bygg-
ingarframkvæmdir og talið er
víst að borgin sé skaðabóta-
skyld gagnvart húsbyggjand-
anum, Andrési R.
Kristjánssyni.B
Magnús Jón
í fyrsta
Alþýðubandalagið í Hafnar-
firði hefur skipað uppstilling-
arnefnd og sent út bréf til
flokksmanna og beðið um til-
nefningar á listann. í uppstill-
inganefndinni eiga m.a. sæti
þeir Gunnar Rafn, bæjarritari
Hafnarfjarðar, og Geir Gunn-
arsson alþingismaður. Nokk-
uð Ijóst þykir hver muni skipa
efsta sæti listans, en það er
Magnús Jón Árnason bæjar-
fulltrúi sem gefur kost á sér
aftur. ■
Láki til
kratanna
Krötum í Hafnarfirði barst
óvæntur liðstyrkur um daginn
þegar Kristmundur Rúnar
Þorlákur Oddsson, kallaður
Láki, yfirgaf Framsóknar-
flokkinn og gekk í Alþýðufl-
okkinn. Láki er formaður
verkamannabústaða í Hafn-
arfirði og fékk það starf fyrir
tilstilli Alexanders Stefáns-
sonar, þáverandi félagsmála-
ráðherra, sem sárauppbót
fyrir að hafa verið hafnað í ef-
stu sæti lista Framsóknar-
flokksins í bæjarstjórnarkosn-
ingunum í Hafnarfirði fyrir 4
árum. Þá hafði Láki hótað
með eigin framboði, framboði
ungs fólks, en hætti við þegar
hann hafði verið gerður að
formanni verkamannabúst-
aða. Láki hafði þó ekki yfirgef-
ið pólitíkina að fullu því þegar
Framsóknarmenn fóru að
huga að framboðsmálum í
vetur vildi Láki að fram færi
prófkjör, en því var hafnað. Þá
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3
Mikilvægir Irfunktar varðandi
Mastæði í miðborginni:
Gífurlegt átak hefur verið gert í bílastæðamálum
borgarinnar. I miðborg Reykjavíkur hafa á tiltölu-
lega skömmum tíma verið byggð og tekin í notkun
svokölluð bílastæðahús og einnig hefur almennum
bílastæðum verið fjöigað verulega. Ökumenn eru
hvattir tii að kynna sér þessi mái.
Á kortinu hér að neðan má sjá greinilega merkta
punkta, sem sýna hvar í miðbænum er helst að
finna aðgengileg og örugg bílastæði.
Starfsfólk í miðborginni er eindregið hvatt til að
leggja bflum sínum fjær, þannig að viðskiptavinir
komist með hægara móti sem næst þeirri þjónustu
sem þeir þurfa að sækja.
Sérstaklega er bent á í þessu sambandi gjaldtöku-
stæði merkt C og D og stæði merkt E og F, en í þau
er engin gjaldtaka.
Almennir stöðumælar í miðborginni eru 1200
talsins. Nýverið hefur hámarkstími á rúmlega 200
stöðumælum verið lengdur í 2 klukkustundir. Má
þar nefna stöðumæla við Túngötu, Kirkjutorg,
Kalkofnsveg, Ingólfsstræti norðan Hverfisgötu,
Vitastíg, Frakkastíg, Grettisgötu við BSRB og
Rauðarárstíg við Hótei Lind.
Hér að neðan eru leiðbeiningar um notkun á gjaid-
tökubúnaði, sem tekinn hefur verið í notkun á
Bakkastæði og í bílastæðahúsum. Tekið er við
þremur myntstærðum, sem eru 5 krónur, 10 krónur
og 50 krónur og einnig er gefið til baka. Mánaðar-
kort fyrir aila staðina eru seld í varðskýli
Bakkastæðis.
Klippið út auglýsinguna og hafið meðferöis í bílnum
NOTKUN A GIALDTÖKUBUNAÐ
í bílnum A
1 Kornið að bílastæðahúsi:
Ýtið á hnapp við innkeyrsluhliðið, takið
við miða og geymið!
2. Bíllinn sóttur:
Gengið að miðaaflesara. Setjið miðann
í miðaraufina, uppsett gjald greitt, þú
færð miðann aftur. Þessi ferill gildir
jafnvel á þeim tímum dags og um
helgar, þegar ekki er gjaldtaka.
3 Ekið frá bílastæðahúsi:
Akið af stæði að útaksturshliði, setjið
miðann í miðaraufina, hliðið opnast.
A Bflastæðahús
B Bflastæðahús -
C Bflastæðahús
Vesturgata 7 - 109 stæði
Bergstaðir - 153 stæði
Kolaport - 180 stæði
D Opin bflastæði - Bakkastæði - 350 stæði
E Opin bflastæði - milli Sætúns og Skúlagötu - 150 stæði
F Opin bílastæði - milli Vatnsstígs og Frakkastígs - 150 stæði
Bflastæðasjóður Reykjavíkur
Umferðarnefnd Reykjavíkur